Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 21
I
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
21
Á myndinni er loftnetsmastur sem sendir niðurstöður jarðskjálfta-
og veðurmælinga til byggða. Myndin er tekin frá Svíahnjúk eystri
yfir að Svíahnjúk vestari. Við bjargbrúnina er þverhnípi 200—300
metra ofan i sjálf Grímsvötn. Einn leiðangursmanna, Bárður Harðar-
son gengur að mastrinu.
Morgunblaðið/Árni Sœberg
Jökullinn var erfiður yfirferðar vegna bleytu. Hjálparsveit skáta í
Reykjavík kom leiðangrinum til hjálpar.
Háskóla-
fyrirlestur
í Odda
PRÓFESSOR emeritus Peter
Hallberg frá háskólanum í
Gautaborg flytur opinberan
fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla íslands og
Stofnunar Sigurðar Nordals
miðvikudaginn 22. júní kl.
17.15 í stofu 101 í Odda.
Fyrirlesturinn nefnist „Hug-
myndir Steblin-Kamenskijs um
heim íslendingasagna". Fjallar
hann um bókina Mir sagi eftir
rússneska fræðimanninn M.I.
Steblin-Kamenskij. Bók þessi
hefur komið út í íslenskri þýð-
ingu Helga Haraldssonar lektors
undir heitinu Heimur íslend-
ingasagna.
Peter Hallberg er kunnur hér
á landi fyrir rannsóknir sínar á
íslenskum bókmenntum og þýð-
ingar margra íslenskra skáld-
verka á sænsku.
Fyrirlesturinn verður fluttur
á íslensku og er öllum opinn.
(Fréttatilkynning)
KÖFUNARNÁMSKEIÐ
Nú gefst einstakttækifæri til að kynnast
undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun.
O
O
Námskeiðið er haldið á Reykjanesi við ísafjarðardjúp
og stendur í 8 daga. Því lýkur með prófi sem miðast
við tveggja stjörnu alþjóðleg réttindi til sportköfunar.
Næsta námskeið hefst 9. júlí 1988.
Allar nánari upplýsingar veittar hjá
Bandalagi íslenskra farfugla,
sími (91)10490.
NÝTT FYRIRTÆKI Á _____
GÖMLUM GRUNNI RÍ1S&
m ■■"■■■■ Laugavegi 10, simi 277 88
Ennþá einu sinni nýr og byltingarkenndur HONDA CIVIC meö breytingum,
sem gera HONDA CIVIC tvímælalaust fremstan í flokki minni bíla.
Allar geröir koma nú meö vól úr léttmálmi og 16-VENTLA, ýmist meö
einum eöa tveimur kambásum, sem þýöir meiri orku og minni eyöslu.
Ný frábser fjöörun, sem á sér enga hliöstaeðu í sambærlegum bílum og
óvenju mlkil lengd á mllli hjóla gefur bílnum mjög góöa aksturseiginleika
og aukin þægindi í akstri.
Meö þessu hefur HONDA sannað enn einu sinni, að þeir framleiöa „litla
bílinn“ meö þæglndi og rými stóru drekanna en aöalsmerki HONDA í
fyrirrúmi:
SPARNEYTNI, GÆÐI OG ENDINGU.