Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 28
28
Ríkislögmaður telur álverssamningana ólöglega:
Samningsaðilar fá frest
til mánudags að skila áliti
Gæti breytt afstöðu ríkisstjórnarinnar, segir Friðrik Sophusson
Fulltrúar starfsmanna álversins á
fundi með Friðrik Sophussyni,
starfandi forsœtisráðherra, og Ól-
afi ísleifssyni, efnahagsráðgjafa
ríkisstjórnarinnar, i Stjórnarráðs-
húsinu í gær. Frá vinstrí sitja Helgi
Rúnar Gunnarsson, formaður fé-
iags rafeindavirkja, Friðrik Jóns-
son, formaður félags verslunar-
manna i Hafnarfirði, ólafur
ísleifsson, Fríðrik Sophusson, Örn
Fríðriksson, aðaltrúnaðarmaður
starfsmanna, Guðríður Elíasdóttir,
formaður verkakvennafélagsins
Framtiðarinnar, og Sigurður T.
Sigurðsson, formaður verkalýðs-
félagsins Hlífar.
FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra, sem nú gegnir störfum forsætis-
ráðherra i fjarveru Þorsteins Pálssonar, átti i gær fund með fulltrúum
starfsmanna í álverínu í Straumsvik. Þar greindi Friðrik frá áliti ríkis-
lögmanns um samninga ísal við starfsmenn sína. Álitið var gert opin-
bert að fundinum loknura og telur ríkislögmaður að samningarnir séu
ólögmætir þar sem launahækkanir, sem i þeim felast, séu meirí en
ákvæði bráðabirgðalaga rikisstjórnarinnar leyfi og einnig hafi samn-
ingurínn ekki verið undirritaður af báðum samninganefndum eða stað-
festur fyrír samþykkt bráðabirgðalaganna. Iðnaðarráðherra hefur
gefið forráðamönnum VSÍ og starfsmönnum frest til mánudags að
skila greinargerð um samningana. Að þvi loknu tekur ríkisstjórnin
ákvörðun um aðgerðir í málinu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
„Ég á ekki von á því að ríkisstjóm-
in taki ákvörðun um frekari aðgerð-
ir fyrr en við höfum kynnt okkur
þær greinargerðir sem okkur kunna
að berast," sagði Friðrik Sophusson.
„Við verðum að hafa það í huga að
álit ríkislögmanns er enginn dómur,
okkur gætu borist önnur álit sem
væru jafngild og jafnvel breytt af-
stöðu ríkisstjómarinnar."
Friðrik sagði að ekki hefði verið
ákveðið til hvaða ráða yrði gripið
ef niðurstaða stjómarinnar yrði sú
að beita sér í málinu. Hann sagðist
telja að segja mætti að það væri
brotalöm í bráðabirgðalögum stjóm-
arinnar að ekki væru í þeim nein
refsiákvæði. „Þessi lög voru sett í
þeirri trú að menn virtu þau án þess
að í þeim væri sérstakur viðurlaga-
bálkur," sagði Friðrik.
Iðnaðarráðherra sagði það ljóst
að samningur, sem bryti í bága við
lög, væri ógildur og óþarfi væri að
efna hann. „Annar aðiiinn getur
vanefnt samninginn án þess að taka
á sig nókkra bótaábyrgð," sagði
Friðrik.
Hefur ekki áhrif á
samningaviðræður um
stækkun álversins
Friðrik sagðist telja að deilan í
álverinu myndi engu breyta um
samningaviðræður við erlenda aðila
um stækkun álversins þar sem VSÍ
færi með samningsumboð fyrir ísal
og undirritaði samningana. „Samn-
ingurinn er í raun aldrei borinn und-
ir stjórn ísal og því síður undir stjóm
Alusuisse, þótt hann sé auðvitað
borinn undir til dæmis forstjóra fyr-
irtækisins," sagði Friðrik. „Undir-
skrift fulltrúa VSÍ bindur fyrirtæk-
ið.“ Sagði ráðherra að fundur með
hinum erlendu aðilum yrði í næstu
viku.
Iðnaðarráðherra sagðist einnig
telja að þrátt fyrir ummæli samn-
ingsaðila um að ekki hefði verið
hægt að reka álverið nema gera
samninginn, þá væri ljóst að lög
hefðu verið brotin, og að jafnvel
hagsmunir álversins yrðu að víkja
fyrir brotum á landslögum.
Verið að tryggja starfsemi
verksmiðjunnar
„Þama er um að ræða álit eins
lögmanns. Við vorum ekkert að
horfa til þess er við gerðum samn-
inginn hvemig einhverjir og ein-
hverjir myndu túlka hann og lögin,"
sagði Öm Friðriksson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna álversins, er
hann kom út af fundinum. „Okkar
verkefni var að sjá til þess að rekst-
urinn gæti gengið áfram og starfs-
menn gætu haldið áfram störfum
sínum á sæmilegum kjömm. Því
höfum við framfylgt."
Öm sagði að ekki yrði hróflað við
samningnum þrátt fyrir niðurstöðu
ríkislögmanns. Starfsmenh væm
ákveðnir í því að standa við sinn
hluta hans og hann byggist við að
vinnuveitendur gerðu það sama.
„Það er gjörsamlega útilokað að
reka þessa verksmiðju nema vinna
mikla yfirvinnu og það hafa starfs-
menn samþykkt að gera.“ Öm sagð-
ist ekki eiga von á að starfsemi ál-
versins raskaðist frekar. Hann sagði
að enn hefði ekki verið ákveðið hvort
starfsmenn sendu ríkisstjórninni
greinargerð um samningana.
Vinnuveitendur hyggjast
sanna lögmæti samningsins
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins, segir að vinnuveitendur
séu ósammála ríkislögmanni um lög-
mæti álverssamninganna. Vinnu-
veitendur vinna nú að greinargerð,
þar sem þeir ætla að sýna fram á
með lögfræðilegum rökum að samn-
ingamir séu í samræmi við lög og
hafa því ekki í hyggju að breyta
þeim.
„Við teljum að greinargerð ríkis-
lögmanns grundvallist alfarið á
skýringarreglum fjármunaréttarins
á einkamálaréttarsviðinu. Það gilda
aðrar reglur um stofnun kjarasamn-
inga en til dæmis samninga um fast-
eignakaup og við vísum í það,“ sagði
Þórarinn. Hann sagði að ríkislög-
maður virtist telja að_ tillaga að
kjarasamningi, sem VSÍ lagði fram
aðfaranótt 20. maí hefði þurft að
vera undirrituð af samninganefndum
beggja aðila til þess að löglegur
samningur gæti síðar stofnast með
samþykki stéttarfélaganna. „Samn-
ingstillögunni var beint þráðbeint
að stéttarfélögum starfsmanna, ekki
til samninganefndarinnar, og þurfti
í engu uppáskrift hennar til þess að
félagsmennimir tækju afstöðu,"
sagði Þórarinn.
Þórarinn sagðist telja að starfs-
menn álversins hefðu haft sama rétt
til þess að taka afstöðu til þessarar
tillögu og félagsmenn allra hinna
stéttarfélaganna, sem VSÍ hefði sa-
mið við rétt fyrir setningu bráða-
birgðalaganna og samþykktu samn-
inga eftir að þeim var komið á.
„Við munum skjóta enn sterkari
stoðum undir þetta álit okkar í lög-
fræðilegri greinargerð sem við af-
hendum iðnaðarráðherra á mánu-
daginn, því að við stefnum mjög
ákveðið að því að fara að lögum í
samskiptum á vinnumarkaði. Við
teljum að það hafi verið gert í þessu
tilviki, því að ef lögin hefðu átt að
stöðva samþykki þeirra tillagna sem
lágu fyrir við setningu þeirra, þá
hefði það þurft að koma fram með
berum og opinskáum hætti“ sagði
Þórarinn.
Ragnar Halldórsson, stjórnar-
formaður og starfandi forstjóri ísal,
vildi ekki tjá sig um málið og visaði
á Vinnuveitendasambandið, þar sem
það færi með samningsumboð fyrir
hönd ísal.
Kringlan:
Flestar versl-
anir opnar
á laugardag
MIKILL meirihluti verslana í
Kringlunni var opinn síðastlið-
inn laugardag, en þá sáu eig-
endur sjálfir um afgreiðslu
ásamt skyldmennum sínum.
Verslanirnar verða opnar á
Iaugardögum áfram, að
minnsta kosti út júnímánuð.
Að sögn Einars Halldórssonar
framkvæmdastjóra Kringlunnar
var mikil aðsókn að Kringlunni á
laugardag, en þá voru 49 af 64
verslunum opnar. Likur eru á að
fleiri verði opnar á næsta laugar-
dag. Einar sagði að greinilega
væri brýn þörf á því að verslanir
væru opnar á laugardögum allan
ársins hring. Aukin þátttaka
kvenna á vinnumarkaðinum ætti
stóran þátt í þessu og greinilegt
væri að fjölskyldur ættu einna
hægast með að gera innkaup sín
saman um helgar. Taldi hann að
nauðsynlegt væri að taka tillit til
þessara breyttu aðstæðna, og yrði
þá jafnframt að bæta starfsfólki
verslananna það upp.
Einari Má veitt
Bjartsýnisverð-
laun fyrir ritstörf
Jónshúsi, Kaupmannahöfn.
Bjartsýnisverðlaun Bröstes
voru afhent í gær við hátíðlega
og fjölsótta athöfn í ráðhúsinu
í Lyngby. Einar Már Guðmunds-
son rithöfundur hlaut verðlaun-
in að þessu sinni en þau voru
nú veitt í áttunda skipti.
Athöfnin hófst með ávarpi vara-
borgarstjórans í Lyngby, Inger
Steen Madsen, og gladdist hún
yfir því að verðlaunin væru nú
öðru sinni afhent í ráðhúsinu en í
fyrra veitti Guðmundur Emilsson
hljóm8veitarstjóri þeim viðtöku
hér. Hrósaði borgarstjórinn Bröste
fyrir stuðning við listamenn og
kvað norrænt samstarf í hávegum
haft í Lyngby en vinabær hans á
íslandi er SeyðisQörður.
Aðalræðuna flutti danski rithöf-
undurinn Steen Kaalö. Fór hann
með ljóðið „í ríki gleðinnar" eftir
Jens August Schade og sagði þar
að finna sama léttleika og einlæg-
an trúnað og í ljóðum og sögum
Einars Más. Lýsti Kaalö frásagn-
arstíl starfsbróður síns og taldi
hann fylgja næstan á eftir Laxness
og Heinesen. „Einar Már sýnir
okkur heiminn þannig, að við trú-
um á, að hann eigi sér framtíð,"
sagði Kaalö að lokum og rétti Ein-
ari geysistóra ávlsun að upphæð
30.000 danskar krónur.
Einar Már Guðmundsson þakk-
aði Bröste heiðurinn með snjöllu
ávarpi og lagði út af norrænni frá-
sagnarhefð. „Heims- og lífsskoð-
unin verður bjartari ef andinn og
menningin gleymist ekki hinum
opinbera hugsunarhætti," sagði
heiðursgestur dagsins.
Peter Bröste þakkaði viðstödd-
um fyrir að koma og hylla Einar
Má og konu hans, Þórunni Jóns-
dóttur. Las hann upp skeyti frá
forseta íslands, Vigdísi Finnboga-
dóttur, sem er vemdari Bjartsýnis-
verðlaunanna. Forsetinn sæmdi
Peter Bröste nýlega riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu og
fylgdu ummæli forseta um jákvæð
áhrif Bjartsýnisverðlaunanna á
starf allra sem þau hafa þegið.
Að lokum söng kór Koncert-
foreningen í Kaupmannahöfn
nokkur lög, meðal annars tvö
íslensk, undir stjóm Niels Grauvig
en þessi ágæti fimmtíu manna kór
heldur í tónleikaferð til íslands 21.
júní. Steen Lindholm stjómar
kómum í íslandsferðinni og mun
■ w r.
HAXDKIiSHáN*<l'.'3S
% öö
lrcdiveVu5so(3lR%
t 'o Ha fy/iuASMa)
<3(K)00,00
■i.?.6O<U60
Símamynd/Keld Navntoft.
Bjartsýnisverðlaun Bröstes afhent. Á myndinni eru danski rithöf-
undurinn Steen Kaalö, Þórunn Jónsdóttir og Einar MAr Guð-
mundsson.
hann syngja í Akureyrarkirkju,
Hótel Stykkishólmi, Skálholts-
kirkju og í Reykjavík.
Fréttaritari ræddi við Erik Sky-
um-Nilsen sem hefur þýtt bækur
Einars Más á dönsku. Kvað hann
það skemmtilegt starf, sögur hans
hefðu svo sérkennilegt ívaf kímni
og ljóðrænu. „Undarleg atvik ger-
ast á sviðinu," sagði hann „og þú
þekkir aftur borgina, hverfin og
bömin þótt langt séu í burtu." Það
er eins og að koma heim en ferð-
ast þó í framandi landi. Einar Már
lýsti þakklæti sínu fyrir verðlaunin
og vonar hann að þessi heiður veki
athygli á íslenski frásagnarlist á
erlendri grund. Hann hefur mikla
trú á að hún auðgi og auki sam-
bandið við umheiminn.
Á föstudagskvöld mun höfund-
urinn lesa upp úr verkum sínum í
félagsheimilinu í húsi Jóns Sig-
urðssonar. Mun marga fysa að
notfæra sér hið einstæða tækifæri
til að hlýða á einn þekktasta ung-
an rithöfund á Norðurlöndum.
- G.L.Ásg.