Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.06.1988, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988 HATIÐARHOLDIN A ÞJOÐHATIÐARDAGINN Stykkishólmur: > Hátíðarsvipur þrátt fyrir óhagstætt veður Stykkishólmi. 17. JÚNÍ í Stykkishólmi var hald- inn hátíðlegur að vanda þrátt fyrir mjög óhagstætt veður og fóru útihátíðahöldin fram eins og til var ætlað. Snemma morguns voru fánar dregnir að húni víða um bæinn og una, en hátíðarsvipurinn hélst. Kvenfélagið sá eins og áður um eftirmiðdagskaffið og var það í fé- lagsheimilinu. Var það tilvalið til að fá úr sér hrollinn. Um kvöldið var síðan dansleikur og lék bæjarins ágæta hljómsveit fyrir dansinum. Morgunblaðið/Björn Björnsson Jóna Bryndís Guðbrandsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar á 17. júní á Sauðárkróki. Sauðárkrókur: .9 Summn þræsingur á þjóðhátíðardag Sauðárkróki. SAUÐKRÆKINGAR hafa oft fengið betra veður á þjóðhátíð- ardaginn en núna, sunnan þræsing með þéttum rigningarskúrum. Þó var sæmilega hlýtt. Af þessum sökum voru flestir liðir hátíðar- dagskrár, sem vera áttu á íþrótta- vellinum, fluttir inn í íþróttahús. Klukkan hátta árdegis var allur bærinn svo og Nafímar ofan bæjar- ins fánum prýdd og um tíuleytið fóru félagar í hestamannafélaginu Létt- feta í hópreið undir fánum um götur bæjarins. Síðan var áð á íþróttasvæð- inu, malarvelli, en þar gafst yngri borgurunum tækifæri á að fara á hestbak undir leiðsögn sér eldri og reyndari hestamanna. Þótti þetta hin besta skemmtun og var mikið notað eins og alltaf þegar hestamenn gefa krökkunum tækifæri á að skreppa á bak. Eftir hádegi var gengin skrúð- ganga að íþróttahúsinu en þar setti Brynjar Pálsson hátíðardagskrá sem var með hefðbundnu sniði. Margrét Jónsdóttir skólastjóri á Löngumýri flutti helgistund og kirkjukór Sauðárkróks söng. Hátíð- arræðuna flutti Erlendur Kristjáns- son æskulýðsfulltrúi en ávarp fjall- konunnar flutti Jóna Bryndís Guð- brandsdóttir. Ýmis skemmtiatriði voru á dag- skrá, meðal annars kom fram Páll Friðriksson og söng við gítarundir- leik en einnig kepptu liðsmenn 4. flokks Tindastóls í reipitogi við mæð- ur sínar og fóru strákamir mmeð frækinn sigur af hólmi. A íþróttasvæðinu léku yngstu flokkarnir knattspymu og í félags- heimilinu Bifröst vom dansleikir fyr- ir börn og unglinga fram um mið- nætti. Segja má að hátíðahöld þjóðhá- tíðadagsins hafi farið hið besta fram, þrátt fyrir heldur óhagstætt veður og að sögn lögreglu var um kvöldið og á aðfaranótt laugardags lítil ölvun og óspektir engar. - BB Morgunblaðið/Ámi Helgason Lúðrasveitin lék fyrir framan sjúkrahúsið undir stjórn Daða Þórs Einarssonar. Morgunblaðið/Sveinbjöm Berentsson Hafnarfjörður: Veðurbarin skrúðganga Hafnfirðingar gengu í skrúðfylk- ingu á 17. júní, þrátt fyrir hryss- ingslegt veður. Safnast var saman í Hellisgerði og gengið á Thorsplan, þar sem hátíðarhöld dagsins vom. Myndin er tekin við upphaf göngunnar þar sem farið er upp Reykjavíkurveginn. ekki hafa fleiri fánar prýtt okkar bæ. í Hólmgarði, skrúðgarði bæjar- ins, blöktu fjórir íslenskir fánar í þyrpingu og milli þeirra fáni með skjaldarmerki Stykkishólms. Lúðra- sveit Stykkishólms lék fyrir framan sjúkrahúsið og dvalarheimilið fyrir hádegi, en aðalhátíðarhöldin fóm svo fram kl. 13.30 í skrúðgarðinum. Þar lék lúðrasveitin undir stjórn Daða Þórs Einarssonar og kirkju- kórinn söng undir stjórn Jóhönnu Guðmundsdóttur. Séra Gísli Kol- beins flutti síðan hugvekju og lagði út af orðum í ljóði séra Matthíasar, Hvert er það ljós. Næst var hátíð- arræða dagsins flutt, en það gerði Elínborg Sturludóttir nýbakaður stúdent og fórst það vel úr hendi. Ýmis önnur atriði vom þarna á boðstólum, en ýmsu varð að sleppa sökum veðurs. Það var ótrúlega margt viðstatt af íbúum bæjarins, og margar regnhlífar á lofti sem ekki höfðu lengi sést. Ein af heið- urskonum bæjarins mætti í hátíða- búningi og lét ekkert á sig fá. Ýmsar raddir heyrðust um að rétt hefði verið að mæta í sundfötum og aðrir grettu sig framan í rigning- Oft hefir nú veðrið verið betra og einnig verra. Glansandi hefir það ekki oft verið 17. júní. En allt gekk þetta vel undir kjörorðinu: Það er enginn verri þótt hann vökni og rigningin var hrein og tær og blást- urinn hlýr. Það var 9 stiga hiti og 6 vindstig á suðvestan. Umferð var mikil en enginn árekstur. - Arni Njarðvík: Hátíðarhöld- ininnandyra vegna veðurs Ytri-Njarðvík. HÁTÍÐARHÖLDIN á 17. júní í Njarðvík fóru fram innandyra í ár vegna veðurs og aflýsa varð nokkrum skemmtiatriðum sem fyrirhuguð voru. Hátíðarhöldin tókust samt hið besta og var fé- lagsheimilið Stapi þétt setið fram til miðnættis en þá lauk hátíðar- höldunum með fjölskyldudansleik. Hátíðin hófst með hinu árlega 17. júní hlaupi á íþróttavellinum og síðan setti Ingólfur Bárðarson formaður þjóðhátíðarnefndar hátíðina í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Séra Þorvaldur Karl Helgason flutti þjóðhátíðar- messu og síðan var farin skrúðganga að félagsheimilinu Stapa. Fyrirhugað var að vera með há- tíðarhöldin úti, en vegna veðurs voru þau flutt inn og varð að hætta við flugmódelasýningu og fallhlífastökk. Fjallkona var Hulda Pétursdóttir og Jóhann Líndal flutti ræðu dagsins. Lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur lék og Kvenfélag Njarðvíkur sá um þjóðhátíðarkaffið að venju. Um kvöldið var ijölskyldudansleikur í Stapa þar sem ungir sem aldnir áttu ánægjulega stund saman. Kynnir á hátíðarhöldunum var útvarpskonan góðkunna Kristín Sveinbjömsdóttir. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Hulda Pétursdóttir kom fram í gervi fjallkonunnar í hátíðar- höldunum í Njarðvík. Ræða Hilmars Guðlaugssonar, formanns Þjóðhátíðarnefndar Reykjavíkur: Við erum ein þjóð Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, — góðir hátíðar- gestir nær og fjær — gleðilega hátíð. í dag, 17. júní 1988, á þjóðhá- tíðardegi Islendinga, eru 44 ár liðin frá stofnun lýðveldis á ís- landi. Nú sem endranær höldum við 17. júní hátíðlegan um land allt, gerum okkur glaðan dag og minnumst með þakklæti þeirra er lögðu grunninn að lýðveldinu og stofnuðu það. 17. júní 1944 var mikill ham- ingjudagur hjá íslensku þjóðinni. Þúsundir manna héldu þann dag á Þingvöll til þess að fylgjast með, þegar formlega var lýst yfir stofnun hins íslenska lýðveldis á Lögbergi og fyrsti forseti þess kjörinn. Það var votviðrasamt á Suðurlandi þennan dag, en menn létu það ekki á sig fá, heldur fjöl- menntu til Þingvalla og tóku þátt í hátíðahöldum dagsins. Sú hátí- ðarstund á Þingvöllum rennur þeim eflaust seint úr minni er við- staddir voru, þrátt fyrir rigning- una. Það var hátíðarstund á Þing- völlum, það var hátíðarblær yfir öllu landinu. Á þessum tíma stóð síðari heimsstyrjöldin yfir og höfðum við íslendingar ekki farið varhluta af henni, þó svo við stæðum ekki í hringiðu stríðsins. Tæpu ári síðar lauk stríðinu og þjóðir á meginl- andi Evrópu hófust þá handa við að byggja upp aftur, eftir eyðingu stríðsins, samtímis því að við renndum stoðum undir og efldum lýðveldi okkar. Síðan hefur friður haldist í þessum heimshluta, efna- hagur blómgast og mannlíf dafn- að. Við búum við hagsæld eins og hún gerist best meðal þjóða. Við íslendingar gerum miklar kröfur til sjálfra okkar og gerum að sama skapi miklar kröfur til annarra. Við virðum okkar góða land, sem er hlutfallslega stórt, miðað við íbúa. Það skapar okkur sem þjóð, sérstöðu bæði félags- lega og fjárhagslega. Við erum ein þjóð, allt tal um tvær þjóðir í þessu landi elur á sundrung og er lýðræðinu hættulegt. Við, sem kjörin erum í Borgar- stjórn Reykjavíkur, hvar í stjórn- málaflokki sem við annars stönd- Hilmar Guðlaugsson um, höfum það jafnan að leiðar- ljósi í starfi okkar, að saman fer hagur borgar og landsbyggðar, hvorugt getur án hins verið. Þau eru mörg verkefnin sem við sem þjóð verðum í sameiningu að leysa, ef okkur á að takast það verkefni að skila landinu okkar góðu og heilbrigðu fólki í næstu framtíð, fólki sem lifir í sátt við landið, virðir það og dáir. í því sambandi eru vandamálin margv- ísleg svo sem agaleysi, tómlæti um eigin velferð og annarra, streita og notkun eiturlyfja svo nokkuð sé upp talið af vandamál- um nútímans. Á þessum degi er mér efst í huga sú ósk að okkur takist að vinna sigur í baráttunni gegn vímuefnum, því þá veit ég að hér mun lifa hamingjusöm og heil- brigð þjóð. Eg vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi hátíðarhaldanna, hér hefur hefur verið unnið mikið starf, sem ber að þakka. Að svo mæltu leyfi ég mér fyr- ir hönd íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, að segja þjóð- hátíðina hér í Reykjavík 1988 setta. Gleðilega hátíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.