Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988
GARÐASTAL
Afgreitt eftir máli.
Allir fylgihlutir.
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000
þa höfum við
það að leiðarljósi í 20 ár að
enga rétti úr úrvals hráefnum
F því tilefni kynnum við nú
í hádeginu á næstu vikum.
tdna dagseðils, sem inniheldur
a, þá minnum við jafnframt á
>em hefur að geyma 50 rétti.
Blandaðurfiskur
á teini Verð kr.
Hreindýra-
smásteik Verð kr.
Nautasneið
Verðkr.
995
995
Bjarni Ágústsson og
starfsfólk hótelsins býður
ykkur velkomin.
Hjá okkur er, og hefur
verið, opið allan daginn,
alla daga, allt árið um
kring.
-SÍMI 25700
Vegaframkvæmdir á Vesturlandi:
Dýrustu framkvæmd-
irnar á Holtavörðu-
heiði og við Reykholt
AÆTLANIR Vegagerðar ríkisins um vegaframkvæmdir á Vesturl-
andi liggja nú fyrir. Hér á eftir er gerð grein fyrir einstökum verk-
efnum og jafnframt eru þau merkt inn á kortið sem fylgir.
1 Vesturlandsvegnr
HVALFJÖRÐUR: Fjárveiting er
1,0 m.kr. Sama fjárveiting er frá
Reykjaneskjördæmi. Gert er ráð
fyrir að tekið verði saman yfirlit
yfír jarðfræðiþekkingu og breyting-
ar á stöðu mála síðan að Hvalfjarð-
arnefndarskýrslan kom út 1972.
Ennfremur verða gerðar bergmáls-
mælingar í fírðinum til að kanna
legu bergs, dýptarmælingar verða
gerðar, umferðarkönnun og um-
ferðarspá.
UM BJARTEYJARSAND í
HVALFIRÐI: Fjárveiting er alls
10,0 m.kr. Endurbyggja á 2,6 km
kafla frá Önundarhóli að Fjárrétt
og leggja á hann bundið slitlag.
Verktaki við undirbyggingu er Pétur
Steingrímsson frá Stokkseyri og á
hann að ljúka verki fyrir 1. júlí.
Klæðing verður lögð á kaflann í
júlímánuði af vinnuflokki yR.
ESKIHOLTSLÆKUR - GLJÚF-
URÁ: Fjárveiting í ár er 12,0 m.kr.
Endurbyggður verður 7,1 km kafli
á þessu ári og næsta. Gert ráð fyr-
ir að verkið verði boðið út seinni-
part sumars.
HVAMMUR - SANDDALSÁ:
Fjárveiting er 6,7 m.kr. Lagt verður
bundið slitlag á kaflann sem er 3,7
km á lengd. Klæðingin mun verða
boðin út 23. maí og er gert ráð fyr-
ir að framkvæmdir muni verða um
mánaðamótin júní—júlí.
HOLTAVÖRÐUHEIÐI: Fjárveit-
ing er 28,2 m.kr. Endurbyggður
verður 3,7 km kafli um Sveina-
tungumúla og var verkið boðið út
og samið við lægstbjóðanda sem var
Suðurverk á Hvolsvelli. Verklok eru
áætluð 1. október. Ennfremur verð-
ur lagt seinna lag klæðingar á kaf-
lann frá Fomahvammi og að Norð-
urá í Heiðarsporði, en fyrra lag var
lagt sl. haust.
554 Ólafsvíkurvegur
VEGAMÓT - HRÍSDALUR: Fjár-
veiting er alls 11,6 m.kr. Undir-
bygging var boðin út sl. haust og
er verktaki Sigurður Vigfússon úr
Staðarsveit. Byggð verður brú á
Straumíjarðará í sumar og hún
tengd. Gert ráð fyrir að bundið slit-
lag verði lagt á kaflann, sem er 2,3
km, í haust.
STAÐARÁ - URRIÐAÁ: Fjárveit-
ing er 2,0 m.kr. Gert er ráð fyrir
að útvegað verði lánsfé til að endur-
byggja kaflann, sem er alls um
10—15 km og leggja hann bundnu
slitlagi. Verkið mun verða boðið út
í byijun júní og er áætlað að fram-
kvæmdir gætu hafist mánaðamótin
júní—júlí og að bundið slitlag verði
lagt í lok ágúst.
SNÆFELLSNESVEGUR -
FOSSÁ: Fjjárveiting er alls8,l rn.kr.
Lokið verður við undirbygginguna
sem gerð var í fyrrahaust og lagt
bundið slitlag á kaflann sem er 3,8
km á lengd. Verktaki við undirbygg-
inguna var Höttur hf. Strandasýslu.
Klæðingin mun verða boðin út 23.
maí og er gert ráð fyrir að lagt
verði á kaflann í lok júní.
560 Vestfjarðavegur
SÝSLUMÖRK - GRÖF: Áætlað
er að vinna fyrir um það bil 6,0
mmmm
Ármúla 23/ Síúilt 68665Ú