Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 4
4 ÍPr ÍMTJl G ÍÍTTOACnjTMMI'Tl aiQAJHVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 • • Olduselsskóli: Réttlætisvitund okkar misboðið - segir Sigmar Hjartarson kennari STARFSFÓLK i Ölduselsskóla mótmælir harðlega setningu Sjafnar Sigurbjömsdóttur í emb- ætti skólastjóra, sem gengur þvert á vilja starfáfólks skólans og for- eldra, eins og segir i ályktun starfsmannafundar er haldinn var í gærmorgun. „Þetta misbýður réttlætisvitund- inni. Álit fólksins sem málið varðar er fótum troðið með því að ganga fram hjá yfírkennara skólans, Daníel Gunnarssyni, og við erum vitaskuld gífurlega óánægð með þessar mála- lyktir," sagði Sigmar Hjartarson, talsmaður kennara við Ölduselsskóla. Hann bætti við að ljóst væri eftir fund starfsfólksins að einhveijir kennarar myndu hætta störfum við skólann, aðrir litu á það sem upp- gjöf, en fólk gengi ekki með gleði til vinnu næsta vetur. Þá sagði Sigm- ar að boðað hefði verið til annars fundar 15. júní og þar þar yrði rætt hvað gera skyldi. Eins og fram hefur komið í flöl- miðlum var undirskriftum safnað meðal foreldra og starfsfólks skólans til stuðnings Daníel Gunnarssyni. Hann sótti um skólastjórastöðuna ásamt Sjöfn Sigurbjömsdóttur sem menntamálaráðherra skipaði í fyrra- dag. Að sögn Sigmars Hjartarsonar studdi allt starfsfólk skólans Daníel, og mikill meirihluti foreldra, en fræðsluráð mælti með Sjöfn. Ingi- björg Sigurvinsdóttir, formaður for- eldrafélags Ölduselsskóla, sagði skipun Sjafíiar vonbrigði, stuðning- urinn við Daniel hafi miðast að því að farsælu skólastarfí jrrði fram hald- ið. Hún sagðist gera ráð fyrir að fulltrúaráð foreldrafélagsins fundi vegna stöðuveitingarinnar. AP Forsætisráðherrahjónin í Finnlandi Forsætisráðherrahjónin, Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar, komu til Helsinki í gær í tveggja daga opinbera heimsókn. Á myndinni má sjá þau ásamt Matti Louekoski, dómsmálaráðherra, en hann tók á móti þeim á Helsinki flugvelli. Þorsteinn Pálsson mun ræða við Mauno Koivisto, forsætisráðherra, og ýmsa aðra ráðamenn í Finnlandi í dag, en á föstudag er förinni heitið tii Álandseyja og þaðan til Stokk- hólms, þar sem fundur forsætisráðherra Norðurlanda hefst á mánudag. ? * T'ís VEÐUR I DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær) VEÐURHORFUR í DAG, 9. JÚNÍ 1988 YFIRLIT f GÆR: Um 800 km suðsuðvestur af landinu er 1.038 mb hæð en grunnt iægðardrag á vestanverðu Grænlandshafi þok- ast norðaustur. Hiti breytist lítið. SPÁ: f dag veröur suðvestlæg átt á landinu, vtða gola eða kaldi. Vestanlands verður dálítil rigning eða súld en víðast þurrt og sums staðar lóttskýjað austantil. Hiti verður á bilinu 9—16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suövestlæg átt. Víða rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið, en þvert á Noröur- og Austurlandi. Hiti á bilinu 9—18 stig, hlýjast á Norðaust- ur og Austurlandi. TÁKN: Heiðskírt •ö Léttskýjað ■á Hálfskýjað *0(lk Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * t * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —j- Skafrenningur [y Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HBIM Kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavík hhi 15 11 ve&ur skýjað alskýjað Bergen 17 léttskýjað Helsinkl 26 skýjað Jan Mayen 1 skýjað Kaupmannah. 19 skýjað Narasarasuaq 17 rígnlng Nuuk 7 alskýjað Osló 24 háifskýjað Stokkhólmur 22 skýjað Þórshöfn 13 léttskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 15 rigning Aþena vantar Barcolona 20 skýjað Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 15 skúr Glasgow 19 léttskýjað Hamborg 17 þokumóða Las Palmas 23 hálfskýjað London 14 mlstur Los Angeles 11 heiðsklrt Luxemborg vantar Madrld 16 þrumuveður Malaga 24 skýjað Mallorca 24 skýjað Montreal 11 heiðskírt NewYork 18 léttskýjað París 18 akýjað Róm 22 lóttskýjað San Diego 13 heiðskirt Winnipeg 16 skýjað Flugleiðir: Tafir á innanlandsflugi TÍU tíl 25 mínútna töf varð á velflestum innanlandsferðum Flugleiða í gær og að sögn Andra Vals Hrólfssonar, stöðvarstjóra á Reykjavíkurflugvelli eru flug- menn valdir að töfunum. Flug- menn neita þvi að þeir tefji flug af ásettu ráði. „Flugmennimir hafa ekki lagt sig fram við að halda áætlun frá því á fímmtudag og það hefur valdið töf- um. Þeir biðja um nýjar upplýsingar um veður, eldsneyti og svo má áfram telja og segjast nú framfylgja strön- gustu flugreglum. Það er bama- skapur að halda því fram. Flugleiðir hafa alltaf gætt fyllsta öryggis," sagði Andri. Á mánudag var samningafundur með flugmönnum, þar sem báðir aðilar kynntu sínar kröfur og skoð- uðu ÍSAL-samninginn ef hann mætti vera fyrirmynd að samningi Flug- leiða. „Það er útbreiddur misskilningur að við séum að leika okkur að því að fresta flugi," sögðu Gunndór Sig- urðsson flugstjóri og Þorgeir Har- aldson flugmaður í samtali við Morg- unblaðið. Vildu þeir ekki samþykkja að þeir tefðu flug. Þeir sögðust fyrst og fremst óánægðir með að samningingamál- um þeirra hafi verið vísað til ríkis- sáttasemjara áður en þeir hefðu sett fram nokkrar kröfur. Ekkert hefði komið fram á samningafundinum á mánudag og sögðust þeir ekki vita til þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Flugleiða væri að stíga næsta skref. Djupivogur: Mannsinser enn leitað LEIT stendur enn yfír að mannin- um sem féll útbyrðis úr gúmbát f mynni Hamarsfj arðar á laugar- dagskvöld. Maðurinn heitir Ey- steinn Guðjónsson. Hann er 39 ára, skólastjóri Grunnskólans á Djúpavogi. Eysteinn er giftur og fjögurra barna faðir. Eysteinn Guðjónsson. Byggingakrani féll á vegg MIKIÐ tjón varð í Hafnarfirði i gær þegar byggingakrani féll á vegg fiskverkunarhúss, sem er í byggingu við Óseyrarbraut. Ohappið varð um kl. 15, þegar verið var að vinna við húsbygging- una. Stjórnandi kranans var í stjóm- klefa hans þegar óhappið varð, en Dagskráin í dag Kl. 20.30 Lindarbær Ánamaðkar, brúðuleikhús Peter Waschinsky. Kl. 20.30 Ásmundarsalur Fyrirlestur Hildebrand Mac- hleit um sýninguna Byggt í Berlín. hann slapp frá fallinu með lítils- háttar meiðsli á fæti og þykir mikil mildi að félagar hans lentu ekki und- ir krananum. Kraninn er mikið skemmdur og veggurinn, sem hann féll á, sömuleiðis. Ekki er enn ljóst hvað olli falli kranans. Kl. 20.30 Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit íslands, Jorma Hynninen, bariton. Stjómandi Petri Sakari. Kl. 20.30 Þjóðleikhúsið, Litla sviðið Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helgason. !-• 1 LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.