Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 „Bg féklc sekt fyrircxð farcc í rétta. ó-tt eft>r cinstefnyaksturs^öto aftanáJbak/" Nú, nú. Hvað gerðist svo þegar grímuklæddi mað- urinn hafði stolið ein- kunnabókinni þinni? Ég missti einn svona ... Heyrðu vinur! Þú hefur farið húsavillt. Þú átt heima í næsta húsi. HÖGNI HREKKVÍSI „f3£NMAM ^EITA l' HORMINU." Hjálpræðisherinn: Starf í þágu náungans Til Velvakanda. Eg er ein þeirra sem fer iðulega á flóamarkað hjá Hjálpræðishernum, en þeir halda slíka markaði með 3ja mánaða millibili, venjulega tvo daga í senn. Þarna er hægt að verða sér úti um marga góða flíkina á „slikkprís" og hefur fjölskylda mín notið góðs af, bæði fullorðnir og smáfólk. Það er líka notalegt að koma þarna og maður byijar að kynnast konun- um sem afgreiða þama, það eru venjulega þær sömu. Einhvem tíma spurði ég eina þeirra hvort hún væri meðlimur í Hjálpræðishemum. Hún sagði það ekki vera en hún hefði gengið þama í sunnudagaskóla sem bam — sem og margar hinna — og þær hefðu haldið sambandi við herinn gegnum árin, gott ef hún sagði ekki að þær hefðu haldið hópinn í sauma- klúbb. Og núna, sagði hún, eftir að þær voru famar að reskjast, bömin Til Velvakanda. Nýjustu fréttir frá Suður-Kóreu sýna að nú á að endurtaka leikinn frá Víetnam þó svo að hann hafi endað í hreinu hungri. Fólki hérlend- is ætti að gefast kostur á því, sérstak- lega ef gott er veður, að fá tækifæri til að skoða, t.d. í Austurstræti, mannskapinn sem lengst gekk fram í fylgisspektinni við Víet-Cong og kallaði okkur, sem strax vissum til hvers leikurinn var gerður, öllum ill- um nöfnum. Það má segja með nokkr- um sanni að eftir stríðið þegar komm- únistar komust í lykilaðstöðu í stjórn leppríkjanna í Austur-Evrópu, og notuðu tækifærið til að afhenda Stalín föðurlönd sín. Þá þekktu þeir ekki eins vel þessa helstefnu eins og kommúnisminn er í dag. Þó ég efist um að perestrokjan bæti svo lífskjör rússneskrar alþýðu að þau verði mönnum bjóðandi, þá höfum við í dag nógar sannanir fyrir því að marxism- inn er óalandi og óferjandi, og enginn stjórnandi getur búið nokkrum mann- uppkomin og farin og allt rólegt heima, kæmu þær alltaf og afgreiddu þegar flóamarkaðir væru haldnir. Þetta væri gert í sjálfboðavinnu og án launa. Eg er sjálf ekkja, sagði þessi kona, og vinn ekki úti lengur, og mér finnst skemmtilegt að koma hingað og hjálpa til. Eg hef dálítið kynnst Hjálpræðis- hersfólki bæði hér og úti í Noregi ogmér fellur ákaflega vel við þá sem þar starfa. Þetta fólk vinnur fórnfúst starf í þágu náungans, leitast við að láta gott af sér leiða og er svo yndis- lega afslappað og þægilegt í allri framkomu að það er ekki hægt ann- að en líða vel nálægt því. Þau eru eins við alla, hvort það er velklædda frúin sem kemur að leita að ein- hveiju smart á flóamarkaði — eða ræfilslegur drukkinn maður sem veit svo sem ekki hvort hann ætlar að kaupa neitt. En honum er vel tekið og konumar leita að passlegum bux- sæmandi lífskjör eftir þeirri kokka- bók. Það er eftirtektarvert að það eru stúdentar sem ganga alls staðar fyr- ir og draga vagn marxismans. Hvers konar fræði eru þeim kennd og af hveiju eru þeir staurblindir á afleið- ingar þessarar helstefnu sem ekkert færir nema harðrétti og kúgun. Þó að marxisminn hafí fyrst verið fram- kvæmdur í Rússlandi, með þeim af- leiðingum sem alla hryllir við, þá er somu sögu að segja hvar sem er í heiminum. í Kína og Afríku. Þetta eru ekki stjórnendum í Norður-Kóreu, Víetnam og ekki má gleyma garmin- um honum Katli, þ.e.a.s. Castro á Kúbu, að kenna heldur kerfinu. Það eru óteljandi nöfn á þessum flokkum og friðarumhverfísvemdarhópum en allir eiga þeir það sameiginlegt að vera á móti frelsi, mannréttindum og lýðræði. Allt skal vera njörfað niður í kerfí og enginn má um fijáls höfuð stijúka. Húsmóðir um og skyrtu — og það má borga seinna ef svo stendur á — og svo fær hann uppörvun — eins og þessi sem sagðist vera búinn að vera úti á sjó í tvær vikur — eða móðurlega áminn- ingu þegar það á við, en allt á þess- um hlýju elskulegu nótum. Reyndar var tilefni þessara skrifa smáatvik sem kom fýrir á síðasta flóamarkaði. Ég kom einum þrisvar sinnum í allt. I fyrsta skipti keypti ég í tvo fulla plastpoka og þegar ég var á leiðinni út rak ég augun í húfu, greip hana og spurði: Fæ ég hana ekki bara í kaupbæti — af því það er nú sumar? — Ju, taktu hana bara, var svarað. En svo í þriðja skipti fór á svipaða leið, ég fyllti poka, borgaði, og rétt þegar ég var að fara út sá ég flat- botnaða skó, töluvert notaða — en ágæta og sýndist þeir myndu passa dóttur minni. Ég ákvað að spyija eins og fyrr: Fæ ég þá ekki bara svona með . . .? (Þeir eru svo gamlir, hugsaði ég, og ekki að vita hvort þeir passa ...) En kannski átti ég ekki beinlínis að kalla þessa beiðni inn í salinn, því þama var t.d. frú ein sem ég heyrði stundum prútta, búin að vera þama annað veifið frá því um morg- uninn (eins og ég!) með græðgis- glampa í augum. (Eg sá náttúrlega ekki sjálfa mig þegar ég var að skima yfír.) En ég sá að prúttfrúin fylgdist með og leit snöggt á skóna. En ein af afgreiðslukonunum — úr sunnu- dagaskólanum forðum — kom til mín og sagði lágt: — Jú, sjálfsagt máttu það. En þetta kostar ekki mikið, svona 50 kr. — kannski bara 30 — en þau munar um það. Hvað hún hafði íög að mæla! Ég fann að ég roðnaði pínulítið, já og var pínulítið í framan eins og þeir sem höfðu fengið svona setningar: „Nei, nú verðurðu að fara að hætta að drekka!“ — varð svona svolítið álkuleg — rétt eins og þeir. — Fyrst. En — það er ekki sama hvernig þú ert áminntur. Frammi fyrir ein- lægu brosi fyrrum sunnudagaskóla- stúlku og núverandi sjálfboðaliða slaknar bæði á drykkjuglampa — og græðgisglampa. Margrét Kommúnisminn er helstefna Víkverji skrifar Svo sem vera ber á sautjánda júní voru flögg til sölu á götum úti. Það vakti hins vegar athygli Víkveija, þegar hann var að kaupa flagg handa ungum vini sínum á Austurvelli að það virtist hægt að fá þjóðfánann í fleiri en einum blá- um lit. Spumingin um bláa litinn í íslenska fánanum hefur lengi vafist fyrir mönnum. Hafa sérfræðingar rætt þetta mál og enn er unnið að úrlausn þess. Við undirbúning ojiin berra athafna erlendis, þar sem ís- lendingar koma við sögu hefur það oft skapað töluverðan vanda að tryggja réttan bláan lit í íslenska fánanum. A hinn bóginn hefði mátt ætla, að þeir sem framleiddu bama- fána til sölu á 17. júní hefðu auð- veldlega getað áttað sig á hinni réttu litablöndu. Að þessu gefna tilefni skorar Víkveiji á rétt yfir- völd að gera gangskör að því að hinn rétti og eini íslenski fánalitur verði rækilega kynntur innan lands og þeim sem málið varðar erlendis. XXX A A17. júní var þess getið af þeim Víkveija, sem þá lét ljós sitt skína, að golfíþróttin hefði ekki verið nefnd í forystugrein Morgun- blaðsins um hraust lungu og hjörtu. Var réttmætt að minnast á þessa íþrótt í sömu andrá og annað, sem almenningur tekur sér fyrir hendur utan dyra til heilsubótar og ræktar. En þegar Víkveiji las þessi orð varð honum hugsað til starfsbræðra sinna í hópi blaðamanna, sem skrifa forystugreinar, og orða sem Paul Johnson, blaðamaður og sagnfræð- ingur í Bretlandi, lét nýlega falla í tímaritinu The Spectator. Greinin hófst á þessum orðum: „Er forystugreinin dauðadæmd? Ég er farinn að hallast að því. í sumum betri blöðunum (bresku innsk.) birtust nokkrar um leið- togafundinn í síðustu viku, ogjafn- vel lítilmótleg götublöðin létu eitt- hvað í sér heyra um málið. En þeg- ar ég var að beijast í gegnum þenn- an vaðal, tók ég að velta því fyrir mér, hve margir lesenda gerðu nú á dögum jafnvel tilraun til að fara rækilega ofan í það, sem í slíkum greinum segir, hvað þá veltu fyrir sér niðurstöðum þeirra. Eru þær ekki skrifaðar nú einkum formsins vegna? Á ekki að líta á þær sem hluta af umbúnaði og sýningum íjölmiðlanna án þess að raunveru- legt gildi þeirra sé meira en glæsi- leikans við setningu þingsins?" XXX Paul Johnson segir, að sér hafi liðið eins og ungum presti sem sungið hafi vígslumessu sína, eftir að hann skrifaði fyrstu forystu- greinina. Segist hann efast um að sama tilfinning sæki að blaðamönn- um nú á dögum. Þeir líti fremur á þessi störf sem skyldu til að fylla pláss í blaðinu. Og hann bætir því við að aðeins atvinnustjórnmála- menn, nokkrir diplómatar, embætt- ismenn og háskólamenn — og auð- vitað blaðamenn — taki forystu- greinar alvarlega; varla nokkrir aðrir. Johnson segist þeirrar skoðunar, að nafnlausar forystugreinar eigi eftir að hverfa úr sögunni og þær verði ekki birtar nema einstöku sinnum. Nú sé raunar þannig kom- ið að þær séu einkum skrifaðar vegna þess að sérstakir menn hafi verið ráðnir til að vinna að slíkum skriftum. Víkverji tekur nú ekki undir þetta allt saman. Ef forystugrein- arnar ekki um annað en stjórnmál og efnahagsmál lesa þær ekki aðrir en þeir, sem hafa áhuga á slíkum málum. Á hinn bóginn hljóta þessar greinar óhjákvæmi- lega að endurspegla það, sem hæst ber í viðkomandi blaði á hveijum tíma. Einungis í þeim og öðrum ritstjórnargreinum koma fram skoðanir blaðs. Það fer eftir vægi blaðsins, hvort menn telja þær ein- hvers virði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.