Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 33

Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 33 Reuter Eldflaugar fluttar burt Bandarískir hermenn setja ratsjá meðaldrægrar eldflaugar, Pershing II, í gám, rúmri viku eftir að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétrílqanna, höfðu skipst á staðfestingarskjölum í Moskvu. Samkvæmt Washington-sáttmálanum um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueld- flauga verða eldflaugar af gerðinni Pershing II fluttar frá Vestur-Þýskalandi á næstu þrem árum. Gjaldþrot ógnar norskum bæjum Ku Klux Klan í Kanada: Komið upp um morðsamsæri Calgary, Reuter. TVEIR áhangendur Ku Klux Klan í Kanada voru á mánudag hnepptir í varðhald, sakaðir um að hafa áformað að myrða kunnan kaupsýslumann af gyð- ingaættum ásamt því að sprengja upp samkomustað gyðinga í Calgary. Mennirnir tveir, Robert Wilhelm Hamilton, nítján ára gamall, og Timothy David Heggen, tuttugu og níu ára, voru sakaðir um að hafa ætlað að myrða Howard Milavsky, formann Trizee-fyrir- tækjanna í Norður-Ameríku, og einnig að hafa ætlað að valda tjóni eða slysum á fólki með spreng- ingu. Lögreglan handtók þá Robert og Timothy aðfaranótt síðasta föstudags við bátabryggju nálægt samkomustað gyðinga í Calgary þar sem þeir voru að sækja þijár sprengjur. ERLENT Að sögn rannsóknarlögreglu- mannsins Rogers Bechtholds voru sprengjumar tvær ætlaðar til þess að sprengja upp samkomustað gyðinga, heimili Milavskys og einnig til að sprengja Upp bíl konu nokkurrar í Calgary. Að sögn Ku Klux Klan-manna Bandaríkjaþing: Sjóherinn vemdi áfram kúvæsk skip Washington, Reuter. Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi á mánudag frumvarp um að bandaríski sjóherinn hætti að vemda kúvæsk oliuskip í Persa- flóa eftir 18. september. Demókratinn Brock Adams lagði fram þetta frumvarp en leiðtogi demókrata, Robert Byrd, hvatti þingið til að fella það. Hann sagði að þótt hann væri á móti stefnu Bandaríkjastjórnar í Persaflóastríð- inu væri rangt að grípa til slíkra aðgerða nú. Repúblikaninn John McCain sagði að yrði vemdinni hætt gæti það orðið írönum hvatn- ing til þess að halda áfram árásum í Persaflóa. Frumvarpið var fellt með 54 atkvæðum gegn 31. í Alberta em þeir Hamilton og Heggen skráðir stuðningsmenn hreyfingarinnar en hafa ekki verið virkir meðlimir. Formaður samtaka gyðinga í Calgary, Hal Joffe, segist óttast, að þessir atburðir hvetji til frekara ofbeldis gegn gyðingum. NÆSTUM öll stór bæjarfélög í Noregi eiga nú í miklum fjár- hagserfiðleikum og sum þeirra eru á barmi gjaldþrots, að sögn danska blaðsins Politiken. Ósló, Björgvin, Þrándheimur og Tromso ætla að vinna upp mik- inn fjárlagahalla með niður- skurði næstu tvö árin og mun það koma niður á þjónustu í þágu aldraðra, unglingastarfi, framlögum til félagsmála og viðhalds hvers konar (allt frá skólahúsnæði til almennings- garða). Höfuðborgin, Ósló, ætlar að skera niður fyrir hálfan milljarð norskra króna (um þrjá og hálfan milljarð ísl. kr.) fyrir árslok og spara tvo milljarða n. kr. á næstu tveimur árum. Fjárlagahalli borg- arinnar fyrir þetta ár nemur um 860 millj. n. kr. (um sex milljörð- um ísl. kr.). Fjárlagahalli Björgvinjar nemur um 534 millj. n. kr. og þar eru miklar spamaðaraðgerðir í undir- búningi. í Þrándheimi hafa endar ævinlega náð saman þangað til í fyrra, en þá varð halli á fjárlögum bæjarins 57 millj. n. kr. Hallinn verður enn meiri á þessu ári. Tromso, höfuðborg Norður-Nor- egs, hefur átt við fjárhagserfið- leika að stríða í mörg ár, en þar gera menn sér vonir um, að úr rætist á þessu ári fyrir tilstilli umfangsmikils niðurskurðar, sem mörgum þykir dýru verði keyptur, m.a. í skólamálum. Ekki einu sinni höfuðstaður norska olíuiðnaðarins, Stafangur, hefur sloppið við að lenda í fjár- hagskröggum. Þrátt fyrir olíuauð- inn fer fjárlagahallinn vaxandi með ári hveiju, þó að ástandið sé þar ekki eins alvarlegt og í Ósló. Grænland: Fimm skotn- ir til bana FJÓRIR einstaklingar, þar af þrír úr sömu fjölskyldu, fundust látnir í bænum Uummannaq á Vestur-Grænlandi á laugardags- morgun, og hafði fólkið verið skotið til bana nóttina áður. Fjórði einstaklingurinn var ná- granni fjölskyldunnar. Einn hinna látnu hefur að öllum likindum skotið hina, en framið sjálfsmorð á eftir. Að sögn danska dagblaðsins Pol- itiken er lögreglan treg til að gefa upplýsingar um málið, af því að enn hefur ekki náðst til allra aðstand- enda. - Eins og er getum við aðeins sagt, að þessir fjórir einstaklingar fundust látnir og höfðu allir fallið fyrir skoti úr riffli, sagði Helga Rask Jensen lögreglufulltrúi í við- tali við blaðið. Aðfaranótt laugardags gerðist það einnig á Grænlandi, að 23 ára gamall maður féll fyrir riffilskoti í þorpinu Ammassalik. Það var jafn- aldri hans, sem skaut skotinu af um 120 metra færi. Fyrir rétti sagði skotmaðurinn, að hann hefði aðeins ætlað að ógna hinum manninum. Snyrti- og nuddstofan Dl JE. Laugamesvegi 82, sími 31330. Fegrið líkamann fyrir sumarið. Sumarstúlkan okkar er byrjuð, Bentína Björgólfsdóttir, snyrtifræðingur. Aðalheiður Þorleifsdóttir, sjúkranuddari. SigrúnJ. Kristjánsdóttir, snyrtifræðingur og lögg. sjúkranuddari. Stefanía Vilhjálmsdóttir, snyrtifræðingur. /\C GÍSLI J. JOHNSEN SF. 010 NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.