Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 65
r ivtúi .e auDAauTMMra ,aiaAjaMuoaoM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988
65
KNATTSPYRNA / 1. DEILD (SL-DEILDIN)
Lárusi fagnad
Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson
Lárus Guðmundsson kom Víkingum á bragðið í gærkvöldi á fyrsta leik félagsins á nýju svæði sínu við Stjömugróf í
Fossvogsdal. Hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Jóhanns Þorvarðarsonar. Hér fagnar Andri Marteinsson Lárusi,
en Þorvaldur Leifturs-markvörður krýpur hnugginn.
Víkingar
brosandi heim
affyrsta
„heimaleik"
Sigruðu Leiftur í nýliðaleiknum á
góðum velli við Stiörnugróf
VÍKINGAR fögnuðu sigri í
sínum fyrsta heimaleik á nýjum
velli sínum við Stjörnugróf í
Fossvogsdal, er þeir lögðu
Leiftur að velli, 2:1, í 1. deild-
inni. Leikurinn var fjörugur, og
hefði alls ekki verið ósann-
gjarnt þó Ólafsfirðingarnir
hefðu nælt í stig; þeirfengu
ekki síðri færi.
Víkingar voru betri í fyrri hálf-
leiknum. Léku oft skemmtilega
úti á velli, en varð hins vegar lítið
ágengt er nær dró markinu. Eftir
að Leiftur hafði
Skapti tvívegis ógnað
Hallgrímsson marki heimamanna
skrífar tóku þeir röndóttu
forystuna með ein-
földu marki Lárusar Guðmundsson-
ar. Jóhann Þorvarðarson gaf fyrir
frá vinstri, Þorvaldur markvörður
henti sér út en missti af knettinum
og Lárus var á réttum stað og skor-
aði auðveldlega.
Norðanmenn komu ákveðnir til
leiks eftir hlé en Víkingar virkuðu
óöruggari að sama skapi. Leifturs-
menn byijuðu eins og í fyrri hálf-
leik, ógnuðu marki Víkings tvívegis
og það var svo Steinar Ingimundar-
son sem jafnaði á 67. mín. eftir
góða fyrirgjöf Harðar Benónýsson-
ar, og var það alveg í samræmi við
gang leiksins. Steinar skoraði ör-
ugglega af stuttu færi og hefur þar
með gert bæði 1. deildarmörkin í
sögu Leifturs.
Atli Helgason gerði það svo að verk-
um að áhangendur Víkings fóru
brosandi heim úr Stjömugrófinni —
hann setti sigurmarkið níu mín.
fyrir leikslok. Þórður Marelsson gaf
fyrir, knötturinn smaug yfir höfuð
vamarmanna og Atli var réttur
maður á réttum stað; henti sér fram
og renndi knettinum laglega í ne-
tið. Óveijandi fyrir Þorvald.
Leikurinn var fjörugur sem fyrr
segir en nokkuð kaflaskiptur. Bæði
lið fengu góð tækifæri til að gera
fleiri mörk, en markverðimir voru
vel á verði.
m
Atli Einarsson, Víkingi, Stein-
ar Ingimundarson, Leiftri.
Vlkingur-Leiftur
2 : 1
Víkingsvöllur, íslandsmótið - 1. deild,
miðvikudag 8. júní 1988.
Mörk VCkings: Lárus Guðmundsson
(26.), Atli Helgason (81.)
Mark Leifturs: Steinar Ingimundar-
son (67.)
Gult spjald: FYiðgeir Sigurðsson,
Leiftri (48.), Þórður Marelsson, Víkingi
(49.).
Rautt spjald: Enginn.
Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið.
Dómari: Guðmundur Sigurðsson, 4.
Linuverdir: Ólafur Sveinsson og Bárð-
ur Guðmundsson.
Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson,
Andri Marteinsson, Jón Oddsson (Sig-
urður Guðnason vm. á 80. mín.), Atli
Helgason, Stefán Halldórsson, Jóhann
Þorvarðarson, Trausti ómarsson, Atli
Einarsson, Lárus Guðmundsson (Bjöm
Bjartmarz vm. á 75. mín.), Hlynur
Stefánsson, Þórður Marelsson.
Lið Leifture: Þorvaldur Jónsson, Guð-
mundur Garðarsson, Ámi J. Stefáns-
son, Sigurbjöm Jakobsson, Gústaf
ómarsson, Halldór Guðmundsson
(Friðrik Einarsson vm. á 80. mín.),
Steinar Ingimundarson, Lúðvík Berg-
vinsson, Hafsteinn Jakobsson, Friðgeir
Siguiðsson (Helgi Jóhannsson vm. á
85. mín.), Hörður Benónýsson.
Langþráð mörk
Vals og loks sigur
Völsungurenn án stiga á botninum
VALSMENN gerðu góða ferð
til Húsavíkur í gærkvöldi. is-
landsmeistararnir settu sín
fyrstu mörk í deildinni á þessu
keppnistímabili og sigruöu
heimamenn sannfærandi á
ágætum grasvelli.
Fyrstu 25 mínútumar gerðist
fátt markvert. Leikurinn ein-
kenndist af miðjuþófí og ládeyðu,
en um miðjan hálfleikinn dró til
■■■■■i tíðinda. Síguijón
Frá Reyni Kristjánsson, Guðni
Eiríkssyni Bergs og Valur
áHúsavik Valsson fengu allir
ákjósanleg mark-
tækifæri, en Þorfinnur Hjaltason
markvörður Völsungs kom í veg
fyrir að Valsmennimir skomðu.
En mark lá í loftinu og það var
Siguijón, sem braut ísinn eftir góða
sendingu frá Jóni Grétari Jónssyni.
Sigutjón var rétt utan við vítateig
og þmmaði í bláhomið.
Gjöf
Jöfnunarmark heimamanna skrif-
ast á Þorgrím Þráinsson. Guðmund-
ur markvörður renndi á hann og
Þorgrímur ætlaði að senda tii baka
en gaf á Aðalstein Aðalsteinsson,
sem þakkaði fyrir sig og skoraði
auðveldlega.
Mttur varamannslns
Valsmenn tvíefldust við markið,
náðu undirtökunum og ekki leið á
löngu þar til Tryggvi Gunnarsson,
sem kom inná sem varamaður, hafði
náð forystunni fyrir þá á ný. Eftir
mikinn darraðardans inni í vítateig
Völsungs barst knötturinn til
Tryggva, sem var einn á auðum
sjó, og hann setti knöttinn af ör-
yggi í netið.
Skömmu síðar var Kristjáni 01-
geirssyni vikið af velli fyrir að mót-
mæla dómi, hafði áður fengið gult
spjald, og sóknarleikur Islands-
meistaranna varð enn meira ógn-
andi. Hann bar árangur og Tryggvi
innsiglaði sigurinn — skoraði í autt
markið eftir að hafa leikið á Þor-
finn.
Tryggvi Gunnarsson.
Þorfinnur Hjaltason og Aðal-
steinn Aðalsteinsson, Völs-
ungi. Siguijón Kristjánsson,
Tryggvi Gunnarsson, Ingvar
Guðmundsson og Jón Grétar
Jónsson, Val.
Völs.-Valur
1 : 3
Húsavíkurvöllur, íslandsmótið - 1.
deild, miðvikudaginn 8. júlí 1988.
Mark Völsungs: Aðalsteinn Aðal-
steinsson (49.).
Mörk Vals: Siguijón Kristjánsson (43.)
°8 Tryggvi Gunnarsson (58. og 81.).
Gult spjald: Kristján Olgeirsson, Völs-
ungi.
Rautt spjald: Kristján Olgeirsson
(69.).
Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefíð.
Dómari: Eysteinn Guðmundsson 8.
Línuverðir: Geir Þorsteinsson og Þor-
varður Björnsson.
Lið Völsungs: Þorfínnur Hjaltason,
Helgi Helgason, Kristján Olgeirsson,
Skarphéðinn ívarsson, Bjöm Olgeirs-
son, Guðmundur Þ. Guðmundsson,
Snævar Hreinsson, Sveinn Freysson,
Stefán Viðarsson (Jónas Hallgrímsson
vm. á 68.), Aðalsteinn Aðalsteinsson
og Theódór Jóhannsson.
Líð Vals: Guðmundur Baldursson,
Þorgrímur Þráinsson, Siguijón Kristj-
ánsson, Magni Blöndal Pétursson, Jón
Grétar Jónsson, Steinar Adolfsson,
Guðni Bergsson, Hilmar Sighvatsson
(Tryggvi Gunnarsson vm. á 38.), Valur
Valsson, Ingvar Guuðmundsson, Bald-
ur Bragason.
Ekki aflur snúið
Valsmenn réttu úr kútnum á
Húsavík og langþráður sigur
var í höfn. „Það var orðið tíma-
bært að við sigruðum. Við erum
komnir á skrið, nú verður ekki
aftur snúið og ekkert nema sigur
hér eftir kemur til greina," sagði
Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði
Vals, við Morgunblaðið.
„Skjálfti fór um um mig, þegar
þeir gerðu jöfnunarmarkið, en það
rættist úr þessu hjá okkur. Bar-
átta okkar var góð og henni þurf-
um við að halda áfram. Hins veg-
ar vona ég að Völsungi fari að
ganga betur, því það er leiðinlegt
að vera einn og yfirgefinn á botn-
inum,“ bætti Þorgrímur við.