Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 45 Þrjár nýjar kiljur eru komnar út hjá Uglunni, íslenska kiljuklúbbnum. „ Vesalingarnir “ í nýjum kiljupakka UGLAN — íslenski kiljuklúbbur- inn sendi nýlega frá sér nýjan kiljupakka. í honum eru þrjár bækur: Vesalingamir I eftir Vict- or Hugo, Brunabíllinn sem týndist eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö og þriðja bindi Kvikmyndahand- bókarinnar eftir Leslie Halliwell. Nú útgáfa á Vesalingunum sætir nokkrum tíðindum. Bókin kom fyrst út á íslensku á árunum 1925—28 og var þá í fimm bindum, þýdd af Einari H. Kvaran, Ragnari E. Kvar- an og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. Sú út- gáfa var nokkuð stytt og auk þess var ekki þýtt úr frönsku. Torfi H. Tulinius, bókmenntafræðingur, hef- ur farið yfir þýðinguna og borið sam- an við frummál, lagfært og aukið við eftir ástæðum. Nýja útgáfan verður því nokkru lengri en þó prent- uð í ljórum bindum í stað fimm áð- ur. Leikgerð af Vesalingunum hefur farið sigurfor víða um lönd undan- farin ár og var sýnd við góðar undir- tektir í Þjóðleikhúsinu í vetur. Vesal- ingamir er merk alþýðleg frásögn, enda hafði sagan mikil áhrif á marga höfunda og hugsuði á síðustu öld. Fyrsta bindið sem nú kemur út er 304 bls. að stærð; Teikn hannaði kápu, en á henni er hluti af málverk- inu Absint eftir Edgar Degas. Bókin er prentuð hjá Nörhaven a/s í Dan- mörku. Brunabíllinn sem týndist er end- urútgáfa á sænskri spennusögu sem kom út hjá Máli og menningu fyrir átta árum. Sagan hefur lengi verið uppseld. Sögur Sjöwalls og Wahlöös eru heimsþekktar og hafa fengið góðar undirtektir hér á landi. Ólafur Jónsson þýddi þessa bók, sem er 234 bls. að stærð og prentuð hjá Nör- haven a/s í Danmörku. Teikn hann- aði kápu. Þriðja bindi Kvikmyndahand- bókarinnar nær frá I til N í stafróf- inu. Eftir því sem bætist við þetta verk verður það nýtilegra. Nú eru ókomin tvö bindi af Kvikmynda- handbókinni og er ráðgert að þau komi út á árinu. Álfheiður Kjartans- dóttir þýddi. Bókin er 315 bls. að stærð, kápu gerði Brian Pilkington; bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. (Fréttatilkynning;) ^^Í^etíuðun^bara að minna þig á Ijúffenga PRINCE súkkulaðikexið. IEGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 tefo‘0 níðsterku P'aS Gróöurhúsinu v/Sigtún. Sími: 68 90 70 ETÚNÍUR Nú bjóðum við stjúpur og petúníur (tóbakshom) í garðinn á sérstöku tilboðsverði. Stjúpur aðeins kr. Petúníur aðeins kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.