Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
Nýdönsk Ljósmynd/BS
Uppvakningará
Borginni
Hljómsveitin Nýdönsk hólt vel
sótta tónleika f Hótel Borg f byrj-
un mánaöarins með Eftirlitið til
upphitunar.
Eftirlitið hóf leikinn og lék efni
sem sveitin er að vinna að í hljóð-
veri þessa dagana. Það hljómaði
ekki illa, en þó er samt sem vanti
herslumuninn á að hljómsveitin nái
að skapa sér sérstakan stíl. Þeir
eru með sitt af hvoru tagi á dag-
skránni, en það var ekki nema f
einu lagi sem eitthvað verulega
áhugavert er að gerast, laginu En
hvað um mig. Kannski átti saxó-
fónninn mestan þátt í því, en lagið
er langt í frá dæmigert fyrir sveit-
ina. Elvisslagarinn Heartbreak
Hotel vakti mikla lukku og lét sveit-
in sig hafa það að leika hann f
þrígang.
Nýdönsk sigraði nokkuð örugg-
lega í hljómsveitakeppni í Húsa-
felli um síðustu verslunarmann-
helgi, en ekki hefur sveitin verið
mjög áberandi síðan. Hún átti þó
lag á safnplötu Skífunnar fyrir
nokkru og stefnir víst á plötu á
árinu. Nýdönsk leggur mikið uppúr
sviðsumbúnaði og hóf tónleikana
á einskona leikþætti, sem endaöi
á likfylgd sem bar kistu með aðal-
söngvara sveitarinnar og var vak-
inn upp með hljóöfæraslætti. Tón-
listaflutningur allur var vel fágaður
og söngvarinn er með góða rödd
sem hann nýtir vel. Hljómsveitinni
hefur verið líkt við Stuðmenn sál-
ugu, og óneitanlega minnir rödd
söngvarans á Egil, en það vantar
Stuðmannahúmorinn og slagarana
til að samlíkingin gangi upp. Sveit-
armenn eru lúmskir látbragðsleik-
arar, þó dregið hafi úr látbrags-
leiknum sfðan í Bæjarbíói í október
sl., og alltaf er nóg að horfa á en
eitthvað vantar á að lögin séu eins
grípandi og sviðsmyndin. Minna
ber á bassaleika sveitarinnar nú
en í Bæjarbíói og er það nokkuö á
kostnað léttleika sveitarinnar.
BS
Ljósmynd/BS
Ómar Óskarsson var áber-
andi í íslenskum poppheimi í
eina tíð, enda var hann með-
limur í helstu poppsveit
landsins uppúr 1970, Pelican,
og gaf auk þess út plötu einn
síns liðs sem þótti góð á þeim
tíma. Pelican rann sitt skeið
á enda og Ómar hvarf úr tón-
listarheiminum í tólf ár.
Nú er hann aftur kominn á
stjá og í vændum er plata frá
honum 1. júlí næstkomandi.
Rokksíðan hafði tal af Ómari.
Frá þér hefur ekkert heyrst
í tólf ár, eða þar um bil. Hvað
hafðirðu fyrir stafni?
Þegar Pelican leystist upp
um 1974 eða 1975 fór ég í fýlu
og fór til Danmerkur með Júlla
vini mínum. Þar tókum við upp
þráðinn og gerðum tveggja
plötu samning við Polydor.
Næsta skrefið var að við feng-
um okkur umboðsmann og lok-
uðum okkur niður í gryfju til að
æfa. Það endaði allt með skelf-
ingu, enda var umboðsmaður-
Morgunblaðið/KGA
Ekkert kjaftæði
og væl
Ómar Óskarsson snýr aftur eftir tólf ára hlé
inn hálf ruglaður. í millitíðinni,
1977, komum við til íslands og
fórum í gersamlega misheppn-
aða hringferð. Þá fór ég í enn
meiri fýlu og ákvað að hætta
að skipta mér af tónlist og fór
að vinna við múrverk og ýmsa
verkamannavinnu. Ég fluttist
svo til íslands aftur og fór vest-
ur á firði, vestur á Bíldudal, og
fór þá fyrst að kynnast landinu.
Áður var maður að fara hring-
inn og kom þá kannski á það
sem einn góður leikari kallaði
„nápleis" og maður botnaði
ekkert í því að nokkur hræða
skyldi láta sig hafa það að búa
á svona stað. Ég lét mig þó
hafa það og hef unnið við ýmis
störf þar, flakað, hausað þorsk,
skroppið á sjóinn og unnið við
hellulagnir eins og annað. Tón-
listina lagði ég á hilluna nema
þá að ég lét plata mig í það að
syngja bassa með kirkjukór á
staðnum, mér til mikillar
ánægju, og svo að ég samdi
söngleiki með vini mínum Haf-
liða Magnússyni, sem er geysi-
lega góður textahöfundur. Þeir
söngleikir hafa verið færðir upp
fyrir vestan og gert þar mikla
lukku. Ég kom suður aftur í
haust og í vetur fannst mér allt
í einu að ég þyrfti að koma frá
mér plötu eftir þetta tólf ára
hlé. Þá óð ég bara inn í hljóð-
ver, þó blankur væri, fékk mér
hljóðfæraleikara og tók upp
plötu. Nú sit ég bara og bíð
eftir því sem verða vill.
Hvað með lögin sem eru á
plötunni, eru þau gömul eða
ný?
Þetta eru gömul lög og ný í
bland. Ég átti lög á kistubotnin-
um sem mér fannst tími til kom-
inn að viðra og svo eru ný lög
í bland. Suma textana sem ég
sjálfur, en Hafliði á samt megn-
ið. Textarnir eru beinskeyttir
og fjalla um raunveruleikann
eins og hann blasir við mér.
Textarnir eru allir á íslensku og
mig langar að skjóta því inní
að þegar við í Pelican vorum
að syngja á ensku hér í eina tfð
þá litum við á ísland sem stökk-
pall fyrir Bretland, Bandaríkin
og Japan. Þá komu Bee Gees
og Michael Jackson og eyði-
lögðu allt.
Það má segja að þú hafir
fengist við flest annað en rokk
undanfarin ár. Verður rokk á
plötunni?
Já, það má segja að þetta
verði frekar hörð plata. Eg er
þó mjög rómantískur maður,
en ég geymdi rómantíkina og
rólegu lögin sem ég á. Hún
bíður betri tíma.
Hverjir spila með þér?
Það eru gamlir félagar, Jón
Ólafsson leikur á bassa og
stjórnar upptökum, Ásgeir
Óskarsson leikur á trommur,
Birgir Birgisson leikur á hljóm-
borð og ég sé um gítarleikinn
og sönginn. Það er ekkert
skreytt með jöfrum. [ gamla
daga var ég alltaf feiminn við
að syngja lögin sjálfur en ég
ákvað að láta slag standa að
þessu sinni og það kemur vel
út.
Hvað með tónlistina, ertu
enn að leika rokk?
Já, það má segja það, en þó
er það hrárra en áður. Annars
finnst mér erfitt að dæma um
það sjálfur, þetta er allt of ná-
lægt mér. Því get ég þó lofað
að það er ekkert kjaffæði og
væl á plötunni, þetta er ekkert
sykurhúðað.
Ég er náttúrulega að gera
þetta fyrir sjálfan mig og geri
mér ekkert veður út af því þó
það nái ekki núllinu, þó það
væri gaman. Ég er kominn yfir
það að slá í gegn og að vera
staðarhetja í meiriháttar sveit,
enda er ég kominn af gelgju-
skeiðinu. Eg var með lög sem
ég þurfti að losa mig við og ég
er búinn að því. Ef einhver hef-
ur gaman af tónlistinni eða
textunum þá er það vel.
Mér hefur líka alltaf fundist
það betra að slappa vel af í
stað þess að hanga í tónlistinni
bara til að vera í tónlist. Mér
finnst enginn minni maður af
því að vinna eitthvað með
höndunum og ég hugsa að ég
hafi gert mín bestu lög þegar
ég var að vinna hvað einhæf-
ustu vinnuna s.s. að hausa
þorsk fyrir salt.
Ef platan selst illa, ferð þú
þá í tólf ára fýlu á ný?
Já, ætli það ekki. Ef fólk vill
tryggja aö ekki komi frá mér
önnur plata þá er um að gera
að kaupa ekki þessa.
Langi Seli
íCasa
Rokksveitin góðkunna, Langi
Seii og Skuggarnir, heldur tón-
leika í Casablanca í kvöld til að
kynna væntanlega hljómplötu.
Á þeirri plötu veröa tvö lög, en
öruggar heimildir eru fyrir því að
önnur slík plata sé væntanleg síðar
á árinu og að öllum líkindum stór
plata stuttu fyrir jól.
Langi Seli og Skuggarnir komu
síðast fram á stórtónieikum með
Böstunum 4. apríl síðastliðinn á
Borginni og vöktu þá mikla at-
hygli, auk þess sem þeir hafa ver-
ið iðnir við að stela senunni hvar
og hvenær sem tækifæri hefur
gefist til.
Davfð veltir fyrir sér óræðri framtíð. Kolbelnn í baksýn.
Ljósmynd/BS