Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.07.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Blönduós verður bær: Auknu fé veitt til umhverfismála Á FYRSTA fundi bæjarstjómar Blönduóss, sem haldinn var í gær, var samþykkt að 1% af tekj- um bæjarins næstu fimm árin færi til umhverfismála. Miðað við tekjur síðasta árs em það um 700.000 krónur. Þá var samþykkt að skipa nefnd um ritun sögu bæjarins. Að loknum síðasta fundi í hrepps- nefnd Blönduóss var fyrsti fundur í bæjarstjóm settur að viðstöddum Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra, þingmönnum kjör- dæmisins, bæjarfulltrúum og fjöl- mörgum íbúum staðarins. Var Hilmar Kristinsson fyrrverandi odd- viti kosinn forseti bæjarstjómar. Að fundinum ioknum flutti Jóhanna Sigurðardóttir ávarp og rakti þar sögu bæjarins. Fjölmargar gjafir bárust á þess- um tímamótum, meðal annars frá Vaimrúmar 5 milljón- ir í lottói Reykvíkingur á miðjum aldri varð 5,1 milljón rikari er dregið var í Iottóinu á laugardagskvöld- ið. Maðurinn fyllti seðilinn út af rælni og vissi ekki fyrr en upp úr hádegi í gær, að hann hefði haft heppnina með sér. Hvammstanga, Hofsósi, Sauðár- króki, Skagaströnd og Siglufirði og ámaðaróskir frá Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra og Davíð Oddssyni borgarstjóra. Reuter Vigdís í Vestur-Þýskalandi Fyrsta opinbera heimsókn forseta íslands til Vestur-Þýskalands hófst á sunnudag. Hér sést Vigdis Finnbogadóttir, forseti íslands, með Richard von Weiz&cker, forseta Vestur-Þýskalands, í Bonn í gær. Sjá frásögn á bls. 13. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra: Hef ekki að fyrra bragði efnt til opinberra deilna Steingrímur Hermannsson segir forsætisráðherra hafa varpað stríðshanska ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra segist ekki hafa að fyrra bragði efnt til opinberra deilna innan rikisstjórnarinnar og það vití Steingrímur Her- mannsson utanrikisráðherra. Steingrímur sagði í fréttum rikissjónvarpsins á sunnudags- kvöld að Þorsteinn hefði kastað striðshanskanum með ýmsum ummælum í fjölmiðlum en Þor- steinn segist ekki sætta sig við framkomu eins og ýmsir aðilar í Framsóknarflokknum hafi sýnt undanfarið og flokkurinn geti ekki vænst þess að geta vaðið yfir Sjálfstæðisflokkinn f rikis- stjórninni. Steingrímur Hermannsson við- hafði áðumefnd ummæli þegar bor- in vom undir hann ummæli Þor- steins Pálssonar í fréttum sjónvarps frá 30. júní. Umræðuefnið var deila um gjaldskrárhækkun Landsvirkj- unar og sagði Þorsteinn í sjónvarps- fréttunum að Landsvirkjun hefði gengið í gegnum sama aðhald og önnur ríkisfyrirtæki enda lækkaði raungildi á töxtum Landsvirkjunar um 9% á þessu ári. „Ég hafna öllum kröfum Framsóknarflokksins um það að auka erlendar skuldir Lands- virkjunar til þess að falsa raforku- verð,“ sagði Þorsteinn og þegar hann var spurður um hvort stjómar- samstarfið væri f upplausn sagði Borgarspítalinn: Samningur imdirritaður um kaup á tölvusneiðmyndatæki SAMNINGUR um kaup á nýju tölvusneiðmyndatæki hefur ver- ið undirritaður á milli Borg- arspítalans og japanska fyrir- tækisins Toshiba. Tækið kostar um 45 milljónir króna og er gert ráð fyrir að það verði tekið í notkun f september næstkom- andi. Öm Smári Amaldsson, yfirlækn- ir á röntgendeild og formaður læknaráðs Borgarspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um að ræða eitt fullkomnasta tæki sem völ væri á í heiminum, til dæmis við greiningu á krabba- meini, auk þess sem það kæmi að miklu gagni varðandi meðferð slysa. Fyrsta sneiðmyndatæki sem kom hingað til lands var sett upp í Borgarspítalanum árið 1981 og var það keypt notað frá Noregi. Öm Smári sagði að þá strax hefði verið ljóst að endumýja þyrfti tæk- ið innan nokkurra ára enda væri það nú orðið úrelt. Þijú ár eru nú síðan undirbúning- ur varðandi kaup á nýju tölvusneið- myndatæki hófst á Borgarspítalan- um, en fjárveiting til kaupanna fékkst á fjárlögum, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. Eins og áður segir kostar tækið um 45 milljónir króna, en fjármálaráðu- neytið útvegar lán fyrir 85% kaup- verðsins og Reykjavíkurborg leggur fram 15%. Reykjavík: Tveir listamenn fá starfslaun Menningarmáianefnd Reykjavíkurbórgar leggur til við borgarráð að Hjálmar H. Ragn- arsson tónskáld og Jóhanna Bogadóttir myndlistarkona hljóti starfslaun borgarinnar að þessu Leggur nefndin til að Hjálmari verði veitt 3ja ára starfslaun Reykjavíkurborgar 1988 til 1991 og að Jóhanna verði borgarlista- maður um eins árs skeið og hljóti starfslaun þann tíma. hann: „Þessi afstaða okkar sjálf- stæðismanna; það er hún sem ræð- ur og framsóknarmenn hér í stjóm- inni verða einfaldlega að sætta sig við hana.“ Steingrímur sagðist í fréttum sjónvarps tæpast hafa trúað sínum eigin eyrum. „Það á að vera megin- verkefni forsætisráðherra að halda saman stjóminni, ekki kasta stríðshanska og út af þessum mál- um vil ég segja það að við fórum fram á það að strangt verðlagseftir- lit yrði haft í nokkra mánuði meðan verðbólga væri þetta mikil og á það var fallist í öllum meginatriðum ... Hækkun Landsvirkjunar er ekki _ mjög mikil. Aðalatríðið var það að hækkunin átti að vera háð sam- þykki ríkisstjómarinnar, ekki eftir- litsmanna ríkisstjómarinnar. Þeir eru embættismenn sem skoða það en síðan ijöllum við um það. Ég bendi til dæmis á hækkun Pósts og síma. Það var ekki fallist á það sem þessir matsmenn eða eftirlits- menn lögðu til í því tilfelli. Svo það er um það að ræða hvort ríkisstjóm- in ætlar að láta fylgja þeim lögum sem hún setur, ætlar að stjórna, eða hvort hún ætlar að láta reka á reiðanum," sagði Steingrímur. „Steingrímur veit að ég hef ekki að fyrra bragði efnt til opinberra deilna innan ríkisstjómarinnar," sagði Þorsteinn Pálsson við Morg- unblaðið. „Ég hef frekar legið und- ir ámæli fyrir það að hafa gengið of langt í sáttaumleitunum og mála- miðlunum á kostnað skýrrar stefnu- mörkunar. En samstarfsaðilar eins og Framsóknarflokkurinn geta ekki vænst þess að geta vaðið yfír Sjálf- stæðisflokkinn þótt þeir hafí fundið fyrir vilja af minni hálfu til að breiða yfír ágreining. Ég sætti mig ekki við framkomu eins og við höf- um orðið varir við af hálfu ýmissa aðila í Framsóknarflokknum," sagði Þonsteinn. Á fundi um helgina skoraði mið- stjóm Sambands ungra framsókn- armanna á ríkisstjómina að segja af sér. Þorsteinn sagði að sér sýnd- ist augljóst að í Framsóknarflokkn- um væru uppi tvennskonar viðhorf: Annars vegar þeirra sem vildu taka þátt í þessu af ábyrgð og taka ábyrgð á því sem gert er og hins vegar þess hóps sem vildi ekki taka ábyrgð á nokkrum hlut og ynni að því beinlínis að grafa undan trausti á stjóminni. „Mér sýnist að flokks- forustan eigi erfítt með að gera upp við sig hvorum hópnum hún ætlar að fylgja, en það er innanbúðarmál Framsóknarflokksins," sagði Þor- steinn. Spurður um tilefni deiln- anna vegna gjaldskrárhækkunar Landsvirkjunar sagði Þorsteinn að baksviðið væri pólitískur ágreining- ur þótt þama hefði verið farið alger- lega að tilefnislausu í opinberan ágreining. „Framsóknarflokkurinn lagði fram þá tillögu í sambandi við gengisfellinguna að ailar opin- berar hækkanir yrðu bannaðar. Það hefði þýtt kollsteypu í erlendum lántökum eða lokun ríkisútvarpsins. Flokkurinn hefur þrásinnis farið fram á það að erlendar lántökur Landsvirkjunar yrðu auknar til að fela verðhækkanir, en við tökum ekki þátt í þeim leik,“ sagði Þor- steinn Pálsson. Landhelgisgæslan: Togskip tekið á lokuðu svæði FOKKER-flugvél Landhelgis- gæslunnar kom að togskipinu Eyvindi Vopna NS 70 að meint- um ólöglegum veiðum á lokuðu svæði á Hvalbaksgrunni um klukkan 12.30 i gærdag. Skipinu var vísað til hafnar á Seyðisfirði þar sem málið verður væntan- lega tekið fyrir i dag. Fíkniefnalögreglan: FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók 35 manns um helgina i sex húsleitum. Hald var lagt á um eitt kíló af hassi, nokkra tugi gramma af amfetamíni og nokk- ur grömm af kókaini og hassoliu. Þrír menn hafa verið úrskurðað- ir i gæsluvarðhald vegna málsins til 25. júlí n.k. Amar Jensson jrfirmaður fíkni- efnalögreglunnar segir að lögreglan hafi að undanfömu unnið að rann- sókn á innflutningi og dreifíngu á fíkniefnum og sé þetta árangur þeirrar rannsóknar. Fyrstu hand- tökumar voru 16. júní er tveir menn vom úrskurðaðir í gæsluvarð- hald. Þeim hefur verið sleppt en þrír aðrir em nú í haldi eins og fyrr greinir. Rannsókn þessa máls stendur enn yfír og vildi Arnar ekki greina nánar frá henni fyrr en henni lýkur. Hald lagt á kók- aín, amretamín, hass og hassolíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.