Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 23 Gísli Helgason „En ef fötluðum er sköpuð aðstaða til vinnu, þá þéna þeir pen- inga, borga sína skatta og eru ánægðir með sitt. Því væri óskandi að hæstvirtur fjármála- ráðherra sæi nó að sér og beitti sér fyrir betr- umbótum þessa máls.“ ir mína hönd um sérstakan blindra- letursskjá sem tengja má við venju- lega PC-tölvu, en með honum get- ur blindur maður lesið á tölvuna. Jákvætt svar fékkst frá Trygg- ingastofnun. Sem sagt, skjárinn minn eða ykkar allra, sem ég verð með í láni, er á leiðinni! Þessi skjár mun kosta eitthvað um hálfa millj- ón króna, en með söluskattinum hækkar hann um tæp þijú hundruð þúsund og fer upp í tæpar átta hundruð þúsund krónur. Óljóst er nú á þessari stundu hvort ég þarf sjálfur að greiða þijú hundruð þús- und krónur í söluskatt af þessu nauðsynlega hjálpartæki, en blindraletursskjárinn er forsenda þess að ég geti sinnt mínu starfi. Fleiri dæmi gæti ég nefnt, en þetta skal látið nægja. I rauninni er þetta afturhvarf til gamla tímans, þegar ráðherra og erlendir stjórnarerindrekar höfðu tollafríðindi á bílum og brennivíni en fatlaðir þurftu að borga bílana dýru verði og öll sjú- kragögn voru í hæstu tollaflokk- um. Það gerðist fyrir um það bil einum og hálfum áratug að sænska öryrkjabandalagið gaf Öryrkja- bandalagi Íslands sérstakan bíl til þess að flytja fólk í hjólastólum. Guðmundur Löve, sem þá var framkvæmdastjóri Öryrkjabanda- lags íslands skrifaði yfirvöldum bréf og fór fram á að Öryrkja- bandalagið þyrfti ekki að greiða tolla af bílnum. Svör voru nei- kvæð, því miður voru það aðeins ráðherrar og erlendir sendiráðs- starfsmenn sem nutu tollafríðinda. Sigurður Sigurðsson fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu frétti af þessu og kom því á framfæri. Svo vel vildi til að Ásbjörn heitinn Ólafsson stórkaupmaður heyrði þessa frétt þegar hann var að borða kvöldmat- inn sinn. Hann tók upp símann, hringdi í Guðmund Löve og spurði hvort hann Oddur frændi sinn væri ekki eitthvað viðriðinn þetta mál. Guðmundur kvað svo vera, Oddur Ólafsson væri einn af for- svarsmönnum Öryrkjabandalags- ins. Þá sagði Ásbjörn: „Segðu hon- um Oddi frænda að ég skuli leysa út bílinn á morgun úr því að ríkið hefur ekki efni á að gefa þetta eftir.“ Og við það stóð. Nú er grátlegt til þess að vita að hið opinbera skuli taka aðflutn- ingsgjöld og söluskatt af hjálpar- tækjum. Tilgangurinn með hjálp- artækjum er fyrst og fremst sá að veita fötluðum aukna möguleika á almennri vinnu, annars myndu þeir flestir þurfa hærri örorkulí- feyri og þeirra félagslegu vanda- mál myndu vaxa að mun. Þá þyrfti að ráða fullt af félagsráðgjöfum, sálfræðingum, hjúkrunarfólki og geðlæknum til að sinna því og kostnaðurinn mundi vaxa að sama skapi. En ef fötluðum er sköpuð aðstaða til vinnu, þá þéna þeir peninga, borga sína skatta og eru ánægðir með sitt. Því væri óskandi að hæstvirtur fjármálaráðherra sæi nú að s£r og beitti sér fyrir betrumbótum þessa máls. Þá myndi vegsemd hans og virðing vaxa ög hann yrði raunverulegur boðberi jafnaðarmennskunnar hér á landi. Höfundur er tónlistarmaður og deildarstjóri á blindrabókasafni íslands. Leitað eftir íslenskri verkkunn- áttu Grindavík. „Jú, það er rétt. Ég hef verið beðinn um að ráða tvo menn til starfa hjá stóru fiskvinnslufyrir- tæld í Miðausturlöndum, sem gerir út á ýmsar veiðar á Ind- landshafi," sagði Ingvar Níelsson verkfræðingur er fréttaritari Morgunblaðsins bar undir hann þá sögusögn að hann leitaði að íslenskum stjórnendum á báta og í fiskvinnslu i Afríku. „Kunningi minn hafði samband við mig og bað mig að útvega sér vélstjóra, sem hefði góða þekkingu á litlum og meðalstórum díselvélum. Hann á að vera útgerðarstjóri rækjubáta, sem fyrirtækið gerir út. Þá átti ég að ráða mann í fiskvinnsl- una og er hann fundinn," sagði Ingvar og bætti við að þetta væri stórt og vandað fyrirtæki, sem rek- ið væri á vestrænan hátt að öllu leyti, nema því að það skilaði hagn- aði en væri ekki vælandi eftir ríkis- styrkjum. í boði eru góð laun og mikil fríðindi. Kr. Ben. Athugasemd eftirArna Askelsson Eftir að hafa lesið gagnrýni Ragnars Björnssonar um ágæta tónleika Sigurðar Bragasonar barít- ons í Norræna húsinu þann 5. júní síðastliðinn finn ég mig knúinn til að gera nokkrar athugasemdir við þau skrif. Fyrst vil ég nefna það sem R.B. segir um rödd Sigurðar: „Rödd Sig- urðar er ljós baríton, svo ljós að á mörkunum er hægt að kalla hana baríton." (Leturbr. mín.) Þessu er ég algjörlega ósammála. Sigurður hefur að mínu mati mjög fallega ljósa barítonrödd, en að efast um að röddin sé baríton held ég að enginn geri nema R.B. Hvað segir hann þá um menn eins og Hakon Hagegard eða Tito Gobbi á sínum yngri árum? Eða þá Jorma Hynnin- en, sem hér söng á dögunum og er jafnvel enn ljósari en Sigurður Bragason. Er háttvirtur gagnrýn- andi Morgunblaðsins í vafa um hvort þeir séu barítonar? Hann ætti þá kannski að benda þeim á það. Sú fullvrðing R.B. að innihald tónleikanna hafi ekki að fullu náð til áheyrenda nær ekki nokkurri átt. Þó að innihaldið hafi ekki af einhveijum ástæðum náð til hans getur hann ekki talað fyrir munn annarra í salnum. R.B. spyr hvers vegna ekki hafi verið nútímatónlist á tónleikunum. Hvað með „Fiski- róður“ Atla Heimis sem Sigurður söng sem aukalag? Er það ekki nútímatónlist? R.B. kvartar yfir fá- menni á tónleikunum. Ég hélt að það þætti gott að fá 90 manns í 120 manna sal í því tónleikaflóði sem verið hefur í vor. Að lokum vil ég þakka Sigurði Bragasyni og Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur fyrir mjög góða tónleika. Ég er sannfærður um að þau eiga mikla framtíð fyrir sér á listabrautinni. Það sýndu best hinar góðu undir- tektir áheyrenda á tónleikunum. Höfundur er hljóðfæraleikari í Sinfóníuhljómsveit Islands. SALLAFÍN SÆTAÁKLÆÐI! Sætaáklæöi, hjólkoppar og gúmmímottur. í flestar gerðir bifreiöa! Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26. Þar er úrvalið mest í bílinn. Láttu sjá þig sem fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af heimsókninni. BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62 Stórmarkaður bíleigenda GÍSLI J. JOHNSEN SF. n NÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.