Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988
Try ggingaf élögin:
Tap á ökutækj atrygging-
um 300 milljónir í fyrra
HEILDARTAP af ökutækja-
tryggingum á síðasta ári varð
300 milljónir króna eða sem
svarar til um þriðjungs af sam-
anlögðu eigin fé tryggingafé-
laganna. Þetta stafaði af því að
tjón jukust meira en svaraði til
hækkunar iðgjalda. Á þessu ári
er búist við mun minni halla á
rekstri ökutækjatrygginga
þrátt fyrir að umtalsverð aukn-
ing í tjónum hafi átt sér stað
enda urðu miklar hækkanir á
iðgjöldum þann 1. mars sl.
Þetta kom fram á fundi Talna-
könnunar um afkomu íslenskra
tryggingafélaga á árinu 1987 þar
sem fyrirtækið kynnti niðurstöður
varðandi heildarafkomu og stöðu
tryggingafélaganna svo og skipt-
ingu markaðarins eftir greinum
og afkomu í einstökum tiygginga-
flokkum.
Dr. Benedikt Jóhannesson, töl-
fræðingur, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri í
þriðja sinn sem fyrirtækið gerði
úttekt á íslenska tryggingamark-
aðnum. Kvaðst hann telja að viss
samkeppni ríkti milli tryggingafé-
laganna gegnum tilboð og enn-
fremur kæmi samkeppnin fram í
þeim bónus sem félögin veittu bif-
reiðaeigendum. Hins vegar mætti
hagræða í greininni og fækka fé-
lögunum. Það sem skipti þó sköp-
um fyrir félögin væri að auka
ávöxtun á heildarsjóðum og draga
úr kostnaði.
Afkoma tryggingafélaganna á
síðasta ári varð sem hér segir:
Almennar tiyggingar töpuðu 15,5
milljónum, Ábyrgð 19 milljónum,
Brunabótafélag Islands 26,9 millj-
ónum, Hagtrygging 500 þús. og
ennfremur varð 39,2 milljón króna
tap af rekstri Húsatrygginga
Reykjavíkur. Hagnaður Islenskrar
endurtryggingar varð 21,8 millj-
ónir, Reykvískrarendurtryggingar
3,6 milljónir, Samábyrgðar físki-
skipa 9 milljónir, Samvinnutrygg-
inga 200 þúsund, Sjóvá 23,2 millj-
ónir, Tryggingar 6,9 milljónir og
Tryggingamiðstöðvarinnar 28,9
milljónir. Samanlagt varð tap af
rekstri þessara félaga 7,4 milljónir
en almennu félögin voru með sam-
tals 900 þúsund krónur í hagnað.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 30. JÚNÍ 1988
YFIRLIT í GÆR:
Um 500 km sunnan af Hornafirði er 1003 mb lægð sem þokast
norður. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Á morgun lítur út fyrir norðaustan átt á landinu víðast golu
eða kalda. Rigning verður á Suð-Austurlandi og Austurlandi. Þoku-
lægð við norðurströndina en þurrt á suðvestur og Vesturlandi.
Hiti 9—13 stig suðvestan til en 6—9 stig t öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norð og norðaustan
átt, víða súld við norð og austur ströndina, en léttskýjað um suð-
vestan og vestanvert landið. Hiti 10—15 stig sunnan til á landinu
en 6—10 fyrir norðan.
xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hftl veöur Akureyri 9 skýjað Reykjavík 9 alskýjað
Bergen 19 hálfskýjað
Helsinki 27 skruggur
Jan Mayan 0 alskýjað
Kaupmannah. 23 léttskýjað
Narssarssuaq 9 léttskýjað
Nuuk 7 þoka
Osló 25 hálfskýjað
Stokkhólmur 26 skýjað
Þórshöfn 10 súld
Algarve 20 skýjað
Amsterdam 16 alskýjað
Aþena vantar
Barcelona 24 léttskýjað
Chlcago 17 skúr
Feneyjar 26 þokumóða
Frankfurt 24 skýjað
Glasgow 18 skýjað
Hamborg 22 mistur
Las Palmas 25 skýjað
London 20 mistur
Los Angeles 17 þokumóða
Lúxemborg 19 þrumuveður
Madríd 22 skýjað
Malaga 22 hálfskýjað
Mallorca 24 skýjað
Montreal 10 skýjað
New York 19 skýjað
París 22 skýjað
Róm 24 léttskýjað
San Diego 17 heiðsktrt
Winnipeg 13 skýjað
Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson
Áhorfendur umhverfis trollið og starfsmaður Landhelgisgæslunnar.
Dufl í trollið hjá Hrísey SF
Höfn, Horaafirði.
HRÍSEY SF-41 fékk tundurdufl
í trollið, þar sem hún var að
humarveiðum í Meðallandsbugt
aðfaranótt þriðjudagsins.
Duflið, sem er frá 1942, var virkt
og komu sprengjusérfræðingar frá
Landhelgisgæslunni til Hafnar til
að gera það óvirkt. Að sögn þeirra
fara þeir með duflið í a.m.k. 20 km
Reykjavík;
frá byggð og sprengja það. Sams-
konar dufl mun nýverið hafa valdið
skipsskaða í Norðursjó og þremur
sköðum á síðasta ári þar.
Skipsstjóri á Hrísey er Bjöm
Júlíusson, en hann og áhöfn hans
urðu þeirri stundu fegnir er þeir
höfðu landað þessum „afla“.
- JGG
Aukafj árveiting
vegna rottugangs
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
aukafjárveitingu til meindýra-
eyðis borgarinnar að upphæð
500.000 krónur. Að sögn Ás-
mundar Reykdal yfirmeindýra-
eyðis verður fénu varið til þess
að ráða tvo sumarstarfsmenn til
viðbótar til þess að eitra í hol-
Neskaupsstaður;
Ráðning
sparisjóðs-
sljóra kærð
Neskaupstaður
KLARA ívarsdóttir, settur spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarð-
ar, hefur kært til Jafnréttisráðs
ráðningu Sveins Árnasonar f emb-
ætti sparisjóðsstjóra.
Klara hefur starfað við sparisjóð
Norðfjarðar síðan 1973 og verið stað-
gengill sparissjóðsstjóra frá 1980,
nú síðast samfellt frá því í febrúar
á þessu ári._
Sveinn Amason er fyrrverandi
fjármálastjóri bæjarsjóðs Neskaups-
staðar. Á fundi sparisjóðsstjómar
hlaut Sveinn þijú atkvæði en Klara
tvö.
Jafnréttisnefnd Neskaupsstaðar
hefur fjallað um málið, að beiðni
Klöru og telur nefndin ráðninguna
skýlaust brot á jafnréttislögum. Seg-
ir í fréttatilkynningu frá Jafnréttis-
nefnd Neskaupsstaðar að nefndin
harmi þessa stöðuveitingu og hafi
vísað máiinu til Jafnréttisráðs til
frekari umfjöllunar. Orðrétt segir í
fréttatilkynningu nefndarinnar:
„Lýðræðislegt þjóðfélag er reist á
jafnrétti og frelsi til að velja sér
lífsstarf. Og mat á hæfíleikum verð-
ur að byggjast á rökum en ekki for-
dómum eða tilfinningum". .
ræsi. Rottugangur í eldri hverf-
um borgarinnar er meiri en hann
hefur verið mörg undanfarin ár.
Ein skýringanna kann að vera
sú að rottur séu að verða ónæm-
ar fyrir því eitri sem beitt hefur
verið gegn þeim hingað til.
Hjá meindýraeyði starfa fjóri.r
fastráðnir starfsmenn sem sinna
kvörtunum og fjórir sumarmenn á
tveimur bflum sem fara um og eitra
í holræsi. Að sögn Ásmundar fór
hann fram á að geta bætt þriðja
vinnuflokki sumarmanna við til þess
að geta eflt eitranir. Kom borgarráð
til móts við þá bón.
Ásmundur sagði að helsta skýr-
ingin á auknum rottugangi væri að
borgin stækkaði óðfluga og mikið
væri um rask á holræsakerfinu. Þá
hefðu komið upp óvenju miklar bil-
anir í skólplögnum húsa. Víða væri
frágangi þakrenna og niðurfalla
ábótavant. Allt stuðlar þetta að því
að rottur eiga hægara með að afla
sér fæðu og komast inn í hús.
Meindýraeyðar hafa velt því fyrir
sér hvort ný kynslóð rotta sé ónæm
fyrir því eitri sem nú er beitt. Þetta
mál þarfnast athugunar að mati
Ásmundar Reykdal.
Kasparov
er öruggur
um sigur
Frá Margeiri Péturssyni, fréttaritara
Morgunblaösins í Belfort.
EFTIR að Kasparov lagði Ehlvest
að velli í dag er hann kominn með
eins og hálfs vinnings forskot fram
yfír Anatoly Karpov sem er í öðru
sæti. Jóhann Hjartarson gerði jafn-
tefli við ungverska stórmeistarann
Zoltan Ribli í 56 leikjum, eftir æsi-
spennandi viðureign.
Karl Þorsteins í 2.-4. sæti
KARL Þorsteins vann danska
alþjóðlega meistarann Lars Bo
Hansen í tíundu og síðustu um-
ferð Opna Kaupmannahafnar-
mótsins í skák í gær og endaði
í 2.-4. sæti á mótinu með 7 vinn-
inga ásamt Grospeter og sovéska
stórmeistaranum Kupreitchik.
Sovéski stórmeistarinn Vaganjan
varð einn efstur á mótinu með 8
vinninga. Hann vann skák sína í
gær við sænska alþjóðlega meistar-
ann Emst á ævintýralegan hátt, en
Emst féll á tíma í 40. leik með
tveimur mönnum yfir og átti bara
eftir einn leik í tímamörkin.