Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 DOLPH LUNDGREN Fermingarbörnin, efri röð frá vinstri, Vihjálmur Þórðarson, Helgi Olafsson, Björgvin Gestsson, Bjarni Kristbjörnsson og Olafur Jóns- son. Neðri röð frá vinstri, Svanlaug Guðmundsdóttir, séra Flóki Kristinsson, Kristín Sveinsdóttir og Sigriður Eiríksdóttir. SKEIÐAHREPPUR 50ára fermingar- afmæli Þann 5. júní síðastliðinn, var haldið upp á 50 ára fermingarafmæli í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Söfn- uðust fermingarbömin saman við guðsþjónustu af þessu tilefni. Sókn- arpresturinn séra Flóki Kristinsson predikaði. Að lokinni guðsþjónustu flutti Helgi Ólafsson ávarp fyrir hönd fermingarsystkyna sinna. Að því loknu var haldið kaffisamsæti í skólanum að Brautarholti og færðu fermingarbörnin skólanum að gjöf, stækkaða Ijósmynd af skólastjóra sínum, Klemenzi Þór- leifssyni heitnum. Hann var skóla- stjóri á Skeiðum frá 1930-1943. í kaffisamsætinu flutti Ólafur Jóns- son ávarp. Fermingarsystkynin voru 10 í upp- hafi en 8 þeirra mættu í fermingar- afmælið. Rebekka Theodorsdóttir var fjarverandi en Rósa Þorgeirs- dóttir er látin. Sænski risinn Dolph Lundgren er 29 ára gam- all og sænskur að ætterni. Hann varð fyrst þekktur sem lífvörður og elskhugi blökkusöng- konunnar Grace Jones en svo lék hann á móti Sylvester Stallone í einni af Rockymyndunum og eftir það varð vegurinn til frægðar og frama greiður Dolph var mjög umtalaður þegar samband hans og Grace Jones fór út um þúfur. Hann var sagður hafa gefist upp á henni sökum sjúklegrar afbrýðisemi hennar en hún virtist ekki þola velgengni hans. Síðan þá hefur Dolph verið orðaður við hinar og þessar dömur en nú virðist hann hafa fundið hina einu réttu. Sú heppna heitir Paula Barbieri og er mjög eftirsótt bandarísk fyrirsæta. Dolph varð heillaður af henni við fyrstu sýn en alltaf þegar hann vildi bjóða henni út var hún önnum kaf- in við vinnu sína. Dolph dó ekki ráðalaus, heldur hringdi í umboðs- mann hennar og lét bóka hana í myndatökur í Los Angeles. Paula fór með flugi á staðinn og var al- gjörlega grunlaus um ráðabruggið. Dolph tók á móti henni og síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg. Dolph hefur kynnt hana fyrir for- eldrum sínum og hefur Paula tvi- svar farið með honum til Svíþjóðar til að heimsækja ættingja hans og vini. Þau búa nú saman í stóru glæsihúsi í Kaliforníu og eru þegar Dolph Lundgren og Paula Barbieri farin að ráðgera brúðkaup og stækkun fjölskyldunnar. Þrátt fyrir velgengni Dolphs á er- lendri grund, hafa fjölmiðlar í Svíþjóð ekki farið mjúkum höndum um goðið. Þar er hann rakkaður og rægður við minnsta tækifæri og lýst sem heimsku vöðvaknippi. Dolph tekur það þó ekki hátíðlega en honum þykir verst að fjölskylda hans þurfi að umbera rógburðinn. A þessu sannast best að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Um þessar mundir er Dolph önnum kafinn v[ð upptökur á nýrri kvik- mynd í Ástralíu. Þar leikur Dolph ungan fjölskylduföður sem verður fyrir því að börnin hans tvö og eigin- kona eru myrt af mafíunni. Hann tekur málið í eigin hendur og tekst náttúrulega að hefna sín. Þetta er fyrsta hlutverk Dolphs sem krefst einhverra hæfileika og nú er bara að bíða og sjá hvernig til tekst. JC-HREYFIN GIN Japansferð Oí apríl sí’astliðnum stóð JC- hreyfingin í Japan fyrir verk- efni sem hafði kjörorðið „UNGT FÓLK-FYRIR HEIMSFRIÐI". Það er heimsverkefni JC-hreyf- ingarinnar árin 1987-1989. Af þessu tilefni var JC-ísland boðið að senda einn fulltrúa til Japan. Valdimar Hermannsson, varaforseti í stjóm JC-ísland, varð fyrir valinu. Hann er 27 ára gamall og hefur verið félagi í JC-ísland frá árinu 1980, auk þess sem hann hefur gegnt ýms- um ábyrgðarstöðum innan hreyf- ingarinnar. Tilgangur þessa verkefnis var m.a. að auka velvild og skilning milli ólíkra þjóða og skapa vett- vang fyrir ungt fólk til þess að leggja sitt af mörkunum í um- ræðunni um heimsfrið. Valdimar kom til Tokyo þann 16. apríl og var þá haldið til Ok- inawa, sem er eyja suður af Jap- an. Þar var dvalið meðan á nám- skeiðunum stóð. Þann 17. apríl var frjáls dagur sem þáttakend- um var ætlað að nota til að kynn- ast en daginn eftir hófust nám- skeiðin og voru þau haldin í nýrri og glæsilegri þinghöll í Okinawa. Þann 20. apríl hófst nýr kafli í þessari ferð. Þá var öllum þáttak- endunum boðið inn á dæmigerð japönsk heimili til þess að þeir myndu kynnast þarlendum lifn- aðarháttum af eigin raun. Fór einn gestur inn á hvert heimili og dvaldi þar í tvær nætur. Valdi- mar lenti hjá trésmið sem bjó með konu sinni og þremur börn- um á ósköp venjulegu og fá- brotnu heimili. Húsið var byggt í bæði japönskum og vestrænum stíl. Þar voru notuð húsgögn frá bandaríska hernum, sem hefur aðsetur á eyjunum, og stungu þau nokkuð í stúf við innrétting- una í heild. Þessi íjölskylda tal- aði ekki ensku þannig að sam- skipti fóru fram með táknmáli, bendingum og teikningum. Að morgni 22.apríl lauk þessari dvöl hjá japönskum fjölskyldum og var þá haldið'til Tokyo. Yfir Tokio er nú orðinn hinn mesti stórborgarbragur, enda er þessi borg orðin ein dýrasta borg í heimi. Þar voru höfuðstöðvar JC-Japan skoðaðar og var greini- legt að JC-hreyfingin í Japan er mjög öflug. Var þáttakendum boðið að heimsækja bústað keis- arafjölskyldunnar en þangað er yfirleitt ekki boðið nema erlend- Valdimar Hermannsson í hópi japanskra JC-félaga. um þjóðhöfðingjum. Þann 23. apríl var síðasti dagur hinnar eiginlegu dagskrár. Þá var hlýtt á fyrirlestra m.a. um japanska efnahagsundrið og hvemig japönum hefur tekist að breyta sér úr fátækri bændaþjóð í eina af ríkustu þjóðum heims. Daginn eftir fór Valdimar í skoð- unarferð um miðborg Tokyo þar sem allar verslanir voru opnar þótt það væri sunnudagur. Borg- in iðaði af mannlífi þar sem ein ríkasta þjóð heims fór í búð- arráp. Um kvöldið hélt Valdimar heim til Islands, yfir hálfan hnöttinn. Að aflokinni þessari ferð, þar sem ungu fólki með ólíkan uppruna, trúarbrögð og stjórnarhætti var kallað saman til kynningar og umræðu, þá kveðst Valdimar sannfærður um að með auknum samskiptum og skilningi á milli þjóða þá eykst stöðugt grundvöll- ur fyrir umræðu og framkvæmd á heimsfriði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.