Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.06.1988, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Miklar umræður urðu i bæj- arstjórn Akureyrar sl. þriðju- dagskvöld um hvort afnema skuli forkaupsrétt hluthafa Slippstöðvarinnar hf. Tillaga þessa efnis var lögð fram á aðalfundi Slippstöðvarinnar fyrir skömmu, en afgreiðslu málsins var frestað vegna formgalla á kynningu þar til í lok þessa mánaðar og má þá búast við að boðað verði til hlut- hafafundar og tillagan endan- Iega afgreidd. Eins og fram hefur komið i fréttum, hefur ríkisvaldið hug á að selja hlut sinn í Slippstöðinni, sem nemur 54,2%. Akureyrarbær á 36,1%, KEA heldur 6% hlutafjár, Eim- skip 2,4% og aðrir aðilar eiga minna. Til þess að forkaups- réttur hluthafa verði afnuminn, þurfa fulltrúar 75% hlutafjár Slippstöðvarinnar að sam- þykkja, eða í þessu tilviki bæði fulltrúar ríkis og bæjar. Á fundi bæjarstjómar var sam- þykkt að vísa tillögunni til bæjar- ráðs, sem fjalla mun um málið á næsta fundi sínum. Bæjarstjóm mun því að öllum líkindum af- greiða málið á næsta fundi sínum, 21. júní. Fastlega er búist við því að tillagan verði samþykkt í bæj- arstjóm þar sem meirihlutinn, það er ftilltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, er fylgjandi afnámi forkaupsréttar. Minnihlutinn í bæjarstjóm, fulltrúar Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags, eru hinsvegar á móti tillögunni. INNLENT Akureyrarbær: Starfsmenn fá 14-16% meðaltalshækkun launa Verkalýðsfélagið Eining hef- ur samið við Akureyrarbæ um 36.500 króna Iágmarkslaun og nemur meðaltalshækkun Iauna 14-16%. Samningurinn gildir frá 1. mars 1988 til 10. aprfl 1989. Áfangahækkanir eru þær sömu og í Akureyrarsamningn- um, 3,25% þann 1. júní, 2,5% þann 1. september, 1,5% þann 1. desember og 1,25% þann 1. mars 1989. Sævar Frímannsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar sagðist í samtali við Morgunblaðið telja samningana mjög góða enda vom þeir samþykktir með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Eining gerir fjóra kjarasamninga við Akureyrarbæ. í fyrsta lagi er um að ræða starfsmenn bæjarins á dagvistum og í heilbrigðisgeir- anum, í öðru lagi er um að ræða sorphreinsunarmenn, síðan ræst- ingarfólk og í fjórða lagi verka- menn hjá bænum. Akureyrarsamningurinn svo- kallaði gerði ráð fyrir 32.000 króna lágmarkslaunum og bráða- birgðalögin, sem stjómvöld settu fyrir skömmu um gerð kjarasamn- inga, gerðu aðeins ráð fyrir hækk- un launa um 10%. Sævar sagði að aðilar á Akureyri hefðu verið búnir að ganga frá samningnum áður en bráðabirgðalögin hefðu verið staðfest, formsatriðin ein og sér hefðu verið skilin eftir og að- eins hefði átt eftir að skrifa undir samninginn fyrir hönd beggja að- ila. Sævar sagði að í samningnum væru ýmis ný ákvæði, aðallega hvað snerti aukin orlofs- og veik- indaréttindi og húsmóðurstarfið væri nú metið til fímm ára í stað fjögurra áður. Borgaraflokkur: Ráðleysi ríkisstjóm- ar harmað Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Borgaraflokknum: „Fundur haldinn í aðalstjóm Borgaraflokksins á Akureyri þann 28. maí sl. harmar það ráðleysi, sem kemur fram í efnahagsráð- stöfunum ríkisstjómarinnar í framhaldi af nýafstaðinni gengis- lækkun. Ljóst er, að ríkisstjómin kemur sér ekki saman um brýnustu ráð- stafanir í efnahags- og atvinnu- málum og vísar afdrifaríkum ákvörðunum til nefnda. Sá seina- gangur skapar meiri vanda og kallar á frekari ráðstafanir eins og væntanlegar breytingar á bráðabirgðalögunum sýna. Aug- ljóst er, að ríkisstjómin þarf á stjómarandstöðunni að halda til að bjarga efnahagsmálum þjóðar- innar. Því hvetur Borgaraflokkur- inn ráðherra til að hverfa frá ferðaáætlunum sínum og skorar á ríkisstjómina að kalla saman Alþingi þegar í stað.“ Verkalýðsfélagið Eining er nú að hefja samningagerð við stærri fyrirtæki á Akureyri vegna geymslu bankastofnana á orlofsfé launamanna. Samkvæmt nýju or- lofslögunum hafa fyrirtæki og verkalýðsfélög rétt á að semja við banka og sparisjóði sem þriðja aðila um að varðveita það orlofsfé sem fyrirtækjum ber að greiða í upphafí sumarleyfístímabila og nemur 10,17% af launagjöldum fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafa samkvæmt lögum rétt á að halda orlofsfénu inni hjá sér, en til er heimild fyrir því samkvæmt nýju orlofslögunum að verkalýðsfélag- ið semji við fyrirtækin um að upp- hæðin skuli lögð inn á bankareikn- ing með ákveðnum föstum vöxt- um og verðbótagreiðslum. Bæjarstarfsmenn við vinnu á Akureyri í blíðviðrinu í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bæjarstjórn Akureyrar: Meirihlutí vill afnema forkaups- rétt hluthafa Slippstöðvarinnar Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks sagðist í samtali við Morgunblaðið vera þeirrar skoð- unar að forkaupsréttur ætti ekki að eiga sér stað í fyrirtækjum, sem hið opinbera stæði að, hvort sem það væri ríki eða sveitarfélög. „í fyrsta lagi er hann mjög mikil skerðing á pólitísku valdi þeirra sem með hlutinn fara og í öðru lagi er hér á ferðinni mismunun við þegnana. Ef til dæmis Akur- eyrarbær vildi selja hlut sinn í Slippstöðinni, er ég ekki viss um hvort bærinn vildi vera bundinn af því að selja einum aðilanum hann umfram annan eða með öðr- um orðum að sumir þegnar ættu forgang á hlutabréfum bæjarins umfram aðra. Þá tel ég það mik- inn galla að hlutafélög, sem opin- berir aðilar eru í, skuli ekki sjálf- krafa verða almenningshlutafé- lög. í almenningshlutafélögum er forkaupsréttur ólöglegur, séu hluthafar fleiri en 200 og þegar heilu sveitarfélögin og jafnvel ríki standa að hlutafélögum, fínnst mér það fyrirkomulag orðið keimlíkt almenningshlutafélögun- um.“ Freyr sagði að þó hann væri fylgjandi afnemingu forkaupsrétt- ar hluthafa, vildi hann gjaman að ríkið ætti áfram hlut sinn í Slippstöðinni. „Frá bæjardyrum Akureyrarbæjar séð, get ég ekki komið auga á neitt sem mælir endilega með því að ríkið fari út úr hlutafélaginu frekar en Akur- eyrarbær. Fyrirfram get ég hins- vegar ekki ályktað að það breyti einhverju til hins verra þó að fyrir- tækið skipti um eigendur, enda hafa fyrirtæki gengið illa af öðr- um ástæðum en þeim að einkaaðil- ar séu eigendur þeirra." Sigríður Stefánsdóttir bæjar- stjómarfulltrúi Alþýðubandalags sagðist í samtali við Morgunblaðið telja fráleitt að Akureyrarbær samþykki tillöguna því bærinn væri þar með að afsala sér ákveðnum réttindum, sem em þau að geta átt forkaupsrétt í fyrir- tækinu. „í fyrsta lagi er ég mjög ósátt við að ríkið sé yfirleitt að draga sig út úr fyrirtækinu. Slipp- stöðin stóð mjög illa upp úr 1970, horfur vom á að hún yrði lögð niður og hátt í 200 manns misstu vinnuna, þá tóku ríki og bær hönd- um saman um að tryggja framtíð fyrirtækisins og gerðust hlutha- far. Ég tel að forsendur hafí ekk- ert breyst síðan þá og því verði fyrirtækinu ekki tryggð framtíð í höndum einkaaðila. Við vitum að ríkið hefur búið mjög illa að skipa- smíðum í landinu og því er orðið tímabært að ræða hver á að vera framtíð skipasmíða í landinu. Ríkið vill selja og það vill líka afnema forkaupsrétt Akureyrar- bæjar í Slippstöðinni og ef hvort tveggja nær fram að ganga, getur fyrirtækið lent í höndunum á hveijum sem er,“ sagði Sigríður. Siglinga- námskeið Nökkva hafin Siglinganámskeið Siglinga- klúbbsins Nökkva eru hafin og stendur hvert námskeið yfir viku í senn. Kennt er á daginn frá kl. 10.00 til 12.00 og kl. 14.00 til 16.00. Agnar Daníelsson starfs- maður Nökkva leiðbeinir á nám- skeiðunum. Nökkvi hefur nú svokallaða opna æfingatíma á þriðjudögum og fímmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00 og geta þá þeir, sem þátt hafa tekið í námskeiðum Nökkva, æft sig á bátum klúbbsins. Nökkvi hefur bætt fjórum Optimist-bátum við skipastól sinn og hafa félagar sjálfir unnið við smíði þeirra í vetur. Nýju bátamir eru fullkomlega löglegir keppnis- bátar en aðrir bátar Nökkva eru það ekki. Skráningasími á siglinganám- skeið Nökkva er 27488. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þrír af þátttakendum á siglinganámskeiði Nökkva, frá vinstrí, Karl H. Hákonarson, Sævar Áskelsson og Hörður E. Finnbogason. Að baki þeim stendur Agnar Danfelsson leiðbeinandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.