Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Hlutverk Evrópuráðsins er að skapa gagnkvæman skilning - segir Louis Jung, forseti ráðsins FORSETI þings Evrópuráðsins, Louis Jung frá Frakklandi, er nú staddur hér á landi í óopin- berri heimsókn. Hér situr hann fund vamarmálanefndar Vest- ur-Evrópubandalagsins, sem er ein af stofnunum Evrópuráðs- ins, og einnig hittir hann meðal annars Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra að máli. Morgunblaðið átti stutt spjall við Jung um Evrópuráðið og hlut- verk þess í samvinnu og sam- skiptum Evrópuríkja. „Það er eitt af verkefnum for- seta ráðsins að hafa samskipti við aðildarríkin, og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér,“ sagði Jung. Hann sagði að hann hefði einnig átt erindi við íslensku sendinefndina á þingi Evrópuráðs- ins, sem gegndi mikilvægu hlut- verki um þessar mundir í Strass- borg, þar sem þingið hefur aðset- ur. Ragnhildur Helgadóttir alþing- ismaður er nú formaður þing- mannanefndar Evrópuráðsins og einn af varaforsetum ráðsins. — Hvert er hlutverk Evrópu- ráðsins í samstarfi Evrópuríkja? „Aðild að Evrópuráðinu á 21 ríki og á næsta ári mun Finnland bætast í hópinn. Verkefni okkar er að byggja upp bandaríki Evrópu og í því skyni vinnum við að mann- réttindamálum, menningarmálum, æskulýðsmálum og samskiptum við umheiminn. Ríkin hafa með sér ýmsa samninga um þessi efni. Að mínu mati er þátttaka í Evrópuráð- inu mjög mikilvæg fýrir Islend- inga; það er alþjóðlegur vettvang- ur, þar sem þið getið haft mikil- vægu hlutverki að gegna." — Hver eru tengsl Evrópuráðs- ins og Evrópubandalagsins? „Evrópubandalagið samanst- endur af tólf ríkja, sem hafa sam- vinnu á sviði efnahagsmála. Evr- ópuráðið fæst hins vegar við öll önnur vandamál, sem ekki er hægt að leysa í bandalagi tólf ríkja, til dæmis varðandi íjölmiðlun, sjón- varpssendingar og fleira í þeim dúr, sem snertir öll aðildarríkin. Evrópubandalagsríkin tólf hafa með sér þing, Evrópuþingið, sem einkum er vettvangur umræðna rHlJSVÁNGÍlÍ"1 FASTEIGNASALA BORGARTÚNI29,2. HÆÐ. 62-17-17 H Stærri eignir Einbýli - Grundarstíg Ca 85 fm timburh. Þarfnast standsetn. Ágæt lóð. Verð 4,0 millj. Einbýli - Árbæjarhverfi Ca 110 fm gott timburhús. Verð 7 millj. Skólagerði - Kóp. Ca 140 fm gott parh. Góður garöur. 4 svefnherb. Bílsk. Verð 6,5 millj. Parhús - Skeggjagötu Ca 175 fm gott steinhús. Má nýta sem tvær íb. Góð lán áhv. Verö 7,5 millj. Parhús - Daltúni K. Ca 250 fm fallegt parhús sem er tvœr hæðir og kj. Mögul. á sérlb. í kj. Bilsk. Verð 10,5 millj. Parhús - Nýlendugötu Ca 140 fm gott steinhús. Skiptist í hæð og kj. Verö 6,2 millj. Raðhús - Mosfellsbæ Ca 160 fm glæsil. raðhús á tveimur hæðum viö Stórateig. Bílsk. Verö 8 millj. Álfheimar Ca 120 fm íb. á tveimur hseðum í tvlb. raðhúsi. Parket á stofu. Gott útsýnl yfir Laugardalinn. Verð 6,2 millj. Langholtsvegur Ca 110 fm góð efri hæð og ris. Mögul. að lyfta risi. Fallegur garöur. Verö 5,8 m. Barmahlíð m. bílsk. Ca 160 fm falleg efri hæð. Verð 6,8 millj. Blöndubakki m/aukah. Ca 125 fm vönduð íb. á 2. hæð. Suð- vestursv. Þvottah. í íb. og herb. í kj. Verö 5,2 millj. Fannborg - Kóp. Ca 105 fm góö íb. á 2. hæö í vinsælu sambýli. Verð 5,3 millj. Eyjabakki Ca 110 fm falleg Ib. á 1. hæð. Verð 4,8 m. 3ja herb. Hagamelur - nýleg Ca 80 fm glæsil. íb. á 3. hæð. Parket. Suöursv. Verð 5,3 millj. Víðimelur Ca 86 fm gullfalleg íb. í fjölb. Ný eld- húsinnr. Parket. Suöursv. VerÖ4,5 millj. Spóahólar Ca 85 fm björt og falleg ib. Stórar suðursv. Gott útsýni. Verð 4,3 m. Rauðagerði Ca 150 fm glæsil. neörisérh. í nýju tvíb. Vandaðar innr. Fallegur garöur. Verö 7,5 millj. Engihjalli - Kóp. Ca 100 fm nettó gullfalleg íb. á 4. hæö. Tvennar svalir. Ákv. sala. Verö 4,3-4,4 millj. Drápuhlíð Ca 85 fm góð risíb. Nýtt þak og kvist- ir. Verð 4,3 millj. Bergþórugata Ca 80 fm góð ib. á 1. hæð. V. 3,6-3,7 m. 2ja herb. Álafoss Höfum til sölu lager- og skrifstofuhúsn. Álafoss í Mosfellsbæ samtals 2290 fm. Laugavegur Ca 445 fm skrifstofuh. á 3. hæð í nýju gtæsil. húsi á horni Laugavegs og Snorrabrautar. 4ra-5 herb. Eskihlíð Ca 105 fm falleg blokkaríb. Verð 4,8 m. Sólheimar lyftubl. Ca 110 fm nettó björt og falleg ib. ( háhýsi. Hagst. áhv. lán 2-2,5 millj. Verð 5,5 millj. Ljósheimar Ca 61,4 fm nettó góð íb. í lyftuhúsi. Verð 3,6 millj. Lynghagi Ca 62,4 fm nettó falleg kjíb. á fráb. staö. Talsvert endurn. Verö 3,2 millj. Vesturberg Ca 60 fm góö íb. á 3. hæö. Þvottah. í íb. Vestursv. Verð 3,3 millj. Bústaðarvegur - sérh. Ca 70 fm góð jaröhæö í tvíb. Sórinng. Sérhiti. Góður garður. Verð 3,7 millj. Eiríksgata Ca 70 fm góð kjíb. Verð 3,3 millj. Hamraborg - Kóp. Ca 70 fm glæsil. íb. á 2. hæð. Bílgeymsla. Talsvert áhv. Krummahólar Ca 65 fm gullfalleg íb. á 5. hæö í lyftu- húsi. Verð 3,2 millj. um efnahagsmál þessara tólf ríkja. Efnahagsvandamálin eru hins veg- ar vandamál líðandi stundar og efnahagskerfi geta hrunið hvenær sem er. I Evrópuráðinu reynum við að finna framtíðarlausnir á mann- legrini samskiptum milli Evrópu- þjóðanna. Ég segi oft að þetta uppbyggingarstarf eigi að koma frá hjartanu - mennimir eiga að færast nær hver öðrum. Hlutverk Evrópuráðsins er að skapa gagn- kvæman skilning og frið milli ná- granna.“ Jung sagði að í þessu skyni ynni ráðið nú að tveimur um- fangsmiklum verkefnum. Annars vegar er unnið að því að efla skiln- ing og samstarf milli norðurs og suðurs í Evrópu og hins vegar milli austurs og vesturs. „Við höf- um sendinefnd í Sovétríkjunum og höfum nú einnig samskipti við önnur austantjaldsríki,“ sagði Jung. „Evrópubúar geta ekki ríghaldið í landamærin, sem stríðið dró á kortið. Við verðum að skapa samevrópska umræðu, meðal ann- ars í þeim tilgangi að hindra fleiri styijaldir.“ Er sjálfur lifandi dæmi um þróunina í Evrópu — Hvem teljið þér árangurinn af starfi Evrópuráðsins á þeim fjór- um áratugum, sem liðnir em frá stofnun þess? „Ég er þeirrar skoðunar að það hafi borið mjög jákvæðan árangur. Sjálfur er ég lifandi dæmi um þró- unina í Evrópu. Ég er frá héraðinu Elsass á landamærum Frakklands og Þýskalands, sem oft hefur verið barist um og orsakað íjandskap milli þjóðanna. Ég særðist í stríðinu og var tekinn til fanga af Þjóðverjum, enda var ég í franska hemum. Núna eru Þjóðveijar og Frakkar vinaþjóðir. Við höfum engar landamærahindranir okkar á milli og reynum nú að bijóta niður allar hindranir í samskiptum Morgunblaðið/Sverrir Louis Jung, forseti þings Evróp- uráðsins. milli þegna ríkjanna. Þetta tel ég afar jákvæða þróun. Ég get nefnt sem, dæmi að nýlega var gerð í Frakklandi skoðanakönnun, þar sem spurt var við hvaða þjóð menn teldu Frakkland hafa best tengsl. 86% svömðu því til að það væm Þjóðveijar. Þetta tel ég árangur starfs okkar í hnotskurn." Neysluvenjur íslendinga kannaðar á næstu misserum FYRIRHUGAÐ er að kanna neysluvenju Islendinga vand- lega á næstu misserum. Gert er ráð fyrir því að könnunin hefjist á næsta ári, ef nægt fjár- magn fæst. Könnunin er gerð með það fyrir augum, að renna stoðum undir manneldisstefnu stjórnvalda, en hún er nú í mót- un. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Jóhönnu Haraldsdóttur næringarfræð- ing, en hún mun veita ráðgjöf við könnunina. Guðmundur Bjamason, heil- brigðisráðherra hefur skipað nefnd til að móta opinbera mann- eldisstefnu. Til þess að slík stefna beri árangur er talið nauðsynlegt að kanna ítarlega hvemig neyslu almennings er háttað, einkum varðandi einstakar fæðutegundir og það magn þeirra, sem neytt er. Jóhanna Haraldsdóttir hefur lengi verið búsett í Danmörku og vann að sams konar könnun þar árið 1985. Aðspurð sagði hún, að byggt yrði á dönsku könnuninni, þótt aðferðirnar verði auðvitað lagaðar að íslenskum aðstæðum, til dæmis hvað varðar fiskneyslu. Einnig sagðist hún búast við ólík- um niðurstöðum í ýmsum atriðum, svo sem neyslu grænmetis og ávaxta. Jóhanna sagði, að í dönsku könnuninni hefði komið fram tölu- Morgunblaðið/Þorkell Jóhanna Haraldsdóttir flutti fyr- irlestur um manneldismál í Odda 14. júní sl. verður munur á neyslu stétta, ald- urshópa og kynja. Auk þess hefði komið í ljós, að mataræði fólks væri mismunandi eftir búsetu. Hún sagðist gera ráð fyrir nokkuð ólíku mynstri hér á landi, einkum varðandi mun á íbúum dreifbýlis og þéttbýlis. Jóhanna var spurð, hvernig nið- urstöður könnunar af þessu tagi væru nýttar. Hún svaraði á þá leið, að mikilvægt væri, að upplýs- ingar af þessu tagi lægju fyrir þegar ákvarðanir væru teknar um hámarksmagn ýmissa aukaefna í matvælum.„Þetta getur einnig hjálpað sérfræðingum að sjá, hvort þörf er á að bæta fjörefnum eða steinefnum í einstakar tegundir matvæla. Svona könnun er líka til mikils gagns í sambandi við fræðslumál. Það er hægt að sjá, hvaða hópar þurfa á fræðslu að halda og því mögulegt að beina henni sérstaklega til þeirra.“ I þessu sambandi nefndi Jó- hanna ákveðna áhættahópa. „Það eru einkum þeir, sem borða mest af fitu og sykri og minnst af vítamínum og trefjum. Hér er of- neyslan alvarlegasta vandamálið,“ sagði hún. Varðandi fræðsluna sagði Jó- hanna, að hún ein dygði auðvitað ekki. „Fólk borðar ekki bara til að fá í sig næringarefni. Neyslan stýrist líka af mörgum atriðum í umhverfínu, meðal annars auglýs- ingum. En við viljum að fræðsla okkar sé einn þessara áhrifa- valda.“ Að lokum sagði Jóhanna Har- aldsdóttir, að könnunin færi líklega af stað á næsta ári. „Við munum byija á því að prófa ein- staka þætti hennar. Næsta vor gerum við forkönnun og ef allt gengur að óskum hefst neyslú- könnunin sjálf haustið 1989.“ Guömundur Tómasson, Finnbogi Kristjánsson, Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. - fasteignasali. Mokveiði í Grímsá „Þetta hefur gengið frábærlega vel og allt annað en í fyrra. Fyrstu tvo dagana veiddust 50 laxar og nú eru komin um 100 stykki á land og var þó óveið- andi vegna vonskuveðurs og flóða í tvo sólarhringa. Og enn er áin óþægilega mikil,“ sagði Sturla Guðbjarnarson i Fossatúni i samtali við Morgunblaðið í gær, en veiði hófst í Grímsá á fimmtu- daginn. Að sögn Sturlu hefur Laxfoss komið best út það sem af er, en fyrsta daginn var rífandi veiði upp um alla á. T.d. veiddust sjö laxar í beit í Kotakvöm, sem er langt frammi í dal. Nýlega dró annar veiðimaður sjö laxa í beit í Hólma- vaðskvörn og áfram mætti telja. Laxarnir eru af ýmsum stærðum, allt að 14 punda. Hins vegar er mikið að sögn Sturlu af feitum og fallegum 6 til 8 punda laxi og væru menn að velta fyrir sér hvort spá- dómar hinna bjartsýnustu frá síðasta ári væru að rætast, sem sagt, að smálaxinn sem skilaði sér illa og rýr í fyrra hafi ekki goldið það afhroð í hafinu sem menn óttuð- ust, heldur náð þroska seint og kæmi nú stærri og stæltari. Hörkuveiði í Laxá í Leirársveit Veiðimaður einn sem Morgun- blaðið ræddi við í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit í gærdag sagði 90 laxa komna á land, en veiðin hófst í ánni 12. júní. I fyrradag, er áin var að byija að síga og hreinsast eftir vatnsveðrið, veiddust 20 laxar og mikil fiskför var upp ána. „Það er nóg af laxi og þetta lítur afar vel út,“ sagði veiðimaður og vildi fara að gera klárt, enda klukkan að verða er samtalið fór fram. Laxinn hefur verið vænn að jafnaði til þessa, meðalvigt um 10 pund og stærsti laxinn 15 pund. Aðeins er byijað að örla á smærri fiski nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.