Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 67
ssei iMín. .e auoAdUTMMn .aiGAvia/uoHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 dd 67 KULUVARP Pétur varpaði yfir20 metra Kúlan flaug 20,03 metra á vormóti HSK Pétur Guðmundsson, kúluvarp- ari úr HSK, varpaði 20,03 metra á Vormóti HSK sem fram fór á Selfossi í gærkvöidi. Þar með náði hann Ólympíulagmarkinu, sem er 20,00 metrar. Pétur verður að varpa aftur yfir 20 metra til að öðlast þátttökurétt á Ólympíuleik- unum í Seoul. Kasstsería Péturs í gær var eins og hér segin 18,25, 19,37, 19,32, 19,62, 20,03 og_ 19,53 metra. Pétur er þriðji íslendingnrinn sem nær að varpa kúlunni yfir 20 metra.. Áður hafa þeir Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson náð þeim ár- angri. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD (SL-DEILDIN) Morgunblaðiö/Júlíus Sigurjónsson Quómundur Stelnsson gerir hér mark Pram gegn ÍBK. Guðmundur er markahæstur í deildinni með fímm mörk. Framarar máttu sætta sig við jaf ntefli í Keflavík FRAMARAR máttu sœtta sig við jafntefli gegn ÍBK í Keflavík í gærkvöldi og töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í mótinu. Bæði liðin léku fast og hvergi var gefið eftir. Liðin skoruðu sitt hvort markið ífyrri hálfleik, Framarar urðu fyrri til að skora, en Keflvíkingum sem léku sinn besta leik í sumar náðu að jafna metin skömmu síðar. Keflvíkingar, sem höfðu tapað tveim leikjum í röð, fóru geyst af stað og áttu Framarar í vök að veijast fyrstu mínútumar. En síðan fóru Framarar að koma meira inn í leikinn og þeir náðu forystunni með óvæntu marki Guð- Bjöm Blöndal skrifar frá Keftavik m Sigurður Björgvinsson, Einar Ásbjöm Ölafsson, Jóhann Magnússon ÍBK. Viðar Þor- kelsson, Guðmundur Steins- son, Ormarr Örlygsson og Pét- ur Amþórsson Fram. Ikvöld KR og KA leika f 1. deild íslands- mótsins í knattspymu á KR-velli f kvöld. tA og Valur leika f 1. deild kvenna á Skipaskaga. f 2. deild karla verða heil umferð. Á Selfossi leika heimamenn við Pylki, ÍR og Vlðir leika á Laugardalsvelli, UBK og KS í Kópavogi, Tindastóll og Þróttur á Sauðárkróki og FH og ÍBV á Kaplakrikavelli. í A-riðli 3. deildar ieika Grótta og Leiknir á Gróttuvelli, UMFN og ' Grindavík í Njarðvík, Reynir og ÍK f Sandgerði og Afturelding og Vfkveiji á Tungubakka. f B-riðli leika Reynir og Huginn á Árskógsstrand- arvelli og Sindri og Þróttur N. • AUir leikimir heflast kl. 20.00. Ooff öldungamót á vegum LEK verður haldið f dag á Hvaleyrarvelli f Hafn- arfirði. LeUcnar verða 18 holur með og án forgjafar. Rétt tU þátttöku hafa aUir karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri. Ræst verður út frá kl. 16.00-18.00. mundar Steinssonar sem var réttur maður á réttum stað eftir fyrirgjöf. Lítil hætta virtist yfirvofandi þegar boltinn var gefinn fyrir mark IBK, en vömin sofnaði andartak á verðin- um og það nýtti Guðmundur sér vel og potaði boltanum yfír marklín- una. Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í Keflvíkinga og stuðnings- menn þeirra, en þeir fengu ástæðu til að fagna 9 mínútum síðar þegar Grétar Einarsson fyrrverandi Víðis- maður skoraði fallegt mark af um 30 metra færi. Upphafsmaðurinn að markinu var Einar Ásbjöm Ól- afsson, hann átti fallega sendingu út til hægri á Grétar sem spymti viðstöðulaust í fjærhomið alveg út við stöng og þrátt fyrir góða til- burði tókst Birki Kristinssyni mark- verði Fram ekki að veija. Fleiri urðu mörkin ekki, Framarar skoruðu tvívegis á fyrstu mínútun- um í síðari hálfleik en bæði mörkin vom dæmd af. í síðari hálfleik fór leikurinn að mestu fram á miðjunni og lítið um góð færi. Ragnar Mar- geirsson komst þó einu sinni í gegn en skoti hans var bjargað í hom og nokkrum mínútum síðar var Pétur Ormslev í góðu færi við mark ÍBK, en Þorsteinn Bjamason náði að verja. Frank Upton þjálfari ÍBK gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá síðast heimaleik. Nú lék Sigurður Björgvinsson sem aftasti maður í v.öm og Einar Ásbjöm Ólafsson tók við stöðu Sigurðar á miðjunni. Þessi breyting gafst vel gegn Fram, vöm ÍBK var nú allt önnur og betri en í síðustu leikjum og á miðjunni var Einar Ásbjöm eljusamur og sívinnandi. Jóhann Magnússon gætti Péturs Ormslev einstaklega vel og Gestur Gylfason er leikmaður sem vex með hveijum leik. Framarar em með gott lið, á því er enginn vafí og eftir atvikum geta Keflvíkingar verið ánægðir með jafnteflið. Besti maður Fram að þessu sinni var Viðar Þorkels- son, geysilega sterkur vamarmaður sem ekki hikar við að taka þátt í sóknarleiknum. Guðmundur Steins- son sýndi oft hversu hættulegur hann getur verið og náði stundum að leika vamarmenn ÍBK grátt. „Ég er hundsvekktur að ná ekki nema einu stigi, annað markið sem dæmt var af okkur var hrein fjar- stæða," sagði Ásgeir Elíasson þjálf- ari Fram. IBK-Fram 1 : 1 Keflavíkurvöllur, íslandsmótið 1. deild, miðvikudaginn 8. júní 1988. Mark ÍBK: Grétar Einarsson (32. mín.). Mark Fram: Guðmundur Steinsson (23. mín.). Giilt spjald: Ingvar Guðmundsson ÍBK (86. mín.). Áhorfendur: 1050. Dómari: Friójón Eðvarðsson 6. Línuverðir: Olafur Lárusson og Gunn- ar Jóhannsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Jóhann Magnússon, Daníel Einarsson, Sigurð- ur Bjöigvinsson, Grétar Einarsson, Peter Farrell, Ingvar Guðmundsson, Ragnar Margeirsson, Óli Þór Magnús- son, Gestur Gylfason og Einar Ásbjöm Ólafsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- 8teinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Viðar Þorkelsson, Ormar Örlygsson, Pétur Amþóreson, Pétur Ormslev, Steinn Guðjónsson, Kristinn R. Jóns- son, Amljótur Davíðsson, og Guðmund- ur Steinsson. „Strákamir léku vel og ég er án- ægður með úrslitin, þeir sýndu að Framliðið með alla sína landsliðs- menn er ekki ósigrandi og það er mergur málsins," sagði Frank Up- ton þjálfari ÍBK. HANDKNATTLEIKUR Tres de Mayo vill fá Júlíus Jónasson SPÁNSKA félagið Tres de Mayo hefur mikinn áhuga á að fá Júlíus Jónasson til liðs við sig. Júlíus lék með íslands- meisturum Vals í vetur, en þrjú spænsk félög hafa lýst yfir áhuga á að fá hann i sínar raðir. Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt frá hafa tvö önnur lið sýnt Júlíusi áhuga, Valencia og Gran- holes. Tres de Mayo er hinsvegar eina liðið sem hefur sett sig í sam- band við Júlíus, en honum hefur ekki verið boðinn formlegur samn- ingur. Tres de Mayo hefur góða reynslu af íslendingum því þar vom áður þeir Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðarson. Granholes er eitt sterkasta félag Spánar og hefur m.a. sigrað í Evrópukeppninni. Va- lencia gekk hinsvegar illa síðasta vetur, en nú ætla forráðamenn liðs- ins að reyna að byggja upp sterkt lið. „Ég fór á fund með forráðamönnum Tres de Mayo og við ræddum mál- in, en ég hef ekkert ákveðið og reyndar ekki fengið formlegt til- boð,“ sagði Júlíus f samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef heyrt • af hinum liðunum og veit að þau hafa spurst fyrir um mig, en þau hafa ekki haft samband við mig. Ég veit hvemig landið liggur og lýst vel á liðið. Það er mikill áhugi hjá Mayo, en það er allt opið ennþá og ég ákveð mig ekki strax, sagði Julíus Jonasson." SigmundurÓ. Steinarsson tók saman Í20 ár Guðmundur Steinsson skor- aði sitt fímmta mark með Fram í fjórum leikjum - f Keflavík f gærkvöldi. Enginn leikmaður hefur byijað eins vel og Guðmundur í 20 ár, eða síðan Kári Arnason skoraði sex mörk fyrir ÍBA í Qórum fyrstu leikjum liðsins í deildinni, 1968. Þórólfur Beck hefur byijað best ailra leikmanna. Hann skoraði fimm mörk fyrir KR í fyrsta leik vesturbæjarliðsins, 6-3, gegn ÍBA 1961, en þá skoraði Þórólfur sjö mörk í fyrstu Qórum leikjum KR. Þess má geta að Pétur Péturs- son og Guðmundur Torfason skoruðu aðeins tvö mörk fyrir ÍA og Fram - í fyrstu fjórum leikjum liðanna 1978 (Pétur) og 1986 (Guðmundur), þegar þeir settu markametin - 19 mörk. Guðmundur, sem á eftir að ieika fjórtán leiki með Fram, á því góða möuguleika á að slá markametið. ■ Birkir Krist insson, mark- vörður Fram, náði að halda markinu hreinu í 399 mín. sam- fellt í 1. deild. Grétar Einarsson skoraði hjá Birki í gærkvöldi, sem hafði ekki þurft að ná í knöttinn f netið hjá sér síðan í sautjándu umferð 1. deildar 1987, er Hlíðar Sæmundsson setti mark hjá Birki, sem lék þá í marki Skagamanna. ■ FRAMARAR hafa aðeins einu sinni náð að vinna sigur í Keflavík í ellefu ár. Það var í fyrra, er þeir unnu, 2:0. Sjö sinn- um hefur orðið jafíitefli hjá ÍBK og Fram í Keflavík á þessum árum. ■ SIGURJÓN Kristjánsson var fyrsti Valsmaðurinn til að skora mark í 448 mín. í 1. deild, þegar hann skoraði á Húsavík. Það var einmitt hann sem skor- að mark Valsmanna fyrir 448 mín. - gegn KR í sautjándu umferð 1987. ■ TRYGGVI Gunnarason, sem skoraði tvö fyrstu mörk sín fyrir Val f 1. deild, hefur alltaf verið f sigurliði þegar hann skor- ar mörk í deildinni. Hann skor- aði fjögur mörk fyrir KA f fyrra - í 1:0 sigri geg Vfði, 2:1 gegn FH, 1:0 gegn Fram og 3:1 gegn Völsungi. ■ VALSMENN unnu sinn fyrsta leik gegn Völsungi. fyrra lauk báðum leikjum Vals og Völsungs með jaftitefli, 0:0. ■ KRISTJÁN Olgeirsson, varð þriðji leikmaðurinn í 1. deild til að fá að sjá rauða spjaid- ið í deildinni í ár. Daníel Einars- son og Pétur Pétursson höfðu áður fengið að sjá rauða spjald- ið. Allir þessir leikmenn fengu einnig að sjá rauða spjaldið fyrra. É LÁRl :US Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víking í sjö ár. Hann skoraði sfðast fyrir Víking gegn KR 1981, en þá var hann marka- kóngur 1. deildar- með 12 mörk. ■ STEINAR Ingimundar- son varð bæði fyrstur til að skora mark fyrir Leiftur á heima- og útivelli í 1. deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.