Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 09.06.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Nýja símanúmerið hjá Redmond umboðinu er: 657117 ÁSA HF. HEILDVERSLUN S: 65 7117 A slóðum um biblíuhreyf- ingarinnar í Rússlandi eftirFelix Ólafsson Stofnun Biblíufélags St. Péturs- borgar árið 1813 var að mörgu leyti merkur áfangi í sögu biblíu- hreyfíngarinnar á fyrri hluta 19. aldar. A fáum árum jókst vegur félagsins svo, að það varð um skeið öflugasta biblíufélag heims, að brezka móðurfélaginu einu undan- teknu. Áður hafði sýnóda rúss- nesku kirkjunnar haft einkarétt á útgáfu og prentun Biblíunnar á hinu foma kirkjumáli, slavónsku. Prentun þeirrar bókar fór fram í Moskvu og Kiel, en afköstin námu aðeins 400 eintökum árlega, sem seld vom hæsta verði. — Nú hóf biblíufélagið að senda á markaðinn biblíurit á mörgum þeirra mála, sem töluð vom innan marka hins víðáttumikla ríkis. Hafði biblíu- dreifíngin því margvísleg áhrif, bæði á þjóðlíf, kirkjulíf og menn- ingu landsins. í öðmm löndum vakti starfsemi rússneska biblíufé- lagsins mikla athygli, enda kemur það greinilega fram í elztu árs- skýrslum brezka og danska biblíu- félagsins, svo dæmi séu nefnd. En þetta blómaskeið stóð skammt. Árið 1826 var Hið rúss- neska biblíufélag lagt niður og aldr- ei síðan endurreist. En minning þess lifír. Þótt liðin séu 175 ár frá stofnun þess em enn ritaðar bækur um stuttan starfsferil þessa félags, þessa ljósgeisla í þúsund ára sögu kirkjunnar í Rússlandi. 0g þá er skemmtiiegt til þess að hugsa, að leið biblíustarfsins til Rússlands lá um Norðurlönd. Þar vora sömu menn að verki, John Paterso og vinur hans og samheiji Ebenezer Henderson. Hinn 5. dag ágústmán- aðar 1812 kom skoski presturinn John Paterson ásamt konu sinni sænskri til St. Pétursborgar. Áður hafði hann starfað í Danmörku og Svíþjóð og síðast, skömmu áður en þetta gerðist, stofnað Hið fínnska biblíufélag. Hafði hann í fómm sínum meðmælabréf frá Tengström biskupi Finnlands til rússneska ráð- herrans, er fór með kirkjumál ríkis- ins, Alexanders Galitzins prins. Paterson hitti Galitzin að máli 23. ágúst og hófst þá náið og gott samstarf, sem átti eftir að verða til mikils góðs. Daginn eftir héldu þau hjónin ferð sinni áfram til Moskvu. Þangað komu þau aðeins fáum dögum áður en Napóleon hertók borgina og var því ekki um annað að ræða en að fylgja flótta- mannastraumnum aftur til St. Pét- ursborgar. Sú ferð tók svo mjög á þrek frú Paterson, að hún lézt nokkmm mánuðum síðar. í október hóf Paterson þrátt fyr- ir ógnir styijaldarinnar að vinna að stofnun biblíufélags í St. Péturs- borg. Varla var þó hægt að hugsa sér óhentugri aðstæður til þess að vinna þess konar málefni fylgi. Óvinaher var enn á rússneskri gmnd og tvísýnt um, hvemig fara myndi. Þeir, sem eitthvað áttu og einhvers máttu sín, hugsuðu mest um að koma ár sinni vel fyrir borð. Það varð málefni Patersons til happs, að honum tókst að vinna því fylgi nokkurra úrvalsmanna, sem skildu gildi þess. Galitzin var þar fremstur í flokki. Hann var þó þeirrar skoðunar, að rússneskt biblíufélag ætti fyrst og fremst að hugsa um hag þýzku safnaðanna í Suður-Rússlandi og annarra mót- mælenda, sem m.a. vom fjölmennir á Eystrasaltssvæðinu, enda sæi Hin heilaga sýnóda fyrir þörfum Rússa á þessu sviði. Þetta hafði einnig verið skoðun Nikólásar baróns, sendiherra Rússlands í Stokkhólmi, er Paterson ræddi við hann fyrir brottförina þaðan. En svo gerðist það, að Paterson var kynntur fyrir Kotchubey greifa, en hann hafði um árabil verið einn víðsýnasti og traustasti ráðgjafí Alexanders keis- ara. Kotchubey hlýddi á málflutn- ing Patersons, hreifst af og sagði: „Þetta er hið þarfasta mál fyrir Rússland." Hann var hins vegar á þeirri skoðun, að slíkur félagsskap- ur ætti að starfa fyrir allar þjóðim- ar. Til þess að það gæti orðið var mikilvægt að leggja málið sem fyrst fyrir keisarann og fá samþykki hans. Málið var svo undirbúið með aðstoð þessara manna og í byijun desember var Galitzin falið að koma því á framfæri við Alexand- er. Um sama leyti reið Napóleon einmana um lönd Evrópu á heim- leið til Parísar, en leifar franska hersins háðu örvæntingarfulla bar- áttu við frost og snjó, til þess að komast lifandi frá Rússlandi. Þá vom 192.000 hermenn eftir í rúss- neskum fangabúðum, 125.000 höfðu látið lífíð í bardögunum, en 132.000 létu lífíð á undanhaldinu sökum kulda og hungurs. Atburðir ársins höfðu mikil áhrif á Alexand- er og þegna hans. Með þá í huga sagði metrópóliti kirkjunnar í St. Pétursborg við Paterson: „Yður fínnst e.t.v. að þér hafíð komið til Rússlands á óhagstæðum tíma, en ég fullvissa yður um, að þér komuð á réttri stundu." Enda fór svo, að Alexander keisari varð hrifínn af hugmyndinni um rússneskt biblíu- félag og hinn 25. desember 1812 undirritaði hann tilskipunina um biblíufélagið í St. Pétursborg, en það var síðan stoftiað 23. janúar 1813. Við þá athöfn vom margir háttsettir embættismenn viðstaddir ásamt fulltrúum kirkjufélaga. Ga- litzin hafði sér á hægri hönd metró- pólita rússnesku kirkjunnar, en honum á vinstri hönd sat æðsti fulltrúi páfa í Rússlandi. Einnig mátti sjá þama kaþólikus arm- ensku kirkjunnar ásamt fulltrúum lúterskra manna og kalvínista. Galitzin var kjörinn forseti félags- ins. „Þetta var einn hamingjusam- asti dagur ævi minnar," skrifaði Paterson í endurminningar sínar mörgum ámm síðar. Árið eftir ákvað keisarinn, að í samræmi við starfssvið félagsins skyldi nafn þess eftirleiðis vera Hið rússneska biblíufélag. Starfsemin fór vel af stað, enda var rekstur starfsins í góðum hönd- um, þar sem Paterson var að verki. (Hér má skjóta því inn íslenzkum lesendum til fróðleiks, að um þetta leyti var Henderson í Kaupmanna- höfn, þar sem hann vann að útgáfu Biblíunnar á íslenzku og að undir- búningi að stofnun Hins danska biblíufélags.) Paterson lagði áherzlu á það við stjómina, að starfsemi félagsins yrði að hefjast án tafar og vom því Biblíur og testamenti útveguð annars staðar frá til þess að dreifíng þeirra gæti hafíst sem fyrst. í maí-júní komu fyrstu bókakassamir frá Englandi en þar var um mikið magn að ræða af biblíuritum á mörgum tungumál- um. Frá Svíþjóð komu bækur á sænsku, enda mikið um sænsku- mælandi fólk í Eystrasaltslöndun- um. Hin heilaga sýnóda sendi félag- inu eintök af Biblíunni á slavónsku. Árið eftir var félaginu heimilað að prenta Biblíuna á því máli. Þannig hófst dreifíngarstarfíð á um 15 tungumálum. Útgáfustarfsemi fé- lagsins sjálfs hófst einnig á fyrsta starfsári þess. Preentuð vom 5.000 eintök af Biblíunni á finnsku og Nýja testamentið á fínnsku, þýzku og armenísku, en árið eftir var Biblían öll gefín út á því máli. Felix Ólafsson „Hvernig hinum sam einuðu biblíufélögum tekst samstarf ið við kristna menn í Rúss- landi á komandi árum getur enginn sagt með vissu enn sem komið er, en fréttin um, að nor- rænu biblíufélögin hafi ákveðið að kosta útgáfu hins mikla biblíuverks, Tolkovaja-biblíunnar, í tilefni af 1000 ára af- mæli kristninnar í Rússlandi, hlýtur að gleða alla, sem skilning hafa á gildi Biblíunnar fyrir þjóðir heims.“ Sumarið 1813 ferðaðist Paterson um Eystrasaltslöndin og vom þá deildarfélög stofnuð í Dorpat, Riga, Mittau og Reval. Ákvörðun var tekin um að gefa Nýja testamentið út á aðaltungumálum þessara landa, en sama sumar var einnig stofnað deildarfélag í Moskvu. Á fyrsta starfsári félagsins var samið um prentun rita á 10 tungumálum. Tekjur félagsins það ár, félagsgjöld og gjafír, námu samtals 76.288 rúblum, en auk þess færði keisarinn félaginu að gjöf 25.000 rúblur við stofnun þess um leið og hann hét að styðja það árlega með 10.000 rúblna framlagi. Samstarfíð við Hina heilögu sýnódu mótaðist frá upphafí af gagnkvæmri virðingu og velvild. Lærðum prestaskólakennara, Fil- aret, síðar metrópólit í Moskvu, var falið að hafa umsjón með prentun kirkjubiblíunnar, og eftir 1814 átti rússneskka kirkjan fulltrúa í aðal- stjóm biblíufélagsins. Var það metrópólíti St. Pétursborgar, sem gegndi því starfí. Má þar t.d. nefna Mikhail, sem lézt 1821, mikilhæfan og velmenntaðan mann, sem á allan hátt leitaðist við að styðja og efla biblíudreifínguna. Árið 1814 skrapp Paterson til heimalandsins, en þar hafði hann ekki verið síðan árið 1805. Notaði hann tækifærjð til að kynna sér nýjungar innan prentlistarinnar, en það bar þann árangur, að árið eft- ir kom brezkur prentari til St. Pét- ursborgar, til þess að leiðbeina og hafa umsjón með prentun með stereóletri í prentsmiðju biblíufé- lagsins. Fyrsta bókin, sem prentuð var með þessu letri, var Nýja testa- mentið á slavónsku. Þegar félagið hafði starfað í þijú ár var búið að semja um prentun rita á 18 tungumálum, en samtals annaðist félagið þá dreifíngu rita á 26 tungumálum. í febrúar 1816 fór keisarinn fram á, að félagið léti þýða og gefa út Nýja testamen- tið á rússnesku. Það var sögulegur atburður og í hæsta máta mikil- vægur. En verkefnið sjálft var tímafrekt og erfítt viðureignar. Það tók þannig þijú ár að ljúka þýðingu guðspjallanna, en þá vora þau gef- in út þegar í stað. Fyrsta eintakið var afhent keisaranum laugardag- inn fyrir páska 1819, en síðan var bókin prentuð aftur og aftur. Nokkmm ámm síðar kom Nýja testamentið allt á markaðinn. Þýð- ing þessi var unnin af guðfræðing- um rússnesku kirkjunnar. Matteus- arguðspjall þýddi t.d. ungur guð- fræðingur, Gerasim Petrowich Pav- skii, en hann var síðar þekktur guðfræðikennari í St. Pétursborg og fyrsti hebreskusérfræðingur Rússa. Hann vann um skeið með Henderson við að undirbúa handrit á Austurlandamálum undir prent- un, og fór vel á með þeim. Árið 1822 gaf félagið út þýðingu hans á Davíðssálmum og nokkmm ámm síðar lauk hann við að þýða allt Gamla testamentið á rússnesku, en það er önnur saga. Eins og áður hefur verið vikið að sýndi Alexander keisari biblíu- starfínu mikinn áhuga. Eitt sinn sagði hann frá því í einkasamtali, að hann hefði sjálfur farið að lesa í Biblíunni á erfiðu tímabili árið 1812. „Þegar ég var byijaður að lesa í henni gat ég ekki hætt. Ég gleypti hana í mig,“ sagði hann þá. Arið 1816 sá hann um, að biblíufé- lagið fengi veglega byggingu í miðri borginni til afnota, og þar vom aðalstöðvar Hins rússneska biblíufélags um árabil. Auk þess var félaginu hlíft við að greiða burðargjöld og tolla af bókasend- ingum til flarlægra landshluta, og var í því fólginn mikill spamaður. Verkefnin vom óþijótandi. í jan- úar 1817 ákvað stjóm félagsins að láta stækka prentsmiðju þess og fjölga vélakostinum um 10 prent- vélar, úr 6 í 16, og skyldi þessari útfærslu vera lokið á tveimur ámm. Paterson brá sér þá aftur heim til Englands, þar sem hann festi kaup á 10 nýjum prentvélum, en jafn- framt réð hann til starfa hóp ungra prentara og bókbindara. Um þetta leyti var Henderson kominn til starfa í Rússlandi og annaðist hann málefni félagsins heima fyrir í fjar- vem Patersons, en þá var verið að reisa hina nýju prentsmiðju í ná: grenni við aðalstöðvar félagsins. í ársbyijun 1818 vom hin nýju húsa- kynni tekin í notkun. Þar var prent- smiðja með 16 vélum, þurrkunar- herbergi og velútbúið bókband. Starfslið félagsis í St. Pétursborg var þá um 100 manns. Fjórði aðalfundur félagsins fór fram í Taurinhöll í St. Pétursborg 7. júlí 1817. Að sögn Hendersons vora þátttakendur þá þrisvar sinn- um fleiri en á fyrri fundum, og glæsilegri samkunda hafði tæpast sést áður á vegum biblíufélaganna. Honum hefur þá líklega orðið hugs- að til fundarins í biskupsstofunni í Aðalstræti tveimur ámm áður. Þama mátti sjá kirkjuleiðtoga margra kirkna, munka og presta- kennara úr liði rússnesku kirkjunn- ar, og þar vom fulltrúar fjarlægra þjóðarbrota, sem nú áttu það félag- inu að þakka, að þeir gátu, e.t.v. í fyrsta sinn, lesið helgar ritningar á tungu feðra sinna. En í öðmm enda salarins mátti sjá hóp ungra herforingja úr rússneska hemum. Henderson getur einnig um tvo tungumálasérfræðinga, er hafi se- tið fundinn. Þeir höfðu dvalið um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.