Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 47

Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 47
I- 8861 ÍMCri .e HUOAQUTMMra .GIGAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 47 árabil við Akademíuna í Peking og numið bæði kínversku og mansjú- mál. Skýrslur félagsins sýndu, að deildarfélög Hins rússneska biblíu- félags voru nú 44 talsins, en skráð- ir áhugahópar um 79 talsins. Félag- ið hafði til dreifíngar 59 útgáfur af Biblíunni eða hluta hennar á 29 tungumálum. Þar var m.a. um að ræða nokkrar nýjar þýðingar og sérstæðar útgáfur, svo sem Lúkas- arguðspjall á máli tartara, hin pers- neska þýðing Henry Martyns, sem fannst að honum látnum, Nýja testamentið á nýgrísku og á tyrk- nesku, en sú bók var prentuð með armenísku letri. Ahrif biblíudreifíngarinnar gætti nú í sífellt vaxandi mæli. Biblíu- starfíð örfaði áhuga rússneskra guðfræðinga á biblíurannsóknum og biblíulegri guðfræði. Margir prestar kirkjunnar víðs vegar um landið sýndu biblíudreifíngunni mikinn áhuga. Á sama hátt efldist starf annarra kirkna, og þá sér í lagi í Suður-Rússlandi og Eystra- saltslöndunum, en einnig í sjálfrí St. Pétursborg. Þýzkur prestur, Johns. Gossner, starfaði þar um þetta leyti og söfnuðust stórir skar- ar um prédikunarstól hans. Hann var kaþólskur prestur frá Böhem, en hafði orðiðr fyrir miklum áhrif- um af starfí biblíuhreyfíngarinnar. Að Iokum fór svo, að kaþólskir andstæðingar komu á hann óorði og var honum vísað úr landi. Sett- ist hann þá að í Berlín, þar sem hann starfaði til dauðadags sem evangelískur prestur og kristni- boðsleiðtogi. Skoska kristinboðsfélagið hafði í nokkur ár rekið starf í suðurhluta landsins, fyrir norðan Kaspíahaf. Það var einn af kristinboðum þessa félags, sem þýtt hafði Nýja testa- mentið á tartaramál. Árið 1817 sendi Kristniboðsfélagið í London samkvæmt tilmælum Patersons tvo kristniboða til starfa meðal mong- óla í Síberíu. Fleiri bættust síðar í hópinn. Annar brautryðjendanna var sænskur prestur frá Gauta- borg, vinur Hendersons frá árum hans þar, Comelíus Rahmn að nafni. Hann var fyrsti kristniboði Svía á öldinni, sem leið. Afrit af bréfum hans voru lesin með áhuga af mörgum, bæði í Svíþjóð og Nor- egi, áður en nokkur kristniboðs- félög höfðu verið stofnuð í þessum löndum. Loks má geta þess, að rússneska biblíustarfsemin hafði einnig áhrif á viðhorf manna til mannúðar- og líknarmála. „Biblían hefur alltaf í för með sér blessun andlega sem tímanlega," skrifaði Paterson ein- hveiju sinni. Það sannaðist víða um lönd er hinni kirkjulegu líknar- þjónustu tók að vaxa fískur um hrygg, og þar var Rússland engin undantekning. Árið 1817 hóf ungur Englend- ingur líknarstarf við fangelsin í St. Pétursborg og víðar. Hafði Galitzin útvegað honum leyfi keisarans til þess að heimsækja fanga í rússn- eskum fangelsum hvenær sem væri, eins og komist er að orði í leyfisbréfí hans. Árið 1819 var stofnað félag þessu máli til efling- ar, og varð Galitzin formaður þess en Paterson stjómarmeðlimur. Sá hann þá til þess, að Biblíum og testamentum var dreift meðal fanganna, en fyrst og fremst var þó um heimsóknir og líknarstörf að ræða. Frú Paterson (hann hafði kvænzt í annað sinn árið 1817) tók sæti í nefnd, er sérstaklega tók að sér að heimsækja og líkna kven- föngum. Hún hafði mikinn áhuga á þessu starfí, fór oft í fangelsin og færði föngunum fatnað og aðrar nauðsynjar. Ástandið í fangelsun- um var ömurlegt og neyðin mikil. í janúar 1820 veiktist hún af hita- sótt, líklega týfus, eftir eina slíka heimsókn, og lézt hún hálfum mán- uði síðar. Var það mikil raun fyrir Paterson, sem nú stóð einn eftir með litla dóttur þeirra og son frá fyrra hjónabandi. Ári síðar lézt Walter Venning á sama hátt. En fangastarfíð hélt áfram um árabil og varð til mikils góðs. Árið 1818 komust skólamálin á dagskrá í Rússlandi og það gerðist einnig í skjóli biblíuhreyfíngarinn- ar. Nokkrum árum áður hafði þetta mál fyrir alvöru komist á dagskrá í Englandi. Voru það sérstaklega evangelskir menn, vinir Wilber- force lávarðar, sem beittu sér fyrir því, að stofnaðir voru almennings- skólar fyrir böm og unglinga. Einn stuðningsmanna Wilberforce hét William Allen, og tilheyrði hann söfnuði kvekara. Hann hafði látið sig afnám þrælahalds og frelsi þrælanna miklu skipta. Almenn- ingsskólar og endurbætur fangel- sanna voru einnig áhugamál hans. Ferðaðist hann um Noreg, Svíþjóð og Finnland ásamt frönskum manni, Samúel Grellet, og hvar- vetna reyndu þeir að vekja athygli á ástandi skóla- og fangelsismála. Loks komu þeir til St. Pétursborg- ar, þar sem Paterson greiddi götu þeirra. „Við höfum næg verkefni til margra ára,“ sagði Paterson, „en því ber ekki að neita, að meira en helmingur þjóðarinnar er ólæs.“ Vom margir tortryggnir er Allen tók að flytja mál sitt. Margir, jafn- vel meðal beztu manna biblíufé- lagsins, áttu erfítt með að skilja gildi almenningsmenntunar. En það er þó skemmst frá því að segja, að Allen tókst að vinna fylgi keisarans og fleiri ágætra manna, og árið 1819 var fyrir alvöru byijað að stofna almenningsskóla víða um land innan hersins. Það ár gaf biblíufélagið út biblíusögur fyrir böm og unglinga, líklega þær fyrstu sinnar tegundar. Voru þær þýddar á mörg tungumál og notað- ar í skólum um árabil. Árið 1821 ferðuðust þeir félag- ar, Paterson og Henderson, um landið. Fóru þeir um 22 fylki hins mikla ríkis, sumstaðar undir her- manna vemd, en víðast hvar bám viðtökumar þess ljóssins vott, hveiju biblíudreifingin hafði komið til leiðar. En skjótt breytast veður í lofti. Árið eftir fór að bera á an- dúð í garð biblíufélagsins og skóla- hreyfíngarinnar og fór þessi andúð ört vaxandi. Keisarinn dró sig um þær mundir meira og meira í hlé um leið og hann fól öðmm stjómar- störfín. Komust þá völdin í hendur íhaldssamra manna og afturhalds- seggja, og tók þá margt að breyt- ast. Þess ber að gæta, að þegar hér var komið sögu var Napóleon horfínn af sjónarsviðinu, en Mett- emich hinn austurríski íhaldsmaður orðinn áhrifamesti stjómmálamað- ur Evrópu. Hann fynrleit líberal- ismann, svo sem kunnugt er, enda var takmark hans það eitt, að end- urreisa hið fyrra stjómarfar Evr- ópu, þar sem fáir valdamenn stjóm- uðu óupplýstri alþýðu með festu og föðurlegum myndugleik. Mett- emich hafði andstyggð á biblíufé- lögunum og hann hafði áhrif á Alexander. Líklega hefur Alexand- er farið að óttast eigin hugsjónir um frelsi og mannréttindi fyrir alla þegna Rússlands. Hinn 17. ágúst 1824 mæltist hann til þess við Galitzih, að hann léti af störfum sem forseti bibliufélagsins, enda þótt hann fullvissaði hann um vin- áttu sína og traust. Skömmu síðar skipaði hann metrópólítann í St. Pétursborg, Seraphin, í forseta- stöðuna, en Seraphin var samtímis æðsti maður Hinnar heilögu sýnódu kirkjunnar. Ári síðar, nánar tiltekið 1. des- ember 1825, lézt Alexander keisari er hann var staddur í litlum bæ í Suður-Rússlandi. Með dauða hans lauk stuttu tímabili, sem vakið hafði bjartar framtíðarvonir í bijóstum margra. Leiddi andlát hans til þess, sem nefnt hefur ver- ið „Fýrsta byltingjn í Rússlandi". Þá bmtust út óeirðir í St. Péturs- borg, desemberóeirðimar, en í kjöl- far þeirra fylgdi ólga meðal al- mennings víða um ríkið. Á aðaldegi uppreisnarinnar í St. Pétursborg stóð Paterson við glugga er sneri út að hallarsvæðinu og fylgdist með því, sem fram fór. Honum duldist ekki, að dvöl hans í Rússl- andi myndi brátt vera á enda. Verk- svið biblíufélagsins hafði þegar verið takmarkað svo mjög, að vinur hans Henderson hafði horfíð heim til Englands þá um sumarið. Mikil- vægt tímabil í sögu biblíuhreyfíng- arinnar var senn á enda. Allar stofnanir og öll félagasam- tök í borginni fengu tilmæli um að senda fulltrúa við útför keisarans. Því félagi einu, sem keisarinn hafði stutt hvað lengst og dyggilegast, var ekki boðið að senda fulltrúa. Paterson var viðstaddur fyrir hönd fangelsisfélagsskaparins. Hinn 12. apríl 1826 gaf Nicolaj I. fyrirskipun um, að starfsemi biblíufélagsins skyldi hætt að því undanteknu, að enn mátti selja þau rit, sem vora í geymslum félagsins. Var þar um 200.000 bindi að ræða á ýmsum tungumálum. Hinn 15. ágúst 1826 var Hið rússneska biblíufélag formlega lagt niður og eigur þess og verkefiii falin Hinni heilögu sýnódu. í ársbyijun 1827 hélt Paterson heim til Englands. Tilraun þýzkumælandi manna til þess að stofna rússneskt biblíufélag fyrir mótmælendur eina bar ekki varanlegan árangur. Með þessu lauk þó ekki störfum brezka og erlenda biblíufélagsins fyrir Rússland. Haldið var áfram dreifingu biblíurita frá bækistöðv- um félagsins á ýmsum stöðum, en lengst í St. Pétursborg. Svo seint sem árið 1913 var dreift miklu magni bóka á 39 tungumálum og mállýskum. Og þegar allar þessar bækistöðvar höfðu verið lagðar nið- ur var haldið áfram aðstoð við kristna menn í Rússlandi frá bæki- stöð brezka biblíufélagsins í Hels- ingfors, „The Northeast European Agency". Eftir heimssfyijöldina síðustu hefur þó farið lítið fyrir þessari aðstoð. Hvemig hinum sameinuðu biblíufélögum tekst samstarfið við kristna menn í Rúss- landi á komandi árum getur enginn sagt með vissu enn sem komið er, en fréttin um, að norrænu biblíufé- lögin hafí ákveðið að kosta útgáfu hins mikla biblíuverks, Tolkovaja- biblíunnar, í tilefni af 1000 ára afmæli kristninnar í Rússlandi, hlýtur að gleðja alla, sem skilning hafa á gildi Biblíunnar fyrir þjóðir heims. Þá er einnig ánægjulegt til þess að hugsa, að þessi gjöf skuli einmitt koma frá norrænu félögun- um, en frá Norðurlöndum barst biblíuhreyfíngin til Rússlands fyrir nákvæmlega 175 árum síðan. Höfundur er sóknarprestur í Dan- mörku. Skotamir tveir, Ebenezer Henderson og John Paterson, sem börð- ust fyrir dreifingu Biblíunnar i Rússlandi. Gardsláttuvélin smi m Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með MlbÍLUa Abufrtl it! SIMI: 681500 - ARMULA 11 Barnatréskór Verð 1.190 kr.- Stærðir: 24-34 Litir: Rautt, hvítt, blátt Ath.: Tréskórnir eru með góðu innleggi. Stærðir: 21-27 Litir: Rautt, blátt Ath.: Tréskómir eru með ökklabandi. 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs Klossar með bólstruðum kanti Ath. Klossarnir eru með tágripi og úr mjúku skinni. Kbinewn Simi 689212.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.