Morgunblaðið - 21.06.1988, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21.-JÚNÍ 1988
Gabriel
HÖGGDEYFAR
NÝ
STÓRSENDING!
SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN.
Nýjar tölvur hjá SÍS
Skipt um bæði hug- og vélbúnað
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
SAMBAND íslenskra samvinnu-
félaga hefur ákveðið að end-
urnýja tölvubúnað sinn. Sam-
bandið hefur notað IBM S/38
tölvu, í stað hennar koma nýjar
tölvur frá IBM og verður tölva
fyrir hverja deild í stað einnar
móðurtölvu. Fyrir tölvurnar
verður notaður staðlaður hug-
búnaður.
Tölvumál Sambandsins voru
skoðuð ítarlega í mars 1987 með
ráðgjöfum frá bandaríska fyrirtæk-
inu Lavanthol & Howarth, segir í
frétt frá SÍS. í framhaldi af þeirri
skoðun var ákveðið að hætta að
nota eina tölvu fyrir alla vinnslu
hinna ýmsu deilda Sambandsins.
Þess í stað skulu teknar í notkun
fleiri og jáfnframt mjög afkasta-
miklar tölvur fyrir hveija deild. í
framhaldi af athugunum á síðasta
árai var talið sýnt, að notkun staðl-
aðs hugbúnaðar væri mjög ákjósan-
legur kostur fyrir sambandið. Þarf-
ir einstakra deilda voru greindar
og lauk þeirri vinnu fyrir áramót.
Utboðsgögn fyrir hveija deild
voru send 46 fyrirtækjum, þar af
þremur íslenskum. Svör bárust frá
flestum og voru valdir úr þeim 17
hugbúnaðarpakkar til frekari at-
Ertu
tryggður
gegn
verðbólgu?
Liggur þú
með fé
á lausu?
íslendingar ættu að vita manna best um
áhrif og afleiðingar gengisfellinga.
Fylgi ekki nægilegar hliðarráðstafanir
í kjölfarið, er stórfeld hætta á
hækkandi verðbólgu.
Sérfræðingar spá umtalsverðri hækkun
á lánskjaravísitölu á næstu misserum.
Almennt er talað um hækkun á bilinu 4%.
Slík hækkun milli mánaða gæti þýtt
allt að 65 % verðbólgu á ársgrundvelli,
eða um 33% miðað við síðustu 3 mánuði.
Við ráðleggjum sparifjáreigendum því
að tryggja sparifé sitt gegn verðbólgu
og leita arðsemi í góðum verðbréfum.
ÁVÖXTUNARBRÉF eða REKSTRARBRÉF
eru góð vörn gegn verðbólgu.
ÁVÖXTUNARBRÉF eru
óbundin og hægt að öllu jöfnu,
að innleysa hvenær sem er
án alls aukakostnaðar.
ÁVÖXTUNARBRÉF
VEXTIR UMl FRAM VERÐBÓLGU:
SÍÐUSTU 3 6 12 MÁNUÐI
14,7% 15,4% 14,9%
REKSTRARBRÉF - MEÐ 6 MÁN. UPPSAGNARFR.
VEX" riR UM FRAM VERÐB ÓLGU:
SÍÐUSTU 3 19,1% MÁNUÐI
$ *
Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður
LAUGAVEGI 97 - SÍMI 621660
Y&á v
w
hugonar. Skoðaður var hugbúnaður
fyrir Hewlett Packard 3000, IBM
S/38, VAX og Norsk Data tölvur.
Akveðið hefur verið að ganga til
samninga við fyrirtækin Informat-
ikk frá Noregi fyrir Verslunardeild,
SSA frá Bandaríkjunum fyrir Sjáv-
arafurðadeild og Búvörudeild og
Knudsen & Johnsen frá Danmörku
fyrir Skipadeild. Allur hugbúnaður-
inn er fyrir IBM S/38 tölvur. Þá
var ákveðið að ganga til samninga
við IBM á Islandi um að kaupa
nýja gerð tölva, sem kemur í stað
S/38 tölvunnar. Áður var samið við
fyrirtækið DBSI frá Bandaríkjun-
um fyrir skinnaiðnað Sambandsins
um kaup á hugbúnaði og Kristján
Skagfjörð um kaup á DEC VAX
3600 tölvu. Síðar verður ákveðið
um tölvukaup fyrir Búnaðardeild.
Endumýjum tölvubúnaðar Sam-
bandsins mun hafa í för með sér
ýmsar breytingar. Uppsetning bún-
aðar mun fara fram samkvæmt
áætlun, sem gerð verður og mun
þar gert ráð fyrir ákveðnum dag-
setningum fyrir gangsetningu.
Starfsfólk verður menntað og þjálf-
að, varðandi bæði hug- og vélbún-
að. Nýjar starfslýsingar þarf að
gera og handbækur verða skrifað-
ar. Áætlað er að þessi hluti verkefn-
isins, það er uppsetning, þjálfun,
starfslýsingar og gangsetning taki
yfir eitt ár.
Nýr for-
maður
Lagna-
félags
Islands
Á aðalfundi Lagnafélags ís-
lands, sem haldinn var nýlega í
Reykjavík, var Jón Sigurjónsson
yfirverkfræðingur hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins kosinn formaður félagsins.
Aðrir í stjóm LAFÍ em Rafn
Jensson varaformaður, Guðmundur
Halldórsson ritari, Valdimar K.
Jónsson gjaldkeri, Jónas Valdimars-
son, Snæbjörn Kristjánsso.; og
Grétar Kristjánsson. Formaður
fagráðs er Guðni Jóhannesson.
Á aðalfundinum baðst fyrrver-
andi formaður, Kristján Ottósson,
undan áframhaldandi stjórnarsetu
og em honum þökkuð dugmikil
störf fyrir félagið.
Á öðm starfsári félagsins hefur
mest áhersla verið lögð á fræðslu-
og kynningarmál. Félagar í Lagna-
félagi íslands em rúmlega 400.
Skrifstofa félagsins er að Skipholti
35 í Reykjavík.
(Fréttatilkynning)
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!