Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 32

Morgunblaðið - 09.06.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988 Fyrsta „eldisbarnið“ fætt íAstralíu Á þessari mynd getur að líta fyrsta „eldisbamið", sem faeðist í Ástr- alíu. Stúlkubamið, Alice Kirkman, er hér í faðmi kynmóður sinnar, Maggie Kirkman, en móðursystir þess, Linda Kirkman, sem jafnframt var staðmóðir litlu frænku sinnar og bar hana undir belti, brosir til ljósmyndarans. Færeyjar: Atkvæðagreiðsla um vantrauststil- lögu á Lögþinginu Reuter Þingkosningar á næsta leiti? Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, frétta- ritara Morgnnblaðsins. VERÐI það úr sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur lagt til mun verða efnt til þingkosninga í Færeyjum mörgum mánuðum fyrr en ætlað var. Lögþingið kemur saman í dag þar sem fjallað verður um það hvort boða skuli til kosninga eftir sex vikur. Tillagan um að þing verði rofið og boðað til kosninga kom fram á þingfundi á þriðjudag. Lögþingið átti ekki að koma saman fyrr en eftir Ólafsvöku í lok júlí til að fjalla um vand- ann sem færeyskur sjávarút- vegur á við að glíma. Lögþingið var kailað saman til aukafundar í síðustu viku, en til- Jacques Chirac, fyrrum forsætisráðherra, ann sér lítillar hvOdar í kosningabaráttunni enda gáfu úrslit- in sl. sunnudag hægrimönnum byr undir báða vængi. Frakkland: Saka hægrimenn um að hafa selt sig skrattanum vegna kosningabandalags við Þjóðernisfylkingu Le Pens Paria. Reuter. FRANSKIR sósíalistar hafa sakað hægrimenn um að hafa gengið kölska sjálfum á hönd með því að gera samning við Þjóðernisfylking- una, flokk Le Pens, um samstarf í síðari umferð þingkosninganna á sunnudag. Mun samningurinn líklega koma í veg fyrir, að Þjóðernis- fylkingin þurrkist út af þingi. Samningurinn var gerðUr í Mar- seille og samkvæmt honum hafa þrír frambjóðendur Lýðræðisbanda- lagsins, UDF, og aðrir þrír frá Lýð- veldisfylkingunni, RPR, hætt við framboð til að treysta stöðu fram- bjóðenda Þjóðemisfylkingarinnar. Sagði Jean-Claude Gaudin, leiðtogi UDF í Marseille, að frambjóðendur flokksins hefðu ákveðið að draga sig í hlé í kjördæmum þar sem þeir ættu hvort eð er enga möguleika og gerðu ekki annað með framboði sínu en að tryggja sigur sósíalista eða kommúnista. Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóð- emisfylkingarinnar, hafði áður til- kynnt, að sex frambjóðendur flokks- ins hefðu verið dregnir til baka til að dreifa ekki kröftum hægrimanna um of og kvaðst þá vænta þess, að hinir hægriflokkamir brygðust við með sama hætti. Þessi samningur hefur valdið mikilli hugaræsing meðal vinstri- manna. „Gaudin hefur gert samning við djöfulinn," sagði Pierre Joxe, innanríkisráðherra sósíalista, og hvatti franska kjósendurtil að fylkja sér að baki Francois Mitterrand for- seta. Jack Lang, menningarmála- ráðherra sósíalista, sagði, að gær- dagurinn hefði verið mikill skamm- ardagur í sögu hægriflokkanna. „Þeir hikuðu ekki við að selja sálu sína,“ sagði hann. Talið er, að samningurinn tryggi Le Pen og Þjóðernisfylkingunni tvö eða þijú þingsæti en annars á flokk- urinn á hættu að missa flesta þing- menn sína. Þeir eru 32 og vom kjömir samkvæmt hlutfallskosn- ingakerfi en því hefur nú verið breytt. Nú er um að ræða ein- menningskjördæmi, sem falla í skaut þeim, sem mest fylgi fá, og kemur það sér verst fyrir smáflokk- laga þjóðarflokksins um auknar Ú'árveitingar til ferskfísksjóðsins (Ráfískagrunnsins), sem nú er nær því tómur, var ekki borin upp fyrr en á þriðjudag. Bresti greiðslugeta sjóðsins verða afleiðingamar al- varlegar. í kjölfar deilna á þinginu um fjárveitinguna lagði þjóðar- flokkurinn fram tillögu um að kosningum verði flýtt. Forystu- menn Sambandsflokksins höfðu gefíð út yfirlýsingu þess efnis í síðustu viku að þegar tillagan um aukafjárveitinguna, sem verið hef- ur til umfjöllunar hjá efnahags- málanefnd, yrði borin upp á þing- inu aftur myndu þeir bera upp vantrauststillögu. Umræðum á þinginu á þriðju- dag var útvarpað. Deildu menn harkalega og kom glögglega í ljós sá ágreiningur sem er á milli flokk- anna sem sæti eiga í landsstjóm, Jafnaðarmannaflokksins og Þjóð- veldisflokksins. Deildu þeir ákaft Atli Dam lögmaður og þingforset- inn Hergeir Nielsen úr Þjóðveldis- flokknum. Adolf Hansen, þing- maður færeyska Framsóknar- flokksins, sagði að yrði fiskverð ekki hækkað um 5% 1. júní og önnur 5% 1. október myndi hann ekki styðja stjómina lengur. Færeyingar fylgjast náið með framgangi á Lögþinginu. Gert er ráð fyrir að allir stjómarandstæð- ingar styðji tillöguna um að efna til kosninga í lok júlí eða í byijun ágúst. Það þarf aðeins einn stjórn- arandstæðing til þess að fella van- trauststillöguna, því er úrslit tvísýn og engu hægt að spá um hvað gerist á Lögþinginu í dag. Nýtt lyf kemur í veg fyrir of mikið kalktap aldraðra Getur hindrað tíð beinbrot hjá rosknum konum NÝTT lyf, sem kemur í veg fyr- ir kalktap, getur e.t.v. stórdregið úr beinbrotum hjá rosknum kon- um, að því er segir í danska blað- inu PoHtiken. Rosknar konur eru sérstakur áhættuhópur, þegar beinbrot em annars vegar, vegna mikils kalktaps, sem þær verða fyrir, þeg- ar aldurinn færist yfír. Danskar staðtölur sýna, að um helmingur sjötugra kvenna hefur orðið fyrir beinbroti, og tvær af hveijum þrem- ur, sem náð hafa áttræðisaldri. í Danmmörku eru um 10.000 rosknir einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús á ári hveiju vegna bein- brota. Venjulega liggja sjúklingam- ir í þijár til íjórar vikur á spítalan- um og tæplega einn af hveijum fímm deyr, meðan á spítaladvölinni stendur eða á fyrstu mánuðunum eftir að þeir em útskrifaðir, vegna kvilla, sem sækja á í kjölfar bein- brotsins. Ástæðan fyrir því, hversu stökk bein roskins fólk em, er mikið kalktap. Meðhöndlun með kven- kynhormóni getur dregið úr kalktapinu, en nú hafa vísindamenn búið til lyf, sem getur stöðvað kalktapið með öllu. Nýja lyfíð kem- Japan: ur í stað skjaldkirtilhormóns, sem á þátt í að stjóma kalkinnihaldi beinanna. Lyfíð á að taka reglulega allt frá breytingaskeiðinu og er framleitt í formi nefúða. Japönsk stjómvöld vilja draga úr vinnuhörkunni Tokyo. Reuter. JAPÁNSKA atvinnumálaráðuney- tið hefur gert fimm ára áætlun, sem miðar að því að fá japanskan verkalýð til að draga úr vinnu- hörku sinni. Talsmaður ráðuneytisins sagði, að Japanar ynnu 2111 stundir á ári að meðaltali. í Bretlandi og Banda- ríkjunum er meðalvinnutíminn 1900 stundir á ári og í Vestur-Þýskalandi og Frakklandi 1600 stundir. Talsmaðurinn, sem viðurkenndi, að hann ynni um 2800 stundir á ári að meðaltali, sagði, að samkvæmt áætlun ráðuneytisins væri stefnt að því að koma meðalvinnutíma Japana niður í 1800 stundir á ári fyrir 1992. Ráðuneytið ætlar að hvetja jap- önsk fyrirtæki til að draga úr yfir- vinnu og fjölga greiddum orlofs- dögum. Japanir eru stundum kallaðir „þjóð vinnusjúklinganna" vegna vinnu- hörku sinnar, en atorka þeirra á sinn þátt í efnahagslegri velgengni þjóð- arinnar eftir stríðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.