Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 er látin. Í Frú SigríAur Ragnarsdóttir Michelsen, Krummahólum 6, Paul V. Mlchelsen og fjölskylda. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, LOVISA DAGMAR HARALDSDÓTTIR, Birkiteigi 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. júní kl. 14.00. Gfsli Halldórsson, Kristjana Björg Gfsladóttir, Ólafur Eggertsson, Helga Gfsladóttlr, Haraldur Gfslason, Þorbjörg Þórarlnsdóttlr og barnabörn. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON ÍSAKSSON, Hlföarvegi 22, Kópavogl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júní kl. 13.30. Margrét Guömundsdóttir, Sigurjón Antonsson, Hrafn Antonsson, lAa Bré Þórhallsdóttir, Hilmar Antonsson, Þóra GuAmundsdóttir, Rúnar Antonsson, Birna Ragnarsdóttir, GuAmundur Antonsson, AuAur Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, HÖRÐUR GUÐMAR JÓHANNESSON, Skálageröi 13, Reykjavfk, verðurjarðsunginnfrá Fossvogskirkju föstudaginn 10-júníkl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparsveit skáta, Reykjavík. Slgurbjörg Ólafsdóttir, Anna Ó. Jóhannesdóttlr, Sæmundur I. Sveinsson, Ragnar V. Jóhannesson, Hafdfs H. Moldof, Erna S. Jóhannesdóttir, Kristlnn B. GuAlaugsson, Grettir K. Jóhannesson, SlgrfAur Arngrfmsdóttir. + Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma, HELGAJ. JÓNSDÓTTIR, Bragagötu 38, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. júní kl. 15.00. Guöbjörg Egilsdóttir, Róbert Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför elskulegrar móður minnar og dóttur, EDNU HOVGAARD, Ménagötu 13, Reykjavfk, sem lást í Landspítalanum 3. júní sl. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. júní kl. 10.30. Samúel Torfinn ÓAinsson, Mlmmf Midjord. + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEIÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR frá HelAarbæ, Villlngaholtshreppl, lést mánudaginn 30. mal í Sjúkrahúsinu á Selfossi. Kveðjuathöfn verður frá Selfosskirkju laugardaginn 11. júní kl. 14.00. Jarösett verður í Villingaholti strax að athöfn lokinni. Hafsteinn B. Halldórsson, Hákon Halldórsson, Sjöfn Halldórsdóttir, Unnur Halldórsdóttir, GuAný Halldórsdóttir, Bergþór Halldórsson, Blrna Halldórsdóttir, barnabörn og Unnur Zophonfasdóttir, Eyvindur Erlendsson, Páll Slgurþórsson, Margrét FrlAbergsdóttlr, Jónflnn Joensen, barnabarnabörn. Kveðjuorð: Sigrún Ámadótt- ir, Reyðarfirði Fædd 14. september Dáin 21. mars 1988 Sigrún Ámadóttir, sem hér er minnst, var dóttir hjónanna Ragn- heiðar Pétursdóttur og Árna Guð- mundssonar en þau bjuggu í Stóru- Skógum í Stafholtstungum í Mýra- sýslu. Alsystkini Sigrúnar voru tvö: Ingólfur, sem fæddur var aldamóta- árið og rak þvottahúsið Laug í Reykjavík síðustu áratugi ævi sinnar og Ágústa, er dó í bernsku. En einnig ólst upp á heimilinu Ólína I. Jónsdóttir, sem síðar varð hús- freyja á Skipanesi í Leirársveit og býr nú á Akranesi. Ragnheiður Pétursdóttir lést árið 1917 og nokkrum árum síðar hóf Ámi aftur búskap með Jónínu Guðrúnu Jóns- dóttur. Eignuðust þau tvo syni: Guðmann, sem dó komungur og Jónmund Heiðar, sem varð bóndi á Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi og lést í dráttarvélarslysi í blóma lífs síns. Sigrún ólst upp í Stóru-Skógum við allt venjulegt atferli sveita- bama. Hún gerþekkti allt það starf og strit, sem sveitalífi fýlgdi. Árið áður en hún fermdist var hún vest- ur í Dölum hjá föðursystur sinni en fermdist frá Stóru-Skógum. Um tvítugt fór Sigrún til Reykjavíkur og hóf að vinna þar fyrir sér við margs konar störf; vistir í húsum, fiskvinnu, sauma- og kaupavinnu á summm. Hún var t.d. lengi í vist hjá Einari H. Kvaran og hún vann í þvottahúsi ásamt Jónínu Narfa- dóttur, sem lést á sl. ári. Urðu þær vinkonur og síðar mágkonur eftir að Jónína giftist Ingólfi bróður Sigrúnar. Leið svo tíminn fram til sumarsins 1930 að hún réð sig í kaupavinnu að Prestbakka í Bæjar- hreppi í Strandasýslu. Þama var líka ungur kaupamaður, Arthúr Guðnason frá Reyðarfirði. Tókust með þeim kynni og fóru þau að búa saman árið eftir. Fluttu þau þá austur á Reyðarfjörð á miðju ári og bjuggu fyrst í húsinu Klöpp, sem er yst í Búðareyrarkauptúni, en hófust svo handa um að byggja sér hús. Er það utarlega í kauptúninu, skammt frá Klöpp og nefnist Sól- berg. Bjuggu þau þar alla tíð síðan. Til þeirra var gott að koma og vin- hlýtt viðmót húsfreyjunnar veitti birtu og yl til þeirra setn að garði bar. Nú býr Arthúr þar einn eftir lát konu sinnar. Þrjú em böm Arthúrs og Sigrún- ar. Elst er Ásdís Ragnheiður, bú- sett í Reykjavík; næstur er Guðni Aðalsteinn, búsettur á Reyðarfirði en yngstur er Ámi Ingólfur, búsett- ur í Reykjavík. Á Reyðarfirði stundaði Arthúr alla algenga verkamannavinnu, jafnt á eyrinni sem við byggingar, en auk þess höfðu þau stuðning af landbúnaði, höfðu kú fyrst en einn- ig garða og kindur allan búskapar- tímann. Á stríðsámnum vann hann mikið við smíðar. Oft var vinnudag- urinn langur og þurfti Sigrún þá að grípa í útistörfin auk þess að sjá um heimilið. En hún pijónaði einnig og saumaði heima til að drýgja tekjur heimilsins. Kom sér vel að vera uppalin við sterkar vinnuvenjur til að geta beitt sér í lífsbaráttunni svo að unnt væri að komast sæmilega af. En Sigrún undi sér vel á Reyðarfirði og fann lífsgæfu sína þar. Henni þótti þó alla ævi vænt um æskuslóðimar í Borgarfirði og þegar leiðin lá upp á Hérað hafði hún orð á því hversu fagurt væri þar um að litast víða, þar væri svo svipað því sem hefði verið heima. Og satt er það að byggðum Borgarfjarðar svipar á ýmsan hátt til Fljótsdalshéraðs, langir, lágir ásar með flötum blám á milli, marflöt nes og straumhæg vatnsfjöll, víðlend öræfi liggjandi að háfjöllum og jöklum inn til lands- ins. Hafði Sigrún látið orð falla um að hún gæti vel hugsað sér að eiga heima á Héraði. Höfundur þessarar samantektar má minnast sumardags fyrir 54 ámm. Ég stóð einn á engjum og rakaði slægju. Kom þá móðir mín skyndilega, kallaði til mín og sagði mér að koma strax heim, því nú væru komnir gestir. Þá sá ég Arth- úr og Sigrúnu í fyrsta skipti, en við Arthús erum hálfbræður, sam- mæðra. Hafði ég ekki séð þau áður svo að ég mundi eftir. Varð ég þama fyrst undrandi og svo glað- ur. Síðar kom ég nokkrum sinnum til þeirra að Sólbergi, helst á haust- um, þegar við Héraðsmenn vorum að reka sláturfé á Reyðarfjörð. Þá gisti ég stundum hjá þeim. Minnis- stæðast verður mér kvöld í sept- ember 1945 er ég gisti þar eina nótt, meðan ég beið eftir skipi á leið til Reykjavíkur. Ég var að fara þangað í skóla og um leið í fyrsta sinn út í hinn stóra heim, öllum + Eiginkona mfn, móöir, tengdamóöir og amma, KARÓLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést f Landspítalanum 8. þessa mánaöar. SlgurAur Björnsson, GuAmundur K. Helgason, GuArún B. Hauksdóttlr, Sævar Þór SigurAsson, Erla Björk SigurAardóttlr, Rafnkell SlgurAsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BACHMANN ÁRNASON, umsjónarmaður f Sjómannaskólanum, Nóatúni 32, Reykjavfk, verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni föstudaginn 10. júníkl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag fslands. Valgerður Jakobsdóttir, Emilfa Ásgelrsdóttlr, AuAur FriAriksdóttlr, André Bachmann, Jakob S. Bachmann, Sigurður V. Bachmann, Halldóra F. SlgurAardóttir, Heiðar Slgurðsson, Sigurbjörn F. Bachmann, Jóhannes S. Bachmann, Kristfn Sigurðardóttir Runólfur Slgtryggsson, Krlstfn Birglsdóttlr, og barnabörn. ókunnugur syðra. Naut ég nú ráð- legginga Sigrúnar um það hveija ég skyldi hitta þegar þangað kæmi. Hún var þaulkunnug ýmsum þar og sagði mér frá fólki, sem reynd- ist mér hjálplegt þegar ég kom til Reykjavíkur. Þannig vísaði hún mér veginn og hennar ráð brugðust ekki. Fyrir þau ráð og kynni sem af þeim tókust má ég vera þakklát- ur. Sigrún Ámadóttir á Sólbergi var ein af þeim manneskjum, sem ætíð ganga hljóðlega, ótrauðar og æðru- laust til starfa, vitandi að lífið er beint af augum og engin leið til baka, nema í huganum og á hljóðum stundum. Við leiðarskil kom mér í hug orð, sem sveitungi hennar og nærri jafnaldra, Sigríður Einars frá Munaðarnesi, lætur falla í ljóðabók- inni Kveður í runni árið 1930: Langt að baki er lífsins skýjaborg löngu brennd með allan dreymda auðinn. Við skulum halda áfram, hægt og hljótt. Þetta gætu verið einkunnarorð í lífi Sigrúnar Ámadóttur. Ég votta Arthúr bóður mínum, bömum hans og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð og bið þeim allrar blessunar. Sigurður Kristinsson Það var mánudaginn 21. mars sl. að síminn hringdi hjá mér. Sá, sem talaði til mín var Arthúr Guðnason á Reyðarfirði. „Sigrún, konan mín, er dáin, hún dó í morg- un, eftir að hafa legið veik á sjúkra- húsi aðeins í viku“. „Guð blessi minningu hennar" var svar mitt. „Ég hef samband við þig seinna," sagði Arthúr og það gerði hann. Ég var stundum í vetur að velta því fyrir mér að heimsækja hana á Reyðarfjörð, ef við báðar lifðum. Nú var það orðin staðreynd að sú ferð verður ekki farin. Ég hafði farið í heimsókn til þessara hjóna af og til á síðustu áratugum. Leiðin um Fagradal hreif mig ætíð með sínum vinalegu hlíðum og skógi og neðar með ægilegum gljúfrum á hægri hönd. Svo allt í einu opnaðist Reyðarfjörður, oft spegilsléttur á milli hárra fjalja — hvert eitt með sinn svipmót. Ávallt fékk ég góðar móttökur. Var þá keyrð um ná- grennið, ýmist af eiginmanni Sig- rúnar eða Guðna syni þeirra. Stund- um gengum við Sigrún út saman, því okkur báðum voru þær sam- verustundir kærar. Á Reyðarfirði, æskuslóðum hennar, átti Sigrún heima nær sex áratugi. Þau byggu sér nýtt hús utarlega í þorpinu og nefndu það Sólberg. Mér féll það heiti sérlega vel. Sambúð þeirra hjóna var farsæl og hamingjusól þeirra gekk aldrei til viðar. Náttúrlega höfðu skipst á skin og skúrir í langri lífsbaráttu, hvemig gat annað átt sér stað? Þau áttu ætíð skepnur, kú og kindur, fyrstu árin, síðar aðeins kindumar. Arthúr stundaði ýmsa smíðavinnu, því hann var einkar lagtækur maður en Sigrún saumaði og pijónaði með heimilisverkunum. Allt lék í höndum hennar. Svo fædd- ust þeim þijú böm, sem heita Ásdís Ragnheiður, Guðni Aðalsteinn og Ámi Ingólfur, yngstur. Öll eiga þau afkomendur. Þau hjón studdu böm sín eftir mætti fram á veginn, uns þau giftust öll og stofnuðu sín eig- in heimili. Þá unni Sigrún mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.