Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 05.07.1988, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988 Úr tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir rýnandi er virtur ef hann er þekkt- ur að því að skrifa af kunnáttu, sanngimi og heiðarleika. Svo er mikilvægt að vera vel skrifandi, en það er fáum gefið bæði að skrifa vel og hafa vit á hlutunum." „Það skiptir nefnilega öllu að hafa nógan tíma til að lesa og hugsa“ Gagnrýnandi þarf væntanlega að vera barmafullur af forvitni og áhuga. Hvemig er hægt að halda í þetta tvennt, þegar það er atvinna að hlusta á og velta vöngum yfir tónlist? „Ég á að skrifa um sex tónleika á viku, auk þess að taka viðtöl og sjá um allt blaðaefni varðandi tón- list, hvort sem það er verkfall í óperuhúsi, eða það kviknar í tónlist- arsal. Áður var vikuskammturinn sjö tónleikar, en það tókst að fá hann niður í sex og nú væri óskandi að næst yrðu þeir skomir niður í fimm ... Það skiptir nefnilega öllu máli að halda í nógan tíma til að lesa og hugsa. Það þarf góðan tíma til að vera opinn fyrir því sem maður heyrir, ekki síst nýrri tónlist. Flestir halda að tónlistarsagan sé í laginu eins og kúrva, sem hafl hrapað, þegar leið á þessa öld og það er hræðilega hættuíeg skoðun. Um miðja síðustu öld vissu aðeins fáir, fróðir tónlist- aráhugamenn um Bach og barokk- tónlist, þó flestir þekktu verk Schumanns og Verdis og það sem þeir og fleiri notuðu sér úr barokk- tónlistinni. Og fólk hlustaði varla á Mozart. Þetta fínnst mér næstum betra en sú afstaða, sem hefur ver- gæfni. í Bandaríkjunum er svo mik- ið sprautað yfír fólk af svokallaðri skemmtan, að einföld skemmtan eins og ljóðasöngur týnist, fáir með smekk fyrir honum." Það er töluverð kúnst fyrir söngvara að finna verkefni, sem hæfa röddum þeirra, draga fram kosti þeirra og styrkja þær. En hvað með að velja verkefnunum viðeigandi söngstíl? „Eg hef reynt að kynna mér söngstíla, eins og tíðkaðist á síðari hluta síðustu aldar og í byrjun þess- arar. Hlusta mikið á mjög gamlar upptökur og fínnst ég hafa mikið að sækja þangað. Reyni að gera það sem ég heyri þar að mínu eig- in. Ég sæki innblástur í þessa átt, því mér finnst margir af þessum gömlu söngvurum syngja svo til- gerðarlaust og af svo mikilli ánægju. Þessir söngvarar virðast syngja beint frá hjartanu en ekki eins og eftir forsknft. Þeir eru frjálsari frá stílklafa og um leið verður túlkunin fijálsari. Ekki ósvipað og hjá popopsöngvurum. Eftir skólagöngu er maður oft svo stífur, af því það hefur verið hamr- að á einhveiju einu. Ég vil reyna að losna undan slíku, svo það verði bara tónlistin og ég eftir, ekki tón- listin, ég og mörg þúsund reglur. Ég get nefnt dæmi um hvemig er hægt að víkka sjóndeildarhring- inn með því að kynna sér eldri söngstfla. Á tónleikunum hér söng ég verk eftir Mozart og notaði þá svokallað „portamento“. Renndi ið ríkjandi gaguvart samtímatónlist undanfarið. Fyrir tíu árum var óhætt að vera rækilega svartsýnn varðandi sam- tímatónlist, en mér sýnist vera orð- ið heldur bjartara yfír. Ýmsir roskn- ir eða gamlir snillingar spila aldrei samtímatónlist. Ungir og snjallir tónlistarmenn, líka þeir sem eru orðnir mjög þekktir, eru margir hveijir dijúgir við að flyija samtímatónlist. Og skyndilega hafa komið fram nýjar ópemr, sem draga að sér áhorfendur. Þar em finnsk tónskáld framarlega í flokki. í Aust- ur-Evrópu er mikið um að vera í tónsmíðum. Varðandi tónlistina sjálfa held ég að það verði að viðurkennast, að fráhvarf frá tóntegundabundinni (tónal) tónlist, vora mistök. Mistök, sem hafa vissulega leitt mjög margt gott af sér þau áttatíu ár, sem tón- skáld hafa spreytt sig á slíkri tón- list. En þessi áttatíu ára reynsla sýnir líka, að tóntegundir, þessi hugmynd, að það séu heyranleg tengsl milli tónanna, em samofnar mannlegum skilningi og upplifun á tónlist. Á þessum forsendum er tón- list án tóntegunda tæplega tónlist. Slík tónlist er áhugaverð, en hún er ekki tónlist nema fyrir mjög fáum. Þetta fínnst mér beisklegt að gleypa ... Einu sinni var atónal og seríal tónlist róttæk, en nú hefur þetta snúist við. Tónskáld, sem halda sig fast við þessar stefnur geta nú tal- ist afturhaldssinnar, er tortiyggja alla tónlist, sem hljómar fallega. Ung tónskáld kynna sér auðvitað þessar aðferðir, en þau virðast flest mér milli nótnanna en hélt þeim ekki aðskildum hverri fyrir sig. Það er enn sem komið er mjög sjald- gæft að nota þessa aðferð í Moz- art, því flestir álflta að „porta- mento" sé slæmur ávani frá róm- antíska tímabilinu. Það beri vott um slæman smekk að nota það í verkum frá barokktímanum eða klassíska tímabilinu. En þetta stenst ekki, því aðferðinni er lýst í kennslubókum frá barokktímabil- inu. í Mozart reyndi ég því einmitt að fínna hvað var gert á tímum hans. Þegar ég söng Dónárvals Strauss reyndi ég fremur að sjmgja í mínum eigin stfl, var ekki að hugsa um tímabilið, því mér fínnst sá stíll falla vel að tónlistinni sem stendur svo vel fyrir sér sjálf. Það getur verið hættulegt að láta stflvanga- veltur leiða sig frá sjáifum sér. Stflvangaveltur em áberandi núna, ekki aðeins í söng, heldur einnig í hljóðfæraleik, ekki síst varðandi barokktónlist. Ekki óalgengt að söngvarar geti til dæmis bmgðið fyrir sig mörgum mismunandi stflum eftir mismunandi verkefnum. En það getur verið hættulegt að leita stíla of mikið uppi, því þá verð- ur flutningurinn ópersónulegur. Nóg að láta Bach leggja til nótum- ar. Það er hans stfll. Og það besta sem listamaðurinn getur er að gera sitt besta, ekki reyna að breyta sér í eitthvað annað en hann er...“ snúa sér annað í leit að hugmyndum og innblæstri. Það er ekki langt síðan að þeir, sem reyndu að skrifa fallega, vom álitnir vera að reyna að snúa hjólinu til baka. Auðvitað er alltaf heilmik- ið af ódýmm og ómerkilegum hlut- um innan um og tilhneiging til að uppheija slíka hluti sem list. í hug- leiðingum um list má ekki gleymast að markaðsgildi og listrænt gildi er ekki það sama, þó þetta tvennt geti vissulega farið saman. í lýð- ræðisríki er kannski erfítt að skilja að það, sem flestir kjósa með pen- ingum, skuli ekki endilega vera það besta. Listamenn þurfa hinsvegar ekki að láta markaðsvinsældir lé- legra verka fara í taugamar á sér, því þær vinsældir hafa ekki neitt með listrænt mat að gera. Þar gilda allt aðrar leikreglur, sem stjómast af gróðavon." Listrænn metnaður og gylliboð En það heyrast nú samt oft arg- ar raddir úr röðum listamanna um peningaflóðið í kringum markaðs- vaminginn ... „Vissulega, en kannski engin ástæða til að láta það fara í taug- amar á sér ... allt annar leikur. Og listamenn hafa kannski tæpast ástæðu til að öfundast, því mörgum þeirra stendur til boða að taka þátt í vinsældaleiknum. Svo er bara spuming um hvort þeir hafa list- rænan metnað til að standast gylli- boðin. Og vandaður blaðamaður eða gagnrýnandi fær líka slík tilboð. Honum stendur kannski til boða að skrifa um söngstjömu fyrir glanstímarit og fá dijúgan skilding fyrir. Ef hann tekur starf sitt alvar- lega og er annt um virðingu sína hefur hann tæplega áhuga. En það er varla ástæða til að vera súr út í aðra fyrir að láta freistast, því þetta er spuming um að velja og hafna." Víkjum aftur að samtímatónlist og áhuga á henni ... „Aðsókn að tónleikum með sam- tímatónlist er ekki eins góð og hún ætti að vera, þó þar séu líka komin upp nöfn, sem laða að áheyrendur. En það gengur treglega að fá tón- listamnnendur til að laðast að verk- unum. Hér hafa peningar líka sitt að segja. Á stað eins og New York em greiðslur háar og kostnaður þá um leið. Skipuleggjendur vilja fá sem mest fyrir sinn snúð, taka enga áhættu, gera út á stóra sali, sem þarf að fylla af fólki og þá er sam- tímatónlist ekki efst á blaði sem gimilegt viðfangsefni. Það væri heppilegra, að nota minni sali, því þá er hægt að taka meiri áhættu. Stórar stofnanir leggja ekki í neina tvísýnu. í Boston og San Francisco er heilmikið um að vera í samtímatón- iist. í Saint Louis er lítið og mjög skynsamlega rekið ópemhús. I Minneapolis hefur verið komið á mjög skemmtilegu sambandi tón- skálda og áheyrenda, reynt að ná til fleiri en einstakra áhugamanna. En það er þetta með New York og stóm stofnanimar, sem em hræði- lega staðnaðar, þó það sé alls stað- ar nóg af hæfíleikafólki. New York Fílharmónían er þéttskipuð úrvals- liði, en áhugaleysið og doðinn er áberandi. í New York Opera em varla til peningar til að æfa upp verk, svo að aðeins þeir allra ógagn- rýnustu njóta sýninga þar. Fyrir um tíu ámm, þegar James Levine tók við sem aðalstjómandi við Metropolitan-óperana, benti allt til að eitthvað nýtt yrði reynt. Þá vom bæði settar upp nokkrar nýjar ópemr og sjaldheyrðar. Þær gengu vel til að byija með, fyrstu sýning- amar uppseldar, en þær gengu ekki lengi, því fólk fór kannski ekki mörgum sinnum að sjá þær. Þá var því hætt, farið að gera út á kunn mið, því forráðamenn hússins sögð- ust ekki geta sett upp sýningar nema þær fengju að meðaltali 90% aðsókn. Nú er aðaláherslan á stór- brotnar glæsisýningar. Ekki settar upp aðrar ópemr en þær, sem fylla fjögur þúsund sæti á hveiju kvöldi. Þar sem söngvaramir spígspora um í æ tilkomumeiri búningum innan um æ tilkomumeiri leiktjöld, að því er virðist undir kjörorðinu „meira er betra". Það er margt sem rennur saman í ópem. Ópemuppfærsla verður vissulega að vera pottþétt frá leik- rænu sjónarmiði, en leikstjóri má ekki gleyma því að hans framlag á ekki að leika aðalhlutverkið, heldur að þjóna tónlistinni. Leiða tónlistina fram, ekki sveigja hana undir sig. Í mörgum ópemm er tónlistin góð, en textinn slæmur. Hver hefur hins vegar heyrt um að ópera með góð- um texta, en slæmri tónlist, hafi haldið velli ...?“ Texti: Sigrún Davíðsdóttir Næstu brottfarir í sólina: Ítalía 8. júlí Spánn 20. júlí Portúgal 23. júlí NOKKUR SÆTI LAUS -^V UTSYN Feröaskrifstofan Utspi hf Texti: Sigrún Davíðsdóttir Álfabakka 16, 109 Reykjavík, sími 91-603060 ■ Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími 91-26611 Aímællsreikningur JL ÍQlanri 15 mánaða binditími. 7,25% ársvextir umfram verðtryggingu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.