Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 58

Morgunblaðið - 30.06.1988, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 ÍÞRÚmR FOLK ■ TONY Woodcock, fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Arsenal, sem hefur leikið með Köln, hefur verið seldur frá félag- inu. Woodcock fór ekki langt. Fortuna Köln keypti hann fyrir 7.7 millj. ísl. kr. ■ REAL Madríd var sektað um 2.4 millj. ís. kr. vegna framkomu leikmanna sinna í Evrópuleik gegn Eindhoven. Þá voru tveir leikmenn liðsins dæmdir í leikbann. Michel fékk níu leikja bann og Hugo Sanc- hez fékk þriggja leikja bann, en þeir voru mjög dólgslegir við dóm- ara leiksins. ■ DANSKIR handknattleiks- dómarar hafa verið útnefndir í dóm- yahóp þann sem dæmir á Ólympíuleikunum í Seoul. Það eru þeir Ole Christensen og Per Godsk Jörgensen. ■ TÓRINÓ hefur ákveðið að gefa danska leikmanninum Klaus Bergreen frí. Félagið ætlar ekki að nota krafa hans áfram í itölsku knattspymunni. Róma, sem lánaði Bergreen til Tórínó, vill ekki fá hann aftur. Danska félagið Lyng- by hefur mikinn áhuga á að fá þennan 30 ára leikmann til sín. ■ WALTER Zenga, landsliðs- markvörður ítaliu, sem leikur með Inter Mílanó, verður skorinn upp fyrir meiðslum í hné í dag. Zenga, sem meiddist á æfingu í EM í V- Þýskalandi, verður frá æfíngum í sex vikur. I JAN Zelenzny, heimsmeistari í spjótkasti frá Tékkóslóvakíu, kastaði spjótinu 86.88 m á Grand Prix-móti í Leverkusen í V- 4- Þýskalandi á miðvikudagskvöld- ið. Það er lengsta kast sem spjót- kastari hefur náð í ár. Zelenzny keppir í Helsinki í Finnlandi í kvöld, en þar verða saman komnir tíu bestu spjótkastarar heims. Að sjálfsögðu verður Einar Vilhjálms- son þar í sviðsljósinu. ■ SETGEI Bubka, heimsmet- hafi í stangarstökki, tekur þátt f mótinu í Helsinki. Hann mun reyna að bæta heimsmet sitt - 6.05 m, sem hann setti í 9. júní. Bubka á fímm hæðstu stökk heims. KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Sovétmenn hafa tekið upp nýjar leikaðferðir: „Rússneska rúllettan" fyrst í Laugardalnum „Höfum lært mikið af Cruyff og félögum," segir Vasilij Rats, lykilmaðursovéska landsliðsins Vaslllj Rats KNATTSPYRNA Ellertá á ferðinni i fjoru- tíuár ELLERT B. Schram, formaður Knattspyrnusambands ís- lands, lék tímamótaleik í gœr- kvöldi á KR-vellinum. Það eru nú liðin fjörutíu ár síðan ELLert lék sinn fyrsta knattspyrnuleik með KR. Hér á myndinni sést Ellert á heimavelli. Hann heldurá platta sem hann fékk fyrir tólf ára vel unnin trúnaðarstörf fyr- ir UEFA - Knattspyrnusam- bands Evrópu. Ellert var heiðraður sérstaklega á árs- þingi sambandsins í Múnchen á dögunum. SOVÉTMENN komu einna mest á óvart í Evrópukeppni landsliðs í V-Þýskalandi - fyrir fjölbreytileg leikkerfi, sem þeir hafa ekki beitt áður. Það er greinilegt að nýir vindar blása nú um landslið Sovétmanna og þeir ætla sér stóra hluti í fram- tíðinni. „Við höfum nú tekið stefnuna á heimsmeistara- keppnina á Ítalíu 1990,“ sagði Vasilij Rats, miðvallarspilari og lykilmaðurinn í sovéska iands- liðinu. Sovéska landsliðið er í mikilli framför. Leikmenn liðsins, sem geta hæglega skipt um hraða þegar við á, sýdu mikla flölbreytni í leik sínum. Rats, sem er fæddur í Ung- verjalandi, stjómar leik liðsins. „Við horfðum á mörg myndbönd sem sýndu leiki hollenska landsliðsins í heimsmeistarakeppninni 1974, þeg- ar Johan Cruyff og félagar vom upp á sitt besta, fyrir Evrópukeppn- ina í Vestur-Þýskalandi. Við höftim tekið leik hollenska liðsins 1974 til fyrirmyndar og höfum lært mikið af Cmyff og félögum. Það verður ekkert gefíð eftir og við munum halda áfram á sömu braut. Mætum sterkir til leiks í heims- meistarakeppninni. Okkar fyrsti leikur verður gegn íslendingum í Reylq'avík, en þar lékum við ein- mitt okkar fyrsta leik í undan- keppni Evrópukeppninnar og urð- um að sætta okkur við jafntefli, 1:1,“ sagði Rats, sem stjómar nýju „rússnesku rúllettunni." íslendingar, Sovétmenn, Austurrík- ismenn, A-Þjóðveijar og Tyrkir leika saman í riðli í HM. Tvær efstu þijóðimar í riðlinum komast í úrslitakeppni HM á Ítalíu. OL-LEIKARNIR Seoul versti staðurinn Formaður alþjóða olympíu- nefndarinnar, Juan Antonio Samarance, þykir var um sig í ummælum við fréttamenn. Á ■■■■■i fréttamanna- Frá fundi sem hald- Siguijóni jnn var hér í Osló Einarssyni ( vikunni, að lok- i oregt jnn Noregsheim- sókn forsetans, þótti hann óvenju tungulipur, og lét meðal annars hafa eftir sér, að Seoul hefði verið versti staður sem Ólympíunefndin hefði geta valið, fyrir Ólympíuleikana í haust. „Ég óttast það sem hent getur á meðan leikunum stendur, og sá ótti mun vara þar til þeim lýkur," sagði forsetinn. Samar- ance hefur ekki áður tekið svo djúpt í árinni hvað varðar hugs- anlega ólgu og uppþot í Seoul á Ólympíuleikunum. KR-VÖLLUR KL. 20.00 KR - VALUR Woodex A VIÐINN BAR STEAK HOUSE Tölvupappír ílll FORMPRENT Hvl-ltlM|Olll /1» mmmi /VH,l) FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Vésteinn keppir í London Frjálsíþróttamenn á ferð og flugi FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN eru nú á faraldsfæti. Einar Vilhjálms- son keppir á Grand Prix í Hels- inki í kvöld og Þórdís Gísladótt- irtekur þátt í móti íVesteras í Svíþjóð, þar sem hún keppir í hástökki. Vésteinn Hafsteinsson mun halda til London í næstu viku og keppa þar í kringlukasti í Grand Prix 8. júlí. Það getur einnig farið svo að Vésteinn og Einar Sigurðs- son, spjótkastari, taki þátt í sama móti og Einar Vilhjálmsson tekur þátt í Stokkhlómi í 5. júlí. Sex fijálsíþróttamenn taka þátt í Árhúsarleikunum í Danmörku í næstu viku. Pétur Guðmundsson keppir í kúluvarpi, íris Grönfeldt í spjótkasti, Svanhildur Kristjóns- dóttir í hlaupum, Sigurður T. Sig- urðsson og Kristján Gissurarson í stangarstökki og Guðmundur Sig- urðsson í 800 m hlaupi. Egill náði góðum árangri í V-Þýskalndi Egill Eiðsson, sem hefur verið við æfingar og keppni í V-þýska- landi, hefur náð góðum árangri á mótum þar að undanfömu. Egill hljóp 400 m grindahlaup á 52.87 sek., en aðeins þeir Þorvaldur Þórsson og Stefán Hallgrímsson hafa náð betri árangri. Þá hljóp Egill 200 m á 22.06 sek.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.