Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 /,Veistu ah pab exu ±% ár sí&an xrib fórum íii um hrabatyreiSsiu-' hlíðici ? Ég vil ekki láta dást að mér í olíulitum heldur i mink. Með morgimkaffmu Nærgöngull? Nei mamma, ekki enn. Ég hringi þá strax. HÖGNI HREKKVÍSI Tollur af hjálpartækjum fatlaðra - svar við grein Gísla Helgasonar í Morgunblaðinu 21. júní 1988 Til Velvakanda. í grein í Morgunblaðinu 21. júní s.l. sem Gísli Helgason skrifar og nefnir: „Góð ríkisstjóm með frá- bæran fjármálaráðherra?“, fjallar hann um innheimtu aðflutnings- gjalda og söluskatts af hjálpartækj- um til fatlaðra og þær breytingar sem urðu á gjaldtöku þessari um síðustu áramót í þeim breytingum á skatta- og tollalögum sem þá tóku gildi. í framhaldi af því birtist les- endabréf frá „borgara" um sama efni í dálkum Velvakanda 26. júní. í þessum pistlum er því haldið fram að lagabreytingar þessar hafi komið sér illa fyrir fatlaða þar sem hjálpartæki séu ekki lengur undan- þegin aðflutningsgjöldum og á sölu þeirra sé lagður söluskattur. Af þessu tilefni þykir mér rétt að skýra nánar þær breytingar sem urðu í þessum efnum, rök fyrir þeim og áhrif þeirra: 1. Til síðustu áramóta var í þágild- andi tollskrárlögum heimild til fjár- málaráðherra til að fella niður að- flutningsgjöld af ýmsum hjálpar- tækjum fyrir sjón- og heymarskert fólk. Heimild þessi var í fram- kvæmd einnig látin taka til sölu- skatts af innflutningi á þessum vörum. Við breytingu tollalaga um ára- mótin var felldur niður allur toll- ur af flestum þeim tækjum sem hér um ræðir. Ekki var því lengur talin þörf á heimild til niðurfellingar á tollum og var hún því afnumin. Um leið urðu tækin söluskattsskyld á ný. 2. Rök fyrir því að fella úr lögum heimildir til að veita undanþágur og niðurfellingu gjalda hafa marg- oft verið tíunduð. Undanþáguleiðin er ómarkviss, erfið í framkvæmd, býður heim geðþóttaákvörðunum og kapphlaupi um gott sæti á vin- sældalistanum. í því efni sem hér er sérstaklega fjallað um eru mar- katilvik þeirra. Þá er á það að líta að gegnum Tryggingastofnun ríkisins og aðrar hjálparstofnan- ir tekur ríkið í mörgum tilvikum þátt í kostnaði fatlaðra við öflun hjálpartækja. Hins vegar er alveg ljóst að það var ekki og er hvorki ætlan fjár- málaráðherra né ríkisstjómarinnar að íþyngja í neinu aðstöðu fatlaðra við þessar breytingar á tekjuöflun- arkerfí ríkisins. Gengið hefur verið út frá því að reglur Tryggingastofnunar um þátttöku í kostnaði við fatlaða við öflun hjálpartækja verði endurskoð- aður þannig að aukin aðstoð vegi upp hugsanlegan kostnaðarauka. Heilbrigðisyfírvöld hafa þegar gert grein fyrir fjárþörf vegna hluta þeirra tækja sem breytingamar taka til og var í því tilefni veitt þriggja milljóna króna aukafjár- veiting í aprílmánuði til þessa. Að auki er unnið að í ráðuneytinu skoðun á því hvaða breytingar æskilegt er að gera á lögum til að auðvelda frekar fötluðum að afla sér þeirra nauðsynlegu tækja sem geri þeim fært að lifa sem eðlile- gustu lífi og að taka eins mikinn þátt í atvinnulífí og kostur er á. Frumvarp þessa efnis var lagt fyrir ríkisstjóm á s.l. vetri en varð innlyksa vegna fjölda mála á þingi. Samkvæmt þessu frumvarpi var gerð breyting á 7. grein söluskatt- slaga og kveðið á um undanþágur vegna „hjólastóla, segulbandstækja og segulbanda fyrir sjónskert fólk, stafí, úr og önnur öryggis- og hjálp- artæki sem sérstaklega eru gerð með tilliti til þarfa sjón- og heymar- skertra.“ - Þetta frumvarp bíður afgreiðslu á haustþingi. Það mun ekki, þrátt fyrir áhyggj- ur af afkomu ríkissjóðs, stranda á núverandi fjármálaráðherra að veita nauðsynlegar aukafjárveiting- ar til að standa við það stefnumál að fötluðum verði ekki gert í neinu erfíðara að afla sér hjálpartækja og er því Gísla, sem og öðrum sem svipað er ástatt fyrir um, bent á að leita til tryggingastofnunar með erindi sín. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra. A hverjum degimeð Bjama Degi Til_ Velvakanda. Ég vakna kl. 7 á morgnana við rödd Bjarna Dags Jónssonar á Stjömunni í útvarpinu og þykir mér þetta sérlega þægileg byijun á deg- inum sem fer í hönd. Mig langar til að þakka Bjama Degi fyrir hvað hann lífgar upp á tilveruna í út- varpsþáttum sínum. Mér segir svo hugur að ég sé ekki ein um það álit. Hann er virkilega fundvís á ljúfar minningar í tónlistinni, svo er hann einkar áheyrilegur sjálfur. Bestu þakkir fyrir margar góðar stundir, Bjami Dagur. Mér fínnst þú alveg ómissandi. „. , Sigrun. Víkverji skrifar Víkverji er undrandi á þeirri ástæðu, sem gefin er fyrir þvi að ísland komst ekki á blað í könn- un um réttindi kvenna í heiminum. Frá niðurstöðum hennar var greint í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag- inn og höfðu þær þá birzt í banda- ríska blaðinu Washington Post dag- inn áður. Sharon L. Camp, talsmað- ur þeirra, sem stjórnaði könnuninni geftir þá skýringu, að ekki hafí tekizt að fá nægjanlegar og ábyggi- legar upplýsingar frá íslandi um jafnrétti kvenna. í þessu svari kem- ur ekki afdráttarlaust fram, hvort og þá hvernig reynt var að afla upplýsinga frá íslandi. En hafi það verið gert, hlýtur það að teljast með ólíkindum, að ekki hafi verið hægt að svara því erindi á fullnægjandi hátt. Víkveiji hélt satt að segja, að allar tölulegar upplýsingar lægju ljósar fyrir hér á landi og að nægir starfskraftar væru fyrir hendi hjá þvi opinbera til að setja saman svar- bréf um réttindi kvenna hér á landi, svo ekki sé minnzt á samtök kvenna eða sjálft jafnréttisráð. En úr þessu má bæta, því þeir sem könnunina gerðu segjast gjarn- an vilja taka á móti upplýsingum um stöðu kvenna á íslandi og birta þær. Það skilyrði er sett, að hagtöl- ur megi ekki vera eldri en frá árinu 1974. Víkverji trúir því ekki að það skilyrði standi í þeim, sem eiga að gæta hagsmuna okkar, stórra sem smárra, í hinum stóra heimi. Það skaðar vart málstað Islands, þótt upplýsingar um réttindi kvenna á íslandi birtist í Bandaríkjunum um þessar mundir. Varla yrðu þær vatn á myllu „Grænfriðunga". xxx * Inýlegu Skagablaði rakst Víkveiji á viðtal við Kristínu Steinsdóttur rithöfund, þáfysem hún fjallar með- al annars um barnabækur, en sjálf hefur Kristín m.a. skrifað verð- launabókina „Franskbrauð með sultu" og semur nú framhald henn- ar. í viðtalinu segir Kristín: „Fyrir nokkrum árum voru varla skrifaðar aðrar bækur fyrir börn en vanda- málabækur. Raunsæisstefnan var þá í fyrirrúmi og auðvitað eru vandamál barna í þjóðfélaginu okk- ar sígilt umræðuefni. En mér fund- ust þessar bækur of gleðisnauðar og held, að þær hafi nú gengið sér til húðar. Síðan hafa komið á markaðinn nokkrar bækur sem fara aftur í tíma og eru gjaman byggðar á ævi eða bernsku höfundanna. Yfír þess- um bókum hefur gjaman verið ævintýrablær, en engin heims- hryggð eins og í vandamálabókun- um.“ Víkveiji minnist þess, að í lesefni hans í æsku vom mörg ævintýri og að sögur gengu bæði út á gleði og sorg, en voru ekki gleðisnauðar með öllu, eins og Kristín lýsir vandamálabókunum. Það gleður því Víkveija ósegjanlega, að ævintýrið skuli aftur vera komið í bamabæk- umar. Enda er heimshryggð og ekkert annað auðvitað jafnfjarri raunveruleikanum og að hann sé eintóm gleði. Vitaskuld verða sögu- persónur bæði fyrir gleði og sorg segir Kristín í framangreindu sam- tali. Þannig er það líka í raun- vemlegum ævintýmm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.