Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 33 Reuter Eldflaugar fluttar burt Bandarískir hermenn setja ratsjá meðaldrægrar eldflaugar, Pershing II, í gám, rúmri viku eftir að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétrílqanna, höfðu skipst á staðfestingarskjölum í Moskvu. Samkvæmt Washington-sáttmálanum um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueld- flauga verða eldflaugar af gerðinni Pershing II fluttar frá Vestur-Þýskalandi á næstu þrem árum. Gjaldþrot ógnar norskum bæjum Ku Klux Klan í Kanada: Komið upp um morðsamsæri Calgary, Reuter. TVEIR áhangendur Ku Klux Klan í Kanada voru á mánudag hnepptir í varðhald, sakaðir um að hafa áformað að myrða kunnan kaupsýslumann af gyð- ingaættum ásamt því að sprengja upp samkomustað gyðinga í Calgary. Mennirnir tveir, Robert Wilhelm Hamilton, nítján ára gamall, og Timothy David Heggen, tuttugu og níu ára, voru sakaðir um að hafa ætlað að myrða Howard Milavsky, formann Trizee-fyrir- tækjanna í Norður-Ameríku, og einnig að hafa ætlað að valda tjóni eða slysum á fólki með spreng- ingu. Lögreglan handtók þá Robert og Timothy aðfaranótt síðasta föstudags við bátabryggju nálægt samkomustað gyðinga í Calgary þar sem þeir voru að sækja þijár sprengjur. ERLENT Að sögn rannsóknarlögreglu- mannsins Rogers Bechtholds voru sprengjumar tvær ætlaðar til þess að sprengja upp samkomustað gyðinga, heimili Milavskys og einnig til að sprengja Upp bíl konu nokkurrar í Calgary. Að sögn Ku Klux Klan-manna Bandaríkjaþing: Sjóherinn vemdi áfram kúvæsk skip Washington, Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi á mánudag frumvarp um að bandaríski sjóherinn hætti að vemda kúvæsk oliuskip í Persa- flóa eftir 18. september. Demókratinn Brock Adams lagði fram þetta frumvarp en leiðtogi demókrata, Robert Byrd, hvatti þingið til að fella það. Hann sagði að þótt hann væri á móti stefnu Bandaríkjastjórnar í Persaflóastríð- inu væri rangt að grípa til slíkra aðgerða nú. Repúblikaninn John McCain sagði að yrði vemdinni hætt gæti það orðið írönum hvatn- ing til þess að halda áfram árásum í Persaflóa. Frumvarpið var fellt með 54 atkvæðum gegn 31. í Alberta em þeir Hamilton og Heggen skráðir stuðningsmenn hreyfingarinnar en hafa ekki verið virkir meðlimir. Formaður samtaka gyðinga í Calgary, Hal Joffe, segist óttast, að þessir atburðir hvetji til frekara ofbeldis gegn gyðingum. NÆSTUM öll stór bæjarfélög í Noregi eiga nú í miklum fjár- hagserfiðleikum og sum þeirra eru á barmi gjaldþrots, að sögn danska blaðsins Politiken. Ósló, Björgvin, Þrándheimur og Tromso ætla að vinna upp mik- inn fjárlagahalla með niður- skurði næstu tvö árin og mun það koma niður á þjónustu í þágu aldraðra, unglingastarfi, framlögum til félagsmála og viðhalds hvers konar (allt frá skólahúsnæði til almennings- garða). Höfuðborgin, Ósló, ætlar að skera niður fyrir hálfan milljarð norskra króna (um þrjá og hálfan milljarð ísl. kr.) fyrir árslok og spara tvo milljarða n. kr. á næstu tveimur árum. Fjárlagahalli borg- arinnar fyrir þetta ár nemur um 860 millj. n. kr. (um sex milljörð- um ísl. kr.). Fjárlagahalli Björgvinjar nemur um 534 millj. n. kr. og þar eru miklar spamaðaraðgerðir í undir- búningi. í Þrándheimi hafa endar ævinlega náð saman þangað til í fyrra, en þá varð halli á fjárlögum bæjarins 57 millj. n. kr. Hallinn verður enn meiri á þessu ári. Tromso, höfuðborg Norður-Nor- egs, hefur átt við fjárhagserfið- leika að stríða í mörg ár, en þar gera menn sér vonir um, að úr rætist á þessu ári fyrir tilstilli umfangsmikils niðurskurðar, sem mörgum þykir dýru verði keyptur, m.a. í skólamálum. Ekki einu sinni höfuðstaður norska olíuiðnaðarins, Stafangur, hefur sloppið við að lenda í fjár- hagskröggum. Þrátt fyrir olíuauð- inn fer fjárlagahallinn vaxandi með ári hveiju, þó að ástandið sé þar ekki eins alvarlegt og í Ósló. Grænland: Fimm skotn- ir til bana FJÓRIR einstaklingar, þar af þrír úr sömu fjölskyldu, fundust látnir í bænum Uummannaq á Vestur-Grænlandi á laugardags- morgun, og hafði fólkið verið skotið til bana nóttina áður. Fjórði einstaklingurinn var ná- granni fjölskyldunnar. Einn hinna látnu hefur að öllum likindum skotið hina, en framið sjálfsmorð á eftir. Að sögn danska dagblaðsins Pol- itiken er lögreglan treg til að gefa upplýsingar um málið, af því að enn hefur ekki náðst til allra aðstand- enda. - Eins og er getum við aðeins sagt, að þessir fjórir einstaklingar fundust látnir og höfðu allir fallið fyrir skoti úr riffli, sagði Helga Rask Jensen lögreglufulltrúi í við- tali við blaðið. Aðfaranótt laugardags gerðist það einnig á Grænlandi, að 23 ára gamall maður féll fyrir riffilskoti í þorpinu Ammassalik. Það var jafn- aldri hans, sem skaut skotinu af um 120 metra færi. Fyrir rétti sagði skotmaðurinn, að hann hefði aðeins ætlað að ógna hinum manninum. Snyrti- og nuddstofan Dl JE. Laugamesvegi 82, sími 31330. Fegrið líkamann fyrir sumarið. Sumarstúlkan okkar er byrjuð, Bentína Björgólfsdóttir, snyrtifræðingur. Aðalheiður Þorleifsdóttir, sjúkranuddari. SigrúnJ. Kristjánsdóttir, snyrtifræðingur og lögg. sjúkranuddari. Stefanía Vilhjálmsdóttir, snyrtifræðingur. /\C GÍSLI J. JOHNSEN SF. 010 NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.