Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR. 30. JÚNÍ 1988 Doktorsritgerð um formála sagnaritara STOFNUN Arna Magnússonar hefur gefið út ritið „Formálar íslenskra sagnaritara á miðöld- um. Rannsóknir bókmennta- hefðar“ eftir Sverri Tómasson, cand. mag., en hann ver ritið í doktorsvörn við heimspekideild Háskóla íslands á laugardaginn. í fréttatilkynningu frá Stofnun Áma Magnússonar segir, að í rit- gerð sinni kanni Sverrir Tómasson áhrif erlendra mennta á íslenskar fombókmenntir, einkum guðfræði og mælskulistar. Rannsakar Sverrir hvemig mælskulistin mót- aði skoðanir rithöfunda á form- gerð og stíl verka á miðöldum og jafnvel allt fram á 19. öld. Vitn- eskju um viðhorf höfundanna sæk- ir Sverrir í formála sagnaritaranna sjálfra. Doktorsvömin fer fram í Odda og hefst kl. 14. Andmælendur af hálfu heimspekideildarinnar verða Dr. Bjami Guðnason prófessor og dr. Jakob Benediktsson fyrrver- andi forstöðumaður Orðabókar Sverrir Tómasson. háskólans. Deildarforseti heim- spekideildar, Dr. Sveinbjöm Rafnsson prófessor, stjómar at- höfninni. Morgunblaðið/PPJ Tveir sænskir keppendur á Norðurlandamótinu i vélflugi 1988, Jan-Olaf Friskman og Dan Hedström undirbúa sig fyrir brottförina frá Reylgavík austur að Hellu síðdegis á þriðjudaginn. Hella: Norðurlandamót í vélfiugi Norræna húsið Sumardagskrá að hefjast Morgunblaðið/PPJ íslandsmeistarinn í vélflugi, Orri Eiríksson, við flugvél sína TF-TOM. SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins hefst í kvöld með fyrir- iestri Ara Trausta Guðmunds- sonar, jarðfræðings. Sumardag- skráin er aðallega ætluð norræn- um ferðamönnum og verður á fimmtudagskvöldum til 18. ágúst. BYGGÐASTOFNUN mun ekki veita 80 milljón króna lán til fóð- urstöðva fyrir loðdýr, eins og ríkisstjómin hefur farið fram á, nema ríkisstjómin eða einhver annar leggi fram tryggingu fyrir láninu, að sögn Matthíasar Bjamasonar, stjómarmanns í Byggðastofnun. „Við erum ekki að neita tilmælum rikisstjóraar- innar með þessu. Við viljum verða við þeim, en ef ekkert kemur aftur af þessum lánum ber stjóra Byggðastof nunar ábyrgðina. Bankar hafa verið mikið gagnrýndir fyrir að tapa lánum og ég hugsa að það yrði enginn til að þakka okkur fyrir að eyða eigin fé Byggðasjóðs,“ sagði Matthías. „Við höfum óskað eftir því að þetta lán yrði ábyrgt því þessar fóðurstöðvar geta ekki tryggt end- urgreiðslu lánsins. Hér er að veru- legum hluta um endurlán, einkum erlend, að ræða. Ríkisstjómin hefur tilkynnt okkur að það verði tekin ákvörðun um framlög til Byggða- sjóðs með afgreiðslu fjárlaga. Það eru engar fréttir fyrir okkur, þetta er í lögum um Byggðastofnun og hefur alltaf verið gert. Við lánum ekki út á einhverja óvissu. Þessar 80 milljónir eru heldur engin lausn á vanda loðdýrabænda, þar þarf miklu meira að koma til.“ Matthías sagði að Byggðastofn- un ætti nú þegar mikið af útistand- andi lánum hjá fóðurstöðvunum, sem hefði verið skuldbreytt þannig að enn hefði ekkert verið borgað af þeim. Aðspurður um hvort veð væru til fyrir öllum þeim lanum fyrirlestra um land, þjóð, sögu og náttúru. Allir fyrirlestrar eru fluttir á einhverju Norðurlandamálanna. í kvöld mun Ari Trausti Guðmunds- son Ijalla um jarðfræði íslands, eld- fjöll og heita hveri. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. (Úr fréttatilkynningu.) sagði Matthías: „Við töldum það í upphafi." — seg’ir Halldór Ásgrímsson „ÉG VÍSA þessum ummælum Garðars algerlega á bug. Ég hef ekkert yfirlit yfir það hvaða verk- smiðjur seþ'a í gegnum einstaka aðila og engin áform era uppi um það að setja kvóta á aðra vinnslu. Eg skil ekki þennan málflutning. Aðalatriði málsins er það, að tillit hefur verið tekið til sjónarmiða meirihluta þeirra sem starfa i þessari atvinnugrein," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, þegar hann var beðinn álits á ummælum Garðars Sveins Árnasonar, formanns Fé- lags rækjuvinnslustöðva, í Morg- unblaðinu í gær. Þar sagði hann: „Margar verksmiðjur Sambands- ins og kaupfélaganna fara vel út úr kvótanum, engin illa. Sumar ná ekki einu sinni að vinna upp í kvótann. Maður veit ekki hvað verður næst. Ráðuneytið getur alveg eins sett kvóta á frystihús NORÐURLANDAMÓT í vélflugi verður haldið á Helluflugvelli á föstudaginn. Keppendur verða alls fimmtán, þrir frá hveiju landi. Þetta er í fyrsta sinn sem milli- landakeppni í vélflugi er haldin hérlendis. Á fimmtudaginn verður haldinn fundur fulltrúa vélflugdeilda flug- málafélaganna á Norðurlöndum, en keppendur munu nota dagn til æf- inga. Keppnin hefst á föstudags- morgun og fer fram samkvæmt regl- um alþjóðasamtaka flugmálafélaga, F.A.I., fyrir meistaramót í vélflugi. Keppnin skiptist í fjóra meginþætti: Gerð flugáætlunar eftir ákveðinni leið, flugleiðasaga , sérverkefni sem m.a. eru fólgin í þvi að keppendur verða að þekkja ýmis kennileiti á jörðu niðri eftir ljósmyndum sem þeir hafa meðferðis og einnig verða þeir að koma auga á sérstök dúk- merki á jörðu niðri, en kennileitin og merkin þurfa þeir að staðsetja á leiðsögukorti sínu og að lokum er lendingakeppni. Verði ekki hægt að halda mótið á föstudaginn, t.d. vegna veðurs, færist keppnin yfir á laugar- dag og ef svo ólíklega vill til að veð- ur, eða aðrar ástæður hamli keppni þá fellur mótið niður í ár. í landinu og loðnuverksmiðjuraar gætu allt eins orðið næstar.“ „Mér þykir merkilega að þessari fjölmiðlaumræðu staðið núna. Það eru liðnar nærri þijf vikur síðan þessi reglugerð var lögð fram á aðalfundi í Félagi rækju- og hörpudisksfram- leiðenda og þeim tilkynnt að hún verði sett og beðið var um athuga- semdir en það komu engar.Margir þessara manna, sem eru að gagnrýna mest núna, meðal annarra Garðar Sveinn höfðu ekkert fyrir því að mæta þar. Manni hefði þótt eðlilegt að þeir hefðu mætt á aðalfundinn en þeir kjósa fremur að blása þetta nú upp í íjölmiðlum eftir á,“ sagði Halldór. „Ráðuneytið hefur verið gagnrýnt fyrir að heimila ýmsum aðilum að fara af stað í þessari vinnslu og sum- ir hafa ætlast til þess að við tækjum að okkur einhvers konar yfirfjárfest- ingarstjóm, sem við getum ekki. Það hefur hins vegar orðið niðurstaðan að skipta ákveðnu vinnslumagni milli verksmiðjanna á grundvelli vinnslu, Keppendur fyrir íslands hönd verða þrír: Orri Eiríksson ffá Akur- eyri, en hann varð íslandsmeistari Fml í vélflugi árið 1986 og 1987, Jón E.B. Guðmundsson frá Reykjavík, sem varð í öðm sæti á íslandsmótunum 1986 og 1987 og Almar Sigurðsson frá Selfossi, sem varð fslandsmeistari árið 1985. Varamaður í Iandsliði íslands er en þó þannig að allir fengju ákveðið lágmark," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær um þær deilur sem sprottið hafa upp í kjölfar reglu- gerðar um hámarkskvóta á rækju- vinnslustöðvar. „Þetta lágmark hefur verið hækkað verulega frá fyrstu hugmyndum og ég held að það sé alveg rétt hjá Garðari að margir þessara aðila munu ekki nýta sér allan sinn vinnslukvóta. Það er skipt á milli verksmiðjanna um 40 þúsund tonnum og það er ekki ólíklegt að það komi ekki meira til vinnslu hjá þeim en rúmlega 30 þúsund tonn því að verulegt magn er fryst úti á sjó án þess að það komi til endur- vinnslu. Þama er mikill munur á og þar af leiðandi er mikið svigrúm til samkeppni milli verksmiðjanna í greininni og það verða margar þeirra sem ekki koma til með að nýta sinn framleiðslurétt. Þetta er viljandi gert vegna þess að við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu máli. Það hefur einnig komið skýrt ffam að vinnsluk- vótinn er settur á í tilraunaskyni og Ágúst Ögmundsson frá Reykjavík. Þeir Orri og Jón hafa báðir tekið þátt í Norðurlandamótum, Orri árið 1987 í Finnlandi og Jón árið 1972 í Finnlandi og 1973 í Danmörku. Með- al hinna erlendu keppenda em þrír Norðurlandameistarar og tveir heimsmeistarar í vélflugi. verður endurskoðaður um næstu ára- mót,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekki komið með tillögur um það að setja kvóta á vinnsluna og loðnu- verksmiðjur. Það er enginn undir- búningur í þessu ráðuneyti í því sam- bandi. Það eru hins vegar lög um þessi mál frá 1976 um samræmingu vinnslu og veiða að því er varðar rælq'u og á þeim lögum er byggt. Það eru engin lög um fiskvinnsluna að öðru leyti," sagði Halldór aðspurð- ur hvort vinnslukvóti á rækju væri fyrsta skrefið í þá átt að setja kvóta á alla vinnsluna. „Við höfum gert okkar besta til þess að ná samstöðu um málið og ég tel einsýnt að mikill meirihluti þeirra sem eru innan atvinnugreinar- innar styðji þessa skipan mála. Það er enginn alvitur í þessu máli, hvorki Garðar Sveinn, Óttar Ingvason né ég. Menn verða að geta sætt sig við það að tillit sé tekið til hinna ýmsu sjónarmiða," sagði Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra , að lok- um. Islenskir fræðimenn munu halda Matthías Bjarnason: Engin lán til fóður- stöðva án trygginga - ppj Mikill meirihluti styð- ur þessa skipan mála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.