Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988
31
Svipmynd af Dukakis:
Agætur verkstjóri
en fremur sviplítill
MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri
Massachusetts, er nú öruggur um
að vera forsetaframbjóðandi
Demókrata í kosningum hinn 8.
nóvember og miðað við flestar
skoðanakannanir hefur hann for-
skot á George Bush, forsetafram-
bjóðanda Repúblikanaflokksins.
Nái Dukakis kjöri má heita tryggt
að bæjarbragur verður annar i
Hvita húsinu en verið hefur undir
forystu Ronalds Reagans undan-
farin sjö og hálft ár. Reagan hef-
ur verið nefndur snillingur i sam-
skiptum sínum við þjóðina og hann
gagnrýndur fyrir að stjórnast um
of af hugsjónum en minna af rök-
festu. Michael Dukakis er alger
andstæða Reagans að þessu leyti,
þykir frekar óspennandi persóna
— jafnvel leiðinlegur.
Félagar Dukakis lýsa honum sem
ákveðnum og vel lesnum fram-
kvæmdamanni, sem hiki ekki við að
taka vandasamar ákvarðanir. „Hann
hefur gaman af að taka ákvarðanir,
það er ekki skylda sem þjakar hann,“
segir ein ráðgjafa hans.
Dukakis er sonur grískra innflytj-
enda til Bandaríkjanna og hefur
byggt kosningaherferð sína á loforð-
um um bættan hag allra Bandaríkja-
manna og höfðað þannig sérstaklega
til þeirra, sem telja sig hafa borið
skarðan hlut frá borði á velmegun-
arárum embættistíma Reagans.
Þvf til sönnunar að hann sé fær
um að bæta efnahaginn bendir hann
á það sem kallað hefur verið „efna-
hagsundrið í Massachusetts" meðan
hann hefur gegnt þar embætti ríkis-
stjóra. Gagnrýnendur hans heima
fyrir benda þó á ýmsar aðgerðir hans,
sem hafi hrakið bæði fyrirtæki og
mannafla yfir í nágrannaríkin og
segja „efnahagsundrið" hafa átt sér
stað þrátt fyrir aðgerðir Dukakis.
Þú mátt fara heim núna, en megum við halda
Reuter
Dukakis tekur nokkur létt spor f hópi grískra innflytjenda líkt og
Zorba gerði á hvíta tjaldinu forðum.
Það sem gagniýnendur Dukakis
hafa þó helst staldrað við er sú stað-
reynd að hann er fremur gustlítill
öfugt við flesta aðra stjómmálaleið-
toga í Bandaríkjunum. Segja þeir
hann vera mann lítilla sanda og lítilla
sæva þrátt fyrir að hann geti hroka-
fullur og segja að leit sé að leið-
togahæfileikum í fari hans. Keppina-
utur hans um útnefningu demókrata,
Jesse Jackson, gerði lítið úr verk-
stjómarhæileikum hans og taldi
næsta forseta Bandaríkjanna þurfa
að hafa meira til að bera: „Hann
vill bara fá stjóma ringulreiðinni."
Dukakis, sem er 54 ára gamall,
játar fúslega að hann sé lítt „spenn-
andi" frambjóðandi og hefur reynt
að gera sér mat úr þessum meinta
Akkilesarhæli.
„Er ekki tími til kominn að geta
leysi persónutöfra af í Hvíta hús-
inu?“ spyr hann, en sumir stuðnings-
menn hans hafa bent á að Harry S.
Tmman hafi einmitt verið talinn öld-
ungis vonlaus forseti þegar hann tók
við af Franklin D. Roosevelt gengn-
um. Á daginn hafi hins vegar komið
að hann var einmitt rétti maðurinn
til þess að treysta stöðu Banda-
ríkjanna eftir seinni heimsstyijöld.
Áhersla lögð á
innanríkismál
Dukakis hefur aðallega fjallað um
innanríkismál í kosningabaráttu
sinni og heitir kjósendum því að leysa_
hvers manns vanda og virðist þá
fátt undanskilið: Umhverfisvemd,
menntamál, lýðréttindi minnihluta-
hópa, lækning alnæmis og almanna-
tryggingar em allt mál sem hann
hefur heitið kjósendum að hann
muni sinna öðmm fremur verði hann
kjörinn.
Á utanríkissviðinu fylgir hann
hefðbundinni stefnu demókrata, lofar
að eyða minnu til hermála og að
halda einhliða íhlutun Bandaríkjanna
á erlendri gmndu í lágmarki. Þá
hefur hann heitið því að ganga skrefi
lengra til þess að tryggja frið fyrir
botni Miðjarðarhafs, herða refsiað-
gerðir gegn Suður-Afríku og að
halda áfram á þeirri braut sem Reag-
an forseti markaði í afvopnunarmál-
um.
Þegar Dukakis hóf afskipti af
stjómmálum í Massachusetts þótti
næsta ólíklegt að hann næði langt,
en flestir stórbokkar í pólitíkinni þar
þykja svipmiklir og er samanburður-
inn við Kennedy-fjölskylduna nær-
tækur. Dukakis gerir sér far um að
vera alþýðlegur og gengur t.a.m. ein-
att í verksmiðjuframleiddum fötum
sem hann kaupir á útsölumarkaði.
Stjómmálaskýrendur em ekki á
einu máli um hversu vel Dukakis
myndi renast sem forseti, en em þó
á einu máli um að stjómmálareynsla
hans myndi koma sér vel í Hvíta
húsinu. Hins vegar em þeir ekki jafn-
vissir um hvort verkstjómarlag ríkis-
stjórans dugi þegar forsetaembættið
er annars vegar. . w
Líbanon:
ítölum skip-
aðað
sækjaeit-
urúrgang
Beirut. Reuter.
ÍTALIR hafa verið beðnir að
sækja farm af eitruðum efnaúr-
gangi, sem kastað var á sorp-
hauga skammt frá Beirutborg
í Líbanon. Skýrði talsmaður
einnar hreyfingar kristinna
manna í landinu frá þessu í gær.
Kaissar Nasr, talsmaður hreyf-
ingarinnar, sagði, að liðsmenn
hennar hefðu handtekið Roger
Haddad, Líbana, sem flutti eitur-
efnin inn í landið, samtals 22 tonn,
en þeim var síðan kastað á sorp-
hauga nokkuð fyrir norðan Beimt.
Sagði Nasr, að hreyfíngin hefði
haft samvinnu við dómsmálayfír-
völd í landinu.
Haft er eftir heimildum, að eit-
urefnin hafí verið flutt til Líbanons
með tékkneska flutningaskipinu
Radhost um miðjan maí sl. og er
talið, að þau hafí komið frá ítalska
fyrirtækinu Jelly Wax í Mílanó. í
fyrra flutti þetta skip eiturefni
fyrir fyrirtækið til Venezúela en
þá var því snúið við. Eiturefni frá
Italíu hafa verið mikið í fréttunum
upp á síðkastið og á sunnudag var
upplýst, að 1.200 tonnum hefði
verið komið fyrir í Suður-Nígeríu.
Nasr sagði, að liðsmenn hreyf-
ingarinnar, sem ræður að minnsta
kosti tveimur höfnum í kristnu
byggðunum, ætluðu að kanna
farm allra skipa, sem þangað
kæmu, en í mörgum höfnum í
Líbanon er ekkert eftirlit með
skipakomum.
UBORGAREKKI
OF MÍKIÐ ÞEGAR ÞÚ
KAUPIR VOLVO
ÞÚBORGAR ÞAÐ SEM KOSTAR
AD SMlÐA GÓÐAN BÍL - VOLVO
<
o
Oð
a.
Þaö eru einkum fimm atriöi sem undir-
strika gœöi Volvo-bílanna: Öryggi, styrkur,
áreiöanleiki, þœgindi og ending. Þetta er
greiptí huga flestra.
Öryggi og styrkur einkenna Volvo.
Sœnska stáliö, hert I eldi kunnáttumanna,
metnaöartyllstu bílasmiöa sem um getur.
Þessi trausti efniviöur er uppistaöan í ör-
yggisbúrinu sem umlykur bílstjóra og far-
þega, verndar þá þegar á reynir.
Volvo hefur haft forystu I aö skapa ör-
yggi í akstri. Þaö vita allir. Um áreiöanleika
Volvo efast enginn. Og sem Petur fer þarf
Volvo-eigandinn ekki aö velja á milli
áreiöanleika og þœginda.
Þaö er síöast en ekki síst gott til þess aö
hugsa aö góöir hlutir endast.