Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 27

Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 27
MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR'9. JÚNÍ 1988 27 óhagstæðar vegna hárra raunvaxta sem virtist þó ekki hafa dregið úr eftirspum eftir fjármagni. Kristinn sagði að lægstu laun hefðu hækkað um 75-80% á 18 mánuðum, sem væri langt umfram framleiðslu- aukningu og því hafí tekjur fyrir- tækja stórminnkað. Lausn á þessum vanda sé helsta verkefni íslenskra iðnrekenda á næstu mánuðum. Dýrara frá Hong Kong til Amsterdam en Amsterdam til Reykjavíkur Jón Asbergsson forstjóri Hag- kaups sagði að árin 86 og 87 hafí verið velgengnisár í verslun lands- manna. Smásala hafi aukist um 10% árið 86 og 15% í fyrra. Jón sagði að hörð samkeppni væri nú í matvöruverslun sem byggi nú við strangt eftirlit opinberra aðila og almennings. Samkeppnin sé af hinu góða en komi þó ójafnt niður á kaupmönnum. Hluti afurða sem háðar eru verðlagsákvæðum nemi um 10% af veltu hjá stærri matvöru- verslunum en allt að 30% hjá hverfaverslunum. Þróunin sé svipuð og erlendis, verslunin sé að komast í hendur færri og færri aðila. Hag- kaup hafí nú um 25% markaðshlut- deild í dagvöruverslun, örlítið meira en KRON. Jón sagði það þó frá- brugðið að í Danmörku þjóni ein- ungis fjórir aðilar allri matvöru- dreifíngu í heildsölu en kaupmaður- inn á horninu í Reykjavík þurfí að hafa samband við 117 heildsölur vikulega. Dreifing á matvöru, flutn- ingur og dreifíng á heildsölu- og smásölustigi þurfi að vera mun hagkvæmari hérlendis. Það nái ekki nokkurri átt að dýrara sé að flytja gám með matvælum frá Amsterd- am til Reykjavíkur en frá Hong Kong til Amsterdam. Jón sagði einnig að það greini íslenskt þjóð- félag frá öðrum að hér séu afköst vinnuafls og fjármagns minni en annars staðar gerist. Þetta kalli á að stjómendur beiti vinnuafl ögun og sýni aukna fyrirhyggju í skipu- lagningu. Síðar í umræðunni sagði Jón Ásbergsson að það skilji á milli Islands og nágrannalandanna að þau grundvallist ýmist á markaðs- eða skipulagshyggju en íslenskt þjóðfélag grundvallist á óskhyggju. Hugnivnd að næstu HÁDEGIS VEISLU litil dós af rjómaskyri. Nóg pláss fyrir mjólk út á. Njóttu vel! AUK/SlA k3d1-631

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.