Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
43
Marteinn kvikmyndar á Skansinum.
k-yni og þótti sú reið glæst.
Þegar komið var á Skansen fór
fram hátíðarmessa í Seglorkirkju.
Þar rúmast þrjú til fjögur hundruð
manns í sæti en það dugði ekki
til. Var því brugðið á það ráð að
slá upp hátölurum utan við kirkj-
una og hlýddu hundruðir manna
messu undir berum himni, bæði
Svíar og íslendingar. Séra Auður
Eir Vilhjálmsdóttir predikaði en
séra Helga Soffía Konráðsdóttir
Svíþjóðarklerkur íslendinga þjón-
aði fyrir altari. Orgelleikari var
Ivar Rendahl.
Að messu lokinni var hátíðin
formlega sett á svokallaðri Sollid-
ensenu. Því næst flutti fjallkonan
ljóð Hannesar Péturssonar, Bláir
eru dalir þínir. í hlutverki fjallkon-
unnar var Unnur Guðjónsdóttir.
Hún hefur búið í Svíþjóð árum
saman en margir heima minnast
hennar síðan hún stjómaði íslenska
ballettflokknum. Þessu næst hélt
sendiherra íslands í Stokkhólmi,
Þórður Einarsson, stutta tölu.
Þegar sendiherrann hafði lokið
máli sínu söng Gunnar Guðbjöms-
son, nýútskrifaður tenór frá Nýja
tónlistarskólanum, við píanóundir-
Gengið til kirkju.
leik Guðbjargar Siguijónsdóttur.
Söng Gunnar fyrst þjóðlög, bæði
sænsk og íslensk, en brá sér svo
yfir í óperettusöng. Vakti söngur
hans mikinn fögnuð enda var hann
klappaður upp hvað eftir annað.
Þau Gunnar og Guðbjörg komu til
Stokkhólms gagngert til að
skemmta löndum sínum og gerðu
Flugleiðir þá ferð mögulega með
því að koma þeim endurgjaldslaust
yfir hafið.
Hátíðinni lauk svo með því að
sýndur var gangur íslenskra hesta
og böm fengu að bregða sér á
bak. Veðurguðir þeir sem ríkja
yfir veðmm og vindum í Stokk-
hólmi vom í öllu betra skapi en
félagar þeirra í Reykjavík. Vermdu
þeir hvers manns vanga í glamp-
andi sól og 24 stiga hita meðan
þeir sem fögnuðu sautjándanum í
Reykjavík máttu nær bjarga sér á
sundi þótt svo ætti að heita að
þeir hefðu fast land undir fótum.
Þess skal að lokum getið, að
þeir Bjöm Garðarsson og Marteinn
Sigurgeirsson kvikmynduðu
hátíðahöldin og er ætlunin að gera
heimildamynd um þennan merkis-
atburð.
I
Kodak
Filma
Ólympluleikanna
999
TRYGGÐU GÆÐIN
-TAKTÁ KDDAK...
f=ma
Kmntse
DBiSIICECBGtlIIB
SKIPHOLTI 31
Feröa-
tryggingar
aréttU ::ö|Ur ef
^ttuÞ^íta sinn*
vanta
Milljónirá hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111
SJÓVÁ
Kjörbók Landsbankans
Fyrirmynd annarra bóka.
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna