Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 27 19. flokksþing sovéskra kommúnista í Moskvu Nefnd kannar meínta mútuþægni fulltrúa Moskvu, Reuter. ÁKVEÐIÐ hefur verið að skipa nefnd á flokksráðstefnunni í Moskvu til að kanna hvað hæft sé í staðhæfingum um að full- trúar Sovétlýðveldisins Úz- bekístan á ráðstefnunni séu grunaðir um mútuþægni. Sovéska tímaritið Ogonjok birti nýlega grein eftjr Telman Gdljan, sem hefur undanfarin fimm ár stjómað rannsókn á spillingu og glæpum háttsettra embættis- manna í Úzbekístan og Moskvu. I greininni segir að fulltrúar hafi verið valdir á flokksráðstefnuna í Moskvu þrátt fyrir að stofnunum flokksins hafí verið greint frá því að þeir væru gmnaðir um mútu- þægni. „Þetta ber vott um að þau öfl, sem beijast gegn umbótastefnu Gorbatsjovs, eru enn sterk,“ segir Gdljan í greininni. „Hvað ætli slíkir fulltrúar hafi fram að færa fyrir flokkinn og alþýðuna?" bætir hann við. Rafík Níshanov, sem veitir full- trúum Úzbekístans á flokksráð- stefnunni forustu, sagði í gær að á ráðstefnunni hefði verið ákveðið að setja á fót nefnd til að kanna hvort þessar staðhæfingar væru réttar. Nefndin ætti síðan að greina frá niðurstöðu sinni á ráð- stefnunni innan skamms. Níshanov sagði að síðan rann- sóknin hófst árið 1983 hafi hundr- að embættismenn í Úzbekístan verið ákærðir fyrir spillingu og tveir verið sakfelldir. Ennfremur hefðu 3.000 embættismenn verið Skoðanakönnun í Moskvu: Mikill meirihluti á móti forréttindum * A A • Moskvu, Reuter. MIKILL meirihluti Sovétmanna er mótfallinn forréttindum sov- ésku valdastéttarinnar, og þeir sem telja sovéska þjóðfélagið ranglátt eru jafn margir og þeir sem telja það réttlátt, samkvæmt skoðanakönnun sem birst hefur í sovéska vikuritinu Moskvu- tíðindi. Flestir þeirra 548 Moskvubúa sem spurðir voru sögðust þeirrar skoðunar að leiðtogamir í Kreml og menn innan hersins væru betur að forréttindunum komnir en lægra settir embættismenn ríkisins og kommúnistaflokksins. Mikill meiri- hluti aðspurðra, eða 84 prósent, var á móti því að embættismenn gætu verslað í verslunum sem lokaðar eru almenningi. 67 prósent aðspurðra voru mótfallin því að embættis- mennimir fengju betri íbúðir en almenningur og 60 prósent þeirra þótti óréttlátt að embættismennim- ir gætu lagst inn á sérstök sjúkra- hús. 44 prósent sögðu þó að sov- éska þjóðfélagið væri réttlátt, eða jafnmargir og þeir sem sögðu það ranglátt. Sagnfræðingurinn Leoníd Gor- don sagði við Moskvu-tíðindi að sovéska forréttindakerfið biyti í bága við lýðræðis- og „glasnost"- stefnu Gorbatsjovs Sovétleiðtoga. „Ég held að fulltrúamir á flokksráð- stefnunni sniðgangi ekki þetta vandamál," bætti hann við. Setningarræða Gorbatsjovs: Sjálfræði bænda er forsenda auk- innar framleiðni Moskvu, Reuier. MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleið- togi, telur að ekki sé hægt að búast við aukinni framleiðni í landbúnaði nema lífs- og vinnu- skilyrði bændanna sjálfra verði bætt fyrst. Ekki muni rætast úr fæðuskorti í landinu fyrr en bændur fái meira sjálfræði og hið opinbera minnki afskipti af störfum þeirra. Gorbatsjov fjallaði um félagslega og efnahagslega stöðu bænda í Sovétríkjunum í sérstökum kafla í aðalræðu sinni á flokksráðstefnunni á þriðjudaginn. Hann sagði að til þess að bæta úr fæðuskorti í landinu þyrfti að bæta kjör bændanna vera- lega. Einnig þyrfti að minnka af- skipti hins opinbera af því hvenær bændur sá og uppskera. Gorbatsjov taldi að með því að gera bænduma meira sjálfráða og bæta hag fólks sem býr í smáþorpum, mætti auka afköst í landbúnaði og stórauka framboð á matvöra um allt landið. Ráðstefnugestum varð tíðrætt um bág lífskjör á ríkis- og sam- yrkjubúum þar sem læknisþjónusta og híbýli era léleg og vegir slæmir. sviptir embætti og 650.000 flokks- félagar verið reknir úr flokknum. Rannsóknin hófst skömmu fyrir andlát leiðtoga kommúnista- flokksins í Úzbekístan, Sharafs Rashídovs, sem var náinn vinur Leonids Brezhnevs, fyrram leið- toga Sovétríkjanna. Eftir andlát hans hafa sovéskir íjölmiðlar hald- ið fram að hann hafi stjórnað skipulagðri mútuþægni spilltra embættismanna. Míkhaíl Gorbatsjov ræðir við fulltrúa á flokksráðstefnu á torginu í gær. Reuter Rauða KGB vill umbætur Moskvu, Reuter. SOVÉSKA vikublaðið Moskvufréttir birti í gær lista yfir þær pólitísku og félagslegu umbætur sem yfirmenn sovésku öryggislögreglunnar, KGB, vilja að hrundið verði i framkvæmd. Þykir það tíðindum sqeta að almenningur fái vitneskju um það sem fram fer innan KGB. Þar hafa menn hingað til starfað með mikilli leynd. Þá hefur verið vak- in athygli á því, að tillögur Míkhaíls Gorbatsjovs um umbætur ná ekki til KGB eða sovéska hersins. Meðal þeirra sex atriða sem yfir- menn KGB vilja gera að tillögu sinni til umbóta í Sovétríkjunum og birt- era í Moskvufréttum er að opin- berir starfsmenn svari til saka fyrir ákvarðanir sem þeir taka og valda efnahagslegum skaða eða skaða á umhverfinu. Með þessari tillögu era KGB-menn að vitna til þeirra hug- mynda, sem vora uppi fyrir nokkra um að breyta rennsli stórfljóta, svo að þau mætti nota til áveitu. Hefur verið fallið frá þeim áformum. Önnur tillaga KGB er að settar verði skorður við að fjölræði verði ’misnotað innan sovéska stjómkerf- isins. Hefur verið bent á að þessa tillögu megi túlka sem viðvöran frá KGB til stjómvalda um að ganga ekki of langt í breytingum í lýðræð- isátt innan stjómkerfisins. Kommúnistaflokkurinn í Moskvu kynnti þessar tillögur KGB á fundi fýrir skömmu til þess að hægt væri að ræða þær fyrir flokksráðsstefn- una sem nú stendur yfír. Almenn- ingi var ekki kunnugt um þær fyrr en þær birtust í Moskvufréttum. En þar vora þær settar á prent vegna fjölda fyrirspuma frá al- menningi. í tillögum KGB felst fyrir utan það sem að ofan er getið: - Zíonismi og andgyðinglegur áróð- ur verði talin jafnhættulegar ógnir Við sósíalismann. - Reglugerðum sem hindra stofnun skóla eða námshópa í erlendum tungumálum verði ratt úr vegi. - Upplýsingar um efnahagsaðstoð til erlendra ríkja verði gerðar opin- berar. - Aður óbirt verk Vladímírs Leníns verði gefin út. Engar tillögur hafa borist frá KGB-mönnum sem fela í sér að yfirstjórn öryggislögreglunnar eða skipulagi hennar verði breytt. Júrí Batjúnín, lögfræðingur og stuðningsmaður umbótastefnu Gor- batsjovs, sagði í grein í Prövdus málgagni sovéska kommúnista- flokksins, fyrr í þessum mánuði að starfsemi KGB ætti að'vera undir yfiramsjón sérstakrar nefndar sem skipuð væri af Æðstaráðinu, Batj- únín sagði að fækka bæri þeim stofnunum sem ekki væra undir yfiramsjón ráðsins. Talið er að KGB færi þau rök gegn yfírstjórn annarra, að starf- semi öryggislögreglunnar sé svo leynileg, að jafnvel Æðstaráðið megi ekki fá vitneskju um hana. Gorbatsjov lét hjá líða að nefna KGB í setningarræðu sinni á flokksráðstefnunni sem hófst á þriðjudag. Hann talaði hins vegar um að nauðsynlegt væri að koma á umbótum innan þeirra stofnana sem heyrðu undir innanríkisráðu- neytið. Nefndi hann dæmi um mis- tök sem gerð hefðu verið innan hers og lögreglu. Við mótmælin sem urðu í Moskvu og víðar fyrir flokksráðstefnuna urðu aðferðir KGB-manna til þess að fólk gerði hróp að öryggislög- reglunni. „Niður með KGB“ hrópaði fólkið þegar það sá að óeinkennis- klæddir menn drógu mótmælendur á brott og settu í bifreiðar sem biðu í hliðargötum. Fólk sem tók þátt í mótmælunum sagði að slíkar að- ferðir væra ekki í samræmi við stefnu Gorbatsjovs um aukið lýð- ræði og frelsi. Þótt bændur og verkamenn séu jafnréttháir öðram þegnum í Sov- étríkjunum hafi í raun verið komið fram yið bændur sem annars flokks borgara og tekjur þeirra séu lægri en tekjur verkamanna. Gorbatsjov sagði að margir bændur hefðu gerst skeytingarlausir um búskapinn þar sem þeir hefðu alltaf þurft bíða eftir skipunum frá hinu opinbera t.d. um hvenær ætti að sá á vorin, jafnvel þótt veðurskilyrði og þekk- ing þeirra segði til um að tímabært væri að hefjast handa. Þvl væri mikilvægt að þeir yrðu „sjálfs sín herra“. Gorbatsjov ætlar sér ekki að grafa undan samyrkjubúunum en hann hefur gert nokkrar úrbætur. Nú leyfist fjölskyldum að gera samning við bústjóra þannig að tekjur verði háðar árangri. Bændur geta einnig haft samvinnu um véla- viðgérðir og annað viðhald. „Bændumir vita best hvaða stjórnunarform hentar þeim og hvaða þjónustu þeir þurfa á að halda" sagði Gorbatsjov að lokum í þessum kafla ræðu sinnar. SUMAR- ÚTSALA hefst föstudaginn 1. júlí 50% afsláttur Stórkostlegt úrval afkjólum, blússum, buxum, pilsum, jökkum, drögtum o.m.fl. Ath.! Opið laugardaginn 2. júlí til kl. 4 e.h. kvenfataverslun, Þverholti 5, Mosfellsbæ, sími 66 66 76.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.