Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Eftirlitið í Hótel Borg Eftirlitið leit dagsins Ijós fyrirtveimur mánuðum og hóf þá tónleikahald af krafti. Eftir eina tónleika sveitarinnar fékk hún afleita dóma í einu dagblaðinu og eftir það héldu margir að sveitin væri hætt störfum, því hljótt varð um hana. Allt átti það sér sína skýr- ingu, því Etirlitið var í hljóðveri og var þar að vinna að hljóm- plötu. I kvöld heldur Eftirlitið síðan tónleika á Hótel Borg með sveitinni Nýdönsk. Áður en lengra er haldi má rifja það upp að Eftirlitið skipa þeir Gunnar Hilmarsson bassaleik- ari, Einar Scheving trommu- leikari, Davíð Traustason söngvari og Bragi Einarsson gítarleikari. Þeir Davíð og Bragi voru áður í Rauðum flötum sem voru með iðnari rokksveit- um síðasta árs, en leystist upp í kjölfar útgáfu á fyrstu stóru plötu sveitarinnar fyrir síðustu jól. Rokksíðan hitti Gunnar bassaleikara í Hljóðrita. Þegar Rauðir fletír tóku upp sína plötu var oft slegist hressilega. Hafið þið tekist á um eitthvað? Nei, það hefur verið góður mórall yfir öllu og það hefur verið skemmtilegt að vinna hér, þó auðvitað greini menn á um hitt og annað. Við erum allir frekir og höfum skoðanir, en allt slíkt er rætt til hlítar, það er enginn einn sem segir af eða á. Þið hafið gefið yfiriýsingar um að þið viljið gera eitthvað nýtt. Hvernig hefur gengið að ná því fram? Það hefur gengið vel að okkar mati, en lokaorðið er áheyrendans. Hvað með útgefanda? Það er óráðið sem er, en þó eru tveir líklegri en aðrir. Við höfum látið menn fá prufu- upptökur og höfum fengið já- kvæðar undirtektir. Eftirlitið fékk slæma útreið í einu dagblaðinu eftir tón- leika í Casablanca 7. aprfl síðastliðinn. Hefur það haft áhrif á sveitina? Nei, við látum það ekki á okkur fá þó svo við fáum einu sinni á okkur slæma krítík. Samstarfið innan sveitarinnar hefur gengið aö óskum og flestir aðrir sem hafa heyrt í okkur hafa látið vel af því sem þeir hafa heyrt. Við sjáum því ekki mikla ástæðu til að hafa áhyggjur af því þó einn gagn- rýnandi sé á oðru máli. Hvað ætlið þið að eyða miklum tíma í plötuna? Við eyðum eins miklum tíma og við teljum þörf á, hvort sem það eru tvöhundruö eða fimm- hundruð. Það fer ekkert frá okkur fyrr en það er orðið pott- þétt. Það má kannski líkja tónlist- inni að einhverju leyti við Rauða fleti, en þó ekki nema að litlu leyti, því tónlistin hjá okkur er byggð á breiðari grunni en hjá Flötunum. Viö ætlum líka að reyna að ná fram betri hljóm á okkar plötu en Morgunblaðið/Arni Sæberg var plötunni með Flötunum, en hann var afleitur. Þið hafið talað mikið um það að þíð ætluðuð að bylta rokkheiminum fsienska. Ger- ist eitthvað þegar platan kemur út? Við erum að reyna að gera fólk jákvæðara út í okkar tón- list, út í rokktónlist. Við erum á móti fjölmiðlamötuninni, við viljum fá fólk til að hætta aö láta mata sig allan daginn. Exist Morgunblaðið/KGA Mislitir sauðir í mörgu lé og vel það Duus-hús: skemmtilegasta hljómsveit kvölds- ins. Þetta eru ungir strákar, sem leika brotajárnsrokk (thrash) — ævintýralega hratt og þungt, takt- skiptingar á 30 sekúndna fresti o.s.frv. Vitaskuld væri auðvelt að tína til áhrifavalda eins og Met- allica, en það er ekki það sem mestu máli skiptir. Vissulega er Ijóst að hér er ekki á ferðinni tónlist sem allir kunna að meta, en það sem máli skiptir er að þessir foringjar eru að leika sfna tónlist hvað sem öðru líður. Brotajárnsrokk er ekki auðmelt tónlist og þrátt fyrir að hún sé hrá er vandi að gera henni góð skil. Bootlegs eru hreint ótrúlega þéttir og því má að miklu leyti þakka Kristjáni Ásvaldssyni trommuleik- ara. Að spila á 150 km hraða í 40 mínútur án þess að sleppa úr slagi (40.000n taktskipti innifalin) er nokkuð gott. Þetta kallar vitaskuld á samhentan hljóðfæraleik hinna og hann var til staðar. Exist Gagnrýnandi hafði heyrt upp- tökur með Exist áður en hann fór á tónleikana og átti því á góðu von. Því miður voru þær vonir ekki uppfylltar. Sem er sorglegt því að í hljóm- sveitinni voru tvímælalaust bestu hljóðfæraleikarar kvöldsins, laga- smíðarnar voru hiklaust þær fag- mannlegustu og svo mætti lengi telja. Hvað skorti þá? Æfingu. Samstilling var á tíöum engin og hljóðblöndunarleysi hjálpaði ekki. Sigurður Dagbjarts- son, söngvari, gítarleikari og prim- us motor sveitarinnar, hafði nefni- lega annast hljóðblöndun, en þeg- ar hann steig sjálfur upp á sviðið stóð enginn við stjórnvölinn. Svo það farí ekki á milli mála, þá hefur gagnrýnandi mikið álit á Exist. Hins vegar er það út í hött að láta hlut eins og æfingaleysi spilla heilum tónleikum. Það getur enginn gert að því þó hann sé falskur, vonlaus hljóöfæraleikari eða ömurlegur lagahöfundur. Á hinn bóginn er hreint fyrirkomu- lagsatriði að bæta úr æfingaleysi og er hór með skoraö á Exist aö bæta snimmhendis úr þvi. Meðal annarra orða leikur Exist rokk, sem jaðrar á tíðum við þungarokk (minnir stundum á Tesla), en er eigi að síður mjög melódísk. í sarpinum á hljómsveit- in sand af lögum, sem eru til vin- sælda líkleg, og ekki seinna vænna að gera eitthvað í því. Andrés Magnússon. Naboens Rockband Fyrír skömmu voru haldnir tónleikar í Duus-húsi og komu fram hljómsveitirnar Naboens Rockband, Bootlegs og Exist. Naboens Rockband Fyrstir stigu á stokk piltarnir í Naboens Rockband. Þeir hófu tón- leikana á því að tilkynna að hér ræddi um fyrstu tónleika sveitar- innar og að jafnframt væri um hina síðustu að ræða. Létt var yfir sveit- inni og mátti heita sjónum bert að hún tók sjálfa sig ekki of alvarlega, a.m.k. á milli laga. Tónlistin var á hinn bóginn tekin alvarlegri tökum og var popp í þyngri kantinum í hávegum haft. Arnar Már Ólafsson, sem söng og lék á gítar var helsti fyrirmaður sveitarinnar og stóö sig með ágæt- um. Hann var að vísu stundum (að óþörfu) fullhikandi í söngnum, en Arnar Már hefur hreint prýðilega rödd og syngur vel. Aðrir hljómsveitarmeðlimir stóðu sig ágætlega, en trommu- leikarinn, Ingi R. Ingason, er þó full skreytigjarn. Trommur eru og verða undirleikshljóðfæri. Bootlegs Bootlegs fannst undirrituðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.