Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 45

Morgunblaðið - 30.06.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988 45 Þrjár nýjar kiljur eru komnar út hjá Uglunni, íslenska kiljuklúbbnum. „ Vesalingarnir “ í nýjum kiljupakka UGLAN — íslenski kiljuklúbbur- inn sendi nýlega frá sér nýjan kiljupakka. í honum eru þrjár bækur: Vesalingamir I eftir Vict- or Hugo, Brunabíllinn sem týndist eftir Maj Sjöwall og Per Wahlöö og þriðja bindi Kvikmyndahand- bókarinnar eftir Leslie Halliwell. Nú útgáfa á Vesalingunum sætir nokkrum tíðindum. Bókin kom fyrst út á íslensku á árunum 1925—28 og var þá í fimm bindum, þýdd af Einari H. Kvaran, Ragnari E. Kvar- an og Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. Sú út- gáfa var nokkuð stytt og auk þess var ekki þýtt úr frönsku. Torfi H. Tulinius, bókmenntafræðingur, hef- ur farið yfir þýðinguna og borið sam- an við frummál, lagfært og aukið við eftir ástæðum. Nýja útgáfan verður því nokkru lengri en þó prent- uð í ljórum bindum í stað fimm áð- ur. Leikgerð af Vesalingunum hefur farið sigurfor víða um lönd undan- farin ár og var sýnd við góðar undir- tektir í Þjóðleikhúsinu í vetur. Vesal- ingamir er merk alþýðleg frásögn, enda hafði sagan mikil áhrif á marga höfunda og hugsuði á síðustu öld. Fyrsta bindið sem nú kemur út er 304 bls. að stærð; Teikn hannaði kápu, en á henni er hluti af málverk- inu Absint eftir Edgar Degas. Bókin er prentuð hjá Nörhaven a/s í Dan- mörku. Brunabíllinn sem týndist er end- urútgáfa á sænskri spennusögu sem kom út hjá Máli og menningu fyrir átta árum. Sagan hefur lengi verið uppseld. Sögur Sjöwalls og Wahlöös eru heimsþekktar og hafa fengið góðar undirtektir hér á landi. Ólafur Jónsson þýddi þessa bók, sem er 234 bls. að stærð og prentuð hjá Nör- haven a/s í Danmörku. Teikn hann- aði kápu. Þriðja bindi Kvikmyndahand- bókarinnar nær frá I til N í stafróf- inu. Eftir því sem bætist við þetta verk verður það nýtilegra. Nú eru ókomin tvö bindi af Kvikmynda- handbókinni og er ráðgert að þau komi út á árinu. Álfheiður Kjartans- dóttir þýddi. Bókin er 315 bls. að stærð, kápu gerði Brian Pilkington; bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. (Fréttatilkynning;) ^^Í^etíuðun^bara að minna þig á Ijúffenga PRINCE súkkulaðikexið. IEGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 6-85-300 tefo‘0 níðsterku P'aS Gróöurhúsinu v/Sigtún. Sími: 68 90 70 ETÚNÍUR Nú bjóðum við stjúpur og petúníur (tóbakshom) í garðinn á sérstöku tilboðsverði. Stjúpur aðeins kr. Petúníur aðeins kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.