Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 29
b MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 29 Líf á landsbyggðinní eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Eins og ég hefi stundum drep- ið á hlustum við töluvert á út- varp á landsbyggðinni, ég tek ekki sterkara til orða því hér er mjög óvíða sá háttur á hafður að láta útvarpið dynja á eyrunum mestan hluta sólarhringsins og láta þannig yfir sig ganga allt það sem sent er í loftið. En kannski einmitt vegna þess að útvarpið er opnað til að hlusta á eitthvað sérstakt, sem hver og einn hefur áhuga fyrir, hlusta menn, njóta þess sem vel er gert og taka líka eftir ýmsu sem af- laga fer, og í því sem aflaga fer vil ég fyrst og fremst nefna íslenskt mál. Það var, er og verður í fullu gildi gamla máltækið: „Því eins læra börnin málið að það er fyrir þeim haft.“ Stærsti og áhrifa- mesti móðurmálsskóli þjóðarinn- ar er útvarp og sjónvarp, þess vegna verður að gera til þess miklar kröfur að þeir sem þar flytja efni, og þó sérstaklega þulir, hafi fullt vald á íslensku máli. Ef við eigum ekki að tapa málinu verður að taka hart á vitleysum og skyldi maður halda að mál- fræðingar væru þar fremstir í flokki og auðvitað eru þeir það oftast, en þó virðist læðast að hjá þeim eins og öðrum, að ef sama vitleysan er sögð nógu oft vinnur hún sér hefð, samanber þágufallssýkin. Mér fannst mesta óþarfa fyrirtæki, svo ekki sé meira sagt að gefa út íslendinga- sögumar á nútímamáli. Unglingar geta lesið gömlu útgáfuna frá því milli 40—50 (Haukadalsútgáfu). Einföldun alls lesefnis verður sannarlega ekki til að bæta úr þeirri fábreytni sem nú sækir æ meir í hjá fólki með orðaval. Með lestri Islendingasagnanna glímdu börn og unglingar við mál sem er góð undirstaða, fjöl- breytt og fallegt mál. Mikið er gert að því að ein- falda lesefni fyrir böm og finnst mér það varhugaverð stefna. „Með lestri íslendinga- sagfnanna glímdu börn og unglingar við mál sem var góð undir- staða, fjölbreytt og fallegt mál.“ Mikið tapaðist áreiðanlega með gömlu þulunum og kvæðun- um sem ömmur og afar þuldu barnabömum sínum, þar var gott og fjölbreytt mál því auðvitað leituðu höfundar orða til ríms og stuðla, líklega má þakka ljóðaást íslendinga það að mestu leyti hvað málið er enn, þó undan virð- ist nú halla. Áherslur orða færast meir og meir til ensku og þó öllu heldur amerísku og víðar er pottur brot- inn á þeim vettvangi, ískyggilega fer í vöxt að notuð séu orð algjör- lega rangrar merkingar og vil ég nefna örfá dæmi úr þeim ólg- usjó og gríp niður þar sem nær- tækast er, það er að segja hjá útvarpi og sjónvarpi. Sjónvarpað var frá fegurðars- amkeppninni þar sem valin var „ungfrú ísland" og tveir vom þar á sviði sem kynntu þátttakendur og töluðu við stúlkurnar. Annar kynnirinn komst svo að orði: „Svo ætla ég svona bara í fram- hjáhaldi að spyrja þig. . .“ Það er kannski hægt að slá striki yfir upphaf setningarinnar þó ekki sé það glæsilegt: „Svo ætla ég svona bara“, en hvaða erindi framhjáhald átti í þessu sam- bandi gat ég ómögulega skilið. Svo er að grípa niður hjá út- varpinu. Þulur var að segja frá hinni frægu sparimerkjagiftingu og las fréttina eins og hún hefur vafa- laust komið frá fréttastofu, en fannst víst að um þyrfti að bæta svo hann bætti við: „Ja, það er ekki einleikið að gifta sig.“ Líklega hefði verið betra fyrir þulinn að halda sig bara við skrif- aðan texta. Svo var mér sagt að þulur hefði af einhveiju tilefni sem ég veit ekki hvert var, en fréttin hljóðaði á þá leið að slegið hefði verið á deilur og sættir líklegar, látið ljós sitt skína og brugðið fyrir sig gömlu spakmæli, eða málshætti, og í munni hans varð þetta: „Að kvöldi skal ósáttum eyða,“ miklar og róttækar að- gerðir þykja mér það ef stofna á til útrýmingar deiluaðila eins og skilja mátti á þessu. Málshátturinn er auðvitað: „Að kvöldi skal ósættum eyða.“ Svona orðaruglingur er því miður ekki einstakt fyrirbæri hjá starfs- fólki útvarps og sjónvarps þó að það sé hér til tínt.þetta er al- mennt og fer vaxandi. Alltaf er hægt að afsaka mis- mæli og „allir eiga leiðréttingu orða sinna“,þess vegna var manninum sem gleymdi máls- hættinum, sem hann ætlaði að grípa til og herða með málfiutn- ing sinn, ekki reiknað það til vankunnáttu í íslensku þó að hann segði eitthvað á þessa leið: „Neyðin ... neyðin, æi þið vitið hjarna söguna af beiji konunni með rokkinn." Auðvitað vissu allir hvað hann átti við. Röng orðanotkun færist svo í vöxt að mál er að linni, hart þarf að taka á slíkum vitleysum, og höfum í huga að „því eins læra börnin málið að það er fyrir þeim haft“. Höfundur býr í Árnesi í A ðaldal. Kanntu að búa tíl gomsæta rillsósu? Blandaðu öllu saman og berðu fram með grænmetissalati eða glóðuðum fiski. Fleiri tillögur birtast á næstunni WmM Þú þarft ekkert að kunna í matar- gerð til þess. Þú opnar dós af sýrðum rjóma, kíkir inn í eldhússkápana, notar hugmyndaflugið og velur eitthvað girnilegt, t d. grænmeti eða krydd, sem þú blandar út í sýrða rfómann. Arangurinn kemur bæði þér og þínum þægilega á óvart! Þessi getur ekki verið auðveldari! Tilvalin með grænmeti og fiski. I dós sýrður rjómi 2-3 tsk Hot Dog Relish 'A tsk karrý '/b tsk laukduft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.