Morgunblaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1988
35
Hætti að reykja
og fór að skokka
„ÉG hafði oft reynt að hætta
reykingum áður. Lengst hélt ég
út í þijá mánuði, en allan þann
tima dauðöfandaði ég þá sem
reyktu í kringum mig. En núna
er löngunin alveg horfin og mig
langar fremur til þess að hjálpa
þeim sem ég sé reykja til þess að
hætta þessum 6sið,“ sagði Þormar
Ingimarsson, sem hætti reyking-
um um áramótin eftir 17 ár, með-
al annars með hjálp skokksins.
„Ég hef reynt ýmsar aðferðir til
þess að yfivinna löngunina í sígarett-
ur og meðal annars reynt nálastung-
ur og nikótín-tyggigúmmí," sagði
Þormar. „Nálastungumar hjálpuðu
ekkert í mínu tilviki. Tyggigúmmíið
tók ég aðeins í tvær vikur og get
vissulega mælt með því til aðstoðar.
Það lagar þó í sjálfu sér ekkert, held-
ur hjálpar manni bara til þess að
halda sér gangandi fyrst um sinn.“
Þormar gafst þó ekki upp og fór
á námskeið hjá Krabbameinsfélaginu
í desember síðastliðnum: „Á nám-
skeiðinu var fólki ráðlagt að venja
sig smám saman af sígarettum, með-
al annars með því að hætta að reykja
í bflnum, á vinnustað og á heimili. í
staðinn átti fólk að fara út úr húsi
til þess að fá sér sígarettu og skapa
með því neikvætt hugarfar gagnvart
henni með sjálfu sér. Um áramótin
var svo vendipunktur námskeiðsins
þegar reykingum var endanlega
hætt með nýja árinu.“
Við lok þessa námskeiðs var fólki
ráðlagt að fínna sér gott tómstunda-
starf og þá sérstaklega eitthvert sem
tengdist útivist og hreyfíngu, svo
sem sund eða skokk. Þormar lét
ekki sitt eftir liggja: „Eg keypti mér
strax nýjar skíðagræjur og skó og
galla í skokkið, alls fýrir um 50 þús-
und krónur. Þetta gaf mér mikinn
kraft og ég fór að stunda útivist af
miklu kappi, fór jafnvel þrisvar í viku
á skíði auk skokksins. Maður verður
að láta renna á sig einhvers konar
æði sem gefur orku til þess að ta-
kast á við hlutina."
„Ég skokka ekki á neinum sér-
stökum dögum heldur fer ég út þeg-
ar ég er í formi. Ég skokka svona
þrisvar í viku og hleyp um 10 kíló-
metra í hvert skipti," sagði Þormar.
„Skokkið hjálpar á þann hátt að
maður fínnur hvemig líkaminn styr-
kist allur."
Að sögn Þormars skiptir miklu
máli hvemig umhverfi hlaupið er í.
„Ég bý sjálfur í Hraunbænum og
þaðan er stutt í Elliðaárdalinn. Þar
er mjög gott að skokka, úti í náttúr-
unni og friðsældinni, enda eru marg-
ægt að
ðrurn
bragð í munninn þegar maður er að
byrja, em framfarirnar mjög hraðar
fyrstu vikumar. Eftir það er ákveðnu
stigi náð, þar sem maður staðnar og
þá koma framfarir með eins konar
tröppugangi. En er ekki leiðinlegt
að trimma yfír vetrartímann?
„Það er allt í lagi, ef áhuginn er
nægur,“ sagði Skarphéðinn. „Ef veð-
ur er slæmt er bara að klæða sig
vel og passa að manni verði ekki
kalt. Það er um að gera að fara þá
stutt og varlega, því hálkan getur
verið varasöm ef ekki er farið að
öllu með gát. Skokkið er orðinn fast-
ur liður í tilverunni og maður lætur
veðráttuna ekkert á sig fá.“
Skarphéðinn er ákveðinn í að taka
þátt í Heilsuhlaupi Krabbameins-
félagsins. „Ég hef tekið þátt í fjómm
öðmm sambærilegum hlaupum. Það
er ákaflega skemmtilegt, og góð til-
breyting fyrir skokkara. Það er gam-
an að láta mæla á sér tímann og sjá
Þormar Ingimarsson hætti
reykingum og sneri sér í þess
stað af krafti að útivist og
skokki.
ir trimmarar sem hlaupa þar. Jafn-
framt skiptir skóbúnaður miklu máli
og þá sérstaklega að þeir séu búnir
svokölluðum lofthælum, sem minnka
álagið á fætuma."
Þormar kveðst ekki hafa tekið
þátt í almenningshlaupum eða
skemmtiskokki, en er ákveðinn í að
taka þátt í Heilsuhlaupi Krabba-
meinsfélagsins næstkomandi laugar-
dag.
„Ég fínn á mér mun á margan
hátt eftir að ég hætti reykingunum
og þá skiptir ekki minnstu máli að
maður losnar við sígarettuslenið,“
sagði Þormar. „Þetta slen sem yfir-
leitt liggur á manni er maður reykir
og heldur að maður geti losað sig
við með því að fá sér aðra sígarettu.
Það hverfur hins vegar ekki fyrr en
maður hættir að reykja.
Ég vil að lokum benda þeim sem
vilja hætta reykingum á að fara á
námskeið hjá Krabbameinsfélaginu.
Þá er gott að hugsa alltaf þegar
maður fær sér sígarettu að maður
ætli sér að hætta bráðlega. Þannig
getur maður haft að þessu langan
aðdraganda, jafnvel í nokkra mán-
uði. Það er um að gera að hætta
ekki skyndilega heldur að ala upp
andúð á sígarettunni með sjálfum
sér. Þegar maður svo hættir endan-
lega ætti maður að fá sér nýtt áhuga-
mál og láta hugann hafa nóg að
starfa," sagði Þormar að lokum.
Morgunblaðið/KGA
Skarphéðinn Þórisson byijaði að
skokka fyrir einu og hálfu ári.
Hann skokkar nú þrisvar í viku,
sjö til tíu kílómetra í senn.
þannig framfarimar, þó í slíkum
hlaupum skipti tíminn ekki mestu
máli né í hvaða sæti maður lendir,"
sagði Skarphéðinn að lokum.“
Höfuðstöðvar Evrópubandalagsins í Brussel.
Stuðningur við sam-
bandsríki Evrópu skil-
yrði fyrir aðild að EB
Fulltruar á þingi EB:
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞINGFLOKKUR kristilegra demókrata á Evrópuþinginu hélt á þriðju-
dag ráðstefnu um samskipti EFTA og Evrópubandalagsins í Brussel.
Fundinn sátu sendiherrar allra EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið
í borginni ásamt þingmönnum af Evrópuþinginu. Umræður snerust
fyrst og fremst um afstöðu einstakra EFTA-ríkja til aðildar að EB og
viðhorf þingmannanna til hugsanlegrar stækkunar. Einar Benedikts-
son, sendiherra, gerði grein fyrir stöðu þessarar umræðu á íslandi og
sagði að aðild eða ekki aðild væri ekki á dagskrá enn sem komið væri.
Eftir að Leif Blomqvist, sendiherra
Finna við EB, hafði gert grein fyrir
sameiginlegri afstöðu EFTA-land-
anna til bandalagsins svöruðu sendi-
herrarnir spumingum um afstöðu
einstakra ríkja bæði til aðildar og
samstarfs við EB. Af svömm sendi-
herranna mátti ráða að Noregur og
Austurríki em líklegust EFTA-ríkj-
anna til að sækja um aðild að EB á
næstu ámm. Það er að vísu ljóst að
Sovétríkin hafa ýmislegt við aðild
Austurríkis að athuga, a.m.k. ef
Evrópubandalagið tekur að sér ör-
yggis- og vamarmál aðildarríkjanna.
Þá virðist greinilegt að það sem
fælir Svía og Finna frá aðild laðar
Norðmenn að, þ.e. samvinna á stjóm-
málasviðinu, t.d. mótun sameigin-
legrar utanríkisstefnu og öryggis-
og vamarmál. í umræðum kom fram
að áhugi á EFTA er meiri á Evrópu-
þinginu en t.d. innan framkvæmda-
stjómarinnar, en þó sérstaklega ráð-
herranefndanna.
Aukaaðild út í hött
Öll EFTA-ríkin leggja áherslu á
að ná sem bestu samkomulagi við
EB um þátttöku í EB-markaðinum.
.Bent var á að meirihluti þingmanna
á Evrópuþinginu styddi þá hugmynd
að Evrópubandalagið yrði sambands-
ríki og ljóst væri að þingið myndi í
framtíðinni setja það skilyrði að ríki,
sem æskja aðildar, féllust á þetta
markmið, það væri óhugsandi að ríki
sem ekki féllist á þetta fengi tilskil-
inn meirihluta fyrir aðild í þinginu.
í rauninni þyrfti að tryggja þetta
markmið áður en ijölgað væri í
bandalaginu. í umræðunum kom
einnig fram sú skoðun að töluvert
vantaði upp á að ljóst væri hvað
aðild að bandalaginu þýddi. Þetta
ætti bæði við um ríki innan þess og
utan. Ef menn ganga í „klúbb“ þá
vilja þeir vita hvað það kostar og
hvaða reglur gilda.
Því viðhorfí var lýst að hugleiðing-
ar EFTA-ríkjanna um einhvers konar
aukaaðild væru út i hött. Það væri
óframkvæmanlegt að gera mismun-
andi samskiptasamninga við EFTA-
ríkin sem tryggðu þeim allan rétt á
EB-markaðinum og samvinnu á öðr-
um sviðum eftir geðþótta hvers og
eins. Þá væri það óþolandi að EB-
ríkin nytu ekki sama réttar innan
EFTA-ríkjanna og EFTA ríkin innan
EB, í því sambandi var t.d. bent á
reglur f Svíþjóð um fjárfestingar út-
lendinga.
Á fundinum var sett fram sú skoð-
un að öryggis- og varnarmálum ætti
að halda utan við starfsemi EB með
því að samvinna á þeim sviðum færi
fram innan Vestur-Evrópusam-
bandsins, sem eru samtök NATO-
ríkjanna innan EB. Á þennan hátt
mætti koma til móts við hin svoköll-
uðu hlutlausu ríki og auðvelda þeim
aðild.
ísland og EB
Einar Benediktsson, sendiherra í
Brussel, sagði að umræðan um Evr-
ópubandalagið og samskiptin við það
færi vaxandi á Islandi, sérstaklega
með tilliti til EB-markaðarins árið
1992. Bandalagið hefði á síðustu
árum orðið mikilvægasti markaður
íslendinga en þangað færu 57% af
öllum útflutningi landsmanna. Það
væri hins vegar ljóst a íslendingar
hefðu orðið fyrir viðskiptahömlum
af hálfu bandalagsins við inngöngu
Spánar og Portúgals í bandalagið.
Menn yrðu að átta sig á því að af-
staða Islendinga til þeirra hugmynda
að fyrir aðgang að fiskmörkuðum
komi veiðiheimildir í íslenskri fisk-
veiðilandhelgi byggist ekki á þijósku
heldur þeirri staðreynd að fískimiðin
væru eina auðlind þjóðarinnar. Það
væri líka full ástæða til að gera sér
grein fyrir því að íslendingar hefðu
um ýmislegt annað en fisk að ræða
við bandalagið.
Listahátíð í Björgvin:
Söng Onnu Júlíönu
Sveinsdóttur vel tekið
LISTAHÁTÍÐ í Björgvin lauk
sunnudaginn 5. júní. Þá var með-
al efnis á dagskrá söngur Onnu
Júlíönu Sveinsdóttur með undir-
leik Kjell Bækkelund í Hákonar-
höllinni. Fjölmennt var á einsöng
Júlíönu og var henni mjög vel
tekið.
Einsöngur Önnu Júlíönu vakti
verðskuldaða athygli og var vel
sóttur, en hann fór fram í Hákonar-
höllinni. Bárust henni og einleikar-
anum, Kjell Bækkelund, blóm að
söng loknum og varð hún að syngja
aukalag. Þá fékk hún hrifningar-
klapp inn á milli þátta í verkum
eftir Antonin Dvorak.
Verk þau er hún söng á þessum
tónleikum voru m.a. eftir Sigvalda
S. Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson,
Jónas Tómasson og var það frum-
flutt þarna af tilefni tónleikanna.
Er það Hvíti trúðurinn við ljóð eftir
Nínu Björk Árnadóttur. Flutti hún
einnig verk eftir Dvorak, Ciganské
melodie op. 55, í sjö þáttum. Þá
flutti hún verk eftir Dörumsgard,
Chopin og Szymanowsky.
Þema hátíðarinnar var tengt mið-
evrópsku menningarlífi og því var
svo mikið á söngskránni eftir mið-
evrópska höfunda.
Anna Júlíana er Reykvíkingur
og nam hún við tónlistarháskólana
í Miinchen, Köln og Achen og var
Josef Metternich meðal kennara
hennar. Frumraun hennar fór fram
við Óperuna í Achen árið 1977 er
hún söng Thisebu í óperu Rossinis,
La Centerentola. Eftir það hefur
hún sungið ýmis óperuhlutverk.
- SHÞ
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
Anna Júlíana Sveinsdóttir og
Kjell Bækkelund á sviðinu í Há-
konarhöllinni í Björgvin.