Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 5

Morgunblaðið - 09.06.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 5 Einstæður námsárangur: Fékk 10 í nær öUum fögum NEMANDI við Ölduselsskóla í Reykjavík, Björg Þorsteinsdótt- ir, náði þeim einstæða árangri í vor að fá einkunnina 10 á öllum samræmdu prófunum og öllum vorprófum frá skólanum ef und- an eru skilin leikfimi og sund, þar sem hún hlaut einkunnina 9. „Mér hefur yfírleitt gengið vel í skóla en þetta kom mér rosalega á óvárt, það er svo fjarlægt að fá 10 í samræmdU prófunum. Þau voru þó léttari en ég bjóst við því það var alltaf verið að hræða okk- ur með því hve erfið þau væru,“ sagði Björg. I frístundum sínum leggur Björg stund á ballet í balletskóla Sigríðar Ármann, er í tónfræði í Tón- menntaskóla Reykjavíkur og sækir píanótíma. Auk þess segist hún lesa mikið og hafa gaman af því að sauma. En hvað um framtíðaráform? „Ég er búin að sækja um inngöngu í Menntaskólann í Reykjavík og langar að fara þar í eðlisfræði- deild. Seinna langar mig svo að fara í Háskólann og verðs lækn- ir,“ sagði Björg bersýnilega ákveð- in að leggja hart að sér svo að draumamir geti ræst. Að sögn Aslaugar Friðriksdótt- ur, skólastjóra Ölduselsskóla, er þessi árangur sennilega einsdæmi. „Hún hefur verið öðlingur frá því hún kom fyrst í skólann og þetta er auðvitað óskaplega skemmtilegt fyrir okkur, sem hér störfum," sagði Áslaug. Og Björg er ekki síður ánægð með skólann. „Öldus- elsskóli er æðislega flnn skóli, sá besti á landinu." Björg á einn bróður, Tómas, sem var að klára 7. bekk með góðum árangri. Foreldrar þeirra eru þau Sophie Koefod Hansen, sérkennari við Hólabrekkuskóla og Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins. Fimmtán sækja um Vestur- bæjarapótek FIMMTÁN LYFJAFRÆÐINGAR hafa sótt um að taka við rekstri Vesturbæjarapóteks, sem aug- lýst var laust til umsóknar fyrir nokkru síðan af heilbrigðisráðu- neytinu. Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, neitaði í gær að gefa upp nöfn umsækjenda. Birgir Einarsson hefur verið apó- tekari í Vesturbæjarapóteki frá stofnun þess, en lætur af störfum um næstu áramót vegna aldurs og rennur þá út starfsleyfi hans. Ekki eru stöður apótekara við fleiri apótek á landinu laus til um- sóknar um þessar mundir. Verðlagsráð sjáv- arútvegsins: Verð rækju og hörpu- disks enn óákveðið VERÐ á öllu sjávarfangi, sem fellur undir ákvörðun Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, nema rækju og hörpudiski, hefur ver- ið ákveðið til hausts. Fundi um rækjuna og hörpudiskinn var frestað á þriðjudag og hefur annar fundur ekki verið ákveð- inn. Ekki er búizt við því, að kreppa sú sem komin er upp í Verðlags- ráði og yfírnefnd þess með út- göngu fulltrúa sjómanna, leysist í þessari viku. Áð sögn Sveins Finnssonar, framkvæmdastjóra Verðlagsráðs sjávarútvegsins, hefur verið ákveðið verð á öllum tegundum fram til októbermánað- ar að undanskildu verði á rækju og hörpudiski. Loðnuverð væri reyndar óákveðið enda nokkrar vikur í leyfílega byijun loðnuveiða. Þar að auki hefði verð á loðnu upp úr sjó verið frjálst undanfarin misseri og ráðist af eftirspurn eft- ir hráefni að miklu leyti auk af- urðaverðs og framleiðslukostnaði. Selur í út- rýming- arhættu Miðhúsum. „Selfriðunarmenn" eru nærri því búnir að útrýma sel við innanverðan Breiða- fjörð og sést hér aðeins einn og einn selur þar sem fullt var af sel áður. Tvær sela- tegundir kæpa hér á svæð- inu en það er landselur og útselur og voru þó nokkur hlunnindi af þessum teg- undum á meðan hægt var að nýta þau á skynsamlegan hátt. Það hefur sýnt sig að þegar friðunaraðgerðir eru ekki grundaðar á þekkingu þá fer oft illa og má því ætla að svip- aðar aðgerðir í hvalfriðunar- málum hafí líkar afleiðingar. Ef hvölum fjölgar mjög hratt er hætt við því að þeir verði skotnir af fískimönnum og hræ þeirra reki á fjörur engum til yndisauka. - Sveinn ShHHp IS • |§ i j Á ilSlwl .. .' ■ o oð FALLEG FÖT FRÁ DANMÖRKU RDRÍI1 i' LAUGAVEGUR47

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.