Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 15 Hefur verðlagsþróunin að undanfömu slegið fyrri verðbólgumet? eftirJón Baldvin Hannibalsson Það fer ekkert á milli mála, að horfur í efnahagsmálum hafa versnað töluvert frá því að fjárlög voru afgreidd frá Alþingi í lok síðasta árs. Þar skiptir mestu, að markaðshorfur í sjávarútvegi hafa snöggversnað. Til þess að draga úr áhrifum versnandi ytri skilyrða á afkomu sjávarútvegsins og jafn- framt freista þess að minnka hall- ann á viðskiptum við útlönd hefur ríkisstjómin í tvígang þurft að grípa til sérstakra efnahagsaðgerða, meðal annars með því að fella gengi íslensku krónunnar, fyrst um 6% í lok febrúar og aftur um 10% um miðjan maímánuð. Jafnframt fólu þeir kjarasamningar, sem gerðir voru á fyrstu fimm mánuðum árs- ins, í sér helmingi meiri launahækk- anir en reiknað var með við af- greiðslu fjárlaga. í kjölfarið hafa verðlagshorfur að sjálfsögðu breyst frá því um áramótin. Mestu munar um gengis- feliingamar tvær, en þær em taldar hafa í för með sér að minnsta kosti 8-9% hækkun á almennu verðlagi í landinu, ef eingöngu er tekið tillit til beinna áhrifa þeirra á innflutn- ingsverð. Þar við bætast án efa óbein kostnaðaráhrif innanlands. Þannig er óhætt að fullyrða, að versnandi ytri skilyrði hafi kost- að um það bil 10% meiri verð- bólgu frá upphafi til loka ársins en áður var reiknað með. Með hliðsjón af þessu kemur það síður en svo á óvart, að verðbólgan skuli hafa tekið mikinn sprett upp á síðkastið. Það gat ekki farið á annan veg í ljósi þess sem á undan var gengið. Undirritaður lýsti því rækilega fyrirfram, hvaða áhrif 15% gengisfelling hefði fyrirsjáan- lega á verðlag, vísitölur, skulda- stöðu og greiðslubyrði þjóðarbúsins og skuldugra fyrirtækja, kaupmátt, viðskiptahalla o.s.frv. Þvl fer hins vegar víðs fjarri, að með þessu hafi verið slegin einhver verð- bólgumet á íslandi. Að undanfömu hefur mikilli hækkun byggingarvísitölu í júní- mánuði verið slegið upp sem eins- dæmi í íslenskri hagsögu. Það er auðvitað hárrétt, að 8,4% hækkun á einum mánuði er mikil hækkun, hvemig sem á það er litið. Á hinn bóginn em breytingar á bygging- arvísitölu frá einum mánuði til ann- ars ekki raunhæfur mælikvarði á almennar verðbreytingar í landinu. Til þess er hún of einhæf og næm Jón Baldvin Hannibalsson „Þannig- má búast við, að árshraði verðbólg- unnar verði um og yfir 40% á allra næstu mán- uðum, meðan áhrif gengisfellingarinnar eru að ganga yfir. A haustmánuðum ætti hins vegar að draga verulega úr verðbólgu- hraðanum.“ fyrir sveiflum í einstökum þáttum, í þessu tilviki launum. Það sem hér gerðist — og sem átti ekki að koma nokkmm manni á óvart, sem á annað borð hafði fylgst með gangi efnahagsmála undanfamar vikur — var annars vegar það að launabreytingar hjá iðnaðarmönnum, á bilinu 11-18%, komu inn í vísitöluna af fullum þunga í júnímánuði. Hins vegar komu til skjalanna verðhækkunar- áhrif gengisfellingarinnar. Þetta tvennt var allan tímann fyrirsjáan- legt og kom því ekki á óvart. Þó ekki væri nema af þessum ástæðum er það alls ekki forsvaran- legt að taka þessa einsmánaðar hækkun sem visbendingu um verðbólguhraðann almennt um þessar mundir eins og ýmsir fjöl- miðlar hafa gert. Auk þess em það alla jafna ákaflega hæpin vísindi að nota verðbreytingar í ein- um einasta mánuði sem mæli- kvarði á árshraða verðbólgunnar, „Það var alltaf ljóst að urðun í Selöldu væri þrautalending," sagði Þórður. „Það er búið að kynna hug- myndina allvel í Hafnarfírði og ég held að þar sé enginn á móti því að þessi leið verði farin.“ Frá Elliða- árbrú að Álfsnesi em um 15 km en 41 km í Selöldu. Sagði Þórður að þrátt fyrir þessa vegalengd væri mun hagkvæmara að flytja sorpið þangað til urðunar en að reisa sorp- eyðingarstöð fyrir höfuðborgar- svæðið. Móttökustöð verður reist fyrir sorpið, þar sem því verður hnoðað saman í um eins rúmmetra bagga og em uppi hugmyndir um að hún verði á lóð gömlu sorpeyðingar- stöðvarinnar í Ártúnsholti. Áætlað- ur kostnaður við móttökustöðina, vegagerð í Selöldu og þau tæki, sem þar verða til staðar, er um 100 til 150 milljónir króna. Á framkvæmd- um að vera lokið innan þriggja ára. heldur þarf að skoða breytingar yfrr nokkurra mánaða tímabil. í senn. Gildir það raunar jafnt um framfærsluvísitölu sem byggingar- vísitölu. Þar að auki er það líka rangt að halda því fram, að með þessum reiknikúnstsum hafi verið sett nýtt verðbólgumet á íslandi. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til fyrri hluta árs 1983 til þess að fínna dæmi um 270% verðbólguhraða á mælikvarða byggingarvísitölu, en hún hækkaði þá um lV/2% á einum einasta mánuði, nánar til- tekið í mars 1983, en þá hækkun mátti einmitt að lengmestu leyti relqa til mikilla launabreytinga iðn- aðarmanna og gengislækkunar íslensku krónunnar. Raunar fór árshraði framfærsiuvisitölunnar í sama mánuði upp I 230%, miðað við þessar sömu reiknikúnstir. Síðustu verðlagsspár fyrir að- gerðimar í maí bentu til þess, að árangur efriahagsaðgerðanna um áramótin og eins í febrúarlok væri farinn að skila sér i lægri verð- bólgu. Þannig voru verðmæiingar í apríl og maí minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða í kringum 16% miðað við heilt ár, samanborið við um og yfír 30% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Gengislækkunin í maí setur vitaskuld nokkurt strik i reikninginn, þannig að næstu mánuðina verða verðbreytingar ör- ari en að undanfömu. Þannig má búast við, að árshraði verðbólgunnar verði um og yfir 40% á allra næstu mánuðum, með- an áhrif gengisfellingarinnar em að ganga yfír. Á haustmánuðum ætti hins vegar að draga verulega úr verðbólguhraðanum og undir lok ársins má búast við, að hann verði kominn niður fyrir 15%, miðað við óbreyttar gengisforsendur og að ekkert óvænt gerist. Hækkunin frá upphafí tfl loka þessa árs gæti þannig orðið rétt tæplega 23%, en meðalhækkun framfærsluvísi- tölunnar frá því í fyrra nálægt 28%. Þann fyrirvara þarf að sjálfsögðu að hafa á þessum spám, að þær gera ekki ráð fyrir óvæntum breyt- ingum í efnahagslífinu umfram það sem þegar er komið fram, hvorki innanlands eða utan. Höfundur er fjármálaráðherra. IMUDD-NUDD Nudd fyrir ófrískar konur. Vöðvabólgunudd. Slökunarnudd. Seljum hinarfrá- bæru snyrtivörur frá || <jd//úxm í-f'1-- Nudd- og snyrtistofa Helgu, Garðastræti 13a, sími 11708. RAFVERKTAKAR-HONNUÐIR- RAFVIRKJAR DI A CT Tengla- og kapalrennur rrL/AO I í ýmsum breiddum og „ ,, „ litum fást hjá okkur Kynmð ykkur gæði og verð á rPLAST Vatnagörðum 10 SlMAR 685855/685854 HOMELITE Mótorsláttuorf. n DÖRF ÁRMÚLAT1 Sorp urðað í Sel- öldu við Krísuvík STJÓRN byggðasamlagsins Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að kanna möguleika á að urða sorp í Selöldu við Krísuvík eftir að hreppsnefnd Kjalarneshrepps hafnaði beiðni félagsins um leyfi til að urða sorp í Alfsnesi við Kollafjörð. Selalda er i lögsagna- rumdæmi Hafnarfjarðar og hafa hugmyndir um urðun þar verið kynntar bæjaryfirvöldum, að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borg- arverkfræðings. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-1. fl.A 10.07.88-10.01.89 kr. 271,48 Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggjaþarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.