Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Vestmannaeyjar; 70% nemenda stunda vinnu með náminu SKÓLASLIT voru í Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum ný- lega. 180 nemendur stunduðu nám í dagskólanum og 30 í öld- ungadeild. Flestir voru á við- skiptabraut, tæplega 60 talsins, en rúmlega 40 á iðnbraut. 12 fastir kennarar starfa við skól- ann auk 10 stundakennara. Skólameistari er Ólafur Hr. Sig- urjónsson. 7 nemendur luku stúd- entsprófi á þessu vori, 6 af nátt- úrufræðibraut og 1 af viðskipta- braut. Auk þess luku 6 verslunarprófi, 1 útskrifaðist af tveggja ára heilsu- gæslubraut, 12 af vélstjómarbraut. 3 luku grunndeild rafíðnaðar og 2 netagerðarmenn útskrifuðust. Skólameistari sagði í ræðu sinni að árangur hefði verið nokkuð vel viðunandi en lýsti jafnframt áhyggj- um sínum af minnkandi aðsókn í vélstjórnamám og mikilli vinnu nemenda með námi. í vetur var gerð úttekt á þeim málum í Vest- mannaeyjum og þar kemur fram að 70% nemenda vinna eitthvað með náminu og um þriðjungur vem- iega mikið, hálfan daginn eða meira. Ólafur sagði að reynt yrði að spyma við fótum með því að efla námsráðgjöf við skólann og setja skorður við vinnu nemenda á einhvem hátt. I sumar verður reist nýtt verk- námshús við skólann, sem kemur til með að bæta aðstöðuna til muna. Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum verður 10 ára á næsta ári. Hann var stofnaður upp úr iðnskól- anum, vélskólanum og framhalds- deildinni við gagnfræðaskólann árið 1979. Nýstúdentar frá Framhaldsskóla Vestmannaeyja setja upp húfumar. Tröllatungnheiði ófær Miðhúsum, Reykhólasveit. VEGIR hér em orðnir færir nema Þorskafjarðarheiði og Tröllatunguheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á Patreksfírði var byrjað að opna Þorskafjarðarheiði á þriðjudag, en hvenær byijað verð- ur að opna Tröllatunguheiði er ekki ákveðið ennþá. Hins vegar komast bílar til ísafjarðar með því að fara annað hvort Hólmavíkurleiðina eða yfír Klettsháls. — Sveinn Nemendur sem luku raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla íslands nú I vor. Tækniskóli íslands: Iðnaðartæknifræði kennd í haust TÆKNISKÓLA íslands var slitið í hátíðasal Sjómannaskólans laugardaginn 28. maí síðastlið- inn. Að þessu sinni brautskráðust frá skólanum 97 nemendur, en á skólaárinu öllu brautskráðust 136. í máli rektors, Bjarna Kristj- ánssonar, kom fram að áætlað er að taka upp kennslu í iðnaðar- tæknifræði við skólann næsta haust. Skipting þeirra sem brautskráð- ust var á þá leið, að raungreina- deildarprófi úr frumgreinadeild luku 32, 5 luku iðnfræðinámi úr byggingadeild og 13 tæknifræði- námi úr sömu deild. 1 lauk iðnfræð- inámi úr rafmagnsdeild en 9 fyrsta ári tæknifræði og fara þeir nemend- ur tii Danmerkur í framhaldsnám. Ur véladeild luku 6 fyrsta námsári í tæknifræði og fara þeir líka til Danmerkur. Námi í útvegstækni í rekstrardeild luku 9 og 22 luku iðn- rekstrarfræði úr sömu deild. Við athöfnina fluttu ýmsir skól- anum kveðjur bæði gestir og braut- skráningamemendur. Ávörp fluttu Hannes Valdimarsson, formaður skólanefndar, Daði Ágústsson, formaður Tæknifræðingafélags ís- lands og afhenti hann peningagjöf til skólans frá félaginu til bóka- kaupa, Kristján Ragnarsson, for- maður Nemendafélags T.Í., Ketill Helgason, útvegstæknir, Trausti Gylfason, sem lauk raungreina- deildarprófí, og Jónas Reynir Helgason, iðnrekstrarfræðingur. Eins og áður sagði er áætlað að taka upp framhaldsmenntun til lokaprófs iðnaðartæknifræði, sem yrði þá framhald iðnrekstrarfræð- innar. Þetta er gert að fmmkvæði skólanefndar og deildarstjóra rekstrardeildar skólans í samráði við ýmsar stofnanir atvinnulífsins. í frétt frá skólanum segir: „Það hefur orðið æ ljósara, að best.u manna yfírsýn, að í atvinnulífí landsmanna skortir víða markvissa stjórnun. Þess vegna er nú áætluð menntun í iðnaðartæknifræði við Tækniskóla íslands." Áætlunin ger- ir ráð fyrir mismunandi sérhæfingu í síðari hluta námsins á fimm svið- um, framleiðslusviði, markaðssviði, iðnvamingssviði, matvælasviði og sviði þar sem lögð verður áhersla á samnýtingu vél- og rafeindatækni. Héraðsskólanum á Laugarvatni siitið: Hætt við að leggja skólann niður Héraðsskólanum á Laugarvatni var slitið laugardaginn 7. maí. Nem- endur skólans voru 50 á liðnum vetri, en 42 luku vorprófum á Laugar- vatni, 22 úr 8. bekk og 20 luku grunnskólaprófi úr 9. bekk. Sérlega háar einkunnir á grunnskólaprófi hlutu tvíburasysturnar Guðrún Bára og Þuríður Edda Skúladætur frá Útey í Laugardal. í 8. bekk skólans vakti athygli námsárangur Óskars H. Oskarssonar á Laugarvatni, form- anns skólafélagsins, en hann hlaut hæstu hugsanlegar einkunnir í flest- öllum námsgreinum. Nemendur veija einum góðviðris- degi í október í skoðunarferð á ýmsa merkisstaði í Ámessýslu og síðari hluta vetrar er Reykjavík sótt heim. . Tveggja ára gömul áform um að hætta starfsemi skólans hafa verið lögð á hilluna þar sem komið hefur í ljós, samkvæmt frétt frá skólanum, að áframhaldandi rekstur hans vegna grunnskólahalds í vestursveitum Ár- nessýslu væri öruggur og ódýr kost- ur. allir í skrúðgöngu 000 17. JÚNÍ STEMMNING í MIKLAGARÐI Jogginggalli. St. 4-16 ára. Rauður, blár. 2.139,- Peysa. Græn. 4 ... St.3-10ára. Pólóbolur. St. 3-10 ára. Fjólublár, gulur, blár, grænn. 1.155,- Jogginggalli. St. 98-128. Ftauður, grænn, blár. 1.339,- Jakkapeysa. Gul.~ St.3-10ára. Á%So^rm Joggingbuxur. St. 8-16 ára. Gular, grænar, * oqc rauðar, bláar. '*oy3/m Jogginggalli. St. 6-18 ára. Rauður, dökkblár, Ijósblár. 2.139,- GYLMIR/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.