Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 ÍÞRÚmR FOLK ■ TONY Woodcock, fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Arsenal, sem hefur leikið með Köln, hefur verið seldur frá félag- inu. Woodcock fór ekki langt. Fortuna Köln keypti hann fyrir 7.7 millj. ísl. kr. ■ REAL Madríd var sektað um 2.4 millj. ís. kr. vegna framkomu leikmanna sinna í Evrópuleik gegn Eindhoven. Þá voru tveir leikmenn liðsins dæmdir í leikbann. Michel fékk níu leikja bann og Hugo Sanc- hez fékk þriggja leikja bann, en þeir voru mjög dólgslegir við dóm- ara leiksins. ■ DANSKIR handknattleiks- dómarar hafa verið útnefndir í dóm- yahóp þann sem dæmir á Ólympíuleikunum í Seoul. Það eru þeir Ole Christensen og Per Godsk Jörgensen. ■ TÓRINÓ hefur ákveðið að gefa danska leikmanninum Klaus Bergreen frí. Félagið ætlar ekki að nota krafa hans áfram í itölsku knattspymunni. Róma, sem lánaði Bergreen til Tórínó, vill ekki fá hann aftur. Danska félagið Lyng- by hefur mikinn áhuga á að fá þennan 30 ára leikmann til sín. ■ WALTER Zenga, landsliðs- markvörður ítaliu, sem leikur með Inter Mílanó, verður skorinn upp fyrir meiðslum í hné í dag. Zenga, sem meiddist á æfingu í EM í V- Þýskalandi, verður frá æfíngum í sex vikur. I JAN Zelenzny, heimsmeistari í spjótkasti frá Tékkóslóvakíu, kastaði spjótinu 86.88 m á Grand Prix-móti í Leverkusen í V- 4- Þýskalandi á miðvikudagskvöld- ið. Það er lengsta kast sem spjót- kastari hefur náð í ár. Zelenzny keppir í Helsinki í Finnlandi í kvöld, en þar verða saman komnir tíu bestu spjótkastarar heims. Að sjálfsögðu verður Einar Vilhjálms- son þar í sviðsljósinu. ■ SETGEI Bubka, heimsmet- hafi í stangarstökki, tekur þátt f mótinu í Helsinki. Hann mun reyna að bæta heimsmet sitt - 6.05 m, sem hann setti í 9. júní. Bubka á fímm hæðstu stökk heims. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Sovétmenn hafa tekið upp nýjar leikaðferðir: „Rússneska rúllettan" fyrst í Laugardalnum „Höfum lært mikið af Cruyff og félögum," segir Vasilij Rats, lykilmaðursovéska landsliðsins Vaslllj Rats KNATTSPYRNA Ellertá á ferðinni i fjoru- tíuár ELLERT B. Schram, formaður Knattspyrnusambands ís- lands, lék tímamótaleik í gœr- kvöldi á KR-vellinum. Það eru nú liðin fjörutíu ár síðan ELLert lék sinn fyrsta knattspyrnuleik með KR. Hér á myndinni sést Ellert á heimavelli. Hann heldurá platta sem hann fékk fyrir tólf ára vel unnin trúnaðarstörf fyr- ir UEFA - Knattspyrnusam- bands Evrópu. Ellert var heiðraður sérstaklega á árs- þingi sambandsins í Múnchen á dögunum. SOVÉTMENN komu einna mest á óvart í Evrópukeppni landsliðs í V-Þýskalandi - fyrir fjölbreytileg leikkerfi, sem þeir hafa ekki beitt áður. Það er greinilegt að nýir vindar blása nú um landslið Sovétmanna og þeir ætla sér stóra hluti í fram- tíðinni. „Við höfum nú tekið stefnuna á heimsmeistara- keppnina á Ítalíu 1990,“ sagði Vasilij Rats, miðvallarspilari og lykilmaðurinn í sovéska iands- liðinu. Sovéska landsliðið er í mikilli framför. Leikmenn liðsins, sem geta hæglega skipt um hraða þegar við á, sýdu mikla flölbreytni í leik sínum. Rats, sem er fæddur í Ung- verjalandi, stjómar leik liðsins. „Við horfðum á mörg myndbönd sem sýndu leiki hollenska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni 1974, þeg- ar Johan Cruyff og félagar vom upp á sitt besta, fyrir Evrópukeppn- ina í Vestur-Þýskalandi. Við höftim tekið leik hollenska liðsins 1974 til fyrirmyndar og höfum lært mikið af Cmyff og félögum. Það verður ekkert gefíð eftir og við munum halda áfram á sömu braut. Mætum sterkir til leiks í heims- meistarakeppninni. Okkar fyrsti leikur verður gegn íslendingum í Reylq'avík, en þar lékum við ein- mitt okkar fyrsta leik í undan- keppni Evrópukeppninnar og urð- um að sætta okkur við jafntefli, 1:1,“ sagði Rats, sem stjómar nýju „rússnesku rúllettunni." íslendingar, Sovétmenn, Austurrík- ismenn, A-Þjóðveijar og Tyrkir leika saman í riðli í HM. Tvær efstu þijóðimar í riðlinum komast í úrslitakeppni HM á Ítalíu. OL-LEIKARNIR Seoul versti staðurinn Formaður alþjóða olympíu- nefndarinnar, Juan Antonio Samarance, þykir var um sig í ummælum við fréttamenn. Á ■■■■■i fréttamanna- Frá fundi sem hald- Siguijóni jnn var hér í Osló Einarssyni ( vikunni, að lok- i oregt jnn Noregsheim- sókn forsetans, þótti hann óvenju tungulipur, og lét meðal annars hafa eftir sér, að Seoul hefði verið versti staður sem Ólympíunefndin hefði geta valið, fyrir Ólympíuleikana í haust. „Ég óttast það sem hent getur á meðan leikunum stendur, og sá ótti mun vara þar til þeim lýkur," sagði forsetinn. Samar- ance hefur ekki áður tekið svo djúpt í árinni hvað varðar hugs- anlega ólgu og uppþot í Seoul á Ólympíuleikunum. KR-VÖLLUR KL. 20.00 KR - VALUR Woodex A VIÐINN BAR STEAK HOUSE Tölvupappír ílll FORMPRENT Hvl-ltlM|Olll /1» mmmi /VH,l) FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Vésteinn keppir í London Frjálsíþróttamenn á ferð og flugi FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN eru nú á faraldsfæti. Einar Vilhjálms- son keppir á Grand Prix í Hels- inki í kvöld og Þórdís Gísladótt- irtekur þátt í móti íVesteras í Svíþjóð, þar sem hún keppir í hástökki. Vésteinn Hafsteinsson mun halda til London í næstu viku og keppa þar í kringlukasti í Grand Prix 8. júlí. Það getur einnig farið svo að Vésteinn og Einar Sigurðs- son, spjótkastari, taki þátt í sama móti og Einar Vilhjálmsson tekur þátt í Stokkhlómi í 5. júlí. Sex fijálsíþróttamenn taka þátt í Árhúsarleikunum í Danmörku í næstu viku. Pétur Guðmundsson keppir í kúluvarpi, íris Grönfeldt í spjótkasti, Svanhildur Kristjóns- dóttir í hlaupum, Sigurður T. Sig- urðsson og Kristján Gissurarson í stangarstökki og Guðmundur Sig- urðsson í 800 m hlaupi. Egill náði góðum árangri í V-Þýskalndi Egill Eiðsson, sem hefur verið við æfingar og keppni í V-þýska- landi, hefur náð góðum árangri á mótum þar að undanfömu. Egill hljóp 400 m grindahlaup á 52.87 sek., en aðeins þeir Þorvaldur Þórsson og Stefán Hallgrímsson hafa náð betri árangri. Þá hljóp Egill 200 m á 22.06 sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.