Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.06.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Krabbinn I dag ætla ég að fjaila um hin dæmigerða Krabba (21. júní—22. júlí). Eins og áður oru lesendur minntir á að hver maður á sér nokkur stjömu- merki, sem táknar að eftirfar- andi er einungis hluti af því sem á við um hvern Krabba. Ef önnur merki eru lík má ætla að viðkomandi sé dæmi- gerður fyrir sólarmerki sitt, ef hin merkin eru ólík, má búast við að um einhver frávik verði að ræða. Tilfinningaríkur Krabbinn er eitt af tilfinninga- merkjunum, sem táknar að hann er næmur, tilfinningarík-' ur og frekar varkár, en jafn- framt hlédrægur. Varkámi Krabbans stafar af því að hann þarf að veija sig, að hann vill ekki fá hvem sem er inn á sig. Hann getur því stundum virst hrjúfur og jafn- vel fráhrindandi. Þegar slíkt gerist er hlýjan samt sem áður sjaldan langt undan. Kastalinn Krabbinn setur gjaman upp J skel eða brynju. Þegar hann þarf að ná sér í æti, ef hann t.d. sér fallega konu eða þarf að ná ákveðnum samningi fyr- ir fyrirtæki sitt, skýst hann fram, leggur vindubrúna niður og yfírgefur virkið, grípur bráðina með klónum, ríkur síðan inn í kastalann og skell- ir vindubrúnni aftur. Eitt áfram, tvö aftur Það er því svo með Krabbann að hann tekur eitt skref áfram og síðan tvö aftur á bak. I viðkynningu opnar hann sig varlega, eins og ungt blóm sem teygir sig hikandi í átt til sólarinnar. Þegar fyrsta vott af skugga ber á samstarf- ið dregur hann sig til baka og endurmetur aðstæðumar. Það tekur því tíma að kynnast Krabbanum. SéÖur og sterkur Krabbinn er lunkinn, séður, útsjónarmaður og klár. Hann er sterkur. Þó hann sé um- hyggjusamur, hlýr og vemd- andi er hann eins og móðirin sem ver ungviði sitt. f náttúr- unni er sjálfsagt ekki til neitt grimmara en móðir sem ver bamið sitt. Innsœi Hið útsjónarsama eðli Krabb- ans má rekja til varkámi hans og innsæis. Hann veltir málum fyrir sér og vill að undirstaða gerða sinna sé traust. Hann hættir sér því sjaldan út á hálan ís. Þess vegna er hann klár. Hann hefur sterkt ímyndunaraf! oggetur séð það fyrir sér sem hann er að skoða, getur horft á viðfangsefnið og hefur tilfinningu fyrir raun- verulegri undirstöðu þess. Ef hún er engin þá skynjar hann það. Krabbinn er merki undir- stöðunnar. MagnaÖur Kraftur Krabbans er fólginn i sterkum tilfinningum. Ef þú elskar og finnur til, er þér ekki sama. Þegar þú vinnur út frá hjartanu verða aðgerðir þínar st. .kar. Það táknar að Krabbinn er oft orkulítíll ef tilfinningamar eru ekki með, ef honum er sama. Það táknar síðan að hann er kraftmikilf þegar viðfangsefnið grípur til- finningar hans. í vatninu, í eðli Krabba, Sporðdreka og Fisks, er það að magna upp. Tilfínningarnar vaxa, eins og holskefla rís aldan, verður stærri og stærri, og hrífur hvað sem er á brott með sér. iiiiiiiiiiiii GARPUR VE£ð<J£ /?£> , CERA VíÐ þESSAtS/ EV£>/NGU ' GRETTIR fEL,AAMAMA. GETTU HvWBÉS \ ^KeVPTI 'A SKRANSÖUU f J ÉG KEVPTI EINA AF pBSSUM tíýl? HAOSKÚPUM SEM /VMÐUC sét? i' GDAOLUAA VESTKUM. jtm PAvre Bl'ppt) AAAAAMK, ée HELD AÐ ÉG ÆTU AÐ FAZA QÐ ÖSKRA. . - TOMMI OG JENNI uiiiiiiiniiininiiuuiiiiiii.iuiiimiiMtiiiiiiti.u.n.i.i.i.j.u.iiiiiiiu.i...n.n....u.u...ni;inu! ■ .... ................—- UOSKA FERDINAND iniJjiiiniiiiHiMiiiiunfimuniinmi!iiiiTiiinin?wnniniiiiiiiijinj.iiiJiiuiii.i.niiiiiiiininiiiiiiiiii»i!iuninuuunnni"■ .. ........................ 1 ^ SMAFOLK ÉG? NEI! Mér finnst móðgandi Ég neita að taka þátt í að þú skulir stinga upp á keppni um hver sé líkastur þessu! Jóni Baldvin! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í höndum byijenda byggjast fórir spaðar suðurs á því að finna aðra hálitadrojtninguna. Líkur á því eru ágætar, rúmlega 75%, en reyndir spilarar geta gert betur. Norðurgefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁG2 VÁ1043 ♦ ÁK5 ♦ 876 Vestur ♦ 3 ♦ 9876 ♦ D98 ♦D10532 Austur ♦ D54 ♦ D2 ♦ G10643 ♦ ÁK9 Suður ♦ K109876 ♦ KG5 ♦ 72 ♦ G4 Vestur Norður Austur Suður — 1 grand Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: lauftvistur. Austur tekur tvo fyrstu slag- ina á ÁK í laufi og spilar þriðja laufinu, sem suður trompar. Líkindafræðin kennir okkur að það sé örlítið betri iferð að „toppa“ en svína í lit þar sem drottningin fjórða er úti. Með þetta í huga gæti sagnhafí byij- að á því að taka tvo efstu í trompi. Þar eð drottningin fellur ekki veltur samningurinn klippt og skorið á því að finna hjarta- drottninguna. Ef hugsað er um spilið í heild er betra að láta tölfræðinga lönd og leið og svína fyrir tromp- drottninguna. Ef trompið er 2—2 verður nefnilega óþarfi að svína í hjartanu. Fyrsta skrefið er að hreinsa upp tígulinn, taka ÁK og trompa tígul. Spila svo trompi á ás og láta gosann rúlla yfir. í þessu tilfelli heppnast svíning- in, en jafnvel þótt vestur fengi á trompdrottninguna aðra yrði hann að spila laufi út í tvöfalda eyðu eða hreyfa hjartað. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu á Egils- stöðum um daginn kom þessi staða upp í viðureign alþjoðlegu meistaranna Szuszu Polgar, Ung- verjalandi, og Sævars Bjamason- ar, sem hafði svart og átti leik. 39. - Bxg2! 40. Kh2 (Eftir 40. Bxg2 Dg5 41. Kfl Dxg2+ hefur svartur unnið manninn til baka og hvíti kóngurinn hrekst út á borðið.) Bxfl 41. Rc6 — Rf3+ 42. Khl — Dh4 og hvítur gafst upp. Það virðist vera orðin hefð að konur beri sigur úr býtum á Egilsstöðum. í fyrra sigraði Anna Gulko og í ár deildu systurnar Szusza og Judit Polgar efsta sæt- inu. Karl Þorsteins og Hannes Hlifar Stefánsson komu næstir. Það sóttu ekki allir útlendingamir gull í greipar okkar á mótinu. Enski stórmeistarinn James Plaskett varð að sætta sig við næstneðsta sætið og írinn Orr varð neðstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.