Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAMÐ, FIMMTUDAGUR’ 80.RHM Í9g8
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
DAGVI8T BARNA.
Þessir hringdu . .
„Sælan við sjóinn“
Guðlaug Nikódemusdóttir,
Langholtsvegi 27, hringdi
og sagði að höfundur vísnanna
er birtust í Velvakanda þann 28.
júní væri Kristján Linnet, fyrrum
sýslumaður á Sauðárkróki. Taldi
hún að hann hefði samið þær á
árunum 1920-1922.
Guðný Richter hringdi
og sagði fýrstu fjórar vísumar
vera eftir mann sinn, Reinhold
Richter en hún vissi ekki um höf-
und seinni hluta kvæðisins.
Ijörnin engin prýði
Einar Jónsson hringdi:
„Mér þykir dálítið einkennilegt
þegar menn fara hástemmdum
orðum um Tjömina okkar hér í
Reykjavík. Þetta em menn sem
augsýnilega þekkja hana mjög
lítið, því ef við lítum raunsæjum
augum á hana er í raun ekki
hægt að lýsa henni nema sem
hálfgerðum fúlapytt, sem lyktar
illa og lítur vesældarlega út við
fjöru. Tjömin er nefnilega ekki
sú borgarprýði sem hún eitt sinn
var.
Mér þætti vel við hæfi, að fólk
kæmi með hugmyndir um að
hreinsa Tjörnina og gera hana að
fallegri tjörn í stað þess að vera
þykjast bera hag þessa pytts fyrir
bijósti með því að mótmæla bygg-
ingu ráðhúss við hana.
Ómerktir póstkassar
Kona hringdi:
„Dóttir mín ber út blöð hér í
Árbæjarhverfi. Hún lendir sífellt
í vandræðum vegna þess hve
margir póstkassar í fjölbýlishús-
um em ómerktir. Þetta er mjög
bagalegt og vildi ég beina þeim
tilmælum til íbúa fjölbýlishúsa að
merkja póstkassa sína, því án-
þess er ómögulegt fyrir blað- og
póstburðarfólk að sjá hvar hver
og einn býr.“
Helgi góður
Magnea hringdi:
„Mig langar til að þakka hljóm-
sveitunum „Síðan skein sól“ og
„The Christians" fyrir frábæra
tónleika fimmtudaginn 16. júní.
Sérstaklega vil ég þakka söngvur-
um hljómsveitanna fyrir skemmti-
lega sviðsframkomu og hvað þeir
lögðu sig fram við að nálgast
áhorfendur. Tónleikar Blow Mon-
keys 17. júní vom ekki eins góð-
ir, minna fjör var á þeim tónleik-
um en meiri ölvun, auk þess sem
sú hljómsveit var ekki eins góð
og tvær þær fyrmefndu.“
„Þótt leið liggi
um borgir...“
Guðni Magnússon hringdi:
„í Velvakanda á þriðjudaginn
var spurt eftir texta við lagið
„Home sweet home“. Textinn er
í íslensku söngvasafni (svokölluð-
um fjárlögum), 2. bindi eftir Sigf-
ús Einarsson og Halldór Jónasson
og byrjar svo: „Þótt leið liggi um
borgir..."
Tvö reiðhjól
Kolbrún hringdi og sagði frá því
að í þrjár vikur hefðu verið tvö
reiðhjól sem hún kannast ekki við
í innkeyrslu að heimili hennar í
Birkihlíð 38. Annað hjólið er grátt
drengjahjól að Juniorgerð, hitt er
bleikt stúlknareiðhjól að Kynast-
gerð. Eigendur hjólanna geta haft
samband við Kolbrúnu í síma
37955.
Stórt handklæði
Stórt, milliblátt handklæði tap-
aðist í karlaklefum Sundlaugar-
innar í Laugardal fyrir mánuði.
Handklæðið er með upphafsstöf-
unum I.H. og getur finnandi skil-
að því til sundlaugarvarðar Laug-
ardalslaugarinnar.
INAFNISANNLEIKANS
Til Velvakanda
Deilur þær sem hafa staðið um
sr. Gunnar Bjömsson, prest
Fríkirkjunnar em árárásarmönn-
um hans til mikillar vansæmdar,
vægt til orða tekið. Þær vekja
reyndar upp þær hugsanir hvort
hér sé um kristið fólk að ræða.
Samkvæmt mínum skilningi er svo
ekki.
Ég var svo lánsöm að eiga mjög
trúaða móður sem lifði vammlausu
lífi, bæði til orðs og æðis og hef
ég því gott fordæmi þegar kemur
að samanburði á hegðun haturs-
manna sr. Gunnars og móður
minnar.
Sr. Gunnar er vinur og sálusorg-
ari fjölskyldu minnar og hefur
reynst afburða vel í báðum hlut-
verkum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
vegið er ómaklega að sr. Gunnari
og hann auðmýktur frammi fyrir
alþjóð. Það er einnig merkilegt að
fjandmennimir eru ávallt þeir
sömu. Því hlýtur að vakna upp sú
spuming: Hvað býr að baki?
Þrenningunni öfund, reiði og
hatri er oft skotið á bak við blæju
sakleysis og reynt að telja fólki
trú um að velferð safnaðarins sé
í húfi og því skuli árásarmenn
þessir stjóma ferðinni og leiða
söfnuðinn á réttar brautir, í þessu
tilfelli af villigötum sr. Gunnars!
Það vill bara svo til að fólk kann
sjálft fótum sínum forráð og þarf
ekki þessa vondu þrenningu til að
leiða sig eitt eða neitt. Sr. Gunnar
hefur hins vegar laðað fólk að
kirkjunni í nafni trúarinnar. Hann
er snjall málflutningsmaður Drott-
ins og hvers frekar getur kristið
fólk krafist af presti sínum og
sálusorgara?
Mál er að þessum ofsóknum
linni. Mig langar að lokum að vitna
í grein sem sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir ritaði í Morgunblaðið
10. apríl. Greinina ritaði sr. Auður
í tilefni af heimsókn í bamamessu
í Fríkirkjunni.
„Því segi ég ykkur kæm lesend-
ur frá gleði minni yfir þessum
góðu móttökum, að mér finnst það
ævinlega gildur þáttur guðsþjón-
ustunnar að finna að við erum
velkomin. Við emm komin í kirkju
með fólki sem er fegið því að við
komum og við finnum sjálf til sam-
hugar með þessu fólki."
Hér mælir mæt og sannkristin
kona og tek ég af alhug undir orð
hennar.
Fjóla Karlsdóttir
Skrif ið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 10 og 12, mánu-
daga til föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa. Meðal efnis,
sem vel er þegið, eru ábendingar
og orðaskiptingar, fyrirspumir og
frásagnir, auk pistla og stuttra
greina. Bréf þurfa ekki að vera
vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og
heimilisföng verða að fylgja öllu
efni til þáttarins, þó að höfundur
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
HEILRÆÐI
Ökumenn: Áfengi er slæmur förunautur. Ölvaður maður við
stýri er stórhættulegur og getur valdið sjálfum sér og öðrum
ólýsanlegu tjóni. ___
VESTURBÆR
Hagaborg — Fornhaga 8
Vantar deildarfóstrur til starfa 1. ágúst eða
eftir samkomulagi.
Upplýsingar gefur forstöðumadur í síma 10268.
PEUGEOT 505 STATION ’87
7 manna bíll. Sjálfskiptur með aflstýri og hemlum,
blár og ekinn 22 þ. km. Verð kr. 950 þús. Góð kjör.
^t&a*aioH
Miklatorgi, símar 15014-17171.
Listi yfir launatekjur NBA-leikmanna birtur i fyrsta skipti:
Pétur Guðmundsson
með 7/4 milljónir á ári
ÆTE
Veiði, bílar, hreysti og
þáttur um hesta.
Auglýsingar í íþróttablaðið þurfa
að hafa borist auglýsingadeild
fyrir kl. 16.00. á föstudögum.
JWDTi0®Wllhlíl(íit^
- blað allra landsmanna