Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 25

Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FORSETAKJÖR 1988 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 25 Gerum kosningu Vig- dísar sem veglegasta eftirJón Þórarinsson Forsetakosningar eiga að fara fram 25. þ.m. Engum blandast hugur um hver muni verða úrslit þeirra. En þess vegna er ef til vill ástæða til að óttast að kosninga- þátttaka verði minni en skyldi. Vigdís Finnbogadóttir hefur verið forseti íslands í átta ár. Það Viðvörun eftir Óla H. Þórðarson Ég geri ráð fyrir að flestir ætli að viðvörun frá mér varði umferðar- mál vegna þess að nú er framundan einhver mesti hættutími ársins í umferðinni. Auðvitað nota ég tæki- færið og bið ökumenn að hugleiða það að haga akstri sínum á þann veg að þeir fari sér ekki að voða og skaði ekki samferðamenn sína. En tilefni þessarar hugleiðingar nú er að ég verð fjarverandi til 25. júní þá er þjóðin kýs sér forseta. Á mér hvílir sá ótti að andvaraleysi geri það að verkum að forseti okk- ar — frú Vigdís Finnbogadóttir verði ekki endurkjörin með þeim glæsibrag sem hún á skilinn.Ég á við að fólk hugsi sem svo — „hún vinnur örugglega yfirburðasigur — mér er óhætt að sitja heima.“ Ósk mín er sú að íslenska þjóðin sýni þakklæti sitt í verki — skundi á kjörstað og sjái til þess að for- seti lýðveldisins hljóti meginþorra atkvæða. Þá á ég ekki aðeins við að hún fái afgerandi meirihluta at- kvæða heldur og að kjörsókn verði mjög mikil og endurkjör hennar verði með þeirri reisn sem frú Vigdís á sannarlega skilið. Þetta verður væntanlega best gert á þann máta að í hverri fjölskyldu gangi einn fram fyrir skjöldu og stuðli að því að allir í fjölskyldunni nýti atkvæðisrétt sinn. Hér á landi eru yfirleitt sterk er varla ofsagt að á þeim tíma hefur hún unnið hug og hjarta hvers íslendings. Hún hefur vakið athygli alls heimsins á íslandi, fyrst með því að ná fyrst allra kvenna kjöri sem forseti þjóðar sinnar, síðar sem glæsilegur full- trúi íslands heima og heiman. Heimsóknir hennar til annarra landa hafa þótt sæta meiri tíðind- um en títt er um slíka atburði og stundum hefur hún verið fulltrúi Norðurlanda allra á alþjóðavett- vangi. Undantekningarlaust hefur hún orðið landi sínu og þjóð til hins mesta sóma með látleysi sínu, glæsileika og eðlislægum höfð- ingsbrag. Sá sem þetta skrifar gaf ekki Vigdísi Finnbogadóttur atkvæði sitt þegar hún var kjörin forseti Jón Þórarinsson 1980. Þess vegna fagna ég því, úr því að lýðræðið krefst nú kosn- inga, að fá tækifæri til að votta henni traust mitt, virðingu og þakklæti. Það veit ég að fleiri gera. Vigdís Finnbogadóttir hefur lagt sig alla fram í sínu háa emb- ætti og hvergi hlíft sér. Hún hefur unnið til þess að stuðningur við Óli H. Þórðarson „Þjóð okkar er í raun ein stór fjölskylda og þar fer fremst í flokki meðal jafningja ástsæll forseti okkar, frú Vigdís Finnbogadótt- ir.“ fjölskyldubönd og ætti þetta því að vera tiltölulega auðvelt. Þjóð okkar er í raun ein stór íjölskylda og þar fer fremst í flokki meðal jafningja ástsæll forseti okkar, frú Vigdís Finnbogadóttir. Höfundur er framkvæmdastjóri Umferðarráðs. Hugleiðingar um forsetakjör eftir Tryggva Helgason Nýjar forsetakosningar nálgast. Núverandi forseti hefur lýst því yfir að taka ekki þátt í neinu sem kallast kosningabarátta. Þjóðin þekkir mig, það þekkja mig allir, vita hvað ég vil, hvað ég geri og hugsa; segir núverandi forseti. En hvemig í ósköpunum á ai- menningur — kjósendurnir — að skilja svona ummæli? Á kjós- andinn að álykta sem svo, að nú- verandi forseti sé alfullkominn forseti; nánast heilög persóna sem kjósendur falli á kné fyrir, tilbiðji og kjósi í hlýðni og lotningu? Eða FORSETA- KOSNINGAR eftirLudvíg Hjálmtýsson Að undanfömu hafa birst á síðum dagblaðanna greinar og lesendabréf sem fjalla um forsetakosningar þær, sem fram eiga að fara í lok þessa mánaðar. Ég tel almenna umræðu um jafn mikilvægar kosningar og Igor forseta lýðveldisins af hinu góða og raunar nauðsynlega þegar kosið er um hver skuli skipa virðulegasta embættið sem þjóðin sjálf veitir. Framangreind umfjöllun um kjör for- seta gefur tilefni til að ætla, að nokk- urs misskilnings ogjafnvel vanþekk- ingar gæti um valdsvið og umsvif embættis forseta. Oft rekst maður á þá kenningu að forseta beri, og það jafnvel oft, að beita því valdi sem honum er veitt og neita að staðfesta lög sem meirihluti Alþingis hefir samþykkt. Ef sá háttur mundi upp tekinn í ríkum mæli má kalla að for- seta væri nánast fengið einræðisvald í hendur, en það er í beinni andstöðu við þá lýðræðishefð sem við íslend- ingar höfum kosið að varðveita og hafa í heiðri. Forseti hefír að vísu vald til að fresta framkvæmd laga með því að neita að staðfesta þau, hinsvegar er því treyst, að þjóðin kjósi ekki aðra í hið mikilvæga emb- ætti en þá sem þekktir eru að miklum mannkostum og viti, en kunni að fara svo með vald sitt, að ekki valdi skaða eða vandræðum. Einn þáttur í störfum Vigdísar Finnbogadóttur á forsetastóli sem snýr beint að umheiminum og vekur meiri athyglu hér og erlendis en flest önnur störf, sem þó eru yfírgripsmik- il og margvísleg, eru opinberar heim- sóknir forseta til annarra landa. Ég átti þess kost að fylgjast náið með þegar forseti fór í.fyrstu opinbera heimsókn sína til Danmerkur. Ég starfaði þá hjá Ferðamálaráði íslands sem átti frumkvæði og undirbjó einn kynningarhluta heimsóknarinnar í samvinnu við Flugleiðir, Útflutnings- miðstöð iðnaðarins og Útflutnings- deild SÍS. Með góðri samvinnu allra aðila, en ekki síst glæsilegri fram- komu forseta sem þekkti vel af langri reynslu nauðsyn réttrar og skrum- lausrar kynningar á landi, þjóð og þjóðháttum, tókst hin fyrsta opinbera heimsókn forseta með ágætum sem og allar opinberar heimsóknir hennar síðan. Það mun ekki ofmælt þó full- yrt sé, að Vigdís Finnbogadóttir hafí borið hróður lands og þjóðar hvar sem leiðir hennar hafa legið með þeim hætti, að ekki hafi verið á betra kosið, um það vitnar almannarómur og er þó ekki létt verk að gera land- anum til hæfís. Ég hefið orðið þess var í viðræðum við fólk um væntanlegar forseta- kosningar, að óþarfi sé að koma á kjörstað þar sem fullkomin vissa sé um glæsilegan sigur Vigdísar Finn- bogadóttur. Ég eins og fjöldi fólks í þessu landi er viss um hinar miklu vinsældir forseta og brautargengi í kosningum. Þrátt fyrir þá vissu ber nauðsyn til, að allir sem því mega við koma mæti til kjörfundar. Það er styrkur forseta að hafa sem flest atkvæði við framboð sitt, en það sýnir einnig, að þrátt fyrir allt getur Ludvíg Hjálmtýsson „Það mun ekki ofmælt þó fullyrt sé, að Vigdís Finnbogadóttir haf i borið hróður lands og þjóðar hvar sem leiðir hennar hafa legið með þeim hætti, að ekki hafi verið á betra kosið, um það vitnar almanna- rómur og er þó ekki létt verk að gera land- anum til hæfis.“ þjóðin staðið saman þegar hún veitir sjálf æðsta og virðulegasta embættið með atkvæði sínu. Þar er í senn styrkur hennar og heiður. Höfundur er fyrrverandi ferða- málastjóri. merkir þetta kannski: Þið þekkið mig, ef þið ekki komið og kjósið mig, skuluð þið eiga mig á fæti? Eða merkir þetta kannski eitthvað allt annað? Eða er verið með þessu að lítilsvirða kjósendur og rétt þeirra til þess að velja og hafna? Eða er verið að hundsa stjórnar- skrána? Þá má líka minna á, að núver- andi forseti var aldrei kosinn með meirihluta atkvæða hið fyrra kjörtímabil, heldur minnihluta at- kvæða; meirihlutinn kaus aðra. Og hið seinna kjörtímabil var for- setinn kosinn með engu atkvæði þjóðarinnar. Ummæli forsetans, svo og ýmis- legt annað sem hefur komið upp, í tilefni væntanlegra forsetakosn- inga, vekur mönnum furðu og ótal fleiri spurningar vakna. Til dæmis að taka; er stjórnarskráin innan- tómt blaður? Veit enginn hvað stendur í stjórnarskránni? Hefur enginn lesið stjórnarskrána? I stjórnarskránni stendur í 4. og 5. grein, að hver sá maður 35 ára með tilskilinn fjölda meðmæ- lenda geti boðið sig fram til for- seta. Aðrar eru kröfurnar ekki — punktur og basta. Hvað skyldi vera óeðlilegt við það að menn gefi kost á sér? Er það eitthvað sem ekki má? Eða er það kannski bara fyrir ein- hveija sérstaklega útvalda. Og hver á þá að velja frambjóðendur? Eru það gömlu stjómmálaflokk- amir — eða gömul stjórnmálaref- irnir sem telja sig eiga að hugsa „fyrir fólkið“? Eða eru það foringj- ar stjórnmálaflokkanna? Eða er það sitjandi forseti, sem ákveði með einskonar einræðisvaldi að hann einn verði í framboði og eigi að verða sjálfkjörinn, og að öllum öðrum sé bannað að gefa kost á sér? Og víst er það margt fleira sem vekur furðu. í sjónvarpsfréttum birtust viðtöl við fólk sem úthúð- aði og niðurlægði annan frambjóð- andann af þeim tveim sem gefa kost á sér í væntanlegum forseta- kosningum. Og sumir sem skrifa í blöð rjúka upp með andfælum. I forystugrein DV 30. maí 1988 var rætt um, að framboð annars frambjóðan- dans „væri grín“. Síðan var m'anni gefið í skyn í greininni að íslendingar væru að burðast með eitthvað sem kallast lýðræði, og meira að segja „stjórn- arskráin gerir ráð fyrir kosning- um“ um það sem blaðið kallar „óvænt og gjörsamlega vonlaust „Vigdís Finnbogadóttir hefur lagt sig alla fram í sínu háa embætti og hvergi hlíft sér. Hún hefur unnið til þess að stuðningur við hana verði látinn í té af heil- um huga og sýni sam- stöðu okkar um kosn- ingu hennar.“ hana verði látinn í té af heilum huga og sýni samstöðu okkar um kosningu hennar, þótt annars séu skoðanir skiptar um margt. Þess vepia þurfum við að fjölmenna á kjörstað 25. júní, en þeir sem það geta ekki þurfa að neyta atkvæðis- réttar síns utan kjörstaðar fyrir kjördag. Sameinumst um að gera kosn- ingu Vigdísar Finnbogadóttur sem veglegasta. Höfundur er tónskáld. Tryggvi Helgason „Er stjórnarskráin inn- antómt blaður? Veit enginn hvað stendur í stjórnarskránni? Hefur enginn lesið stjórnar- skrána?“ framboð" og því væri „sjálfsagt fyrir okkur að bera virðingu fyrir þessu framboðsbrölti". Hvaða „okkur“ er átt við? Þá var nýja framboðið dæmt „mistök“ og fylgismennirnir bara „telji sig í alvörukosningabaráttu“ en séu það ekki. Og nýja frambjóð- andanum var gert upp það álit, að hann virtist vilja „þeysa um vígvöllinn, umdeildur en áhrifa- mikill". Um hvaða „vígvöll"? Ég spyr. Um hinn frambjóðandann var sagt að hann hefði nú þegar „va- lið — að sitja áfram á virðingar- stalli", og blaðið fullyrti að hann þyrfti jafnframt ekkert að óttast að hann dytti niður af stallinum. Eftir að leiðarinn hafði farið niðrandi orðum um nýja mót- frambjóðandann á ýmsa lund, og sakað hann um að gera forseta- kosningarnar að grínþætti er klikkt út með því að segja að „það megi samt ekki vanvirða kosning- una og mótframbjóðandann“. Hvílíkur tvískinningur og hræsni! Hvað ef nýi frambjóðandinn, mótframbjóðandinn, fengi 51% atkvæða? Hvað þá? Stundum ger- ist hið óvænta og ótrúlega — og það getur gerst. Hinn íslenski kjós- andi er óútreiknanlegur. Hvað segja þeir þá, sem hafa látið falla þung og vanhugsuð orð? Mikil verður skömm þeirra og sneypa. Höfundur er flugmaður á Akur- eyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.