Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C 150. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Prentsmiðja Morgimblaðsins Bandaríkjamenn granda íranskri farþegaþotu með 290 manns yfir Persaflóa: Hörmuleg mistök virð- ast hafa átt sér stað - segir Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og fordæmir árás- ina en hvetur ríkin til að sýna stillingu London, Moskvu, París, Dubai, Genf, Reuter, Daily Telegraph. RÍKISSTJÓRNIR fjölmargra ríkja lýstu í gær yfir hryggð sinni vegna árásar Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu yfir Persaflóa að morgni sunnudags. Allir sem um borð voru, 290 manns, týndu lífi i árásinni, sem Bandarikjamenn segja að hafi verið gerð af misgáningi. Embættismenn á Vesturlöndum sögðu margir hveijir að hræðileg mis- tök hefðu átt sér stað en ríkisstjómir nokkurra arabaríkja fordæmdu árásina harðlega og sögðu hana fólskulegt fjöldamorð. Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi árásina og sagði að svo virtist sem „hörmuleg mistök" hefðu átt sér stað. Hvatti hann ríkin tvö til að sýna stillingu „á þessum erfiðu tírnum". Þotan hafði verið átta mínútur á lofti er tvö flugskeyti frá bandaríska beitiskipinu Vincennes hæfðu hana þar sem hún var á flugi yfir Persa- flóa. Þotan var á leið frá Bandar Abbas í íran til Dubai. Um borð voru 66 böm, 52 konur og 156 karl- ar auk 18 manna áhafnar. Lík 168 manna höfðu fundist í gær. Sovéska fréttastofan Tass birti í gær yfírlýsingu frá stjómvöldum þar sem sagði að árásin gæti ekki talist slys þar sem Bandaríkjamenn hefðu stóreflt viðbúnað heraflans á Persa- flóa á undanfömu ári. Var ennfrem- ur fullyrt að farþegaþotan hefði ver- ið á alþjóðlegri flugleið er hún var skotin niður en bandarískir embætt- ismenn segja hins vegar að hún hafí verið á rangri leið og stefíit að skip- inu í lágflugi. Því hafí áhöfn skipsins talið hana íranska orustuþotu og gefin hafí verið skipun um árás. ít- alskir flotaforingjar hafa tekið undir þessa lýsingu Bandaríkjamanna. í fréttaskýringu Moskvu-útvarpsins á sunnudag kvað nokkuð við annan tóm því þar var fullyrt að árásin hefði verið gerð af yfírlögðu ráði og hefðu Bandaríkjamenn því gerst sek- ir um „fjöldamorð". Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í yfírlýsingu í gær að breska ríkisstjómin harm- aði atburðinn mjög og sendi aðstand- endum hinna látnu samúðarkveðjur sínar. Thatcher sagði hins vegar að ríki sem ættu í ófriði hefðu rétt til að snúast til vamar væri þeim ógnað. Franska ríkisstjómin sagði árás- ina „hörmuleg mistök" og sagði í tilkynningu hennar að útskýra þyrfti nánar hvemig slíkt gæti gerst. Kínveijar fordæmdu árásina harð- lega og sagði í yfírlýsingu stjóm- valda þar að vera herafla Bandaríkja- manna á Persaflóa myndi síst verða til þess að friður kæmist á í þessum heimshluta. Gríska ríkisstjómin hvatti til þess að þeim sem bæm ábyrgð á áfásinni yrði refsað. Stjóm- völd í Líbýu sögðu atburðinn viður- styggilegt „§öldamorð“ og tóku Alsírbúar í sama streng. Dagblöð víða um heim hvöttu til þess í forystugreinum í gær að auk- in áhersla yrði lögð á að binda enda á ófriðinn við Persaflóa. Fjölmargir stjómmálamenn tóku undir þetta sjónarmið. Nokkrir viðmælendur Re- uíers-fréttastofunnar kváðust í gær óttast mjög um hag 23 vestrænna gísla sem öfgafullir múhameðstrúar- menn hafa í haldi í Líbanon. Samkvæmt fréttum breska dag- blaðsins Daily Telegraph hafði flota- stjóm Bandaríkjamanna á Persaflóa borist upplýsingar um að íranir hygðust grípa til grimmdarverka um 'helgina vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjanna, 4. júlí, og var flotinn á varðbergi alla helgina sökum þessa. Blaðið kveðst einnig hafa fyrir því heimildir að á fundi íranskra leiðtoga í gær hafí verið ákveðið að grípa ekki til beinna hefndaraðgerða gagn- vart Bandaríkjamönnum. Sjá einnig forystugrein á miðopnu og frekari fréttir á bls. 32 og 33. Fylgismenn líbönsku samtakanna „Flokkur Guðs“, sem dæmdir vegna árásinnar á írönsku farþegaþotuna á talin em hafa staðið að baki mannránum í Líbanon á sunnudag. Ottast margir að vestrænir gíslar muni gjalda undanfömum ámm, efndu til útifundar í Baalbek í aust- fyrir árás Bandaríkjamanna, sem kostaði 290 manns urhluta landsins í gær og vom Bandaríkjamenn for- lífið. Klerkastj órnin í Iran hót- ar grimmilegnm hefndum Árásin „hræðileg mannleg ógæfa“ segir Reagan Bandaríkjaforseti > # Reuter Arásinm mótmælt Dubai, Nikósíu, Washington, Brussel, Reuter. RÁÐAMENN í íran lýstu yfir þvi í gær að árásar Bandaríkjamanna á íranska farþegaþotu yfir Persa- flóa á sunnudagsmorgun yrði hefnt grimmilega. 290 manns voru um borð í þotunni sem var á leið frá borginni Bandar Abbas í íran til Dubai og fórust allir er tvö flugskeyti frá beitiskipinu Vincennes hæfðu þotuna klukkan 6:55 að islenskum tíma, átta mínútum eftir flugtak. Banda- rikjamenn segja árásina hafa ver- ið gerða fyrir mistök og að áhöfn skipsins hafi talið flugvélina iranska orustuþotu. Ronald Reag- an Bandaríkjaforseti sagði á sunnudag að þettaværi „hræðileg mannieg ógæfa“. í gær sagði for- setinn að þetta hefði verið „skilj- anlegt slys“; flugvélin hefði flogið í átt að skipinu, sem skömmu áður hafði átt i bardögum við íranska fallbyssubáta, og lækkað flugið er hún nálgaðist. Ayatollah Khomeini, trúarleiðtogi írana, hvatti múhameðstrúarmenn um heim allan til að refsa Banda- ríkjamönnum og bandamönnum þeirra. Talsmenn klerkastjórnarinn- ar í íran sögðu árásina fjöldamorð af yfirlögðu ráði og vísuðu á bug fullyrðingum bandarískra embættis- manna um að vélin hefði verið á rangri flugleið. Bandarískir sérfræð- ingar héldu í gær áleiðis til Persa- flóa til að rannsaka tildrög árásar- innar en áhöfn’ skipsins taldi þotuna íranska orustuþotu af gerðinni F-14. Reuter Farþegaþotan sem skotin var niður var af gerðinni „Airbus“ A300 og sýnir myndin flugvél sömu gerðar. Til vinstri er bandariska beiti- skipið Vincennes, sem grandaði þotunni með tveimur eldflaugum. Myndin var tekin á laugardag er skipið var á siglingu um Hormuz- sund inn á Persaflóa. Nokkrir sérfræðingar sögðust í gær telja hugsanlegt að slökkt hefði verið á búnaði um borð í þotunni, sem sendir frá sér merki til að auð- kenna hana. Áhöfn skipsins kvaðst hafa aðvarað flugstjórann tvívegis áður en árásin var gerð en ekki feng- ið nein svör. Yfirmenn um borð í ítölsku freigátunni Espero, sem var á siglingu á þessum slóðum er árás- in var gerð, kváðust í gær geta stað- fest að flugstjórinn hefði ekki svarað aðvörunum Bandaríkjamanna og að þotan hefði ekki verið á réttri leið. Þessu vísa íranir á bug og full- yrða að engin slík aðvörunarmerki hafi verið gefin. Hafa íranir boðið erlendum sérfræðingum til írans til að rannsaka málið. Þeir hafa boðist til að leggja fram skjöl um áætlaða flugleið þotunnar svo og „svarta kassann“ svonefnda sem skráir allt flug farþegaflugvéla en ekki er vitað hvort hann hefur komið í leitirnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.