Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 33 Fjórðungsmót hesta- manna á Kaldármelum FJÓRÐUNGSMÓT Vesturlands hefst í dag á Kaldármelum í Kolbein- staðahreppi og stendur það fram á sunnudag 3. júlí. Búist er við miklu fjölmenni á mótið, „á milli 2-3 þúsund manns,“ að sögn Högna Bæringssonar, gjaldkera mótsins. Þá eru væntanleg bestu hross af Vestur- landi og Vestfjörðum. Má þar nefna íslandsmethafann í 250 m og 800 m stökki, Lótus frá Götu. Á Kaldármelum hefur verið gerð- ur nýr 300 metra hringvöllur og auk þess hefur verið unnið að frá- gangi annarra valla. Þá hafa verið byggð tvö smáhýsi og er annað dómpallur en hitt skrifstofa. Einnig hefur verið komið upp salemisað- stöðu fyrir tjaldbúa við flugvallar- girðingu og smíðaður var danspall- ur nálægt veitingaskála. Sleitulaust hefur verið unnið að uppbyggingu svæðisins á Kaldár- melum og að sögn Högna Bærings- sonar hafa hestamenn af Snæfells- nesi staðið einhuga að baki þeim framkvæmdum. Ber þar hæst að nefna nýjan hringvöll ásamt nýjum dómpalli og skrifstofu, sem bætir alla aðstöðu starfsmanna mótsins. Motið byijar klukkan 13 í dag og hefst dagskráin á kjmbótadóm- um. Einnig verða B flokks gæðing- ar og yngri flokkur unglinga dæmd- Verðkönnun á öli og gosdrykkjum í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar vegna verðkönnunar á gosdrykkum og öli var getið um, að lítil Coca-Cola-flaska hafi kostað 40 kr. í verslunum á Þórshöfn og Bakkafirði. Matvöruverslun Kaup- félags Langnesinga á Þórshöfn sel- ur ekki gosdrykki í glerflöskum og var verðið á þeim því skráð í sölu- skála sem kaupfélagið rekur á Þórs- höfn. Á Bakkafirði var verðið hins vegar skráð í matvöruverslun, segir í viðbót frá Verðlagsstofnun í gær. ir. Um kvöldið verður svo tölt- kepjtni. Á morgun, föstudag, verður hald- ið áfram með kynbótadóma og A flokks gæðingar og eldri flokkur unglinga verða dæmdir. Þá fara einnig fram undanrásir kappreiða. Um kvöldið verða úrslit í tölti. Þá verður haldin kvöldvaka og dansað verður á danspalli fram á nótt. Hljómsveitin Sprakk leikur fyrir dansi. Laugardaginn 2. júlí verður byij- að á kappreiðum og verða þá jafn- framt úrslit í stökki. Um hádegi verður mótið síðan formlega sett og síðan hefst dagskrá á hring- velli. Kvöldvaka verður um kvöldið með fjölbreyttum skemmtiatriðum og ætlar Ómar Ragnarsson. meðal annars að taka hestamenn oghesta- mennsku til umfjöllunar. Á eftir verður dansað á danspalli. Sunnudaginn 3. júlí hefst dag- skráin klukkan 9.30 á seinni spretti í 150 m og 250 m skeiði. Að því loknu verður hópreið hestamanna um mótsvæðið og helgistund. Þá hefjast sýningar kynbótahrossa og verðlaunaveitingar. Þá sýna rækt- unarbú framleiðslu sína. Úrslita- keppnir fara fram í A og B flokk gæðinga og báðum unglingaflokk- um. Áætlað er að dagskrá mótsins verði lokið klukkan 19 á sunnudag. Björgunarsveitir af Vesturlandi sjá um gæslu á svæðinu ásamt lög- reglunni. Aðgangseyrir á mótið verður 2 þúsund krónur en lækkar þegar á mótið líður. Framkvæmda- stjóri mótsins er Ema Bjarnadóttir frá Stakkhamri og formaður fram- kvæmdanefndar Tryggvi Gunnars- son frá Brimilsvöllum. Skólastjóramál Ölduselsskóla: Þátttaka í fundi þjón- ar eng’um tilgangi segir formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur í bréfi til foreldra RAGNAR Júlíusson, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, óskaði eftir þvi að Morgunblaðið birti eftirfarandi bréf, sem hann sendi stjórn Foreldrafélags Öldusels- skóla í gær:. „Varðandi boð er_ mér barst í gærkveldi um að sitja fund í Öldu- selsskóla annað kvöld þykir mér rétt að Játa eftirfarandi koma fram: Ég tel ekki rétt að fræðsluráð eða einstakir fulltrúar þess, taki þátt í alemnnum umræðum sem stofnað kann að verða til, um gerðir stjóm- valda, í þessu tilfelli menntamálaráð- herra, er hann veitti stöðu skóla- stjóra við Ölduselsskóla að féngnum umsögnum lögum samkvæmt. Ástæða til upphlaups um málið hefði þá fyrst gefist ef ekki hefði verið viðhöfð lögleg aðferð við stöðu- veitingu. Um réttindi umsækjenda voru umsagnaraðilar sammála. Því miður hefir mál þetta verið notað af nokkrum hópi fólks til þess að kynda undir óróa og áhyggjum þeirra er mestra hagsmuna hafa að gæta í máli þessu, þ.e. nemenda í skólanum og foreldra þeirra. Hvaða hvatir þar liggja að baki skal ósagt látið en ekki er þetta líklegt til þess að efla gott skólastarf í Ölduselsskóla eða að skapa jákvætt viðhorf nemenda til skólans og þeirra er honum eiga að stjóma eins og , nýleg dæmi úr hverfínu sýna. Ég vil að lokum ítreka þá skoðun mína að æsifundi um veitingu stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla séu til þess eins fallnir að skaða skólastarf í hverfinu og hagsmuni nemenda. Verð ég því að taka undir þá af- stöðu menntmálaráðherra að þátt- taka í fundi sem þeim er halda á annað kvöld í Ölduselsskóla þjóni ekki neinum tilgangi nú en fundurinn gæti orðið sem olía á eld en þá væri illa farið. Afstaða þeirra er stóðu að umsögn í fræðsluráði um umsækjendur um skólastjórastöðuna til máls þessa nú kom skýrt fram í bókun á fundi 20. júní sl. en hún er svohljóðandi: „Við undirrituð teljum frekara málþóf um afgreitt mál, sem löglega var að staðið af öllum aðilum, ekki þjóna neinum tilgangi en geti haft í för með sér hættu á að óvissuástand skapist í skólahverfinu en slíkt getur orðið nemendum skólans til tjóns. Velferð þeirra hlýtur að vera aðalat- riði í máli þessu og ættu allir aðilar að sameinast um að hafa slíkt í huga og skapa sem fyrst frið um starf í Ölduselsskóla.““ Breiðholts- en ekki Seljakirkja í frétt um Mjóddina á blaðsíðu 21. í Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt að Seljakirkja væri í Mjóddinni í Breiðholti. Þar er að sjálfsögðu Breiðholtskirkja og biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. Áhorfendur fylgjast með leik íslendinga og Dana á sýningartjaldinu Norðurlandamótíð í brids: Morgunblaðið/Einar Falur Færeyingar hafa verið Islendingum erfiðastir __________Brids_______________ GuðmundurSv. Hermansson Færeyingar hafa ekki verið frændræknir þegar íslendingar eiga í hlut á Norðurlandamótinu í brids. Þeir tóku 4 stig af Islend- ingum í fyrri lotunni, og í seinni leik þjóðanna í 6. umferð í gær tókst Islandi aðeins að vinna með minnsta mun, 16-14. íslendingar höfðu þó 13 stiga forystu á mót- inu þvi Svíar unnu Dani 25-5 í 6. umferðinni og hefndu þar með fynr 7-23 tapið í fyrri lotunni. íslenska liðið vann Dani 22-8 í 5. umferð og skaust þar með upp í efsta sætið. Karl, Sævar, Sigurður og Þorlákur spiluðu fyrri hálfleikinn á sýningartöflunni og eftir þrjú spil höfðu Danir skorað 17 stig en Islendingar ekkert. En þá fóru íslendingar af stað og skoruðu látlaust meðan Danir bættu aðeins einu stigi við og staðan í hálfleik var 50-13. Bæði íslensku pörin höfðu spil- að vel en Hjalti Elíasson fyrirliði ákvað að hvíla Karl og Sævar í seinni hálfleiknum og Jón og Val- ur komu í þeirra stað. Flest spil hálfleiksins féllu, þar á meðal slemma sem aðeins náðist á einu öðru borði. Danimir kærðu raunar spilið, þar sem Þorláki láðist að gefa viðvörun á eina sögn Sigurð- ar, en keppnisstjóramir létu úr- slitin standa. Danimir áfrýjuðu til sérstakrar dómnefndar sem stað- festi_ úrskurð keppnisstjóma en gaf íslendingum áminningu fyrir að gleyma viðvömninni. Danir gátu hins vegar ekkert gert við öðm spili þegar Jón og Valur var eina parið í salnum sem komst í 6 spaða sem unnust þegar ás lá réttu megin. Seinni hálfleikurinn endaði 23-10 fyrir íslendinga og sigur þeirra í leiknum var sérlega ömggur. Norðmenn vom eina ferðina enn yfír í hálfleik í 6. umferð, nú gegn Svíum, 63-31. Nordby og Wang, sem höfðu spilað fyrri hálf- leikinn, héldu nú áfram og unnu einnig seinni hálfleikinn 30-13. Finnar unnu síðan Færeyinga ör- ugglega, 25-í. Kvennalandsliðið vann sinn fyrsta sigur á mótinu, gegn Norð- mönnum 18-12. Esther, Valgerð- ur, Erla og Kristjana spiluðu allan leikinn og vom 14 stigum yfir í hálfleik og bættu 7 við í seinni hálfleik. Danir og Svíar gerðu jafntefli, 15-15. í 7. umferð spiluðu íslendingar við Færeyinga og völdu þann leik til að gera mistökin sem þeir höfðu að mestu verið lausir við fram að því. Að auki spiluðu Færeyingarn- ir vel, sérstaklega bræðumir Runi og Jóannis Mouritsen. í fyrri hálf- leik tókst Runi að halda Sævari og Karli út úr geimi á hættunni með því að opna á 14 á tvö hunda og 5 punkta. Og skömmu síðar læddi Jóannis heim 3 gröndum á þessi spil: Norður ♦ K107654 ¥6 ♦ A6 + A762 Vestur Austur ♦ A98 ♦ D3 VA954 II ¥ DG83 ♦ 1054 ♦ D983 ♦ G84 Suður ♦ G2 ¥ K1072 ♦. KG72 ♦ K103 ♦ D95 Jóannis spilaði 3 grönd í suður eftir sagnimar 1 spaði — 2 tíglar; 2 spaðar — 3 grönd. Sævar í vest- ur spilaði út hjarta og Jóannis drap gosa Karls með kóng. Spilið virðist vonlaust því vömin er búin að bijóta 3 hjartaslagi og virðist fá tvo slagi í viðbót á spaða ef sagnhafí reynir að sækja slagi þar. Jóannis fann þó ráð við því. Án sýnilegrar umhugsunar spilaði hann tígli á ás í borðinu og bað síðan um lítinn spaða. Karl lét þristinn í sakleysi sínu þótt honum hefði sjálfsagt þótt þessi spila- mennska grunsamleg ef sagnhafi hefði verið Zia Mahmood eða ein- hver álíka. Jóannis lét gosann heima og þegar hann kostaði ás stakk Jóannis næst upp spaða- kóng og felldi drottninguna. Slétt unnið. ísland græddi raunar á spilinu því við hitt borðið spilaði Þorlákur 4 spaða í norður. Austur spilaði út hjartadrottningu sem hann fékk að eiga, og síðan litlu hjarta á tíuna og ásinn og Þorlákur trompaði. Hann spilaði litlum spaða á gosann en austur stakk upp drottningu og spilaði spaða á ás vesturs. Vestur spilaði síðan hjarta sem Þorlákur hleypti á kónginn í borði 'og henti laufí heim. Nú tók Þorlákur trompið af vestri, tók tígulás og kóng og trompaði tígul og spilaði síðan trompunum í botn. I lokin voru AV fastir í tvöfaldri kastþröng: austur varð að halda í tíguldrottn- inguna og vestur í hjartaníuna og hvomgur gat valdað laufið. Þor- lákur fékk því þijá slagi á lauf og ísland græddi 1 impa. Færeyingamir vom 2 stigum yfir í hálfleik og í seinni hálfleik fór um áhorfendur því Mouritsen- bræðumir höfðu betur í opna saln- um á móti Sigurði og Þorláki. Þeir tóku m.a. tvö þunn geim á hættunni og virtust ekki gefa neitt út. Jón og Valur komu þó með betra blað úr lokaða salnum og ísland vann hálfleikinn með 12 stiga mun og leikinn 16-14. Danir vom heillum horfnir gegn Svíum og máttu þakka fyrir að sleppa með 5 stig; hafa sjálf- sagt ekki verið búnir að ná sér eftir tapið gegn íslandi kvöldið áður. Finnar unnu síðan Norð- menn 21-9. í kvennaflokki tapaði ísland fyrir Svíum 8-22 og Norðmenn unnu Dani 17-13. Þar er baráttan um efsta sætið hörð því Danir höfðu eins stigs forystu á Svía, 102 gegn 101. Norðmenn vom með 91 stig og íslendingar með 63. Staðan í karlaflokki eftir 6 umferðir var sú að ísland var með 113 stig, Svíar 100, Danir 99, Norðmenn 86, Finnar 82 og Fær- eyingar 48. Frá leik íslendinga og Dana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.