Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 15

Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 15 Hefur verðlagsþróunin að undanfömu slegið fyrri verðbólgumet? eftirJón Baldvin Hannibalsson Það fer ekkert á milli mála, að horfur í efnahagsmálum hafa versnað töluvert frá því að fjárlög voru afgreidd frá Alþingi í lok síðasta árs. Þar skiptir mestu, að markaðshorfur í sjávarútvegi hafa snöggversnað. Til þess að draga úr áhrifum versnandi ytri skilyrða á afkomu sjávarútvegsins og jafn- framt freista þess að minnka hall- ann á viðskiptum við útlönd hefur ríkisstjómin í tvígang þurft að grípa til sérstakra efnahagsaðgerða, meðal annars með því að fella gengi íslensku krónunnar, fyrst um 6% í lok febrúar og aftur um 10% um miðjan maímánuð. Jafnframt fólu þeir kjarasamningar, sem gerðir voru á fyrstu fimm mánuðum árs- ins, í sér helmingi meiri launahækk- anir en reiknað var með við af- greiðslu fjárlaga. í kjölfarið hafa verðlagshorfur að sjálfsögðu breyst frá því um áramótin. Mestu munar um gengis- feliingamar tvær, en þær em taldar hafa í för með sér að minnsta kosti 8-9% hækkun á almennu verðlagi í landinu, ef eingöngu er tekið tillit til beinna áhrifa þeirra á innflutn- ingsverð. Þar við bætast án efa óbein kostnaðaráhrif innanlands. Þannig er óhætt að fullyrða, að versnandi ytri skilyrði hafi kost- að um það bil 10% meiri verð- bólgu frá upphafi til loka ársins en áður var reiknað með. Með hliðsjón af þessu kemur það síður en svo á óvart, að verðbólgan skuli hafa tekið mikinn sprett upp á síðkastið. Það gat ekki farið á annan veg í ljósi þess sem á undan var gengið. Undirritaður lýsti því rækilega fyrirfram, hvaða áhrif 15% gengisfelling hefði fyrirsjáan- lega á verðlag, vísitölur, skulda- stöðu og greiðslubyrði þjóðarbúsins og skuldugra fyrirtækja, kaupmátt, viðskiptahalla o.s.frv. Þvl fer hins vegar víðs fjarri, að með þessu hafi verið slegin einhver verð- bólgumet á íslandi. Að undanfömu hefur mikilli hækkun byggingarvísitölu í júní- mánuði verið slegið upp sem eins- dæmi í íslenskri hagsögu. Það er auðvitað hárrétt, að 8,4% hækkun á einum mánuði er mikil hækkun, hvemig sem á það er litið. Á hinn bóginn em breytingar á bygging- arvísitölu frá einum mánuði til ann- ars ekki raunhæfur mælikvarði á almennar verðbreytingar í landinu. Til þess er hún of einhæf og næm Jón Baldvin Hannibalsson „Þannig- má búast við, að árshraði verðbólg- unnar verði um og yfir 40% á allra næstu mán- uðum, meðan áhrif gengisfellingarinnar eru að ganga yfir. A haustmánuðum ætti hins vegar að draga verulega úr verðbólgu- hraðanum.“ fyrir sveiflum í einstökum þáttum, í þessu tilviki launum. Það sem hér gerðist — og sem átti ekki að koma nokkmm manni á óvart, sem á annað borð hafði fylgst með gangi efnahagsmála undanfamar vikur — var annars vegar það að launabreytingar hjá iðnaðarmönnum, á bilinu 11-18%, komu inn í vísitöluna af fullum þunga í júnímánuði. Hins vegar komu til skjalanna verðhækkunar- áhrif gengisfellingarinnar. Þetta tvennt var allan tímann fyrirsjáan- legt og kom því ekki á óvart. Þó ekki væri nema af þessum ástæðum er það alls ekki forsvaran- legt að taka þessa einsmánaðar hækkun sem visbendingu um verðbólguhraðann almennt um þessar mundir eins og ýmsir fjöl- miðlar hafa gert. Auk þess em það alla jafna ákaflega hæpin vísindi að nota verðbreytingar í ein- um einasta mánuði sem mæli- kvarði á árshraða verðbólgunnar, „Það var alltaf ljóst að urðun í Selöldu væri þrautalending," sagði Þórður. „Það er búið að kynna hug- myndina allvel í Hafnarfírði og ég held að þar sé enginn á móti því að þessi leið verði farin.“ Frá Elliða- árbrú að Álfsnesi em um 15 km en 41 km í Selöldu. Sagði Þórður að þrátt fyrir þessa vegalengd væri mun hagkvæmara að flytja sorpið þangað til urðunar en að reisa sorp- eyðingarstöð fyrir höfuðborgar- svæðið. Móttökustöð verður reist fyrir sorpið, þar sem því verður hnoðað saman í um eins rúmmetra bagga og em uppi hugmyndir um að hún verði á lóð gömlu sorpeyðingar- stöðvarinnar í Ártúnsholti. Áætlað- ur kostnaður við móttökustöðina, vegagerð í Selöldu og þau tæki, sem þar verða til staðar, er um 100 til 150 milljónir króna. Á framkvæmd- um að vera lokið innan þriggja ára. heldur þarf að skoða breytingar yfrr nokkurra mánaða tímabil. í senn. Gildir það raunar jafnt um framfærsluvísitölu sem byggingar- vísitölu. Þar að auki er það líka rangt að halda því fram, að með þessum reiknikúnstsum hafi verið sett nýtt verðbólgumet á íslandi. Það þarf ekki að fara lengra aftur en til fyrri hluta árs 1983 til þess að fínna dæmi um 270% verðbólguhraða á mælikvarða byggingarvísitölu, en hún hækkaði þá um lV/2% á einum einasta mánuði, nánar til- tekið í mars 1983, en þá hækkun mátti einmitt að lengmestu leyti relqa til mikilla launabreytinga iðn- aðarmanna og gengislækkunar íslensku krónunnar. Raunar fór árshraði framfærsiuvisitölunnar í sama mánuði upp I 230%, miðað við þessar sömu reiknikúnstir. Síðustu verðlagsspár fyrir að- gerðimar í maí bentu til þess, að árangur efriahagsaðgerðanna um áramótin og eins í febrúarlok væri farinn að skila sér i lægri verð- bólgu. Þannig voru verðmæiingar í apríl og maí minni en áætlanir gerðu ráð fyrir, eða í kringum 16% miðað við heilt ár, samanborið við um og yfír 30% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Gengislækkunin í maí setur vitaskuld nokkurt strik i reikninginn, þannig að næstu mánuðina verða verðbreytingar ör- ari en að undanfömu. Þannig má búast við, að árshraði verðbólgunnar verði um og yfir 40% á allra næstu mánuðum, með- an áhrif gengisfellingarinnar em að ganga yfír. Á haustmánuðum ætti hins vegar að draga verulega úr verðbólguhraðanum og undir lok ársins má búast við, að hann verði kominn niður fyrir 15%, miðað við óbreyttar gengisforsendur og að ekkert óvænt gerist. Hækkunin frá upphafí tfl loka þessa árs gæti þannig orðið rétt tæplega 23%, en meðalhækkun framfærsluvísi- tölunnar frá því í fyrra nálægt 28%. Þann fyrirvara þarf að sjálfsögðu að hafa á þessum spám, að þær gera ekki ráð fyrir óvæntum breyt- ingum í efnahagslífinu umfram það sem þegar er komið fram, hvorki innanlands eða utan. Höfundur er fjármálaráðherra. IMUDD-NUDD Nudd fyrir ófrískar konur. Vöðvabólgunudd. Slökunarnudd. Seljum hinarfrá- bæru snyrtivörur frá || <jd//úxm í-f'1-- Nudd- og snyrtistofa Helgu, Garðastræti 13a, sími 11708. RAFVERKTAKAR-HONNUÐIR- RAFVIRKJAR DI A CT Tengla- og kapalrennur rrL/AO I í ýmsum breiddum og „ ,, „ litum fást hjá okkur Kynmð ykkur gæði og verð á rPLAST Vatnagörðum 10 SlMAR 685855/685854 HOMELITE Mótorsláttuorf. n DÖRF ÁRMÚLAT1 Sorp urðað í Sel- öldu við Krísuvík STJÓRN byggðasamlagsins Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að kanna möguleika á að urða sorp í Selöldu við Krísuvík eftir að hreppsnefnd Kjalarneshrepps hafnaði beiðni félagsins um leyfi til að urða sorp í Alfsnesi við Kollafjörð. Selalda er i lögsagna- rumdæmi Hafnarfjarðar og hafa hugmyndir um urðun þar verið kynntar bæjaryfirvöldum, að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borg- arverkfræðings. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-1. fl.A 10.07.88-10.01.89 kr. 271,48 Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggjaþarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.