Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
Útgefandi nuÞIfifttfe Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið.
Gorbatsjov vill
„hreinræktað
lýðræði“
Iræðu sinni í upphafi 19.
flokksráðstefnu sovéskra
kommúnista sagði Míkhafl
Gorbatsjov, aðalritari flokks-
ins, að í Sovétríkjunum ætti
að koma á fót „hreinræktuðu
lýðræði, án nokkurra fyrir-
vara“. Hann sagði einnig að
breyta ætti stjómkerfinu á
þann hátt, að það lyti forystu
öflugs forseta, sem færi með
völd á sviði utanríkis- og örygg-
ismála, og skipaði ríkisstjóm.
Þannig yrði um hnútá búið að
forsetinn yrði kjörinn af 2.250
manna þingi, sem valið yrði til
í leynilegri kosningu milli nokk-
urra frambjóðenda. Landinu
ætti að stjóma þannig en
Kommúnistaflokkur Sovétríkj-
anna setti þjóðinni og ríkinu
markmið.
í rúm 70 ár, eða síðan bylt-
ingin var gerð í Sovétríkjunum,
hefur því verið haldið miskunn-
arlaust á loft af þeim, sem þar
hafa ráðið lögum og lofum, að
þeir gerðu það á lýðræðislegum
gmnni. Þar, ekki síður en á
Vesturlöndum, fengi fólkið að
ráða, raunar hefði það tekið
völdin í byltingunni undir for-
ystu Vladimírs Leníns. Öllum
sönnum lýðræðissinnum hefur
verið ljóst, að í Sovétríkjunum
er alræði en ekki lýðræði. Fólk-
ið, alþýðan, hefur aðeins verið
eign ríkisins eins og dráttarvél-
ar eða kjamorkukafbátar. Sov-
éskum stjómvöldum hefur ekki
tekist að skapa þjóðfélag, sem
veitir borgumnum sama rétt
og sömu lífsgæði og við njótum,
sem við lýðræði búum. I ræð-
unni á þriðjudag réðst Gorb-
atsjov á ríkjandi stjómkerfi í
Sovétríkjunum meðal annars
með þeim orðum, að því hefði
mistekist að vemda þjóðina
gegn mönnum eins og Jósef
Stalín og Leoníd Brezhnev.
Þarf frekari vitnanna við?
Ráðstefna á borð við þá, sem
nú er efnt til að fmmkvæði
Gorbatsjovs í Moskvu, hefur
ekki verið haldin í Sovétríkjun-
um síðan 1941. Saga sovéska
kommúnistaflokksins geymir
dæmi um að slíkar samkundur
hafí verið notaðar til að hreinsa
til í flokknum og losa leiðtoga
hans við þá, sem þeir töldu
standa í vegi fyrir sér og sínum.
Það á eftir að koma í ljós, hvort
þannig verður að verki staðið
að þessu sinni. Líklegast er,
að Gorbatsjov leggi meira upp
úr því að fá víðtækan stuðning
við stefnumið sín en losa sig
við einstaka menn. Hann sér
það vafalaust gerast með öðr-
um hætti en áður, ef tillögur
hans um gjörbreytta stjómar-
hætti í Sovétríkjunum ná fram
að ganga.
Valdaskipanin í Sovétríkjun-
um er í þríþætt: Flokkurinn,
herinn og öryggislögreglan
KGB. Umbótatillögur Gorb-
atsjovs ná til fyrsta þáttarins:
Flokksins eða stjómmálakerfis-
ins, þær snerta pólitíska valda-
kerfíð og stöðu þess gagnvart
þegnunum, auk þess sem í þeim
felst fyrirheit um meiri
lífsnauðsynjar og meira svig-
rúm til að láta í ljós skoðanir
sínar og vilja. Herinn og KGB
hafa ekki tileinkað sér nýja
starfshætti í anda perestrojku
og glasnost. Það vakti sérstaka
athygli, að í tæplega fjögurra
tíma setningarræðu sinni
minntist Gorbatsjov ekki á
breytingar á starfsháttum
KGB. Enu er lögreglunni sigað
á fólk á götum úti í Moskvu,
sem kemur saman til að láta
skoðanir sínar í ljós og „mót-
mæla“, þótt það virðist ekki
einu sinni vita hvem það er að
gagnrýna. Rauði herinn fær
einnig enn allt sem hann vill
og meira en hann hefur þörf
fyrir til að veija Sovétríkin. í
Póllandi kom í ljós 1981, að
herinn var til taks og fékk
stjómartaumana í sínar hendur
þegar flokkurinn hafði ekki
lengur þrek til að beija niður
óskir almennings um bætt kjör
og frelsi. .
Nauðsynlegt er að hafa þess-
ar staðreyndir í huga, þegar
tillögur Gorbatsjovs er skoðað-
ar. I jafn stöðnuðu þjóðfélagi
og Sovétríkin em þarf hugrekki
til að ganga fram fyrir skjöldu
með þeim hætti sem Gorbatsjov
hefur gert. En einmitt vegna
þeirrar kreppu sem nú hijáir
sovéska kommúnista og hug-
sjónir marxista um heim allan
kann að vera lag fyrir Gorb-
atsjov að hverfa frá hinni gjald-
þrota hugmyndafræði Marx og
Leníns án þess að verða sjálfur
fómarlamb afturhaldsafla; öll-
um er ljóst að þau hafa ekki
upp á neitt annað að bjóða en
örbirgð og vandræði. Þau em
talsmenn Stalíns og Brezhnevs.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
FRIÐRIK INDRIÐASON
IADS:
NATO ver 13 milljörðum
til að koma upp tölvukerfi
íslensk hugbúnaðarfyrirtæki annast hluta verksins
í næsta mánuði mun Atlantshafsbandalagið leggja fram útboðsgögn fyrir tölvukerfi sem það setur upp hér
á landi og ber nafnið IADS eða Icelandic Air Defence System (íslenska loftvamakerfið). Kerfinu er ætlað
að taka við upplýsingum á íslenska flugstjórnarsvæðinu frá öllum hugsanlegum heimildum, aðallega frá
ratsjárstöðvum í landinu en einnig frá AWACS-flugvélum, flugmóðurskipum, kafbátum, islensku flugum-
ferðarstjórninni, almannavömum o.fl. og sýna þær upplýsingar á myndrænan hátt á tölvuskjám þannig
að hægt verði að sjá alla umferð um fyrrgreint svæði á hvaða timum sem er. IADS er hluti af upp-
byggingu hinna nýju ratsjárstöðva hérlendis. Tvær nýjar er verið að reisa og tvær verða enduraýjaðar.
Er ein stöð á hveiju landshorni.
Aætlaður kostnaður við þetta
kerfí og þann búnað sem því
fylgir er 300 milljónir dollara eða
um 13 milljarðar króna. Aðalverk-
takar við verkið verða sennilega
bandarískir en íslensk hugbúnaðar-
fyrirtæki eiga þess kost að annast
hluta verksins sem undirverktakar.
Það sem er nýtt við tölvukerfið
er að hugbúnaðurinn verður skrifað-
ur með ADA forritun og skal notast
við tæki sem hægt er að fá á almenn-
um markaði. Aður hafa samskonar
kerfí ávallt verið sérsmíðuð af sér-
stökum herverktökum og í hemaða-
rumhverfí. Þetta nýmæli er talið
mikilvægt fyrir íslendinga því það
gerir okkur kleift að taka þátt í þessu
verki eins og síðar verður vikið að.
Sökum þess að notast verður við
ADA forritun verður þetta kerfí hið
fyrsta sinnar tegundar í heiminum
og kemur til með að hafa mikil áhrif
á hinn almenna markað á þessu sviði
er fram í sækir.
Sem fyrr segir verða aðalverktak-
ar við þetta verk sennilega banda-
rískir og þeir helstu sem til greina
koma eru fyrirtæki á borð við Hug-
hes-samsteypuna, Litton Data Sy-
stems, UnisyS, Boeing og Lockheed.
Þátttaka íslendinga byggist á því að
hagkvæmara er að vinna ýmsa þætti
verksins hér á landi en annars staðar
og má þá nefna uppsetningu tælq'-
anna, þjálfun á þau, kennslu í með-
ferð þeirra og viðhald.
Icelandic Software Consor-
tium
Þrjú íslensk tölvufyrirtæki hafa
myndað með sér hugbúnaðarsam-
steypu ISC eða Ieelandic Software
Consortium og á hún nú í samn-
ingaviðræðum við bandarísk fyrir-
tæki sem ætla að taka þátt í út-
boði verksins sem aðalverktakar.
Fyrirtækin þijú eru Tölvumyndir
hf., VKS og Artek. Til að skýra
þátt hvers fyrir sig má í stórum
dráttum segja að Tölvumyndir hafi
hina myndrænu og grafísku þekk-
ingu, VKS hefur reynslu af vinnu
með stór kerfí og Artek hefur búið
til einn af þeim fáu ADA þýðendum
sem til eru í heiminum. Þannig
hafa fyrirtækin sameiginlega vald
á öllum þeim þáttum sem til þarf.
Friðrik Sigurðsson einn af eig-
endum Tölvumynda segir í samtali
við Morgunblaðið að þeir hafi átt
viðræður við vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins og Félag
íslenskra iðnrekenda um þetta mál
en vamarmálaskrifstofan hefur lagt
mikla vinnu í að tryggja að íslensk-
ir aðilar eigi sem stærstan þátt í
verkinu.
Fram kemur í máli Friðriks að
smíði og viðhald IADS byggist á
tveimur samningum við tvær mis-
munandi stofnanir Bandaríkjahers.
Smíðin sjálf verður samkvæmt
samningi við Electronic System
Division (ESD) en viðhaldið fram-
kvæmt eftir samningi við Tactical
Air Command (TAC). Ljóst hefur
verið frá upphafi að íslendingar
muni lítt eða ekkert koma við sögu
í samningum við ESD en útboðs-
gögn IADS gera aftur á móti ráð
fyrir að íslendingar sjái aifarið um
viðhald hugbúnaðar IADS sam-
kvæmt samningi við TAC.
„Við höfum átt í viðræðum við
nokkra af væntanlegum aðalverk-
tökum IADS og þar hefur komið
fram að 20 til 30 forritarar geti
annast viðhaldsþátt verksins." segir
Friðrik Sigurðsson.
Hlutafélag með aðild Þró-
unarfélag-sins
ISC hefur nú þá hugmynd varð-
andi viðhaldsþáttinn að stofnað
verði hlutafélag með aðild Þróunar-
félagsins og þeirra íslensku hug-
búnaðarfyrirtækja sem koma til
með að vinna að viðhaldinu. Friðrik
segir að þeir telji æskilegt að hug-
búnaðarfyrirtækin eigi meirihluta
hlutafjár í félaginu og er ástæðan
sú að í þessum fyrirtækjum liggur
Aðalfundur Rauða kross íslands:
Hækkun tekna milli ára
nam nær 50 milliónum
Seyðisfirði.
Á AÐALFUNDI Rauða kross ís-
lands sem var haldinn nú nýverið
á Egilsstöðum kom fram að af-
koman á síðastliðnu ári var góð.
Heildartekjur félagsins námu
131,2 miHjónum króna en vom
86.3 milljónir árið á undan, hækk-
un tekna milli ára er því 52%, og
munar þar mest um tilkomu Hót-
els Lindar. Rekstrargjöld vom
113.3 milljónir króna, en vom
78,6 milljónir árið á undan sem
er 44% hækkun milli ára. Þegar
búið er að taka tillit til gjald-
færðra fjárfestinga í söfnunar-
kössum, fjármunatekna og fjár-
magnsgjalda era tekjur umfram
gjöld 13 milljónir króna. í efna-
hagsreikningi kemur fram að
heildareignir félagsins í árslok
1987 vom 177,6 miljjónir en eigið
fé 136,3 mifljónir króna.
Verkefni á vegum félagsins voru
á árinu bæði með hefðbundnum
hætti og ný. Það sem hæst ber eru
framkvæmdir við húseign félagsins
á Rauðarárstíg 18, endumýjun á
húsinu og byggingu fjórðu hæðar,
en öllum framkvæmdum lauk á ár-
inu. Heildarfjárfestingin er um 132
milljónir þegar tekið er tillit til maka-
skipta á húseign við Skipholt, milli-
greiðslu og byggingarkostnaðar.
Starfsemi Hótels Lindar hófst í maí
1987 og var Ólafur Öm Ólafsson
ráðinn hótelstjóri. Helstu breytingar
á starfsmannahaldi félagsins á árinu
vom þær að Jón Ásgeirsson, sem
verið hefur framkvæmdastjóri þess
frá árinu 1981, lét af störfum og við
tók Hannes Hauksson viðskiptafræð-
ingur, áður fjármálastjóri félagsins,
og Bima Stefnisdóttir var ráðin
deildarstjóri innanlandsdeildar. Guð-
jón Magnússon formaður Rauða
krossins setti fundinn og kom fram
í máli hans að á árinu hefði verið
unnið markvisst að því að tryggja
sem best fjárhagslega stöðu félags-
ins með því að nýta betur tekjustofna
og skapa fleiri. Samkeppnin væri
harðnandi með tilkomu nýrra fjáröfl-
unarleiða annarra félagasamtaka og
einsýnt væri að stjómvöld ætluðu
þar ekki að beita takmörkunum.
Rauði krossinn yrði því að vera vel
á verði ef hreyfíngin ætlaði sér að
halda sömu umsvifum og verið hafa
undanfarin ár. Guðjón sagði að rekst-
ur sjúkrahótels og hótels hefði geng-
ið vel og almenn ánægja væri með
allt fyrirkomulag þeirrar starfsemi
og hafnar væru viðræður við heil-
brygðisyfírvöld um að rýmka heimild
sjúkrahótelsins svo unnt yrði að
sinna þörfum fleiri sjúklingahópa.
Sjúkrahótelið er rekið sem sérstök
deild í Hótel Lind á efstu hæðinni
og rúmar allt að 34 gesti í tveggja
manna herbergjum. Starfsemi
sjúkrahótelsins er þannig aðskilin frá
hinum hluta hótelsins nema að það
er sameiginleg jriirstjórn, móttaka,
matseld og næturvarsla. Á undan-
fömum ámm hefur vantað aðstöðu
fyrir aðstandendur sjúklinga utan af
landi auk sjúklinga sem samkvæmt
lögum fá ekki greiddan dvalarkostn-
að frá sjúkrasamlagi. Á síðastliðnu
ári tók hótelið upp þá nýbreytni að
bjóða þessum einstaklingum gistingu
gegn vægu gjaldi. Einnig var haldið
áfram í samráði við öldrunardeildir
sjúkrahúsanna að bjóða hvíldarinn-
lagnir fyrir gamalt fólk. í ársskýrslu
félagsins kemur fram að alls bárust
18 hjálparbeiðnir frá aðalstöðvum
Rauða krossins í Genf og þar af svar-
aði félagið 15 beiðnum. Samtals voru
sendir 55.500 svissneskir frankar í
reiðufé til hjálparstarfa í Kóreu, Fiji,
Bangladesh, Mauritaníu,
Mosambique, Eþíópíu, Ecuador, Ug-
anda, Lesotho og Filippseyjum. Haf-
inn var undirbúningur að þróunar-
verkefni í Eþíópíu þar sem Rauði
krossinn mun starfa að eflingu og
uppbyggingu Rauða krossdeildarinn-
ar í Gojjam-héraði og fór deildar-
stjóri Alþjóðadeildar til Eþíópíu í
október til viðræðna við heimamenn
um þetta verkefni. Vemdun linda er