Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 40

Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 40
Fjölmiðlun Verðbréf ingar á ávöxtun. Það er hins vegar ógjömingur að spá fyrir um ávöxt- un þeirra sem kaupa t.d. spariskír- teini og bankabréf til lengri tíma, ef selja á þau aftur fyrir gjalddaga þeirra, þrátt fyrir auglýsta ávöxtun á kaupdegi. Það ræður endanlegri niðurstöðu hvort viðkomandi á verð- bréfið fram á gjalddaga þess, hveij- ir markaðsvextirnir verða á sölu- degi og auðvitað hversu há sölu- launin eru. Ávöxtunin getur þá orð- ið allt önnur en að var stefnt í upp- hafi. Sama vandamál getur verið uppi þegar menn velja sér innláns- reikninga og binda féð lengur en hentar þeim. Það er því afar mikil- vægt að menn velji sér sparnaðar- leiðir í samræmi við markmið sín,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson. Ullariðnaður Reyntað selja til einstakra Sovét- lýðvelda ÁLAFOSS reynir nú að ná samn- ingum um sölu á ullarvörum við einstök lýðveldi innan Sovétríkj- anna í kjölfar þess að þau hafa nú fengið frjálsari hendur um skipan utanríkisviðskipta. Aðalsteinn Helgason aðstoðar- forstjóri Álafoss fór til Sovétríkj- anna um síðustu helgi til að reyna að bæta við áður gerða samninga Álafoss við Sovétmenn. Aðalsteinn mun einnig að sögn Jóns Sigurðar- sonar forstjóra Álafoss heimsækja nokkur lýðveldi sem fengið hafa leyfi til sjálfstæðari utanríkisversl- unar og er ætlunin að reyna að afla þar nýrra viðskiptasambanda en hingað til hefur ekki verið hægt að semja sér við aðila i einstökum lýðveldum innan Sovétríkjanna. Efnahagsmál PARKET — Fyrir nokkru flutti Egill Árnason hf. í nýtt 600 fm. húsnæði að Ármúla 8. Þessi breyt- ing hafði í för með sér um helmingsstækkun á húsnæði fýrirtækisins sem áður var til húsa að Skeifunni 3b. Ólafur Halls, sölustjóri, sagði í samtali við viðskiptablaðið að velta fýrirtækisins hefði margfaldast frá því núverandi eigendur keyptu fyrirtækið í september árið 1986 og starfsmönnum fjölgað úr tveimur í átta. Egill Ámason hf. hefði nú 30% af parketmarkaðnum hér á landi og seldi um allt land. Varðandi parketmark- aðinn hér á landi í samanburði við önnur lönd sagði Ólafur að Islendingar notuðu a.m.k. tvöfalt meira af spónlögðu parketi en aðrar Norðurlandaþjóðir og margfalt meira en ýmsar Evrópuþjóðir. Alls væm lagðir um 900.000 fermetrar af gólfefni árlega sem skiptist þannig að steinefni væri 90.000 fm., dúkur 220.000 fm., parket 190.000 fm. og teppi 400.000 fm. Á myndinni sést starfsfólk Egils Árnasonar hf. ásamt eigend- um verslunarinnar, Dóm Sigurðardóttur og Birgi Þórarinssyni forstjóra. MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn AIVINNUlÍF þriðjudagur 21. júní 1988 Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra formaður ráðherrafundar OECD * Islenska myndverið færir útkvíarnar NY framleiðsludeild er tekin til starfa innan Islenska myndversins, sem er ætlað að vinna að auglýsingagerð, gerð kynningarmynda og fræðslumynda fyrir almennan markað. Islenska myndverið hefur til þessa fyrst og fremst starfað sem framleiðsluhluti Stöðvar 2 en nú hefur Gunnar Orn Jóhannsson verið ráðinn til að veita þessari nýju deild forstöðu. íslenska myndverið mun einnig leigja út myndver sitt til auglýsinga- stofa og annarra með eða án tækni- manna. Aðstandendur fyrirtækisins segja þó að sterkasta vopn fyrirtæk- isins sé eftir sem áður tengsl þess við Stöð 2, því að með því að láta íslenska myndverið annast fram- leiðslu á auglýsingum fáist um leið afsláttur á auglýsingabirtingum hjá sjónvarpsstöðinni. Fyrirtæki muni geta samið um framleiðslu og birt- ingu í einu lagi og náð þannig aug- lýsingakostnaði niður. Forsvarsmenn íslenska mynd- versins segja hins vegar að fyrirtæk- ið sé ekki samkeppnisaðili við aug- lýsingastofurnar sem fyrir eru á markaðinum heldur beri að líta á það sem nýjan samkeppnisaðila á íslenska myndversmarkaðinum. Islenska myndverið hefur á að skipa sérþjálfuðu starfsliði og tækj- um til hvers kyns myndgerðar, og að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er ætlunin með því að víkka út starfssviðið nú að ná fram hag- kvæmari nýtingu á bæði tækjum og starfsliði. Með því náist fram hag- stæðara verð en þekkist hér á mark- aðinum. Nýtækni við lagnir á leiðslum RÁÐ Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD), ákvað á fundi sínum 10. júní, að Jón Sigurðsson yiðskiptaráðherra skyldi fyrir íslands hönd vera i forsæti á næsta ráðherrafundi stofnunarinnar, sem haldinn verður í París vorið 1989. Verð- ur þetta í fyrsta skipti sem Is- lendingur stýrir ráðherrafundi OECD. í fréttatilkynningu frá Við- skiptaráðuneytinu segir, að OECD sé helsti vettvangur al- þjóðlegrar efnahagssamvinnu og samráðs milli vestrænna lýðræðis- og iðnríkja. Þar kemur einnig fram, að aðild íslands sé mikil- væg, til þess að tryggja Islending- um innsýn í það, sem efst er á baugi í efnahagsmálum ogýmsum öðrum þjóðmálum í þeim ríkjum, sem þeir eiga mest samskipti við. Nú eru 24 ríki aðilar að OECD, en Júgóslavía hefur aukaaðild. ísland hefur verið aðili frá því að _ Morgunblaðið/Léo Jouan RAÐHERRAR — Frá vinstri: Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, Kjell-Olof Feldt, fjármálaráðherra Svíþjóðar og Jean-Claude Paye, framkvæmdastjóri ÖECD. stofnunin tók til starfa árið 1961. (OEEC), sem hófst 1948 í tengsl- Undanfari þess var starf Efna- um við Marshall-aðstoð Banda- hagssamvinnustofnunar Evrópu ríkjamanna við Evrópulönd. TVEIR verktak- ar, Dalverk hf. og Úlfar Harðarson að Flúðum hafa tekið nýja tækni í notkun í sam- bandi við lagnir á leiðslum. Um er að ræða loftknú- inn bor, sem get- ur gengið lárétt í gegnum nánast hvaða jarðveg sem er. Með því að beita þessari tækni komast raf-, hita- og vatnsveitur svo og sími hjá því að ijúfa bundið slit- lag við vinnu sína. Sá ferill vinnu, sem fólst í að loka umferðaræð, bijóta upp malbik, grafa skurð, moka ofan í aftur, útvega nýtt slitlag, leggja nýtt malbik og opna fyrir umferð að nýju heyrir víða sögunni til. Að sögn umboðsaðila Grundo- mat-borsins, John Aikman hafa all- mörg verk verið unnin fyrir opinbera aðila utan Reykjavíkur og hafa verk- kaupendur sannfærst um að auk þess að forðast mikið umstang, ’ er allmikið ódýrara að vinna eftir þess- ari aðferð. Grundomat-borar fást í mörgum " stærðum frá 45 mm til 1400 mm en þá er miðað við þvermál þeirrar lagnar, sem dregin er á eftir tækinu. | Auglýsingar verð- bréfasjóða gagnrýndar ÁVÖXTUN verðbréfasjóða er í flestum tilfellum lægri en auglýsend- ur gefa til kynna, segir í Ráðdeild, nýju fréttabréfi frá verðbréfavið- skiptum Landsbanka Islands. Bent er á að verðbréfasjóðir hafi aug- lýst að bréf þeirra gefi af sér 12-15% ávöxtun. Eins og verðbréfa- sjóðir séu uppbyggðir geti þeir ekki ábyrgst fasta ávöxtun fram í timann heldur séu þessar ávöxtunartölur sem þeir gefi uppreiknuð ávöxtun næstliðna mánuði auk þess sem oftast eigi eftir að taka tillit til innlausnargjalds sem sumir sjóðir taki. Gunnar Helgi Hálf- dánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins, segir þessa full- yrðingu hins vegar óvandaða og villandi þar sem ávallt megi koma með dæmi og samanburð í samræmi við markmið þeirra sem skrifa um þessi mál. Það sé mikilvægt að samanburður á ávöxtun sparnaðar- Ieiða taki mið af einkennum þeirra verðbréfa sem bera á saman og markmiðum sparifjáreigenda. Eftirfarandi dæmi er úr frétta- bréfi Verðbréfaviðskipta Lands- bankans: „Maður nokkur kom að máli við starfsmann Verðbréfavið- skipta Landsbankans. Kvaðst hann hafa keypt bréf hjá einum af stærri verðbréfasjóðunum tiltekinn dag í lok mars 1987 og greitt fyrir það 49.400 krónur. í lok febrúar 1988 innleysti hann síðan bréfið hjá sjóðnum og fékk þá greiddar kr. 65.222. Þessi hækkun er 32.02% en á sama tíma hækkaði lánskjarav- ísitalan um 21,31%. Ef reiknuð er ársávöxtun umfram verðtryggingu yfir þetta tímabil kemur í ljós að hún hefur verið 9,52%. í þessu til- felli hefur ávöxtun verðbréfasjóðs verið svipuð eða lægri en ársávöxt- un bankabréfa. Það er því ljóst að það er margt að athuga við ákvörð- un um ávöxtun sparifjár og ekki er allt sem sýnist,“ segir í frétta- bréfinu. Gunnar Helgi Hálfdánarson sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri mikilvægt að gera sér grein fyrir því þegar spara ætti í t.d. verðbréfum svo sem spariskír- teinum og bankabréfum til hve langs tíma ætti að festa féð. „Ef losa á féð fyrir gjalddaga viðkom- andi verðbréfs verður að selja bréf- ið aftur á verðbréfamarkaðnum. Þá koma yfirleitt til sölulaun en einnig er hugsanlegt að markaðsvextir hafí t.d. hækkað frá því kaupin áttu sér stað. Ávöxtun viðkomandi verðbréfa verður þá gjörólík þeirri sem auglýst var við sölu bréfanna þ.e. lægri vegna gengistapsins en einnig vegna sölulaunanna. Sölu- launin vega þó minna því lengur sem viðkomandi á bréfið. Þetta hefur gerst margoft á liðnum árum. Ég fæ ekki betur séð en að raun- vaxtahækkanir nú gætu dregið úr raunverulegri ávöxtun þeirra sem keyptú nýlega þessi bréf til langs tíma, ef þeir þyrftu síðan að selja þau á næstu mánuðum." Gunnar benti á að verðbréf flestra verðbréfasjóðanna væru hins vegar síður viðkvæm gagnvart gengissveiflum vegna markaðs- vaxtabreytinga heldur en önnur langtímaverðbréf, þar eð á bak þau stæði vel dreifður pottur. „Þau standa betur að þessu leyti en spariskírteini og bankabréf þó að enginn efist um að ríki og innláns- stofnanir séu traustustu greiðend- urnir á markaðnum. Verðbréfasjóð- ir ábyrgjast ekki ávöxtun en geta með góðri vissu áætlað ávöxtun næstu mánuðina, þar eð verðbréfa- eignin breytist hægt í stærri sjóðn- um. Það gefur auga leið að því leng- ur sem viðkomandi á verðbréf sitt því minna vega sölulaunin til skerð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.