Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 59
990
r tt/tp 0ft fFT^ííTTTF'TWT 4*4 a Y- t tHt4t '0/1')V
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
59
KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD
Morgunblaðið/Rúnar
Anthony Karl Qrogory sést hér fagna marki sínu gegn Skagamönnum. Þar með rak hann smiðshöggið á stórleik sinn.
KNATTSPYRNA
„Guðmundur er
mjög góður
leikmaður“
- segir Binder, fram-
kvæmdastjóri Rapid Vín
„GUÐMUNDUR Torfason er mjög góð-
ur leikmaður og hann hefur staðið sig
mjög vel með liðinu," sagði Binder,
framkvæmdastjóri Rapid Vín í samtali
við Morugnblaðið í gær. Guðmundur
hefur æft með Rapid Vín síðustu daga
og hefur gengið vel.
Mér líst mjög vel á þetta lið, en það
hefur ekki verið gengið frá neinum
samningum,“ sagði Guðmundur Torfason.
„Það er búið að ákveða að ég verði hér í
eina viku til að kynnast liðinu og ég hef
æft tvisvar á dag.
Þetta er mjög gott félag og aðstaðan er
fyrsta flokks. Völlurinn er stórkostlegur og
tekur 35.000 manns í sæti. Þjálfarinn, Otto
Beritz, er mjög góður, en hann var áður
hjá Stuttgart."
Þó að Rapid Vín vilji fá Guðmund á liðið
enn eftir að semja um kaupverð við Winter-
slag, lið Guðmundar í Belgíu. „Þeir hafa
verið mjög jákvæðir hér, en það er aldrei
að vita hvað Winterslag setur upp. Það er
oft þannig að þegar stóru liðin sýna áhuga
þá reyna litlu liðin að hækka verðið.
Hinsvegar er of snemmt að spá um hvað
úr þessu verður og ég neita því ekki að enn
eru fleiri lið (myndinni," sagði Guðmundur.
„Getum unnið hvaða lið sem er“
- sagði Anthony Karl Gregory, sem gulltryggði KA-sigur gegn Akranesi
KA-MENN unnu verðskuldað-
an sigurá Skagamönnum í
gær, 3:2 og hefði sigur þeirra
allt eins getað verið mun
stærri, hefðu heilladísirnar ver-
ið KA-mönnum örlítið hliðholl-
ari. Þetta var fyrsta tap Skaga-
manna í deildinni, en nú eru
það aðeins Framarar sem eru
taplausir í 1. deildinni.
Leikurinn fór frekar rólega af
stað og gekk boltinn mótheija
á milli. Fyrstu mínútumar voru því
lítt spennandi á að horfa. En eftir
um stundarfyórð-
ungs leik lifnaði yfír
KA-mönnum. Val-
geir Barðason
komst einn í gegn,
en Ólafur Gottskálksson bjargaði
með úthlaupi. Á 26. mínútu lék
Gauti Laxdal upp kantinn og gaf á
Anthony Karl sem átti gott skot,
en Ólafur varði vel.
Tveimur mínútum síðar kom svo
markið sem legið hafði í loftinu og
það var Öm Viðar Amarson sem
gerði það. Hann fékk boltann úr
þvögu í vítateig Skagamanna og
þmmaði honum í bláhomið.
KA-menn héldu uppteknum hætti
og fengu ágæt færi.
KA-menn vom mun sterkari í fyrri
hálfleik. Munurinn hefði því getað
verið mun meiri i leikhléi Skaga-
menn áttu hinsvegar ekkert opið
færi í fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikur var aðeins fjögurra
m
Jón Kristjánsson, Öm Viðar
Amarson og Bjami Jónsson
KA. Ólafur Gottskálksson ÍA.
mínútna gamall þegar Skagamenn
náðu að jafna metin. Heimir Guð-
mundsson gaf fyrir markið og bolta-
inn fór framhjá Hauki markverði
og vöminni. Gunnar Jónsson var
hinsvegar einn og óvaldaður og
skoraði af öiyggi í opið markið.
Eftir markið dofnaði heldur yfír
leiknum og miðjuþóf tók við. Á 68.
mínútu fengu Skagamenn gott
marktækifæri, en skot Gunnars, af
stuttu færi, fór framhjá.
KA-menn náðu forystunni að nýju
á 72. mínútu. Mark Duffíeld felldi
þá Anthony innan vítateigs og Þor-
varður Bjömsson dæmdi hiklaust
vítaspymu. Úr henni skoraði Öm
Viðar, annað mark sitt í lefl'" um.
Eftir markið lifnaði að uy]u yfir
KA-mönnum og þeir pressuðu stíft
að marki ÍA og skomðu sitt þriðja
mark fímm míhútum síðar. Anthony
fékk sendingu frá Valgeiri og skor-
aði með góðu skoti. Sjö mínútum
fyrir leikslok fékk KA svo gullið
tækifæri til að bæta fjórða markinu
við, en Þorvaldur Orlygsson átti
gott skot í þverslá.
Á síðustu mínútu leiksins náðu
Skagamenn að minnka muninn.
Haraldur Ingólfsson skoraði með
góðu skoti frá vítapunkti eftir send-
ingu frá Sigursteini Gíslasyni.
Sanngjam sigur
Eins og áður sagði var sigur KA
sanngjam og þeir geta öðm fremur
þakkað það góðum leik Anthony
Karls Gergory. Hann skoraði eitt
mark sjálfur og fískaði vfti, auk
þess að gera mikinn usla í vöm
Skagamanna. Lið KA lék vel, en
átti þó slæma kafla.
Leikur Skagamanna var hinsvegar
lítt sannfærandi og Ólafur Gott-
skálksson bjargaði liðinu frá stærra
tapi.
„Þetta er besti 1. deildarleikur sem
ég hef spilað og nú er ég loks far-
inn að skora, en það hefur vantað
undanfarin ár,“ sagði Anthony Karl
Gregoiy. „Við höfum ekki sýnt
sannfærandi leiki undanfarið, en
voram ákveðnir í að sýna hvað í
liðinu býr í þessum leik. Ef við
höldum áfram á sömu braut þá er
ég viss um að við komum til með
að blanda okkur í toppbaráttuna."
KA-ÍA
3 : 2
Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt-
spyrnu, 1. deild, miðvikudaginn 29.
júní 1988.
Mörk KA: Öm Viðar Amarson (28.
og 72. vsp.), Anthony Kari Gregory
(77.).
Mörk ÍA: Gunnar Jónsson (49.), Har-
aldur Ingólfsson (91.).
Gul spjöld: Gauti Laxdal, KA (67.).
Dómari: Þorvarður Bjömsson 7.
Línuverðin Þóroddur Hjaltalín og Ari
Torfason.
Áhorfendur: 680.
Lið KA: Haukur Bragason, Eriingur
Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Þor-
valdur Öriygsson, Gauti Laxdal, Hall-
dór Halldórsson, Friðfínnur Hermanns-
son (Amar Bjamason 68.), öm Viðar
Amarson, Valgeir Barðason (Ámi Her-
mannsson 85.), Bjami Jónsson, Ant-
hony Karl Gregory.
Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir
Guðmundsson, Sigurður Lárusson
(Haraldur Ingólfsson 61.), Sigurður
B. Jónsson, Mark Duffíeld, ólafur
Þórðarson (Sigursteinn Gislason 81.),
Guðbjöm Tryggvason, Karl Þórðarson,
Hafliði Guðjónsson, Gunnar Jónsson,
Aðalsteinn Víglundsson.
Reynir
Eiríksson
skrífar
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
Ingibjörg með þrennu
Valsstúlkan Ingibjörg Jóns-
dóttir skoraði þrennu í gær-
kvöldi þegar topplið 1. deildar,
Valur og KR, áttust við. Leikn-
um lauk með stórum sigri Vals,
5:1. Þá léku ÍA og ÍBK og sigr-
aði ÍA 2:0.
Valsstúlkur byijuðu leikinn af
miklum krafti. KR-liðið-var að
sama skapi slakt, og eftir ramlega
korter var staðan orðin 4:0 fyrir
Val!
Pyrsta mark Vals skoraði Bryndís
Valsdóttir á 10. mínútu. Markmað-
ur KR átti lélega sendingu sem
Bryndís komst inn í og eftirleikur-
inn var auðveldur fyrir hana, 1:0.
Annað markið kom tveimur mínút-
um seinna. Magnea Magnúsdóttir
átti góða fyrirgjöf utan af kanti sem
Ingibjörg Jónsdóttir framlengdi
laglega í markið, 2:0. Bryndís skor-
aði þriðja markið nokkram mínút-
um seinna, vippaði örugglega yfír
Sigríði í marki KR sem hafði hætt
sér nokkuð framarlega. Á 23.
mínútu kom fjórða mark Vals. Ingi-
björg átti skot langt utan af velli,
sem sigldi yfir Sigríði og hafnaði í
netinu. Staðan í leikhléi var 4:0
fyrir Val.
Síðari hálfleikur var varla byijaður
þegar Valsstúlkur höfðu bætt við
sínu fímmta marki. Ingibjörg átti
skot af stuttu færi, en Karólína
Jónsdóttir sem komin var í mark
KR kom engum vömum við.
Eftir markið drógu Valsstúlkur sig
aðeins til baka og KR-liðið komst
betur inn í leikinn. Helena Ólafs-
dóttir, KR skaut framhjá í dauða-
færi, en bætti fyrir það nokkra síðar
þegar hún vippaði skemmtilega jrfír
Sigrúnu NorðQörð Valsmarkvörð,
5:1.
Þetta urðu lokatölur leiksins, því
hvoragu liðinu tókst að skora það
sem eftir lifði leiksins.
ÍA-ÍBK 2:0
Skagastúlkur unnu öraggan sigur
á IBK. Leikurinn endaði 2:0 og
mörk IA settu þær Ásta Benedikts-
dóttir og Margrét Ákadóttir.
Morgunblaðið/Einar Felur
Bryndís Valsdóttir skorar hér þriðja mark Vals í stórsigri liðsins á KR.