Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988
Miklar umræður urðu i bæj-
arstjórn Akureyrar sl. þriðju-
dagskvöld um hvort afnema
skuli forkaupsrétt hluthafa
Slippstöðvarinnar hf. Tillaga
þessa efnis var lögð fram á
aðalfundi Slippstöðvarinnar
fyrir skömmu, en afgreiðslu
málsins var frestað vegna
formgalla á kynningu þar til í
lok þessa mánaðar og má þá
búast við að boðað verði til hlut-
hafafundar og tillagan endan-
Iega afgreidd. Eins og fram
hefur komið i fréttum, hefur
ríkisvaldið hug á að selja hlut
sinn í Slippstöðinni, sem nemur
54,2%. Akureyrarbær á 36,1%,
KEA heldur 6% hlutafjár, Eim-
skip 2,4% og aðrir aðilar eiga
minna. Til þess að forkaups-
réttur hluthafa verði afnuminn,
þurfa fulltrúar 75% hlutafjár
Slippstöðvarinnar að sam-
þykkja, eða í þessu tilviki bæði
fulltrúar ríkis og bæjar.
Á fundi bæjarstjómar var sam-
þykkt að vísa tillögunni til bæjar-
ráðs, sem fjalla mun um málið á
næsta fundi sínum. Bæjarstjóm
mun því að öllum líkindum af-
greiða málið á næsta fundi sínum,
21. júní. Fastlega er búist við því
að tillagan verði samþykkt í bæj-
arstjóm þar sem meirihlutinn, það
er ftilltrúar Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, er fylgjandi afnámi
forkaupsréttar. Minnihlutinn í
bæjarstjóm, fulltrúar Framsókn-
arflokks og Alþýðubandalags, eru
hinsvegar á móti tillögunni.
INNLENT
Akureyrarbær:
Starfsmenn fá 14-16%
meðaltalshækkun launa
Verkalýðsfélagið Eining hef-
ur samið við Akureyrarbæ um
36.500 króna Iágmarkslaun og
nemur meðaltalshækkun Iauna
14-16%. Samningurinn gildir
frá 1. mars 1988 til 10. aprfl
1989. Áfangahækkanir eru þær
sömu og í Akureyrarsamningn-
um, 3,25% þann 1. júní, 2,5%
þann 1. september, 1,5% þann
1. desember og 1,25% þann 1.
mars 1989.
Sævar Frímannsson formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar
sagðist í samtali við Morgunblaðið
telja samningana mjög góða enda
vom þeir samþykktir með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða.
Eining gerir fjóra kjarasamninga
við Akureyrarbæ. í fyrsta lagi er
um að ræða starfsmenn bæjarins
á dagvistum og í heilbrigðisgeir-
anum, í öðru lagi er um að ræða
sorphreinsunarmenn, síðan ræst-
ingarfólk og í fjórða lagi verka-
menn hjá bænum.
Akureyrarsamningurinn svo-
kallaði gerði ráð fyrir 32.000
króna lágmarkslaunum og bráða-
birgðalögin, sem stjómvöld settu
fyrir skömmu um gerð kjarasamn-
inga, gerðu aðeins ráð fyrir hækk-
un launa um 10%. Sævar sagði
að aðilar á Akureyri hefðu verið
búnir að ganga frá samningnum
áður en bráðabirgðalögin hefðu
verið staðfest, formsatriðin ein og
sér hefðu verið skilin eftir og að-
eins hefði átt eftir að skrifa undir
samninginn fyrir hönd beggja að-
ila. Sævar sagði að í samningnum
væru ýmis ný ákvæði, aðallega
hvað snerti aukin orlofs- og veik-
indaréttindi og húsmóðurstarfið
væri nú metið til fímm ára í stað
fjögurra áður.
Borgaraflokkur:
Ráðleysi
ríkisstjóm-
ar harmað
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning
frá Borgaraflokknum:
„Fundur haldinn í aðalstjóm
Borgaraflokksins á Akureyri þann
28. maí sl. harmar það ráðleysi,
sem kemur fram í efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjómarinnar í
framhaldi af nýafstaðinni gengis-
lækkun.
Ljóst er, að ríkisstjómin kemur
sér ekki saman um brýnustu ráð-
stafanir í efnahags- og atvinnu-
málum og vísar afdrifaríkum
ákvörðunum til nefnda. Sá seina-
gangur skapar meiri vanda og
kallar á frekari ráðstafanir eins
og væntanlegar breytingar á
bráðabirgðalögunum sýna. Aug-
ljóst er, að ríkisstjómin þarf á
stjómarandstöðunni að halda til
að bjarga efnahagsmálum þjóðar-
innar. Því hvetur Borgaraflokkur-
inn ráðherra til að hverfa frá
ferðaáætlunum sínum og skorar
á ríkisstjómina að kalla saman
Alþingi þegar í stað.“
Verkalýðsfélagið Eining er nú
að hefja samningagerð við stærri
fyrirtæki á Akureyri vegna
geymslu bankastofnana á orlofsfé
launamanna. Samkvæmt nýju or-
lofslögunum hafa fyrirtæki og
verkalýðsfélög rétt á að semja við
banka og sparisjóði sem þriðja
aðila um að varðveita það orlofsfé
sem fyrirtækjum ber að greiða í
upphafí sumarleyfístímabila og
nemur 10,17% af launagjöldum
fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafa
samkvæmt lögum rétt á að halda
orlofsfénu inni hjá sér, en til er
heimild fyrir því samkvæmt nýju
orlofslögunum að verkalýðsfélag-
ið semji við fyrirtækin um að upp-
hæðin skuli lögð inn á bankareikn-
ing með ákveðnum föstum vöxt-
um og verðbótagreiðslum.
Bæjarstarfsmenn við vinnu á Akureyri í blíðviðrinu í gær.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bæjarstjórn Akureyrar:
Meirihlutí vill afnema forkaups-
rétt hluthafa Slippstöðvarinnar
Freyr Ófeigsson bæjarfulltrúi
Alþýðuflokks sagðist í samtali við
Morgunblaðið vera þeirrar skoð-
unar að forkaupsréttur ætti ekki
að eiga sér stað í fyrirtækjum, sem
hið opinbera stæði að, hvort sem
það væri ríki eða sveitarfélög. „í
fyrsta lagi er hann mjög mikil
skerðing á pólitísku valdi þeirra
sem með hlutinn fara og í öðru
lagi er hér á ferðinni mismunun
við þegnana. Ef til dæmis Akur-
eyrarbær vildi selja hlut sinn í
Slippstöðinni, er ég ekki viss um
hvort bærinn vildi vera bundinn
af því að selja einum aðilanum
hann umfram annan eða með öðr-
um orðum að sumir þegnar ættu
forgang á hlutabréfum bæjarins
umfram aðra. Þá tel ég það mik-
inn galla að hlutafélög, sem opin-
berir aðilar eru í, skuli ekki sjálf-
krafa verða almenningshlutafé-
lög. í almenningshlutafélögum er
forkaupsréttur ólöglegur, séu
hluthafar fleiri en 200 og þegar
heilu sveitarfélögin og jafnvel ríki
standa að hlutafélögum, fínnst
mér það fyrirkomulag orðið
keimlíkt almenningshlutafélögun-
um.“
Freyr sagði að þó hann væri
fylgjandi afnemingu forkaupsrétt-
ar hluthafa, vildi hann gjaman
að ríkið ætti áfram hlut sinn í
Slippstöðinni. „Frá bæjardyrum
Akureyrarbæjar séð, get ég ekki
komið auga á neitt sem mælir
endilega með því að ríkið fari út
úr hlutafélaginu frekar en Akur-
eyrarbær. Fyrirfram get ég hins-
vegar ekki ályktað að það breyti
einhverju til hins verra þó að fyrir-
tækið skipti um eigendur, enda
hafa fyrirtæki gengið illa af öðr-
um ástæðum en þeim að einkaaðil-
ar séu eigendur þeirra."
Sigríður Stefánsdóttir bæjar-
stjómarfulltrúi Alþýðubandalags
sagðist í samtali við Morgunblaðið
telja fráleitt að Akureyrarbær
samþykki tillöguna því bærinn
væri þar með að afsala sér
ákveðnum réttindum, sem em þau
að geta átt forkaupsrétt í fyrir-
tækinu. „í fyrsta lagi er ég mjög
ósátt við að ríkið sé yfirleitt að
draga sig út úr fyrirtækinu. Slipp-
stöðin stóð mjög illa upp úr 1970,
horfur vom á að hún yrði lögð
niður og hátt í 200 manns misstu
vinnuna, þá tóku ríki og bær hönd-
um saman um að tryggja framtíð
fyrirtækisins og gerðust hlutha-
far. Ég tel að forsendur hafí ekk-
ert breyst síðan þá og því verði
fyrirtækinu ekki tryggð framtíð í
höndum einkaaðila. Við vitum að
ríkið hefur búið mjög illa að skipa-
smíðum í landinu og því er orðið
tímabært að ræða hver á að vera
framtíð skipasmíða í landinu.
Ríkið vill selja og það vill líka
afnema forkaupsrétt Akureyrar-
bæjar í Slippstöðinni og ef hvort
tveggja nær fram að ganga, getur
fyrirtækið lent í höndunum á
hveijum sem er,“ sagði Sigríður.
Siglinga-
námskeið
Nökkva hafin
Siglinganámskeið Siglinga-
klúbbsins Nökkva eru hafin og
stendur hvert námskeið yfir viku
í senn. Kennt er á daginn frá kl.
10.00 til 12.00 og kl. 14.00 til
16.00. Agnar Daníelsson starfs-
maður Nökkva leiðbeinir á nám-
skeiðunum.
Nökkvi hefur nú svokallaða opna
æfingatíma á þriðjudögum og
fímmtudögum frá kl. 16.00 til 18.00
og geta þá þeir, sem þátt hafa tekið
í námskeiðum Nökkva, æft sig á
bátum klúbbsins. Nökkvi hefur bætt
fjórum Optimist-bátum við skipastól
sinn og hafa félagar sjálfir unnið við
smíði þeirra í vetur. Nýju bátamir
eru fullkomlega löglegir keppnis-
bátar en aðrir bátar Nökkva eru það
ekki. Skráningasími á siglinganám-
skeið Nökkva er 27488.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þrír af þátttakendum á siglinganámskeiði Nökkva, frá vinstrí, Karl
H. Hákonarson, Sævar Áskelsson og Hörður E. Finnbogason. Að
baki þeim stendur Agnar Danfelsson leiðbeinandi.