Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 34
 Morgunblaðið/Rúnar Þór Höldur gefur bifreið til Mitsubishi Open-mótsins um helgina. Golfklúbbur Akureyrar: Bíll í verðlaun fyrir holu í höggi Golfklúbbur Akureyrar held- Verðlaun eru óvenju glæsileg. ur Mitsubishi Open-mót á Jaðri Þeirra á meðal er bifreið að gerð- um helgina og hefst það klukk- inni Mitsubishi Colt sem Höldur an 9.00 á laugardagsmorgun. gefur til keppninnar. Sá fær bif- Leiknar verða 36 holur með og reiðina sem fer holu í höggi á öll- án forgjafar. um par þrjú holum vallarins og ef tveir eða fleiri verða svo heppn- ir, verður settur á bráðabani. Harður árekstur Harður árekstur varð á mótum Hörgárbrautar og Undirhlíðar um miðjan dag i gær. Bifreið af gerðinni Lada ók suður Hörgár- braut og Skodi kom vestur Und- irhlið. Skodabifreiðin valt við áreksturinn. Okumenn, sem voru einir í bílun- um, sluppu nær ómeiddir. Ökumað- ur Lödunnar var fluttur á sjúkrahús lítið slasaður. Ökumenn voru báðir í öryggisbeltum, en bílarnir skemmdust mikið. Fasteignir á AKUREYRI vaxandi bær Opið kl. 17-19 Fasteignasalan hf Gránufélagsgötu 4, efrl h»ð, siml 21878 Á söluskrá! Fasteignir sem henta sem sumarbústaðir: í Öngulsstaðahreppi: i um 20 km fjarlaegð frá Akureyri, 190 fm ibhús og tvöf. bílsk. Steinh. byggt 1961. Furulundur: 3ja herb. íb. á efri hæð í 2ja hæða raðh. Hermann R. Jónsson, sölumaður. Kvöld- og heigarsfmi 96-25026. Ferðafólk á Akureyri Verzlun okkar er við göngugötuna íþessu fallega húsi (gömlu París). Við seljum fatnað á unga sem aldna og margt fleira áhugavert. Ferðafólk hefur stundum ekki ratað til okkar, þvíbendum viðágömlu París, þar erumviðtil húsa. Veriðöll velkomin. Forkaupsréttur hluthafa í Slippstöðinni afnuminn Frá fundinum í gær. Þórhallur Arason, Sigfús Jónsson, Stefán Rey- kjalín, Bjarni Kristjánsson og Aðalgeir Finnsson bera saman bækur sinar. Almennur hluthafafundur í Slippstöðinni hf. í gær sam- þykkti að afnema forkaupsrétt hluthafa á hlutabréfum fyrir- tækisins. Fulltrúar ríkisins, Ak- ureyrarbæjar og Eimskipafélags Islands samþykktu tillöguna en fulltrúar þessara aðila fara með um 92% hlutafjár fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í frétt- um lagði fjármálaráðherra fram fyrir nokkru tillögu þessa efnis að hlutabréf ríkisins í Slippstöðinni væru á sölulista, en ríkið heldur tæpum 55% hlutaijár í fyrirtækinu. Aðrir hluthafar, þar með taldir full- trúar Kaupfélags Eyfírðinga, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, en KEA heldur um 6% hlutafjár í Slippstöð- inni. Akureyrarbær á 36,1% hluta- Qár og Eimskipafélagið á rúmlega 2%. Ákvörðun um sölu hlutabréfanna mun ekki hafa verið tekin, en sam- kvæmt því er næst verður komist, mun stöðin enn vera á sölulista hjá ríkinu. Unnið er að mati á eignum fyrirtækisins að ósk fjármálaráð- herra og ætti niðurstaða að liggja fyrir í næstu viku. Meirihluti bæjarstjómar Akur- eyrar klofnaði á fundi sínum 21. júní sl. er alþýðuflokksmenn greiddu atkvæði með áskomn minnihlutans, alþýðubandalagi og framsóknarflokks, á að fjármála- ráðherra að selja ekki að sinni hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu. Á sama fundi var hinsvegar samþykkt að afnema forkaupsrétt hluthafa í fyrirtækinu, færi svo að af sölu yrði og samkvæmt því greiddi bæj- arstjóri, Sigfús Jónsson, tillögunni atkvæði sitt fyrir hönd Akureyrar- bæjar. Hinsvegar mun ráðherra ekki hafa tekið afstöðu til áskor- unar bæjarstjómar Akureyrar um að halda hlut sínum í stöðinni. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stúlknahópurinn í sumarbúðunum á Hólavatni ásamt Þóreyju Sigurðardóttur forstöðukonu. Skemmtílegast að róa út á vatn með færi — segja stelpurnar í sumarbúðunum á Hólavatiii Sumarbúðir KFUM og K eru starfræktar á Hólavatni í Eyja- firði á sumrin og er þetta 24. árið sem krakkar eyða saman sumar- leyfisdögum sinum þar. Þórey Sigurðardóttir hefur sinnt heimil- inu f 23 ár og er í nógu að snúast hjá henni, eins og Morgunblaðs- menn sáu á ferð um sveitina fyrr í vikunni. Að sögn Þóreyjar unnu sjálfboðaliðar að byggingu sumar- búðanna f sex ár. Að þvf búnu voru búðirnar opnaðar og una stelpur og strákar sér við leik og störf þar, hálfan mánuð f senn. Það var hljóðlegt um að litast við vatnið þegar okkur bar að garði enda var klukkan 12 á hádegi og einu ummerkin um fólk' á staðnum voru ein fímmtán pör af bamaskóm úti á veröndinni. Við fórum inn og stóð þá Þórey yfír pottunum í eldhúsinu. „Komið þið sæl, má ekki bjóða ykkur að borða með okkur," segir Þórey um leið og við þiggjum það auðvit- að. Eftir borðsönginn, „Þar sem Drottinn ber á borð“, voru fram bor- in bjúgu ásamt kartöflum, uppstúf og djús að drekka. Stúlkumar sátu á tveimur langborðum og sögðu þær okkur að hópunum væri alltaf skipt niður í tvennt, salur 1 og salur 2. Við settumst með sal 1 til borðs. Þar voru líka Silja, Stína og Rósa frá Akureyri, Guðlaug frá Blönduósi og fjórar vopnfírskar ungar dömur, Jó- hanna, Bjamey, Eydís Ósk og Kata. Á hinu borðinu voru Friðný, Petra, Þóra og Eydís frá Akureyri og Svava, Elísabet og Kristjana frá Ólafsfírði. Stelpumar sögðu okkur að þær væru vaktar klukkan 8.30 á morgn- ana. Þá væri fáni dreginn að húni á lóðinni, súrmjólk og komfleks borðað og biblíustund haldin. Dagurinn sjálf- ur væri mjög fijálslegur og réðu þær sjálfar hvað þær vildu gera. Þórey sagði að fótboltinn væri vinsæll hjá strákunum, en stelpumar vildu held- ur fara út á vatnið á bátunum. Þessi stúlknahópur, sem er á aldrinum 7 til 13 ára, kom 24. júní og dvelur á Hólavatni í hálfan mánuð. Sumar stúlknanna voru að koma á Hólavatn í fyrsta sinn, en hún Kristín frá Akuryri sagðist vera hér í sjötta sinn og væri alltaf jafngaman og lær- dómsríkt. „Nú er ég bara orðin þrett- án ára svo ég kemst ekki aftur nema ef ég verð foringi hjá KFUK. Við fengum slæmt veður fyrstu dagana, en á sunnudaginn kom fyrsti sólar- dagurinn og þá gátum við fyrst farið út á bátana." Þórey kvað það mjög slæmt ef veður væri ekki upp á það besta fyrstu dagana því þá fengju krakkamir frekar heimþrá. Á kvöldin eru kvöldvökur, sem krakkamir und- irbúa að mestu sjálfír og laust eftir kl. 22.00 er staðurinn kominn í ró. Dagurinn endar með helgistund og sögulestri þegar komið er upp í rúm. Stelpumar sögðust sumar vera í vist á sumrin, aðrar bæru út dagblöð og Kristín sagðist vera „pokadýr" í versluninni Hrísalundi sem þýddi að hún lætur vörumar í poka fyrir við- skiptavinina eftir að búið er að stimpla þær inn í kassann. Stúlkum- ar sögðust reyna að veiða í vatninu þegar veður gæfí, en veiðin væri ósköp dræm. „Við erum að dunda okkur með smáfæri þó vatnið virðist hálflélegt auk þess sem tveir bá- tanna, Kolla og Ingvar, eru bilaðir. Bátamir Davíð og Kata em þó í lagi svo við getum farið út á þeim. Veistu það að Stína vill alltaf fara út á Davíð því húr. er skotin í strák á Akureyri sem heitir því nafni," upp- lýsti ein Vopnafjarðarmærin okkur um svo skríkti í öllum hópnum. Eftir matinn og þakkargjörð þyrptist hópurinn út á hlað. Á leið- inni tjáðu stúlkumar okkur að þær þyrftu sko hvorki til Spánar né Mall- orka því þær hefðu þessa staði rétt við hendina. „Þetta eru svona drulluvíkur hér rétt við vatnið sem við förum á þegar sólin lætur sjá sig,“ sagði ein hnátan þegar að kveð- justundinni var komið og þar með var tími til kominn að fara í róður á vatninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.