Morgunblaðið - 21.06.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
51
Hvalir og kvalir
eftir Hólmstein
Brekkan
Stríð í friði
Styrjaldir nútímans eru ekki háð-
ar með vopnum eins og áður tíðkað-
ist, heldur eru ríki þvinguð til að
fara að vilja annarra ríkja með
öflugu vopni er kallast efnahags-
þvinganir. Með þessu öfluga vopni
geta ríkar þjóðir kúgað hinar fátæk-
ari til að fara að vilja sínum. Oft-
ast er efnahagsþvingunum beitt
gagnvart ríkisstjórnum þeirra þjóða
sem kúga þegna sína og virða ekki
almenn mannréttindi. Með þessu
móti er hægt að komast hjá beinum
hemaðarátökum, neyða ríkisstjórn-
ir til undirgefni, kúga smáþjóðir og
náttúrlega í friðsömum tilgangi.
Hér er um að ræða stríð og
stríðsrekstur með yfirbragði friðar-
ins. Á árum áður gengu sendiherrar
með stríðsyfirlýsingar á fund ríkis-
stjóma viðkomandi ríkja en nú á
tímum heita stíkar yfirlýsingar til-
kynningar um efnahagsþvinganir.
Ef cin þjóð hótar og/eða beitir aðra
þjóð efnahagsþvingunum er ekki
hægt að túlka það á annan veg en
að um stríðsyfirlýsingu sé að ræða.
Snillingar ofbeldisins
Ég fer í engar grafgötur um það
að Bandaríkin em einna ötulust að
halda úti stríðsrekstri með efna-
hagsþvingunum. Og virðist ekki
skipta máli hjá þessum sjálfskipuðu
alheimslögregluþjónum, hvort um
vinar- eða íjandþjóð er að ræða.
Bandaríkjastjóm hótar íslendingum
efnahagsþvingunum láti íslending-
ar ekki af hvalveiðum sínum. Þessi
stríðsyfírlýsing á hendur Islending-
um hefur haft þau áhrif að banda-
rískir efnahagsskæruliðar hafa haf-
ið aðgerðir gegn Islenskum hags-
munum og Islensku þjóðinni. Þar
sem bandarísk stjórnvöld hafa ekki
fett fíngur út í aðgerðir þessara’
skæruliðahópa er ekki annað að sjá
en að þeir starfí með samþykki yfir-
valda. Skæmliðar Greenpeace og
hryðjuverkamenn Sea Shepherd em
notaðir sem handbendi Bandaríkja-
stjórnar í stríðsrekstrinum gegn
íslendingum. Þar sem bandarískum
stjórnvöldum hefur ýekist að virkja
þessa hópa gegn íslendingum er
ekki annað hægt að segja en að
þar fari snillingar í framkvæmd
ofbeldisverka. Það er augljóst að
Bandaríkjamenn ætla sér að kvelja
íslendinga til undirgefni.
Barátta um frelsi
Er ísland frjálst land og þjóðin
sjálfstæð, eða þurfa íslendingar að
lifa og starfa innan einhvers ramma
sem Bandaríkjamenn ákveða hver
sé? Aumingjaskapur íslenskra
stjórnvalda er alger þegar kemur
að því að bera upp mótmæli gegn
stríðsrekstri Bandaríkjanna á hend-
ur okkur. Er það ófyrirgefanlegt
að ekki skuli vera hafnar aðgerðir
gegn hagsmunun Bandaríkjanna á
Islandi. Á meðan ísland er sjálf-
stætt og þjóðin enn frjáls getum
við barist fyrir rétti okkar, en eftir
að þjóðin hefur verið tekin til gjald-
þrotaskipta emm við réttlaus. Og
þar sem það er greinilegur vilji
ríkisstjórnar Islands að þjóðin verði
sem fyrst undirokuð af Bandaríkja-
mönnum er það okkar borgaranna
að sjá til þess að halda uppi vörnum
gegn yfirgangi Bandaríkjamanna.
Þegar ríkisstjórnir sjá engan til-
gang í og með frelsi þjóðarinnar,
verður þjóðin sjálf að heyja baráttu
fyrir frelsinu.
Hólmsteinn Brekkan
„Hvort sem okkur líkar
betur eða verr verðum
við að sætta okkur við
að við lifum fyrir sjóinn
og- það sem í honum er.
Þar sem líf okkar er í
svo nánum teng-slum við
lífríki sjávarins ber
okkur skylda til að nýta
afurðir sjávarins á
skynsamlegan og
vísindalegan hátt.“
Líf í sjónum
Hvort sem okkur líkar betur eða
verr verðum við að sætta okkur við
að við lifum fyrir sjóinn og það sem
í honum er. Þar sem líf okkar er í
svo nánum tengslum við lífríki sjáv-
arins ber okkur skylda til að nýta
afurðir sjávarins á skynsamlegan
og vísindalegan hátt. Afurðir sjáv-
arins eru okkar eina náttúruauðlind
sem þjóðin getur byggt afkomu sína
á. Hvalveiðar íslendinga eru hluti
af skynsamlegri nýtingu okkar á
sjónum og hvalveiðar í vísindaleg-
um tilgangi sýna hve íslendingum
er mikið í mun að nýta auðlegð sjáv-
ar á skynsamlegan háct. Þjóðarbúið
byggir ekki afkomu sína á neinu
öðru en lífinu í sjónum.
Máttlaus stjórnvöld
og mótmæli
Undirgefnisárátta íslenskra
stjórnvalda í garð Bandaríkjanna
er alveg með eindæmum. Þar sem
ríkisstjórn Islands er sem viljalaust
verkfæri í höndunum á amerískum
skrifstofupésum er ekki önnur leið
fær en að við, sjálfstæðir íslending-
ar, tökum höndum saman og mót-
VÖRUR úr endurunnum pappír
hafa verið til sölu hjá Landvernd
siðan í vor. Eru það plöntuhlífar
til verndar nýgróðursettum trjám
og runnum og pappír til ljósritun-
ar og prentunar.
Plöntuhlífar eru pappaplötur sem
veita vörn gegn grasi og illgresi. Þær
draga í sig hita og raka og í þær
er blandað lífrænum áburði. Þessar
hlífar blandast jarðveginum á tveim-
ur til þremur árum, og eru engin lit-
arefni eða aðrir mengunarvaldar
notaðir. Það er fyrirtækið Silfurtún
í Garðabæ sem framleiðir plöntu-
hlífarnar fyrir Landvernd, og eru þær
til sölu á ýmsum plöntusölustöðum
í Reykjavík og úti á landi.
Endurunninn pappír hefur ekki
mælum yfírgangi Bandaríkjanna í
okkar garð. Það fer íjarri að ég sé
að hvetja til ofbeldisaðgerða, heldur
að við setjumst niður og skrifum
mótmælabréf þar sem við mótmæl-
um yfirgangi Bandaríkjanna í okkar
garð og afskiptum þeirra af innan-
landsmálum.
Auðvitað er hverjum og einum
frjálst að mótmæla á sinn hátt en
hér fylgir með heimilsfang sem
hægt er að stíla mótmælabréf á:
American Embassy,
b.t. Nicholas Ruwe,
Laufásvegi 21,
101 Reykjavík.
S. 91-29100.
fengist hér á landi til þessa. Pappír
þessi er til í ýmsum stærðum, gerðum
og litum, til ljósritunar og prentun-
ar. Við framleiðslu þessa pappírs er
notað mun minna af efnum skaðleg-
um umhverfinu en við venjubundna
framleiðslu úr skógartrjám. Orku-
og vatnsnotkun er minni og einnig
frárennslismengun. Við notkun á
einu tonni á endurunnum pappír
sparast um það bil fimm og hálft
skógartré.
Landvernd hefur um árabil lagt
áherslu á nauðsyn og gagnsemi end-
urvinnslu, og staðið fyrir ráðstefnum
í því sambandi. Kannaðir eru nú
möguleikar á söfnun á úrgangs-
pappír til endurvinnslu, í samvinnu
við aðila hérlendis og erlendis.
Úr fréttatilkynningu.
Höfundur er blikksmiður.
Landvernd:
Landvernd býður
nýjungar hérlendis
Plöntuhlífar og endurunninn pappír til sölu
NJÓTTU ÞESS TVISVAR Á DAG,
EDA OFTAR.
Nýtt MACS tannkrem!
Einstök flúorsamsetning nýja Macs tannkremsins
verndar bæði tennur og tannhold.
Og bragðið er . . .
þú verður bara að prófa það.